Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 iimimmm eigendum skipsins, ef það ósætti þeirra á milli hefði ekki orðið, er hugsanlegt að útkoma hefði orðið öðruvísi." minn sem var um borð í Vikartindi. Stór hluti farmsins er ónýtur, annað hvort vegna þess að gáma tók strax að taka út af skipinu og eins vegna þess að farmur í þeim gámum sem eru um borð eða hefur verið bjargað í land er stórskemmdur. Eigendur farmsins eru langt frá því að vera sáttir. Þegar hefur hluti þeirra krafið Eimskip um bætur og öruggt er að fleiri munu bætast við. Það stefnir í mikil átök milli heildsala og Eimskip, átök sem munu enda fyrir dómstólum. Kröfur gerðar á Eimskip “Þeir sem eiga ennþá vörur um borð vilja fyrst og fremst fá vörurnar og þeir sem vita að þeirra vörur eru famar í hafið hafa sent inn kröfur til Eimskipa- félagsins um að þeir fái vörumar greiddar," sagði Baldvin Valdimars- son, hjá Félagi íslenskra stórkaup- manna. Enn sem kornið er hafa ekki margir sent kröfur á Eimskip, en Baldin á von að fleiri kröfur muni berast á næstu dögum. Óvíst er hversu háar fjárhæðir verður um að ræða, en ljóst er að kröf- umar verða upp á tugi ef ekki hundruði milljóna króna þegar allt verður talið. Ljóst er að skaði margra farmeigenda er mun meiri en beint tap á vömnni, svo sem sölutap, veltutap og fleira. Ekki er búist við að gerðar verði kröf- ur vegna þess taps, þar sem ólíklegt er að það fengist bætt, meðal annars þar sem erfitt yrði að meta það. „Það segir sig sjálft að margfeldisáhrif em alltaf talsverð þegar svona gerist,“ sagði Baldvin Valdimarsson. En þið gerið kröfur á Eimskip, en ekki eigendur skipsins. “Við gerum það að vegna þess að flestir, ef ekki allir, voru með farm- samning við Eimskipafélagið og það var farmflytjandi og samningamir vom við þá. Kröfumar em nýkomnar fram og því ekki komin viðbrögð við þeim. Við sjáum fram á deilumál. Heildartjónið verður ekki gert upp fyrr en í lokin,“ sagði Baldvin Valdimars- son. Hann sagði talsverðan tíma líða áður en niðurstöður munu fást. En era stórkaupmenn vissir um að þeir höfði dómsmál til að fá fram ásættanlega niðurstöðu? “Það er alveg víst að svo verður. Menn munu láta reyna á réttastöðu sína fyrir dómstólum, en það eru deild- ar meiningar um hver hún er.“ Ærslí dýragarði Kvikmyndir Kostuleg kvik- Haraldur Jóhannsson skrifar Bíóborgin: indi ★★1/2 Aðalleikendur: Kevin Kline, Jamie Lee Curtis, John Cleese Dýragarður er í rekstrarvanda. Sonur eigandans, fljótfær í meira lagi, leitar bellibragða til að auka að- sóknina, forstöðumanninum til skapraunar og við misjafnar undirtektir starfsfólks. Þótt hlátur veki ræðst fyndni myndarinnar af hraðri atburðarás og skjótum tilsvöram (sem við íhugun verða að 5 aura bröndurum) - og til- tektum Kevin Kline. Að myndinni stendur sá hópur leikara og tökumanna, sem á sínum tíma gerði Fiskinn Wöndu. Michael Collins og írsk heimastjórn Bíóborgin: Michael Collins Aðalleikendur: Liam Neeson, Alan Rickman, Julia Roberts Segja má að á Irlandi hafi kröfur um sjálfstæði, aðskilnað frá Bretlandi, hlotið hljómgrunn eftir hungursneyðina miklu 1846 og síðan hlotið byr undir vængi við hinar miklu vesturfarir. Andstaða gegn þeim kröfum kom frá mótmælendum á Norður-Irlandi, eina landshlutanum þar sem þeir vora í meirihluta. Fyrir andstöðu fulltrúa þeirra á þingi var þar fellt 1912 stjóm- arframvarp um írska heimastjórn. Stöðvun framvarpsins á breska þinginu er sögð hafa verið tilefni stofn- unar írska byltingar-bræðralagsins. Á vegum þess fór Sir Roger Casement til Þýskalands 1916, í miðri fyrri heimsstyrjöldinni, til vopnakaupa. Hann var handtekinn við heimkomu sína, en þrernur dögum síðar, á annan í páskum, gerðu 2000 byltingarbræður uppreisn í Dublin. Götubardagar í borginni stóðu nær í viku, harðastir kringum aðalpósthúsið, sem uppreisn- armenn héldu uns þeir gáfust upp. Nokkrir þeirra vora skotnir en aðrir fangelsaðir, á meðal þeirra ungur maður, Michael Collins að nafni. Michael Collins var fæddur í Cork sýslu 1890, en fór 1906 til London. Þar vann hann fyrst sem afgreiðslumaður á pósthúsi, en síðar sem starfs- maður á skrifstofu lögmanna. Eftir uppreisnina var honum haldið í fang- elsi nær undir árslok 1916. Laus úr því sneri hann sér að uppbyggingu bræðralagsins að nýju og lagði á ráð um hefndarverk. Mánuði eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar í desember 1918 var kosið til breska þingsins og þá í 73 einmenningskjördæmum á Irlandi. Eftir kosningamar komu saman 27 hinna kjömu þingmanna lýðveldissinna, en að auki voru nokkrir þeirra í varðhaldi, á Dail Eirann, „Irsku þjóðþingi". Kusu þeir De Valera, þá í varðhaldi, þjóðþingsforseta, settu upp ríkisstjóm með Michael Collins að „innanríkisráðherra" og stofnuðu Irska lýðveldis- herinn, sem brátt sagði til sín. Hálfu öðra ári síðar, 1920, að nokkra fyrir tilmæli Bandaríkjanna, samþykkti breska þingið stjómarframvarp um heimastjóm á frlandi. Og hóf breska ríkisstjómin samningaviðræður við írska þjóðemissinna 1921 í London, en formaður sendinefndar þeirra var Michael Collins. Féllst sendinefndin á heimastjómarskipan. Nokkur hluti þjóðemissinna, undir forystu De Valera, hóf vopnaða and- spymu gegn heimastjóminni, sem varð undir forsæti Michaels Collins. f þeim átökum var Collins veginn 22. ágúst 1922, á 33. aldursári. Herskáir lýðveldissinnar lögðu niður vopn í maí 1923. f kvikmynd þessari er megináhersla á hefndarverkum og vopnuðum átökum, eins og vænta má á þessum áratugi spennumynda-tísku. Engu að síður varpar hún ljósi á síðasta áfangann í sjálfstæðisbaráttu fra. - En án tillits til alls þessa geta bíógestir horft á myndina einungis sér til skemmt- unar. Liam Neesen í hlutverki Michael Collins, frelsishetju íra. Djöflaseiði? Stjörnubíó: The Devil’s Own ★★★1/2 Aðalleikendur: Harrison Ford, Brad Pitt Á óvart kemur mynd þessi sakir ágætis síns. Og hún leynir auk þess á sér. Á Norður-írlandi sér drengur kaþólskan föður sinn myrtan í heimahúsum. Þegar hann hefur aldur til gengur hann í IRA í hefndarskyni. Eltur af lögreglu fer hann á fölsku nafni til Bandaríkjanna og fyrir orð virts rnanns fær hann á fölskum forsendum húsaskjól hjá lögreglumanni, grandvöram og skylduræknum. í fyrstu fer vel á með þeim, en að lokum ber til vinslita þeirra. Ungi írski maðurinn á í vopnakaupum fyrir IRA, að sjálfsögðu ekki hjá lögmætum aðilum, heldur undirheimasamtökum. Sakir breyttra fyrirmæla skerst í odda með honum og samtökunum. Og sitthvað er gefið í skyn. Eftir sálarstríð hylmir lögreglumaðurinn yfir með samverkamanni, IRA tengist glæpahringjum, laumuleg milliganga viðgengst. Endurtekið skal að taka myndarinnar er með miklum ágætum. Henni leikstýrir Alan J. Pakula.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.