Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarm ið Það þarf í Degi-Tímanum varar Birgir Guðmundsson við aðskilnaðar- stefnu kynjanna: “Kvennalistakonur eru þessa dag- ana og hafa raunar verið undanfarin misseri, að reyna að gera upp við sig hvort það sé rétta leiðin að fjarlæga „karlmennskuna" úr stjómmálunum og hafa kvennaflokkinn „ómengað- an“. Kvennalistakonur hafa raunar náð talsverðum árangri við að ná „of- urkarlmennsku" eða karlrembu út úr stjómmálaumræðunni á undanförn- um ámm, en aðrir flokkar og önnur stjómmálaöfl era löngu búin að taka í aðalatriðum upp hin stærri mál kvennabaráttunnar. Ástæða heila- brota Kvennalistans um sjálfan sig er að hluta til hugmyndafræðileg, en hún er ekki síður einfaldlega praktísk: flokkurinn skírskotar ekki lengur til hugmynda kjósenda um hvemig samskipti kynjanna eiga að vera. Almenningur sér þessi sam- skipti ekki sem kynbundin átök um völd og stöðu heldur miklu frekar sem úrlausnarefni beggja kynja. Sjónarmið sveigjanlegrar fjöl- skyldustefnu era einfaldlega að leysa af hólmi sértækar og aðgreindar kvenfrelsishugmyndir, sem segja að baráttan gangi betur upp ef hún er ótrufluð af testósterón hormónum karldýrsins. Staða kvenna breytist ekki nema með breyttri stöðu karla og bama og jafnvel eldri borgara í samfélaginu. Þetta er allt í einum og sama pakkanum. Það er í þessu ljósi sem skoða verður hnignun Kvenna- listans og erfiðleika, hans tími er ein- faldlega að verða liðinn í óbreyttri mynd. Áherslan á fjölskyldustefhu er ekki sérstakt kvennamál, og hafi reynsluheimur kvenna einhvem tíma verið forsenda þess að skilja mikil- vægi málsins þá er hann það ekki lengur. Kvennalistinn hlýtur því á næstu misserum annað hvort að opna dymar fyrir körlum eða einfaldlega tvo í tangó Staða kvenna breytist ekki nema með breyttri stöðu karla og barna og jafnvel eldri borgara í samfélaginu. Þetta er allt í einum og sama pakkanum. Það er í þessu Ijósi sem skoða verð- ur hnignun Kvennalistans og erfiðleika, hans tími er einfaldlega að verða liðinn í óbreyttri mynd. hætta og ganga til liðs við aðra flokka. En aðskilnaðarstefna á grundvelli kynja er hins vegar ekki einskorðuð við Kvennalistann. Gömlu flokkamir em margir með sérstök kvennafélög innan sinna vébanda sem em ekki síður tímaskekkjur heldur en sérstakt kvennaframboð. í raun hafa kvenna- félögin í flokkunum oft ekki tekið mikinn þátt í pólitísku starfx heldur séð um kökubakstur og basara. Þetta hefur þó eitthvað breyst á seinni ámm og hjá þeim flokkum sem á annað borð þykjast ætla að boða heildstæða fjölskyldustefnu ættu for- sendumar fyrir tilvist sérstakra kven- félaga í flokkunum að vera löngu brostnar. Saimleikxirinn er einfaldlega sá að hlutimir ganga miklu betur fyrir sig og em margfalt eftirsóknarverðari ef kynin starfa í aðalatriðum saman. Konur vinna ekkert við það eitt að fjarlægja karlmennsku úr félagsskap sínum, ekki ffekar en að það er lítils virði fyrir karla að hunsa konur og sjónarmið þeirra. Guð almáttugur væri frekar takmarkaður ef hann væri bara karl eða kona. Fullkomleiki hans felst auðvitað f því að hann er bæði... Aðskilnaðarstefnan er á útleið. Það þarf nefnilega tvo í tangó. jr Islenskir tónlistarmenn halda áfram að gera hvað þeir geta til að komast inn á er- lenda markaði. Rúnar Þór Péturssoner langt kominn með plötu þar sem hann syngur á ensku. Það sem jafnvel er forvitnilegast við plötuna, er hver spilar á trommurnar, en það er enginn annar en Gunnar Jökull Há- konarson, en þegar hann mætti í hljóðver með Rúnari hafði Gunnar ekki spilað í hljóðveri í fimmtán ár. Eftir því sem best er vitað tókst Jöklin- um vel upp og var mikil ánægja með framlag hans til plötu Rúnars. Nú stendur yfir atkvæða- greiðsla hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur um hvort far- menn innan félagsins boði til verkfalls eða ekki. Atkvæða- greiðslan stendur til 23. þessa mánaðar og ef til verkfalls kemur á það að hefjast 5. maí. Innan félagsins eru menn nokkuð vissir um hver vilji félagsmanna er. Reiknað er með að mikill meirihluti vilji boða verkfall, þar sem sjó- mönnum þykir samningsvilji útgeröanna vera afar tak- markaður. Kynnir kvöldsins, á kynn- ingu Joe Boxer í flugskýli 4 um helgina, var Einar Örn Benediktsson úr Sykurmol- unum og stóð sig sem vænta mátti af stakri prýði. Þegar glæsilegri sýningu var lokið, þar sem íslensk módel voru í öllum hlutverkum, tóku við ís- lensk skemmtiatriði. Fyrstur tróð upp Páll Óskar Hjálmtýsson og tókst að vanda vel upp. Þó mátti greina merki ónauðsynlegrar taugaspennu vegna yfirvof- andi Evróvisjón keppni, en hann fiutti einmitt framlag ís- lands í fylgd leðurstígvélaðra og kattliðugra dansara. Því næst tók við Botnleðja sem heitir í útlandinu Silt, og þá tók við Gus-Gus hópurinn sem fyrrum framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðar- manna er að gera heims- fræga. En Baldur Stefáns- son var að sjálfsögðu mættur með hópinn, og Þórunn Sig- urðardóttir leikstjóri og mamma Baldurs Ijómaði allt kvöldið af móðurlegu stolti... Ibyrjun maí kemur tímaritið Séð og heyrt út í hverri viku, en til þessa hefur blaðið kom- ið út í annarri hverri viku. Mikil bjartsýni er ríkjandi hjá Fróða, sem gefur blaðið út, um að vel muni ganga, og að Séð og heyrt taki við og geri enn bet- ur en þar sem Vikan gafst upp á sínum tíma. Þeir sem til þekkja segja að aukin útgáfa blaðsins muni fyrst og fremst koma niður á Helgarpóstinum, en talsverður munur hefur verið á sölu blaðsins eftir vik- um, þær vikur sem Séð og heyrt kemur út fellur salan talsvert miðað við hvernig sal- an er þegar HP hefur ekki samkeppnina frá Séð og heyrt. Sandra Guðnadóttir, afgreiðslustúlka: “Nei, þau mættu vera betri.“ Björgvin Baldursson, verkstjóri: “Þau mættu vera betri, en ég er samt sáttur.“ Björgvin Þór Smárason, vaktstjóri: “Já, ég er það.“ Árni Guðmundsson, verkamaður: “Nei, ég er það nú ekki.“ Óskar Friðrik Signarsson, verslunar- og sölumaður: “Svona sæmilega." v i t i m q n n mm:“Það hafa komið einhver kjaftarök um að fyrst hverinn sé sofnaður eigi bara að láta hann sofa til lengri tíma.“ Gísli Einarsson, oddviti í Biskupstungum, í DT. “Hin gamla rútubílamenning er enn við lýði í íslenzkum flugvélum, hávaði, drykkju- skapur og læti.“ Víkverji í Mogganum. Víkverji varð var við óvenju- legan hávaða í evrópskri flug- vél á leið milli borga á megin- landinu. Það reyndust að sjálfsögðu vera íslendingar.“ Víkverji í Mogganum. “En svo virðist sem íslenzkir flugfarþegar séu meðhöndlað- ir sem annars flokks farþegar, þótt þeir hafi ekkert til saka unnið.“ Víkverji í Mogganum. “Verkiö er langt og þungt en orðgnóttin, málfarið og stíll- inn og einstakur leikur gerir þetta að kvöldskemmtun sem vekur endalausar vangaveltur eftir á.“ Sveinn Haraldsson f Mogganum að skrifa um leikritið Vinnukonurnar. “Því er ekki að neita að allar þessar sýningar hafa verið mjög keimlíkar hver annarri og farið er að gæta sýningar- þreytu hjá þeim sem sækja sýningarnar og tryggja fjár- hagsafkomu þeirra.“ Valdimar Kristinsson hrossablaðamaður Moggans. “Norskur vinur minn sagði að Watson fengi tvöfalda píningu í Noregi, haldið inni í 120 daga - hvalkjöt í öll mál.“ Kristján Loftsson í DT. “Ég ætla ekki að taka þátt í að svara því.“ Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, þegar DT spurði hann hvort eigi að fækka bankastjórum ríkis- bankanna, þegar þeir verða gerðir að hlutafélögum. “Fyrst réðust þeir á Gyðingana, en ég kom þeim ekki til vamar því ég var ekki Gyðingur. Síðan kom röðin að kommúnistunum, en ég þagði því ég var ekki kommúnisti. Þá snera þeir sér að félögum verkalýðshreyf- ingarinnar, en ég lét það afskipta- laust því ég var ekki í verkalýðsfé- lagi. Loks réðust þeir á mig, en þá var enginn eftir mér til vamar.“ Þjóöverjinn og klerkurinn Martin Niemöller (1892-1984) um ofsóknir þýskra nasista á uppgangstlmum þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.