Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 ALpyuublaöiÐ 7 f r q t t i r ■ Tvísýnar rektorskosningar fara fram í Háskóla íslands í dag Enginn líklegur til að ná meirihluta Vésteinn Ólason er talinn öruggur um að komast í aðra umferð. Stuðningur læknadeildar við Þórólf Þór- lindsson gæti leitt til óvæntra úrslita í fyrri umferð. Rit- stjóri Alþýðublaðsins spáir í spilin og kemst að þeirri niðurstöðu að hin frjálslynda miðja verði sigur- vegarinn, hver sem verður Afar litlar líkur eru taldar á því að endanleg úrslit í rektorskjöri Háskól- ans ráðist í kosningunum í dag. Sam- kvæmt lögum getur enginn orðið rektor nema hann hafi hlotið meiri- hluta atkvæða, en með fjóra fram- bjóðendur í kjöri, sem allir hafa dyggan hóp stuðningsmanna, eru hverfandi líkur á að nokkur þeirra hafi 50 % atkvæða þegar talningu lýkur seint í kvöld. Allt bendir því til að tvær umferðir þurfi til að skera úr um hver verður næsti rektor. Seinni umferðin, þar sem tveir efstu menn keppa til úrslita, fer fram eftir eina viku. Vésteinn Ólason er af flestum tal- inn lfldegastur til að verða efstur í fyrri umferð, en 'óvíst er hver fylgir honum inn í seinni umferðina.Við- mælendur Alþýðublaðsins lögðu hinsvegar áherslu á að talsverð hreyfing væri á öllum frambjóðendr unum, og því ómögulegt að spá um úrslit seinni umferðarinnar Frjálslyndir miðjumenn Kosningar til rektors markast yfir- leitt ekki mikið af pólitískum línum, en að þessu sinni stappar nærri að rektorskjörið sé laust við pólitflc. Kandídatamir fjórir einkennast allir af fijálslyndum viðhorfum, og lík- lega mætti slá þeim öllum saman undir samnefnaranum frjálslyndir miðjumenn. Aðeins tveir þeirra hafa með einhverjum hætti tengst pólitík opinberlega. Vésteinn Ólason, prófessor í bók- menntafræði, var í liði Hannibals Valdimarssonar árið 1967, og skipaði þá sæti á I-listanum sem var upphaf- ið að klofningi Hannibals úr Alþýðu- bandalaginu. Hann er í hópi menntamanna, sem hafa tengst bóka- forlaginu Máli og Menningu, og er þar í stjóm. Þorsteinn Vilhjálmsson sem dró sig til baka úr rektorskjöri, lýsti yfir stuðningi við Véstein þegar hann dró sig út úr kjörinu, en Þor- steinn var á sínum tíma framarlega í Alþýðubandalaginu. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindum, er öndvert Vésteini á hinum pólitíska kvarða. Hann er frjór hugmyndasmiður, menntamálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa fengið hann til að vinna fyrir sig mikilvæg verkefni, og flokkurinn sækir stundum hugmyndir til hans um æðri menntun. Fyrir vikið er hann stundum talinn til hægri, þó viðhorf hans virðist í flestu markast af fijálslyndi hinnar hófsömu miðju. Jón Torfi Jónasson hefur aldrei komið nálægt pólitfk og nemendum og samverkamönnum hans ber sam- an um að flokkspólitískum viðhorf- um hafi aldrei skotið upp í starfi hans sem prófessors við Félagsvísinda- deildina. Kanski eru það afieiðingar þess að vera bróðir Ögmundar verka- lýðsleiðtoga, sem valda því að Jón Torfi er dreginn í dilk félagshyggj- unnar, en er líka álitinn laginn samn- ingamaður. Pál Skúlason er sömuleiðis ekki hægt að marka neinum tilteknum flokki. Hann var í árdaga tekinn framyfir Jóhann Pál Ámason, þekkt- an marxista, sem skrifaði sögu sósí- alismans sem 68-kynsIóðin gerði að metsölubók hjá Máli og Menningu. Skrif Páls um heimspeki bera þó með sér, að hann er hallur undir einhvers konar félagshyggju. rektor. Jón Torfi Jónasson: Hann nýtur mests stuðnings meðal stúdenta og réði reglan „einn maður - eitt atkvæði" myndi hann líklega verða næsti rektor. Nýi stíllinn Rektorsefnin heyja kosningabar- áttu sína með öðrum svip en áður. Glandsmyndabæklingar eru einsog skæðadrífa út um allan Háskólann, og plaköt af gáfulegum kandídötum þekja sumsstaðar veggina. Það er því nýr stfll á kosningabaráttunni, og það eru ekki allir sáttir við hann. Nýi stfllinn birtist líka í því, að í “Ungur prófessor lýsti vandræðum sínum við val á rektor með þess- um orðum: Vésteinn myndi halda bestu ræðurnar, Jón Torfi væri þolinmóðasti samningamaðurinn, Þórólfur væri lagnastur við að hámarka hags- muni Háskólans, en Páll yrði virðulegastur sem rektor. Hvern á ég þá að kjósa?“ rektorskjörinu er nú í fyrsta skipti komin upp svipuð hagsmunapólitík og einkennir stjórnmálin á landsvísu. Kandídatamir eru fengnir á fundi í deildum háskólans, og spurðir spjör- unum úr hvað þeir hyggist gera fyrir viðkomandi deild. í umræðunni er áberandi, að kandídatamir em oft ræddir út frá því hvaða skilning þeir hafi á málefnum tiltekinna deilda. Grímulaus hagsmunabarátta er því í fyrsta skipti orðin partur af rektors- kjöri. Af kandídötunum þykir Páll Skúlason reka faglegustu baráttuna. Vel hannaður kosningabæklingur hans er rakinn til aðstoðar sona Ólafs Ragnarssonar, bókaútgefanda, sem eru í hópi stuðningsmanna hans. Meðal stúdenta, sem hafa þriðj- ungsvægi í kjörinu, nýtur Páll vin- sælda. í upphafi kosningabaráttunnar fór þó Jón Torfi Jónasson best af stað. Stuðningsmenn hans vom best skipulagðir, og höfðu náð ágætri fót- festu í deildum utan félagsvísinda- deildarinnar. Góður stuðningur stúd- enta tryggði honum hæstan hlut í prófkjörinu á dögunum, þó Vésteinn Ólafson hefði að sönnu mestan stuðning starfsmanna. Jón Torfi rek- ur árangursríka kosningabaráttu meðal stúdenta, og leggur mikla áherslu á að brýnt sé að bæta aðstöðu þeirra innan Háskólans. Sjálfstæði Háskólans Málefnin, sem hafa helst verið til umræðu á síðustu dögum baráttu rektorsefnanna tengjast hugmyndum sérstakrar þróunamefndar um há- skólastigið. Margar þeirra sjást nú þegar í fmmvarpi til nýrrar ramma- löggjafar um háskólana, sem liggur fyrir þinginu og Bjöm Bjamason sækir fast að verði afgreitt á vorþing- inu. Margir háskólamenn hugsa til þess með nokkrum kvíða, því fmm- Páll Skúlason: Fór seint af stað, en rekur faglegustu kosningabar- áttuna. varpið rýrir sjálfstæði háskólans. Afar lítil umræða hefur orðið innan Háskólans um hugmyndimar, þó þær hafi verið ræddar innan Háskólaráðs, þar sem bæði Páll Skúlason og Jón Torfi Jónasson sitja. Þeir sem styðja aðra kandídata benda á, að deildaforsetamir, sem sitja í háskólaráði, hefðu átt að beita sér fyrir því að umræðan yrði færð inn í deildirnar. Það hafi ekki gerst, og nú komi hugmyndir nefndarinnar fram á Alþingi án þess að Háskólinn hafi komið að mótun þeirra, og fái líklega ekki rönd við reist. Hljóðlátr- ar gagnrýni á Pál Skúlason og Jón Torfa gætir því í liði andstæðing- anna, og það gildir jafnt um menn Þórólfs og Vésteins. Vésteinn sterkur Flestir álíta Véstein Ólason standa best að vígi í dag. Hann er af flestum talinn ömggur um að komast í aðra umferð. Mestur stuðningur við hann er meða! íslenskunnar og bók- menntafræðinnar í heimspekideild, og svo virðist sem haitn hafi yfir- burða stöðu í fjölmennum stofnun- um sem tengjast íslensku máli, einsog Orðabók Háskólans, fslenskri málstöð, Árnastofnun að ógleymdri Þjóðarbókhlöðunni, þar sem Vé- steinn situr líka í stjóm. Þessar stofn- anir kunna að ráða úrslitum á enda- sprettinum. Vésteinn nýtur ekki eins mikil stuðnings meðal stúdenta og til dæm- is Páll og Jón Torfi. Gæfan er honum eigi að síður hliðholl því í þessari viku lýkur kennslu í Háskólanum, þannig að reiknað er með því að þátt- taka stúdenta í seinni umferðinni verði snöggtum minni en þeirri fyrri. Það er talið styrkja Véstein. Yfirlýs- ing Þorsteins Vilhjálmssonar um stuðning við Véstein styrkti hann líka verulega í röðum verkfræði- og raunvísindadeildar. Þetta tvennt er talið leiða til þess, að hann hafi bætt Eitt af því sem ein- kennir baráttuna, og kann að skýra hversu áhuginn á rektorskjör- inu er þrátt fyrir allt lítill í Háskólanum, er hversu sterkir kandí- datarnir eru. Það virð- ist útbreidd skoðun, að allir þeirra séu mjög hæfir til að gegna embætti rektors. stöðu sína talsvert frá prófkjörinu. Páll Skúlason nýtur mikillar virð- ingar í röðum háskólamanna. En hann kemur úr heimspekideild einsog Vésteinn og geldur þess nú, hversu seint barátta hans hófst fyrir alvöm. Fyrir vikið nær hann ekki stuðningi margra sem helst hefðu viljað sjá rektosskikkjuna á herðum Páls, en vom búnir að binda stuðning fastmælum við Véstein. Síðkoma Páls getur reynst honum dýrkeypt þegar kemur í eldinn, þó fagleg kosn- ingabarátta síðustu daga hafi styrkt hann mjög. Vægi læknadeildar Þórólfur Þórlindsson er „wild card“ í kosningunum. Hann var lægstur í prófkjörinu, en hélt ótrauð- Vésteinn Ólason: Hefur yfirburða stöðu í fjölmennum stofnunum sem tengjast íslenskunni, einsog Orðabók Háskólans, íslenskri mál- stöð, Árnastofnun að ógleymdri Þjóðarbókhlöðunn. Þær kunna að ráða úrslitum á endasprettinum. ur áfram. Þó kosningamar séu óvanalega ópólitískar em tengsl hans við hægri vænginn eigi að síður fremur talin honum til styrktar í fyrri umferðinni, því allir hinir þrír fram- bjóðendur em með einum eða öðrum hætti staðsettir til vinstri við hann. Þetta skýrir stórsókn hans í lækna- deild síðustu viku, og þar virðist hann njóta yfirburðafylgis. Það gild- ir raunar um heilbrigðisdeildirnar all- ar, því meðal tannlæknadeildar og sjúkraþjálfunar nýtur Þórólfur líka mikils stuðnings. Furðu margir læknar hafa atkvæð- isrétt, því fjöldi lækna er í hluta- starfi við deildina, en aðeins 37 pró- sent kennslustarf gefur rétt til að kjósa. Á Landsspítalanum verður nú sérstök kjördeild, sem var ekki í prófkjörinu á dögunum. Fylgismenn annarra frambjóðenda óttast, að læknadeildin geti fleytt Þórólfi lengra en margur taldi. Þórólfur Þórlindsson er einnig sterkur í verkfræði- og raunvísinda- deild, þar sem menn kunna að meta áherslu hans á tengsl við atvinnulífið og vafningalausan teknókratisma sem einkennir vinnubrögð hans. Sumir telja Þórólfi þó til lasts að hafa gegnum pólitísk sambönd náð miklu fé til rannsókna, en aðrir benda á, að það vanti einmitt slíkan mann, sem sé ekki hræddur við að leggjast í „lobbýisma" fyrir Háskólann. Það þarf hinsvegar mjög góða kjörsókn í læknadeild til að Þórólfur nái að komast í aðra umferð. En næði hann því, þá gæti farið svo, að póli- tísk tengsl, sem hafa heldur hjálpað honum í aðdraganda fyrri umferðar, yrðu honum að fótakefli. Allir hinir kandídatamir hafa á sér blæ óskil- greindrar félagshyggju, og því ekki ólíklegt að meirihluti óráðins fylgis úr herbúðum þeirra sem ekki ná áfram, fylki sér um kandídat, sem stendur skoðunum þeirra nær en Þórólfur gerir. Erfiðast er að spá í afdrif Jóns Torfa Jónassonar. Hann byrjaði af miklum styrkleika, en virðist ekki hafa sótt inn í fylgi Vésteins og Páls, sem er honum nauðsynlegt til að tryggja sig örugglega inn í seinni umferðina. Leynivopn hans eru hins- vegar stúdentar, og gilti reglan einn maður - eitt atkvæði yrði hann ör- ugglega næsti rektor. Skipulagning hans meðal stúdenta, og þátttaka þeirra í kosningunni í dag, ræður lík- lega hvort hann nær inn í aðra um- ferð. Sterkir kandídatar Eitt af því sem einkennir barátt- una, og kann að skýra hversu áhug- inn á rektorskjörinu er þrátt fyrir allt lítill í Háskólanum, er hversu sterkir kandfdatamir em. Það virðist út- breidd skoðun, að allir þeirra séu mjög hæfir til að gegna embætti rekt- ors. Það verður því erfitt fyrir mjög marga að gera upp á milli þeirra í dag. Ungur prófessor lýsti vandræðum sínum við val á rektor með þessum orðum: Vésteinn myndi halda bestu ræðumar, Jón Torfi væri þolinmóð- asti samningamaðurinn, Þórólfur væri lagnastur við að hámarka hags- muni Háskólans, en Páll yrði virðu- legastur sem rektor. Hvem á ég þá að kjósa? Þórólfur Þórlindsson: Furðulega margir læknar hafa atkvæðisrétt og í læknadeild er hann í stór- sókn. Kjördeild verður á Lands- spítalanum og góð kjörsókn þar gæti fleytt honum iangt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.