Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUUDAGUR 15. APRÍL 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Björgunarmaður deyr Ungur varðskipsmaður leggur líf sitt í hættu við að bjarga slös- uðum félaga sínu.Hann tapar. Tilfinningamar sem lát vandalauss manns vekja við slíkar aðstæður eru undarleg blanda sorgar, auð- mýktar, - jafnvel djúps þakklætis. Þjóð í nábýli við duttlungafulla náttúru getur ekki annað en barmafyllst af þakklæti til þeirra sem eru reiðubúnir að leggja líf sitt í hættu fyrir náungann á stund hinn- ar miklu neyðar. Varðskipsmaðurinn lét eftir sig 26 ára gamla ekkju, og efalaust hefur engum komið annað í hug en samfélagið sjái að minnsta kosti til þess að hún geti án verulegra áhyggjna af fjárhag sínum haldið áfram að ala upp böm þeirra beggja, og raða í friði saman brotum lífs sem í bili hefur beðið vemlega hnekki. En hver er raunvem- leikinn? Hann er svona: Kona sem bjó við tiltölulega gott fjárhagslegt atlæti stendur í vetfangi uppi slypp og snauð. Hún fær ekki einu sinni að syrgja í friði, því svo rangsnúið er réttlætið, að lögin ganga í lið með dauð- anum, og á sama augnabliki og hann hrifsar frá henni manninn, hirða þau af henni allar veraldlegar eigur. Dánarbætur ekkjunnar em aðeins 644 þúsund krónur. Það er í sjálfu sér hlægileg upphæð, og fráleitt að ríkið skuli ekki betur tryggja framtíð maka björgunarmanna sem látast á þess vegum við hættustörf á hafí úti. Þetta er þeim mun nöturlegra þegar upplýst er, að bæði lögreglumenn og slökkviliðsmenn, sem einnig vinna hættuleg störf, búa við miklu betri tryggingar. Að sönnu þurfa þeir að greiða hluta iðgjalda aukatrygginga sinna, en ríkið greiðir þó stærstan hluta þeirra. Mestu skiptir, að þama er um óþolandi og óverjandi mismunun að ræða. Mál ekkjunnar hefur einnig bmgðið ljósi á alvarlegan ágalla gildandi laga, sem að minnsta kosti alþýðu manna var tæplega ljós áður, hvað sem lagakrókamönnum líður. Hjónin bjuggu í íbúð, sem var skráð á nafn mannsins, en vom hinsvegar ekki formlega gift. Af þessum sökum nýtur ekkjan ekki erfðaréttar heldur rennur búið óskipt til bamanna. Það þýðir að hún má ekki sitja í óskiptu dánar- búi, einsog heimilt væri ef um formlegt hjónaband þeirra hefði ver- ið að ræða. Þetta skiptir öllu um fjárhagslega afkomu hennar. Ekkjan, sem hefur lagaskyldu til að tryggja framfærslu bama sinna, þarf nú að greiða þeim leigu. Framhjá því kemst hún einfald- lega ekki, því ákvæði laga ganga ríkt eftir því, að ekki sé gengið á eign ófjárráða bama. Lögskipaður fjárhaldsmaður bama hennar verður því nauðbeygður til að ganga ríkt eftir því að ekkjan greiði sínum eigin börnum leigu, jafnvel þó það ýti henni á vonarvöl. Leiguna hefði hún hinsvegar ekki þurft að greiða, hefði eiginmað- urinn dáið í formlegu hjónabandi þeirra. Hin formlega staða sam- búðarinnar ræður hér úrslitum. Þetta mál vekur fjölmargar spumingar: Að því er dánarbæturn- ar varðar hljóta menn að velta fyrir sér, hvað valdi hinum furðulega lágu bótagreiðslum? Hvernig stendur líka á því, að varðskipsmenn hafa margfalt verri tryggingar en björgunarmenn í landi? Hvar er sómakennd ríkisvaldsins í þessu máli - ætlar það að láta lúsarbæt- umar til ekkjunnar verða einu aðstoð þess við fjölskyldu, sem fóm- fýsi og hetjulund fyrirvinnunnar leiddi til þessarar erfiðu stöðu? Dómsmálaráðherra segir að málið verði athugað. Það verður sann- arlega fylgst með þeirri athugun. Sömuleiðis er Ijóst, að það er rík þörf á því að endurskoða þær réttarreglur sem gilda um óvígða sambúð. Mjög margir standa í þeirri trú, að hún veiti sama rétt og vígð sambúð. Þetta stafar af því, að innan skattkerfisins og almannatryggingakerfisins er búið að færa stöðu beggja sambúðarformanna í sama horf. En ef slitnar upp úr sambúð, eða annar aðilinn deyr, þá gilda hvorki reglur erfðarétt- arins né skiptareglur hjúskaparlaga. Þetta þarf að skoða vendilega í ljósi þess máls, sem hér hefur verið reifað. í dag skiptir hinsvegar mestu, að ríkisvaldið geri upp þann sið- ferðilega reikning, sem það á ógreiddan við fjölskyldu varðskips- mannsins. Það misbýður sómakennd fólks, ef ríkisvaldið lætur það afskiptalaust að fjölskylda hans hrekist á kaldan klaka. Þannig er ekki Island í dag. skoðanir Atvinnuleysið og jafnaðarmenn Atvinnuleysið er án efa stærsta vandamál Evrópu í dag - og lítil von til að úr rætist á næstunni. Það er staðreynd að atvinnuleysið minnkar ekki nauðsynlega við hagvöxt og þegar þar við bætist að hagvöxtur er lítill sem enginn er ekki von á góðu ástandi í atvinnumálum. I Svíþjóð, sem slapp við atvinnuleysi að mestu fram á þennan áratug, er atvinnuleysi nú um 12% og minnkar ekkert þrátt fyrir bættan efnahag. Atvinnuleysi í Evrópulöndum er að meðaltali það sama og í Sviþjóð. Helsta vandamál Svía er að tryggja það að laun í land- inu hækki ekki meira en í öðrum Evrópulöndum, og að launahækkanir þeirra sem eru í vinnu verði ekki á kostnað þeirra sem eru að leita sér að vinnu. I öðrum Evrópulöndum er sömu sögu að segja: þjóðfélögin eru klofin á milli þeirra sem eru á vinnu- markaðnum og hinna sem ekki kom- ast inn á hann. Sveigjanleiki vinnu- markaðarins er lítill, sem bitnar helst á ungu fólki, konum og minnihluta- hópum. Pqjlborð | Hermannsson Atvinnuþáttaka - at- vinnuleysi Raunar er erfitt að bera saman at- vinnumál á milli landa, meða annars vegna þess að erfitt er að skilgreina og mæla atvinnuleysi á nákvæman hátt. Það skiptir einnig miklu máli hver atvinnuþáttakan almennt er í hverju landi, þ.e. hversu stór hluti þjóðarinnar er á vinnumarkaðnum eða að leyta sér að vinnu. Sérstaklega er það miklivægt að athuga sérstak- lega hversu stór hluti kvenna vinnur utan heimilis. Það er því alveg hugs- anlegt að mikill fjöldi starfa verði til án þess að atvinnuleysi minnki neitt að ráði. Síðustu árin hafa flest Evrópuríki reynt að spoma við atvinnuleysinu með því að draga úr atvinnuþáttöku fólks, sérstaklega með því að hvetja til lægri eftirlaunaaldurs og .frf að- gerða af ýmsu tagi, þar sem fólk fer jafnvel í heilt ár út af vinnumarkaðn- um og einhver atvinnulaus tekur þeirra stöðu á meðan. Umræður um styttingu vinnutímans eru einnig líf- legar í Evrópu og nú nýlega lýsti Göran Person forsætisráðherra Svía því yfir að stefna bæri að styttingu vinnutímans í Svíþjóð. Ekki er líklegt að aðgerðir af þessu taginu hafi mikil áhrif á atvinnuleys- ið almennt og nú þegar hafa Evrópu- þjóðir, með Þjóðverja í broddi fylk- ingar, snúið við blaðinu varðandi lækkaðan eftirlaunaaldur. Kostnaður við slíkt er einfaldlega allt of mikill og skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt. Umræður um styttingu vinnu- tímans er auðvitað mikilvæg - sér- staklega í landi eins og Islandi þar sem fólk vinnur allt of mikið - en hún verður að vera á öðmm forsendum en þeim að atvinnuleysið minnki eitt- hvað að ráði við slíkar aðgerðir. Ráðþrota jafnaðar- menn? Þetta ástand í atvinnumálum er auðvitað sérstaklega alvarlegt fyrir jafnaðarmenn í Evrópu, en hefð- bundinn sósíaldemókratismi er ná- tengdur hugmyndum um vinnu sem í æ minna mæli eiga við í nútíma hag- kerfi. Kratar í Evrópu hafa því átt jafn erfitt - og jafnvel erfiðara - með að eiga við atvinnuleysið og allir aðr- ir. Á íslandi hefur umræða um at- vinnuleysi verið öll hin furðulegasta þegar litið er á málið frá sjónarhóli Evrópu - enda ekki bmnnið jafn heitt á okkur eins og flestum öðmm. Það er þó alveg ljóst að vandamálin eru ekki ósvipuð þegar öllu er á botninn hvolft, enda líkist hið litla íslenska hagkerfi æ meira nágrönnum okkar. Islensk vinstri hreyfing stendur nú á tímamótum og umræða um samein- ingu hávær. Hættan er sú að slík sam- eining eigi sér stað á gmndvelli lægsta mögulega samnefnara, sem hindri frekar en auðveldi þá nýsköp- un í íslenskum stjómmálum sem þörf er á. Stjómmál snúast að verulegu leyti um að skapa samstöðu um ákveðin markmið og gildi og síðan að skapa farveg fyrir nýjar hugmynd- ir. Uppsprettan að sameiningarhug- myndinni virðist liggja í því fyrr- nefnda, en með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir að það gerist á kostnað hins síðamefnda. Stórir stjómmálaflokkar í Evrópu - krata- flokkarnir þar ekki undanskildir - eiga sífellt erfiðara með að standa á trúverðugan hátt fyrir stóran hluta kjósenda í því fjölhyggjusamfélagi sem við búum við í dag - hvað þá heldur að vera farvegur fyrir nýjar hugmyndir. I hugum margra kjós- enda á Vesturlöndum, em stjóm- málaflokkar nútímans risaeðlur úr fortíðinni og æ færri - sérstaklega meðal ungs fólks - sína starfi þeirra virkan áhuga. Nóg er af spámönnum með töfra- lausnir á atvinnuleysisvandanum og horfa þá gjaman til Nýja-Sjálands og Bandarikjanna. Nú er það óumflýj- anleg staðreynd að störfum hefur fjölgað mjög I Bandaríkjunum síð- asta áratuginn, á meðan slíkt hefur ekki gerst í Evrópu. Þeir sem vilja taka upp bandarískt kerfi í Evrópu gleyma hins vegar að reikna með þann félagslega kostnað sem fylgir hinu bandaríska kerfi og gerir það næsta ólíklegt að það verði tekið upp í Evrópu. Evrópsk verkalýðshreyfing hefur á hinn bóginn átt fá svör við at- vinnuleysinu önnur en þau að horfa til fortíðar og festast í vamarstöðu. íslensk verkalýðshreyfing er þar eng- in undantekning, þó þjóðarsáttin hafi án efa á sínum tíma komið í veg fyr- ir mikið atvinnuleysi á íslandi. Atvinnuleysisvandinn gerir þá kröfu til jafnaðarmanna að hugsa málin frá nýjum sjónarhóli. Em ís- lenskir jafnaðarmenn til í tuskið?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.