Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐUBLMÐ Fimmtudagur 3. apríl 1997 Stofnað 1919 48. tölublað - 78. árgangur ¦ Hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna LÍN-málsins á Alþingi. Stjórnarandstaðan er samstíga íhaldið tók Framsókn í nefið - segir Svavar Gestsson og segir Sjálfstæðisflokkinn komast upp með allt í ríkisstjórninni. Framsókn brást sjálfri sér "Ég tel að Framsóknarflokkurinn sé að svíkja það sem eftir var af hans kosningaloforðum. Það er óvenjulegt að flokkur gangi svona langt. Þeir lofuðu að afnema vexti af námslán- um, að breyta ábyrgðarkerfmu, að lækka endurgreiðslur niður í það sem þær voru, þeir lofuðu að taka aftur upp samtímagreiðslur en ekkert af þessu gerist. Það eru ekki teknar upp samtímagreiðslur, heldur eru bank- arnir áfram með málið, eins og þeir hafa verið frá 1992," sagði Svavar Gestsson alþingismaður, um frum- varp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. "Það er augljóst mál að barátta fyr- ir nýju og endurbættu námslánakerfi heldur áfram. Þú ert greinilega ekki sáttur við frammistöðu framsóknarmanna í málinu? "Frammistaða þeirra sker í augu. íhaldið tekur þá í nefið, hreint út sagt. Það kom fram í umræðunum, hér á Alþingi, að helsti talsmaður Framsóknar í málinu, Páll Pétursson, þekkti ekki málið í einstökum atrið- um. Að mínum dómi stendur Fram- sókn afar illa eftir þetta mál." En kemur afstaða sjálfstœðis- manna þér ekki á óvart? "Nei, alls ekki. Þeir beyttu sér fyr- ir lagabreytingunni á sínum tíma. Þetta var eins og við var að búast. Þeir komast upp með allt í ríkis- stjórninni," sagði Svavar Gestsson. "Ég held að Framsókn hafi, brugð- ist bæði kjósendum og sjálfum sér í þessu máli. Menn muna að þeir gengu lengst allra í yfirboðum um Lánasjóðinn. I ljósi þess hlýtur þetta að þykja athyglisverð niðurstaða, ekki síst þar sem þeir verja hana, láta sem þeim þyki hún góð. Ef þeir hefðu sagt að því miður hefðu þeir ekki náð lengra, þá held ég að hægt hefði verið að skilja það," sagði Svanfríður Jónasdóttir alþingismað- ur. Gerir þú þe'r von um að einhverju verði breyit héðan af? "Satt að segja á ég ekki von á því. Mér sýnist sem þetta sé læst á milli stjórnarflokkanna. Það eru þarna mál sem verður að skoða betur, jafnvel mannréttindamál." Svanfríður segir að gert sé ráð fyr- ir að stjórn Lánasjóðsins setji reglur og úrskurði verði deilumál og ekki verði hægt að áfrýja úrskurði stjórn- arinnar til æðra stjórnsýslustigs, til dæmis menntamálaráðuneytisins, heldur verði þeir sem ekki eru sáttir að leita til dómstóla. ¦ Allt stefnir í að heimilt verði að veð- setja kvótann Ég mun berjast - segir Kristján Pálsson þingmaður Sjáflstæðis- flokks AUsherjar- nefnd Alþingis hefur afgreitt frá sér laga- breytingar þar sem tekist er á um hvort heim- ilt verði að veð- setja aflaheim- ildir. Stjóniar- þingmenn voru ekki á eitt sáttir, og einn þeirra, Kristján Pálsson, segir að í frumvarpinu sé opnað fyrir veðsetn- ingu og að hann geti ekki stutt það óbreytt og því ætlar hann að skila séráliti. Kristján kom með tillögu í nefnd- inni, þess efnis að ekki verði heimilt að veðsetja skip, fyrir meira en tryggingaverðmæti þess er. Stjórnar- andstæðingar voru honum sammála en aðrir stjórnarþingmenn ekki. Hjá allsherjarnefnd voru lögð fram fjögur lögfræðiálit þar sem niðurstöðurnar voru á báða vegu, í tveimur þeirra kom fram að ekki verði gert kleift að veðsetja kvóta og á móti komu tvö lögfræðiálit sem ganga þvert á hin og í þeim segir að verði frumvarpið að lögum sé búið að opna fyrir veðsetn- ingu aflaheimilda. "Nefndin hefur afgreitt málið og það verður sennilega rætt hér á þing- inu í næstu viku. Það stefnir í veð- setningu kvóta, til að svo verði ekki þarf mikið að gerast. Ég mun skila séráliti og það mun minnihlutínn líka gera og auk þess mun ég koma með breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði hægt að veðsetja skip fyrir hærri fjárhæð en nemur tryggingaverðmæti þess. Ég mun halda áfram að berjast gegn þessu. í nefndinni var ég ofurliði borinn og við því er ekkert að gera," sagði Kristján Pálsson alþingismaður. ¦ Danskir aðilar í samstarfi við Máka hf. á Sauðárkróki Þörungar á Krókinn? Danskir aðilar hafa sýnt áhuga á að kanna hagkvæmni þess að setja á stofn þörungarverksmiðju á Sauðárkróki. Væntanlegir samstarfaðilar eru Máki hf., en fyrirtækið er þekktast fyrir ræktun á heitsjávarfiskinum barra. Ef af verður er áætlað að kostnaður við verskmiðjuna verði um 200 milljónir króna og að meirihluti fjármagnsins komi frá Danmórku, eða um 160 milljónir en framlag heimamanna yrði um 40 milljónir króna, sem yrði aðal- lega í formi húsnæðis og aðstöðu. "Helst vildi ég að ekki yrði fjallað um þetta strax, þar sem málið er á það miklu byrjunar- stigi, en það er rétt að danskir að- ilar hafa sýnt áhuga á að kanna þetta betur," sagði Ingi Ingason hjá Útflutningsráði. I fyrirhugaðri verksmiðju er gert ráð fyrir ræktun smáþörunga sem yrðu notaðir við ýmiskonar efnisiðnað. Ekki náðist í talsmenn Máka til að heyra á hvaða stigi málið er nú. ¦ Vigdís kemur út í Bretlandi Z til Bret- lands Skáldsagan Z kemur fyrir sjónir Breta á næstunni en breska útgáfu- fyrirtækið Mere's Publishing í London gefur bókina út í enskri þýð- ingu. Áætlaður útgáfutími er í júlí, Anna Jeeves þýðir bókina en hún hefur þýtt talsvert úr íslensku en Z er fyrsta íslenska skáldsagan sem hún þýðir. „Þeir höfðu samband við okk- ur fyrir áramót, skömmu eftir útgáf- una hér heima og lýstu áhuga sínum á bókinni," sagði starfsmaður hjá Bókaforlaginu Iðunni. Bækur eftir Vigdísi hafa áður verið þýddar á þýsku og Norðurlandamál og notið sérlegrar velgengní í Svfþjóð. "Þeir hjá Mere's fengu svo styrk frá Art Council og England og eftir að hann lá fyrir ákváðu þeir að slá til." Hjá Mere's hafa áður komið út ís- lensku skáldsögurnar Svanurinn eftir Guðberg Bergsson og Englar al- heimsins eftir Einar Már Guðmunds- son. Grámosinn Glóir eftir Thor Vil- hjálmsson og Meðan nóttin líður eft- ir Fríðu Á. Sigurðardóttur. ¦ Foreldrar fyrirbura fá aðeins greidda ferðapeninga fyrir eina ferð á viku Mikið óréttlæti - segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþing- ismaður "Þetta er mikið óréttlæti," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, en á Alþingi í gær ræddi hún aðstöðu for- eldra fyrirbura, en þeir fá aðeins greidda ferðapeninga fyrir eina ferð í viku, þó svo að þeir verði að koma helst daglega á vökudeildir. Ásta Ragnheiður sagðist vita til að ósk foreldra um frekari greiðslur vegna ferðakostnaðar hafi verið synj- að. Eitt slfkt mál er í tryggingaráði og er beðið afgreiðslu þess. Fyrir nokkrum árum voru fyrir- buraforeldrum greiddur allur ferða- kostnaður, en svo hefur ekki verið að undanförnu. Á Alþingi í gær tók Siv Friðleifs- dóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður heilbrigðisnefndar, undir athugasemdir Ástu Ragnheið- ar. Ingibjörg Pálmadóttir trygginga- ráðherra sagði að þessar reglur sem aðrar þurfi sífelldrar endurskoðunar við. Foreldrar sem þurfa að fara bæjar- leið verða illa út vegna þessara reglna, sérstaklega þeir foreldrar sem eru með börn heima. ¦ Reykjavíkurborg Tyggjóið af götunum Átak á að gera til að koma í veg fyrir að fólk hendi tyggigúmmí á götur og torg borgarinnar. Víða um borg, einkum í miðbænum og í námunda við verslanir og biðstöðvar strætisvagna, eru gangstéttar og götur þaktar tyggigúmmfklessum og því sóðalegt um að litast. Komið hefur fram að nær ógerningur er að ná þessu burt. Mikil-7 vægt er að fá fólk til að láta af þessum ósið sem bæði skemmir og óprýðir. Það er umhverfismálaráð borgarinnar, í samráði við gatnamálastjóra, sem stendur fyrir átakinu og hefur Sig- þrúði Gunnarsdóttur verið falið að stýra verkinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.