Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ympíuleika, Hitler, síldveiðar og margt annað sem á daga hans hefur drifið mennilegur maður og mig langaði að verða eftir líka og fara á skólann. Ég komst yfir þúsund mörk og ákvað að láta slag standa. Að lokum vorum við þrír sem urðum eftir, Þorsteinn Hjálmarsson slóst í hópinn. Við fengum leigð tvö her- bergi hjá gyðingafjölskyldu fyrir lít- inn pening, en þetta fólk skrifaði okkur að stríðinu loknu og bað um aðstoð enda væri hart í búi. Þau nefndu ekki hvað á daga þeirra hefði drifið í stríðinu en við sendum þeim eitthvað. Við höfðum fengið passa í allar lestir og almenningsvagna til að nota meðan á leikunum stóð en við notuðum þá áfram eftir að þeim lauk, ef að vagnstjórarnir eða lestar- þjónamir reyndu að segja að þeir væru útrunnir hristum við bara höf- uðið og þóttumst ekki skilja málið. Á þessum passa skruppum við með- al annars til Kaupmannahafnar svo þetta varð heilmikil reisa. Þannig varð ég kennari ✓Það þótti stórviðburður að ís- lendingar tækju þátt í mótum erlendis í þá daga þótt í dag þyki það ekki tiltökumál og sé nánast daglegt brauð. I júlí árið 1938, keppti Jónas í sundi á Evrópumótinu sem fram fór í Wembley ásamt öðrum íslenskum sundmanni Inga Sveinssyni. Jónas fór þrisvar á ólympíuleika, einu sinni sem keppnismaður og tvisvar sem þjálfari. Hann tók auk þess þátt í fjölmörgum Evrópu og Norður- landamótum. Þrátt fyrir þetta áttu íþróttimar ekki hug hans allan. “Frá því að ég var lítill strákur langaði mig mest til að læra að smíða mublur en þá var ekki hlaupið að því að komast á samning hjá iðn- meistara, aðeins nokkrir komust að og menn létu það mest ganga til fjöl- skyldu sinna eða vina. Ég byrjaði sem sundlaugarvörður f Sundhöll Reykjavíkur, með 250 krónur á mán- uði, árið 1937 og líkaði bara vel en mér fannst þó ekki mikil framtíð í starfinu. Ég ákvað því að innrita mig á íþróttakennaraskólann en til þess þurfti ég frí í tvo tíma á viku. Það var ekki hlaupið að því en að lokum var mér vísað á borgarstjórann sjálfan, Bjama Benediktsson og hann veitti Jónas setur fimmtugasta metið á 25 ára afmælisdaginn 13 júnf 1939. Er á Sigríði, fer ekki af henni ✓Jónas sneri heim frá Bandaríkj- unum árið 1947, þá orðinn út- lærður nuddari og sérfróður í með- ferð ljósa og gufubaða. Hann var á síldveiðum á tvö sum- ur eftir heimkomuna frá Bandaríkj- unum, og var kokkur á línuveiðaran- um Sigríði. Einhvem tímann barst skeyti frá háseta á bátnum suður, en það var svohljóðandi: „Er á Sigríði, fer ekki af henni. Sendið mér sæng- ina.“ Það hafa margir reynt að eigna mér þetta skeyti, ranglega að sjálf- sögðu. En þetta er góð saga. En lífið á síldinni var engin gróðanáma. Ég hafði 325 krónur á mánuði og 350 á sfldinni. Ég fékk þau síðan ekki greidd fyrr en í febrúar vegna þess að útgerðin stóð illa.“ Skömmu eftir heimkomuna Viðskiptavinir gufubaðsstofunnar í Kvisthaganum stilla sér upp fyrir Ijósmyndara á 25 ára afmæli stofunnar en hún lokaði það sama ár. mér leyfið. Hann bætti þó við: „Þú verður að sjálfsögðu að borga þetta úr eigin vasa.“ En þannig varð ég sundkennari.“ En þegar þú lítur til baka, hefði verið skemmtilegra að smíða hús- gögn? “Já, ég er ekki frá því. Mér þótti svo óskaplega gaman að smíða.“ Á Goðafossi í stríðinu ✓“Ég var á leið heim í leigubíl ásamt nokkmm vinum mínum í maí árið 1941 þegar við sáum her- skip á leiðinni inn Flóann. Við létum bflinn keyra niður á bryggjuna og fylgdumst með fyrstu hermönnunum stíga á land. Við eltum þá síðan upp á Túngötu en þangað fóru þeir að hreinsa út úr þýska sendiráðinu. Árið 1944 fórum við konan mín með Goðafossi til Bandaríkjanna þar sem ég ætlaði á íþróttaháskóla. Þetta var ekki hættulaust ferðalag en við vor- um í skipalest og skiptum reyndar um skipalest og fórum í aðra hrað- skreiðari. Þegar við vorum komin til móts við New York og áttum ein- ungis um sólarhringssiglingu eftir urðum við að snúa við vegna þess að það voru kafbátar einhverstaðar á milli okkar og lands. Þetta tafði okk- ur um þrjá sólarhringa þar sem við vorum að dóla úti í hafi. Það var sérkennilegt að sigla á þessum árum, á kvöldin var allt myrkvað, það mátti ekki einu sinni kveikja í sígar- ettu úti á þilfar- inu. En við komumst að lok- um til Bandaríkj- anna en Goðafoss var skotinn niður á heimleiðinni." Almennilegur Tarzan ✓“Tarzan var ákaf- lega almennilegur maður, ég hitti hann fyrir fimmtíu árum í Los Angel- es, árið 1946,“ segir Jónas og glottir. “í Bandaríkjunum fór í íþróttadeildina við háskólann í Iowa. Þegar ég ætlaði að fara heim var ég kosinn kapteinn yfir sundlauginni og boðið frítt fæði og húsnæði og dvald- ist því í eitt ár í viðbót og keppti fyr- ir hönd skólans i sundi. Síðan fór ég þaðan til Los Angel- es og fór að læra nudd og ljósameð- ferð. Þar kynntist ég Tarzan, Johnny Weis- smuller á sund- móti, en hann var mikill sundmaður og marg- faldur heims og ólympíu- meistari. Hann vildi allt fyrir mig á 8era þegar hann heyrði að ég væri frá ís- landi og bauð mér út tvisvar sinnum. Við fórum í annað skiptið í klúbb sem leikarar eiga og reka á Santa Monica Beach, þar dvöldum við í heilan dag í góðu yfirlæti og þar var myndin tekin. Þegar ég var búin að læra nuddið fór ég til Minneapolis og hitti Esra Pétursson lækni sem var þar í námi. Litli strákurinn hans horfði á mig augum sem lýstu meiri aðdáun og hugljómum en ég hef séð nokkru sinni fyrr og síðar þegar hann frétti að ég hefði hitt Tarsan. Hann tók síðan í höndina á pabba sínum, leiddi hann burt úr herberginu og spurði, „þekkir hann líka Andrés önd.“ byggði hann sér hús við Kvisthaga þar sem hann rak seinna ljósa og gufubaðsstofu, árið 1956. Auk þessa vann hann í Sundhöll Reykjavíkur til fjögur á daginn og þjálfaði landsliðið og velflesta afreksmenn í sundi þess á milli. „Fyrst var ég bara með karla en seinna var ég bæði með karla og kvennatíma. Það ríkti sannur gufu- baðsandi á stofunni, enda var hún eins og annað heimili margra við- skiptavinanna, ég opnaði alltaf klukkan níu á morgnana, en þrír gestir komu alltaf klukkan sjö á laug- ardagsmorgnum og báru því að að þeir þekktu ekki á klukku á laugar- dögum. Ég lét það gott heita. Ég lokaði gufubaðsstofunni stund- um á sumrin og einbeitti mér að leið- sögustörfum í laxveiði enda er ég mikill áhugamaður um veiðar, bæði stang og skotveiðar. Það voru ekki allir gestir sáttir við þessa tilhögun mála og nokkrir strákar komu einu sinni að máli við mig alveg brjálaðir og sögðu: „Ef þú gerir þetta, þá skaltu vita að það mætir enginn til þín í haust þegar þú opnar aftur." Ég sagði bara við þá: „Strákar mínir, eins og sauðkindin sem er rekin á fjall á vorin og skilar sér aftur til bóndans að hausti, þá mun ég sjá ykkur aftur. Það kom líka á daginn. Ég lokaði gufubaðsstofunni alveg eftir 25 ára starf, þá sjötíu og fimm ára að aldri, mér fannst þetta búið að standa nógu lengi. Ég vildi fá meiri tfma til að sinna öðrum hugðarefnum til dæmis veiðum en þær eru mitt áhugamál númer eitt, bæði lax, rjúpa og hreindýr. Ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni enda er ég stálhraustur, fór í hjartaaðgerð fyrir tveimur árum og er aftur kominn með þrek eins og ung- ur maður. Ég fæ heldur ekki skalla, einu sinni voru þrír ungir menn hjá mér í gufu og allir sköllóttir. Ég sagði við þá: „Strákar mínir, hvað þarf maður að vera gamall til að fá skalla.“ Jónas hefur ferðast mikið um dag- ana, mun meira en talið er upp í þessu viðtali. Hann hefur til dæmis farið til Kína og Tælands, en í Tælandi stökk hann meðal annars fallhlífarstökk árið 1981, þá sjötugur að aldri. Hann dvaldi í Oregon í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni um eins árs skeið í námsleyfi hennar árið 1979, en alls segist hann hafa ferðast um fjörutíu fylki Banda- ríkjanna. Við fórum líka til Hawaii árið 1980 og buðum þá sonardóttur minni með. „Hann hyggur einnig á Bandaríkjaferð, jafnvel í haust. f sumar fcr ég allavega ekki. Ég fóma ekki fallegasta tíma ársins á íslandi fyrir neitt annað. En það er ákaflega ódýrt fyrir mig að fara til Bandaríkj- anna þar sem ég er ellillífeyrisþegi og fæ afslátt. Einu sinni þegar ég var að panta ntér farmiða afgreiddi mig kona sem sagði við mig, þekktir þú ekki hann Daníel pabba minn, og ég svaraði: „Ef ég hefði ekki þekkt Dan- íel í Geysi þá stæði ég ekki hér. Hann bjargaði nefnilega lífi mínu þegar ég var sex ára. Við vomm þá að leika okkur í slippnum. Það var verið að mála stórt skip og málaramir stóðu á flekum úti í sjónum við málningar- vinnuna. Við bömin lékum okkur við að stökkva á milli flekanna og í eitt slíkt skipti fataðist mér flugið og ég lenti í sjónum, mér skaut upp tvisvar og í annað skiptið náði Daníel í hár- ið á mér og gat dregið mig upp á flekann. Ég er því hræddur um að lífssaga mín hefði orðið ansi stutt ef ég hefði ekki þekkt Daníel í Geysi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.