Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ a ö utan ¦ Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar frá Svíþjóð Hörð barátta við ríkis- skuldir og atvinnuleysi Göran Persson, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, hefur verið eitt ár við stjórnvölinn. Margir forystumenn Al- þýðusambandsins gagnrýna náið samstarf minnihlutastjórnar jafnaðarmanna við Miðflokkinn. Andspænis niður- skurði í menntakerfinu, á sjúkrahúsum og á stofnunum aldraðra hefur fylgi jafnaðarmanna hrunið. En glögg batamerki eru þó að birtast í efnahagslífinu. í þessari grein er staðan í sænskum stjómmálum brotin til mergjar. Um miðjan mars var eitt ár liðið síðan Göran Persson tók við stjórnar- taumunum, sem forsætisráðherra hér í Svíþjóð. Þegar eitt ár er liðið í starfi forsætisráðherra er starf þeirra vegið og metið af fjölmiðlum og almenn- ingi. Ingvar Carlsson, forveri Görans, valdi að láta af störfum sem formaður jafnaðarmannaflokksins og sem forsætisráðherra. Göran tók við formennskunni og þar með tók hann lfka við embætti forsætisráðherra. Hann myndaði eigin ríkisstjórn og kom á óvart þegar hann kynnti rfkis- stjórn sína. Einn þriðji hluti stjórnar- innar var nýtt fólk í ráðherrastóli og nokkriraf gömlu ráðherrunum fengu ný ráðuneyti. Samstarf á þingi Eins og svo oft áður í Svíþjóð er rfkisstjórn landsins eingöngu skipuð jafnaðarmönnum. Stjórnin tók við að loknum kosningum haustið 1994 og eftir þriggja ára stjórn fjögurra borg- araflokka undir forsæti Carls Bilds. Þingkosningar verða næst í septem- ber 1998. Ríkisstjórn jafnaðarmanna er minnihlutastjórn en hefur haft náið samstarf á þingi við Miðflokkinn. Samstarfið er meira og nánara en menn eiga að venjast. Löngum hafa jafnaðarmenn komið málum fram á þingi með stuðningi Vinstri flokks- ins. Ymsir, sérstaklega forystumenn sænska alþýðusambandsins - LO, gagnrýna samstarfið við Miðflokk- inn og telja að það dragi jafnaðar- mannaflokkinn til hægri. Nær sé að leita samstarfs til vinstri og gera upp um málin með stuðning Vinstri flokksins, eins og í gamla daga! Ríkisskuldir og atvinnuleysi Stjórnartíð Görans Perssonar hefur einkennst af tvennu: Annars vegar að aðgerðum sem lækka skuld ríkis- sjóðs og hins vegar af baráttunni við atvinnuleysið. Hvort tveggja stórt og vandasamt. Önnur mál, sem hafa borið hátt, eru m.a. orkumál, lífeyrs- mál, breytingar á vinnurétti og sam- starf landanna við Eystrasalt. Skuld ríkissjóðs hefur vaxið hratt undanfar- in ár og þar með hafa vaxtagreiðslur verið þungur baggi. Aðgerðir stjórn- valda hafa því beinst að ríkisrekstrin- um og útgjöldum þess opinbera, svo sem bótum og styrkjum. Þetta hefur komið illa við ýmsa, þar með talið gamalt fólk og foreldra smábarna. Sveitarfélögin, sem hafa á síðustu árum tekið yfir stærstan hluta öldrun- arþjónustunnar, hafa ekki leyfi til að hækka útsvör og neyðast því til að segja upp starfsfólki. Svo hefur einnig verið með héraðsþingin, sem annast rekstur sjúkrahúsa. Fylgið minnkar Á síðasti ári bárust stöðugar fréttir af niðurskurði í menntakerfinu, á sjúkrahúsum, stofnunum fyrir aldr- aða með þeim afleiðingum að starfs- fólki var sagt upp og gjöld hækkuð. Ráðherrar stjómarinnar, ekki síst for- sætisráðherrann, hefa verið gagn- rýndir harðlega. Meðal annars af þeim, sem starfa við umönnun aldr- aðra og á sjúkrastofhunum. Stuðn- ingsmenn jafnaðarmanna kannast ekki við sinn eigin flokk og sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur fylgið hrapað. í nýlegri skoðana- könnun Temostofnunarinnar kemur fram að fylgi jafnaðarmanna er 26,5%, sem er minna fylgi en Hægri flokksins, sem fengi 32% ef kosið væri núna. Jafhaðarmenn hlutu 45% atkvæða 1994 og Hægri flokkurinn 22,5%. Vinstri flokkurinn eykur fylgi sitt töluvert samkvæmt könnuninni og umhverfissinnar nokkuð. Aðrir flokkar eru á svipuðum nótum og í kosningunum 1994. Af könnuninni má ennfremur lesa að einn fimmti áratugi að byggja. Nú sjást hins veg- ar teikn um batnandi ástand í ríkis- fjármálunum þótt atvinnuleysið hafi lítið sem ekkert minnkað. Sam- kvæmt nýrri spá mun halli ríkissjóðs 1997 verða minni en fjárlög gera ráð fyrir og þegar árið 1998 verða ríkis- fjármálin í jafnvægi. Vextir hafa enn- fremur lækkað meira en búist var við. Verðbólga er lág og verðlag er stöðugt. Atvinnuleysið 4% um aldamót Göran Persson viðurkennir að rík- isstjórninni hafi ekki tekist, með að- Batamerki í atvinulífinu En allt er ekki kolsvart. í febrúar sl. voru fleiri laus störf hjá vinnu- miðlunarskrifstofunum, en verið hafði á sama tíma áríð áður. Slíkt hefur ekki gerst í langan tíma. Laus störf voru aðallega í iðnaðinum, sem er merki um að atvinnulífið er að taka við sér. Reynslan sýnir að bata- merki í atvinnulífinu koma fyrst fram í iðnaðinum. Önnur batamerki eru að uppsögnum og boðunum um upp- sagnir fækkað um helming miðað við áríð í fyrra. Göran Persson er bjart- sýnn á að stjórninni muni takast að ná markmiðum sínum. „Ef þróun efnahagsmálanna verður sú sama þá muni fólk kannast við sinn gamla flokk. „Raddirnar um traust vel- ferðarkerfi eru háværar. Fólk vill búa við velferðarkerfi sem byggir á réttlátri skiptingu sameiginlegra verðmæta. Nú gerir enginn lengur kröfur um einkarestur heilsugæslustöðva og skóla. Þessi viðhorf eru í fullu samræmi við stefnu jafnaðarmanna nú sem fyrr", segir Göran Persson. I viðtölum og ræðum minnir hann oft á að mikilvægustu verkefni jafnaðarmanna og ríkisstjórnarinnar sé að verja velferðarsamfélagið og að útrýma atvinnuleysi. í fyrsta sinn hefur Göran Persson sagt að til Ingvar Carlsson, forveri Görans, var afar farsæll leiötogi jafnaðarmanna í Svíþjóð, en tók þann kost að hætta á tindinum. Hann ætlaði Monu Sahlin að verða eftirmaður sinn. En örlaganor nirnar spunnu vef sinn með öðr- um hætti, og það var Göran Persson sem tók við formennskunni og li'ka við embætti forsætisráðherra af Ingvari. Göran Persson hefur átt í kröppum dansi síðan hann tók við embætti for- sætisráðherra. Hann segir að brýnasta verkefni jafnaðarmanna sé að verja velferðarkerfið og útrýma atvinnuleysi. En aðferðir ríkisstjórnar hans sæta mikilli gagnrýni, ekki sist úr röðum jafnaðarmanna. hluti kjósenda jafnaðarmanna 1994 neita að gefa upp hvaða flokk þeir myndu velja, ef kosið væri núna. I könnuninni kemur fram, þrátt fyrir allt, að tryggustu fylgismenn jafnað- armanna eru félagsmenn alþýðusam- bandsins. ríkisfjármál- Jafnvægi um1998? Fyrir Göran Persson hefur þetta verið erfiður tími og hann segir sjálf- ur að hann hafi varið meiri tíma und- anfarna mánuði til að rökræða málin við eigin flokksmenn og forystu- menn verkalýðsfélaganna en við pólitíska andstæðinga. Hann bendir á að efnahagsástandið síðustu ára og ríkisskuldin ógni tilvist sjálfs vel- ferðarsamfélagsins, sem hafi tekið gerðum sínum, að minnka atvinnu- leysið í landinum. Tölur vinnumála- stofnunarinnar í febrúar sl. sýna að 13,3% vinnufærs fólks er atvinnu- laust. Með öðrum orðum eru 357.000 manns, eða 8,4%, án vinnu og 207.000 manna, eða 4,9%, eru at- vinnulausir en taka þátt í verkefnum á vegum vinnumiðlunar, svo sem námskeiðum og starfsþjálfun. Sam- tals er fjöldi atvinnulausra því 564.000, konur 269.000 og karlar 295.000. í stefnuræðu sinni fyrir ári síðan kynnti Göran Persson það markmið stjórnarinnar að um alda- mót væri atvinnuleysið komið niður í 4%. Ljóst er að ef ekki tekst fljótlega að snúa þróuninni við verður kosn- ingabarattan sumarið og haustið 1998afarerfið. mun það hafa mikið að segja", segir hann. Ríkisstjórnin boðaði nýlega að 10 miljörðum sænskra króna yrði varið til baráttunnar gegn atvinnu- leysi. Sveitarfélögin fá stærstan hluta þessarar upphæðar til að koma í veg fyrir frekari uppsagnir og til nýráðn- inga. Peningunum verður einnig var- ið til starfsmenntunar fullorðinna, til styrktar minni fyrirtækjum og til um- hverfismála. Göran Persson hefur oft bent á að ný atvinnutækifæri eru tengd átaki og aðgerðum í umhverf- ismálum. Nýrra aðgerða að vænta Þá mun Göran Persson kynna enn frekari aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til í baráttunni við atvinnuleysið. Ymislegt bendir til að greina komi að stytta vinnutímann. Þessi hugmynd, hefur áður verið uppi, sem ein leið til að fjölga atvinnutækifærum, en fengið dræmar undirtektir meðal þingmanna. Verkalýðssamtök og Socialdemó- kratisku kvennasamtökin eru meðal þeirra sem vilja stytta vinnutímann. Önnur leið, sem oft er bent á, er að lækkun lífeyrisaldurs. Enn er óvíst hvort af þessu verður og hvernig að því verður staðið. Hitt er þó víst, að nú þegar forsætisráðherrann hefur opinberlega látið í ljós vilja og áhuga á að ræða málið, eru embættismenn stjórnarráðsins áræðanlega að reikna dæmin fram og aftur. Hugsanlegt er að við fáum að sjá útkomuna í fjáraukalögunum. (Greinin er m.a. byggö á efni úr Dagens Nyheter og Aktuellt i Politiken).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.