Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmio Alþýðubandalag, bandalag um hvað? Það eru margir sem eru efins um að Grósku, nýstofnuðum samtökum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, takist ætlunarverk sitt sem er að knýja fram sameiningu Þjóðvaka, Kvennalista, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags í næstu alþingiskosn- ingum. Við tölum reyndar um sam- fylkingu í formi kosningabandalags (með einum sameiginlegum lista) en það er sameining að vissu marki. Sameining hugmynda og fólks, sam- eining krafta. Þeir sem eru skeptískir eru það vegna þess að sumir þing- menn flokkanna eru á móti samein- ingu. Þetta er alröng niðurstaða. Þingmenn hafa ekkert umboð um- fram aðra flokksmenn til að hafna Pallborð Róbert Pálsson skrifar sameiningu. Þingflokkar vinstri manna eru ekki valdastofnanir innan flokkanna. Þeir eru fram- kvæmdaarmar flokkanna. Um skipu- lagsmál fjalla miðstjómir og lands- fundir, þ.e.a.s. valdastofnanimar inn- an flokkanna. Þess vegna er í raun ekkert sem gefur okkur þá niður- stöðu að einstakir þingmenn hafi meira um sameiningu að segja en aðrir. Þeir em að sjálfsögðu bundnir aðeins af eigin sannfæringu þegar kemur að afgreiðslu mála á þinginu rétt eins og hver sjálfstæður, sjálfsá- byrgur einstaklingur er aðeins bund- inn af eigin sannfæringu þegar kem- ur að starfi í stjómmálum. Þannig er ekki hægt að neyða þingmenn til samstarfs, þeim er frjálst að segja nei. En það gildir aðeins fyrir þá sjálfa. Verðandi, samtök ungs Alþýðu- bandalagsfólks og óháðra, sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem farið er fram á allsherjaratkvæðagreiðslu í Alþýðubandalaginu um vilja flokks- manna til sameiningar. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta með því að ekki sé hægt að láta kjósa um sameiningu áður en það liggji fyrir um hvað sam- einingin á að snúast. Þessar gagnrýn- israddir virðast gefa sér fyrirfram að kjósendur séu fífl. Það em þeir ekki. Það vita allir um hvað sameiningin á að snúast. Hún snýst um jafnaðar- stefnuna. Hins vegar ætti með auðveldum hætti að vera hægt að spyija svona: „Ert þú fylgjandi því að hafist verði handa við undirbúning sameiginlegs framboðs Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Þjóðvaka og Kvennalista?“ Já eða nei. Það er til þessi gamla regla sem er ansi góð. Hún virkar í grófum dráttum þannig að meirihlut- inn ræður og er oft kölluð lýðræði. Til þess að gera þetta enn lýðræðis- legra er hægt að láta kjósa aftur eftir að málefnavinna flokkanna hefur far- ið fram. Eftir 24 mánuði verður enn á ný gengið til alþingiskosninga. Það er stuttur tími sem er ótrúlega fljótur að h'ða. Það er ekki ásættanlegt að bíða þar til eftir sveitarstjómarkosningar til að fara að vinna í málinu. Þess vegna er mikilvægt að fólkið í flokk- unum láti í sér heyra, og ekki síður mikilvægt er að það láti á sér skiljast að það sé ekki tilbúið í málamiðlun þegar kemur að sameiningu. Sumir hafa sagt að Gróska sé að fara oft hratt. Að nauðsynlegt sé að nýta nýja bmmið á sameiginlegu framboði í kosningunum. Þessu er ég ósam- mála. Sameinaðir vinstri menn eiga að hljóta kosningu sem hvílir á var- anlegum gmnni. Fólk á að kjósa okk- ur vegna styrks okkar, ekki vegna veikleika annara. Ef nýja brams leið- in væri farin er ég hræddur um að nauðsynlegt væri að skipta algerlega út gömlu frambjóðendunum og fá nýja í staðinn. Eins freistandi og það kann að hljóma er ég hræddur að það yrði ekki skynsamlegt. Ég tek ekki þátt í neinu framboði gömlu flokkanna í næstu alþingis- kosningum. Vegna þess að ég vil sameiningu þeirra. Þetta er full- komnlega heiðarleg yfirlýsing, ígranduð og rökstudd. Með því að fara til baka til gömlu flokkanna ynni ég gegn minni eigin sannfæringu og það á engin maður nokkum tíma að gera. Það er aldrei réttlætanlegt. Ég hef ekki sagt mig úr lögum við Al- þýðubandalagið eins og sumir hafa sagt. Ég er enn í flokknum. Ég er enn hugmyndafræðilega sammála Al- þýðubandalaginu. Ég er enn þeirrar skoðunnar að Alþýðubandalagið sé besti flokkurinn á vinstri væng ís- lenskra stjómmála. En ekki nógu góður. Og það er málið. Alþýðu- bandalagið hefur ekki nægan stuðn- ing til að skipta máli, til að breyta og það þarf að breyta. Sameiningin, um hvað, til hvers? er spuming sem látin hefur verið flakka í umræðunni. Ég spyr til baka; Alþýðubandalagið, bandalag um hvað, til hvers? Til þess að innleiða á Islandi jöfnuð. Jöfn réttindi til fæðis, klæðis og húsnæðis. Til heilsugæslu og menntunnar en fyrst og fremst jöfn tækifæri einstaklinga til að nýta hæfileika sína. Til þess að verða það sem þeir geta orðið. Það er engin til- viljun að það er einmitt vegna þessa sem sameining vinstri manna er nauðsynleg. Jöfn tækifæri. Á lífsleið einstaklinga koma tímar þar sem möguleikar opnast á að gera hluti sem skipta máli. Ég held að núna sé tími til að vinstri menn geri hluti sem munu skipta máli fyrir íslenskt þjóð- félag á nýrri öld. En við verðum þá á sama tíma að átta okkur á því að það er ekki okkar í grasrótinni að bíða eftir framkvæði þingmanna og for- manna flokkanna í sameiningarmál- um. Það er ekki verið að tala um sameiningu þingmanna eða for- manna heldur sameiningu flokka og fólks með sameiginlegar hugsjónir. Við verðum að taka framkvæðið sjálf. Fyrsta skrefið er að hver maður ákveði að hann taki ekki þátt í neinu framboði nema sameiginlegu fram- boði vinstri manna í næstu kosning- um. Þá er sigurinn og sameiningin í höfn. Partý helgarinnar var tví- mælalaust kynning banda- ríska fyrirtækisins Joe Boxer á framleiðsluvörum næstu vertíð- ar, sem fór fram í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Fyrirtækið, sem rekur um 600 verslanir, framleiðir aðallega sundföt, undirföt og náttföt, og er meðal annars þekkt fyrir glæsilegar karlmannanærbuxur sínar. Til landsins var flogið hvorki meira né minna en 157 erlendum blaða- og sjónvarpsmönnum allra þekktustu tískublaða og - þátta vestra. Aðstandendur kynningarinnar buðu á laugar- dagskveldið til gríðarlegrar veislu í flugskýlinu, þar sem hafnfirskir víkingar tóku á móti gestum og leiddu til bardaga áður en gengið var í sam- kvæmið. Boðið var upp á Campari og hvítvín á undan, síðan grafið lambakjöt í forrétt, rjómaost vafinn í reyktan lax, og þarnæst heita sjávarrétti. Þessu var skolað niður með gómsætu hvítvíni. Matargestir, sem skiptu nokkrum hundruð- um, gátu síðan gengið á barinn með sérstakt merki í barmi til að greina þá frá þeim, sem bara fengu að koma á eftir. Merkið tryggði ókeypis þjónustu á barnum og varð eftirsótt vara þegar leið á kveldið... Hið íslenska glitterati fyllti boðslista Joe Boxer í flug- skýli fjögur. Ungir leikarar og fögur módel af báðum kynjum settu svip sinn á kvöldið, og bandarísku blaðamennirnir höfðu á orði að þeir hefðu aldrei séð svona mikið af fal- legu fólki á einum stað. Tveim- ur ráðherrum að minnsta kosti var boðið. Davíð Oddsson komst ekki vegna fjarveru er- lendis og Halldór Ásgrímsson þorði líklega ekki að láta sjá sig á undirfatasýningu. Það skipti þó engu, því í þeirra stað mátti sjá bæði Svavar Gestsson og frú Vigdísi Finnbogadóttur, og fjölmiðlastjarnan Stefán Jón Hafstein var að sjálfsögðu mættur í sínu fínasta pússi... Erlendu blaðamönnunum bar saman um að uppátæki Joe Boxer væri hin besta landkynn- ing fyrir l’sland. Uppátækið kost- ar þó sitt. Free-lance blaða- maður á vegum Harpers tók sig til og reiknaði út, að með ferða- lögum og uppihaldi aðstand- enda kynningarinnar, veislunni í flugskýlinu og öðru tilheyrandi hefði heildarkostnaðurinn tæp- ast reiknast minna en 100 - hundrað - milljónir íslenskra króna. Það eru talsvert margar nærbuxur... ÉT Astæðan fyrir því að Island var fyrir valinu voru tengslSigurjóns Sighvatsson- ar, eins aðaleigenda Stöðvar 2, við fyrirtækið. En einsog Nicholas Graham, forvígis- maður Joe Boxer í flugskýli fjögur þetta kvöld upplýsti í tölu sinni, þá eru þeir búnir að vera vinir í fimm ár. Sigurjón átti þó ekki heimangengt frá Hollívúdd og gat því miður ekki verið við- staddur fjörið. Þess í stað mætti eiginkona hans og meðeigandi, Sigríður Þórisdóttir, og opnaði sjóið með stuttri ræðu. Var haft á orði að íslenskir stjórnmála- menn gætu margt af henni lært, því ræðan var stutt og kjarnyrt, og þar að auki skiljanleg... hinumcgin "FarSide" eftir Gary Larson Ingibjörg Magnadóttir, nemi: “Já, það er það, sérðu ekki hvað allt er æðislegt." Friðrik Þorsteinsson, kaupmaður: “Já, vorið er komið.“ Halldór Jóhannsson, sölumaður: “Já.“ Sissa, Ijósmyndari: “Já, heldur betur. Loksins, loksins. Guðrún Guðmundsdóttir, kaupmaður: “Já, svo sannarlega." vi t i menn “Framleiðendur og seljendur gúmmíhanzka hafa augljós- lega ekki áttað sig á breyttri verkaskiptingu á heimilum." Vikverji í Mogganum. “Enn eru umbúðir gúmmíhanz- ka skreyttar myndum af velsnyrtum kvenhöndum sem njóta verndar gúmmíhanzka við uppvaskið." Víkverji í Mogganum. “Víkverji dagsins - sem er karlkyns og vaskar upp - stendur oft frammi fyrir því að einu gúmmíhanzkarnir, sem eru til í hans stærð, eru bleik- ir.“ Víkverji í Mogganum. “Hvaða karlmaður með snefil af sjálfsvirðingu vaskar upp með bleika gúmmíhanzka?" Víkverji í Mogganum. Það eru ekki bara gúmmíhanz- kaframleiðendur, sem ekki gera ráð fyrir jafnri verka- skiptingu kynjanna á heimil- inu.“ Víkverji í Mogganum. “Strauborð eru til dæmis oft óþolandi lág fyrir hávaxna karla, jafnvel í hæstu still- ingu.“ Víkverji í Mogganum. “Alltaf eru það konur, sem halda lærða fyrirlestra um þurra bossa og rakadrægni og sjást dedúa við ungabörnin. Ekki karlmaður í augsýn." Víkverji í Mogganum. “Ekki stuðlar þetta aðeins að því að viðhalda gömlum og úr- eltum viðhorfum til hlutverka kynjanna, heldur hlýtur þessi markaðspóiitík hreinlega að koma niður á fyrirtækjunum, sem um ræðir." Víkverji í Mogganum. s Og svo flaug hann á burt með mitt vor yfir heiðar og hlíðar, með höll mína, tign mína og ríki, - ég vissi það síðar, með hið fegursta og besta sem að- eins að afspum ég þekki. - Og ég átti það, átti það allt, en ég vissi það ekki. Úr Ijóöinu Raddir sem aldrei hljóöna, eftir Guömund Böövarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.