Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ú t I ö n d ■ Leopold og Loeb virtust eiga framtíðina fyrir sér, ungir menn, vel greindir og af auðugum ættum. En þeim fannst lífið skorta spennu og sköpuðu hana með því að myrða fjórtán ára kunningja sinn Myrt sér til gamans Morðið á hinum fjórtán ára Bobby Frank er eitt frægasta morðmál í sögu Bandaríkjanna á þessari öld. Morðingj- amir voru auðkýfingasynimir Richard Loeb átján ára og Nathan Leopold nítján ára og þeir myrtu sér til gamans. Leopold og Loeb komu frá auðugum Chicago fjölskyldum. Loeb, sem hafði ægivald yfir hinum veikgeðja Leopold, var mikill aðdáandi Nietzche og heill- aðist sérlega af kenningu hans um of- urmennið er haftð væri yfir þá við- teknu siðfræði sem aumur pöpullinn yrði að lúta. Loeb taldi sig tilheyra hin- um fámenna útvalda hópi og Leopold var honum hjartanlega sammála. Það var Loeb sem átti hugmyndina að því að fremja hið fullkomna morð. Morð án ástæðu, framið í þeim eina tilgangi að bijóta eitt af boðorðum samfélags- ms. Þeir létu til skarar skríða 21. maí 1924 þegar þeir buðu kunningja sfnum milljónamæringasyninum Bobby Frank í bíltúr. Leopold sat við stýrið meðan Loeb barði drenginn til bana. Þeir komu nöktu líkinu fyrir í ræsi ná- lægt jámbrautateinum og helltu sýru yfir andlitið svo það yrði óþekkjanlegt. Síðan hringdu þeir í móður Bobbys, sögðust vera mannræningjar og kröfð- ust lausnargjalds. Þeir höfðu reyndar enga þörf fyrir peninga en Loeb taldi að með kröfunni myndu þeir villa rækilega um fyrir lögreglunni. Þeir sendu síðan foreldrunum orðsendingu þar sem þeir lýstu því hvemig ætti að standa að afhendingu lausnargjaldsins. Það sem hafði átt að vera fullkomið morð reyndist algjört klúður. Þrátt fyr- ir tilraunir þeirra félaga til að gera lfk- ið óþekkjanlegt bar lögreglan fljótlega kennsl á það. Hún fann gleraugu ná- lægt morðstað og eftir ítarlega rann- sókn tókst að rekja þau til eigandans, hins seinheppna Leopolds, sem gat ekki gefið trúverðuga skýringu á tapi þeirra. Lausnagjaldskrafan, er send var foreldrum fómarlambsins, hafði verið vélrituð á Underwood ritvél og Leo- pold neitaði að eiga vél af þeirri teg- und. En fljótlega kom í ljós að hann hafði lánað skólafélögum sínum einmitt slíka vél. Þegar hún kom í leit- imar komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að skilaboðin hefðu verið vélrituð á hana. Um svipað leyti hafði háttemi Loeb vakið furðu þeirra auðugu Chicago borgara sem hann umgekkst. Hann ýj- aði að einu og öðm í sambandi við morðið og virtist óvenju áhugasamur um rannsókn þess. Þegar hann var tek- inn til yfirheyrslu vegna tengsla sinna við Leopold reyndist hann ekki hafa taugar ofurmennis og eftir ítrekaðar Það var afburðavörn Charles Darrow sem forðaði Leopold og Loeb frá dauðarefsingu. Darrow sést hér við upp- haf Aparéttarhaldanna ásamt William Jennings Bryan sækjanda málsins. Leopold og Loeb bíða dóms í einu frægasta morðmáli í sögu Bandaríkj- anna. spumingar viðurkenndi hann verknað þeirra félaga. Þetta heimskulega og tilgangslausa morð vakti óhug um öll Bandaríkin og almenningsálitið krafðist dauðarefs- ingar. En þá kom Clarence Darrow inn í líf Leopolds og Loeb rétt eins og frelsandi engill. Darrow var þá 66 ára, afburða lög- fræðingur, örugglega einn snjallasti lögfræðingur sem Bandaríkin hafa átt, ef ekki sá alsnjallasti. Hann var einlæg- ur húmanisti og ákafur andstæðingur dauðarefsinga. í upphafi ferils síns varði hann verkalýðsforingja, sem dregnir vom fyrir rétt vegna baráttu sinnar, af slíkum vaskleik að vemlega athygli vakti. I stærri sakamálum þótti hann einnig afburða verjandi og af þeim fimmtíu einstaklingum sem hann varði og sakaði voru um morð af fyrstu gráðu var einungis einn tekinn af lífi. Darrow neitaði ekki sekt hinna ungu skjólstæðinga sinna heldur fór nýja og áður óþekkta leið í vöm sinni. Hann hélt því fram að Leopold og Loeb væm andlega vanheilir og því ekki ábyrgir gerða sinna. Hvemig gæti svo illt verk verið annað en geðveiki, svo sannar- lega væri það ekki verk ungra heil- brigðra manna. Vegna þessa og ungs aldurs morðingjanna fór Darrow fram á mildun refsingar. f langri og tilfinn- ingaþmnginni vamarræðu, undir lok réttarhaldanna, vitnaði hann vítt og breitt í ljóð sem lýstu sálarangist ungra manna er urðu að kveðja lífið án þess að hafa fengið tækifæri til að lifa því til fulls. Ræðan bjargaði lífi Leopolds og Loeb. Þeir vom dæmdir til ævilangrar fangelsisvistunar. Ári síðar var önnur vöm Darrows á allra vömm. Þá var hann verjandi við svonefnd Aparéttarhöld þar sem ungur kennari í Suðurríkjum Bandaríkjanna var sóttur til saka fyrir að hafa kennt nemendum sínum þróunarkenningu Darwins. Darrow tókst ekki að fá skjólstæðing sinn sýknaðan í rnáli sem var það eina á löngum ferli sem hann hafði að fyrra bragði beðið um að fá að verja. En vörn hans þótti svo glæsileg að yfirvöldin sem sótt höfðu kennarann til saka og þeir sem dæmdu hann urðu að athlægi um öll Bandaríkin. Af Leopold og Loeb er það að segja að Loeb var drepinn árið 1936 í átök- um milli fanga. Leopold afplánaði rúm þrjátfu ár af lífstíðardómi, en var náð- aður árið 1958, og olli það nokkmm úlfaþyt. Hann giftist og settist að í Puerto Rico. Hann skrifaði bók urn lífsreynslu sína og lést árið 1971. Yfirlýsing frá kennurum Rimaskóla Rimaskóli í Grafarvogi er einn nýjasti gmnnskóli Reykjavíkur auk þess sem hann hefur skipað sér í röð stærstu gmnn- skóla landsins. Á fjómm ámm hefur nemendum fjölgað um nær 400. Það ligg- ur því í augum uppi að vandi skólastjóm- enda er mikill eigi að takast að marka skólanum farsæla stefnu m.a varðandi agastjóm. Byggingaframkvæmdir og óþægindi þeim samfara hafa valdið ómældum erf- iðleikum - ekki síst fyrir kennara skólans. Nemendur hafa vissulega fundið fyrir byrjunarerfiðleikum þótt ávallt hafi verið leitast við að bera hag þeirra fyrir brjósti. Frá upphafi hefur Rimaskóli verið þeirrar gæfu aðnjótandi að ráða til starfa hæft starfsfólk sem hefur lagt metnað sinn í að byggja upp góðan skóla við erf- ið skilyrði. Þegar litið er til þess skamma tíma sem skólinn hefur starfað sést glöggt að um margt hefur tekist vel til. Má í því sambandi nefna að Rimaskóli sigraði í ræðukeppni gmnnskóla í ár (var í öðm sæti á síðasta skólaári), nemendur úr skólanum sigmðu í Ijósmyndasamkeppni sem ný er afstaðin, skólinn tók þátt í Skrekk og nemendur komu mjög vel út úr myndlistarsamkeppni sem haldin var nú í vetur. Markviss agastjóm er eitt mikilvæg- asta atriðið í farsælu skólastarfi. í því efni verður enginn óbarinn biskup. Stjórnend- ur og kennarar Rimaskóla hafa reynt að marka ákveðna stefnu í þeim málum. Vissulega má alltaf bæta um betur - efla það sem vel hefur reynst og bæta það sem miður hefur farið. Til þess að vel megi fara í framtíðinni þarf skólastarfið að fá tækifæri til að eflast og þroskast án af- skipta fjölmiðla. Neikvæð umræða fjöl- miðla í æsifregnastíl gerir fátt annað en að eitra út frá sér og valda þannig ómæld- um skaða þeim sem síst skyldi - nemend- um skólans. Það em því vinsamleg til- mæli okkar að fjölmiðlar sjái sóma sinn í að beina kröftum sínum að öðmm og markverðari málefnum en innra starfi nýs gmnnskóla sem leggur allan metnað sinn í að byggja upp farsælt skólastarf við mjög erfið skilyrði. Virðingarfyllst kennarar Rimaskóla. Þegar að innri mál opinberra stofnana verða kærumal eru þau ekki lengur einka- mál. Fréttin sem um ræðir fjallaði um kvartanir foreldra á hendur yfirstjóm skólans en þeir töldu böm sín hafa verið órétti beitt og ónauðsynlegri hörku. Þar var ekki rætt við málsaðila heldur ein- ungis fræðslustjóra Reykjavíkurborgar sem staðfesti allt sem þar kemur fram. Skólamál em ekki einkamál skólanna heldur einnig nemendanna, foreldranna og þjóðfélagsins alls, í fréttinni var einnig rætt um húsnæðismál skólans og þá erfiðleika sem þau hafa bakað í skóla- starfinu. Slík mál em ekki einkamúl starfsfólks skólanna heldur póiitískt mál sem varða menntastefnu í landinu. Blað- ið getur því ekki kannast við neinn, „fréttaflutning í æsifregnastíl," sem getur um í athugasemd viðkomandi kennara en kemur hér með ábendingu þeirra á fram- færi í blaðinu. Forystumenn Alþýðuflokksins VIBTALS- Miðvikudag- inn 16. apríl, verður Ásta B. Þorsteins- dóttir, vara- formaður Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands, með viðtalstíma á skrifstofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10, frá klukk- an 16:00 til 19:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552- 9244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.