Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 “Þetta er undanlátssemi." Höskuldur Jónsson, áfengisforstjóri ríkis- ins, í DT, en Höskuldur er farinn að selja bjórdósir í stykkjatali. úthlutað bílastæði og þess vegna er bílstjórinn okkar á hrakhólum." Gunnar Pálsson, sendiherra og fastafull- trúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, í DV. “Þetta eru vonbrigði.“ Guðmundur Þ. Jónsson í Iðju í DT, um ný- fellda kjarasamninga, en þetta er f annað sinn á fáum dögum sem Iðjufélagar fella samninga sem Guömundur kemur með, hann segir þetfa samt ekki vera vantraust á sig. Þó það nú væri, Guðmundur. “Ég hef alltaf litið á að íþrótt- in sé fjölskylduvæn." Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í hand- bolta, í Mogganum. “Það eru eingöngu gamal- menni, kerlingar í sauma- klúbbum og sveitahallæri sem spáir í dagskrár fjölmiðla." Sigriður Halldórsdóttir i DV. “Það munaði engu að rúg- brauðið kæmi mér í fangelsi.“ Steinar Davíðsson matreiðslumeistari í Mogganum. “Ég setti það inn - þeir tóku það út. Ég setti það aftur inn og svo koll af kolli. Að lokum var það ónýtt.“ Sami Steinar að tala um sama rúgbrauðið. “Ég reyndi að teikna bakarí og brauð og bakara og kokk, en það gekk ekki neitt. Þeir æptu bara pólís! pólísl" Steinar kokkur að lýsa erfiðleikum sem hann lenti í Kina, i Mogganum. “Mér þykir afar vænt um góða dátann Svejk, og þegar ég segi frá ævintýrum hans í heimsstyijöldinni, er ég sannfærður um, að allir munu hafa samúð með þessari yfirlætis- lausu hetju. Hann kveikti ekki í musteri gyðjunnar í Efesus, eins og fíflið hann Herostratos gerði, til þess að sín yrði getið í blöðunum og skólabókunum." Jaroslav Hasek um hina geðþekku skáld- sagnapersónu sina. Þriggja milljóna króna afsökunarbeiðni Það vakti athygli starfs- manna á Keflavíkurflug- velli þegar einn af prinsum Saudi-Arabíu millilenti þar, en prinsinn var að ferðast ásamt nánasta fylgdarliði sínu. Hers- ingin var á tveimur Boieng 727 þotum og tveimur minni þotum. Þau voru að koma frá London og voru á leið til Boston. íslenskum starfs- mönnum á flugvellinum þótti ótrúlegt hvað farkosturinn var mikill, þó vissulega hafi prins- inn ekki verið einn á ferð, heil- ar fjórar þotur. Fríhöfnin var opnuð svo fólkið gæti keypt sér varning. r Oðum styttist í að Islands- mótið í fótbolta hefjist. í núlltu deild, eins og efsta deildin heitir núna, eru vænt- ingar miklar til liðanna. Þeir leikmenn sem hafa verið að spila erlendis í vetur eru óðum að koma heim. Einn þeirra Einar Þór Daníelsson í KR er nýkominn heim frá Belgíu. Einar Þór kom ekki heill heim, þar sem meiðsli I nára angra hann. Einari gekk vel í Belgíu, þar sem hann lék í stöðu miðframherja og skor- aði hann mikið af mörkum. Draumur Einars Þórs er að fá að spila á miðjunni í sumar eins og hann gerði í Belgíu, en vera ekki á vinstri kantin- um, einsog hann hefur gert með góðum árangri til þessa. Ritstjórn DV undirbýr breyt- ingar á fréttaskrifum. El- ínu Hirst er ætlað að hrista upp í fréttadeildinni og allt verður gert til að efla þá deild innan blaðsins. Þær fréttir sem hafa borist frá nýju útgáfufélagi Þór- arins Jóns Magnússonar bera flestar þess merki að ekki sé að vænta annars en farið verði í troðnar slóðir varðandi efni þeirra tímarita sem senn koma á markaðinn, en í blöðunum verða mat- reiðsluþættir, fegurðardísir verða kynntar og annað efni Hefur þú séð nektardans á íslandi? “Hilmar Elísson, sölustjóri: “Ég hef aldrei farið til að sjá slíkt." Þórður Jónsson, sölumaður “Já, hvað heldur þú?“ Jón Pétur Guðbjörnsson, sölumaður: “Já, ég hef aðeins kíkt á þær.“ Sigríður Lovísa Jónsdóttir, skrifstofutæknir: “Nei, það hef ég ekki.“ Birgir Bjarnfinnsson, sölumaður: “Já, ég hef séð þessar elskur." Eins og kunnugt er ákváðu eigendur Dags-Tímans að stefna fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins, Guðrúnu Kristjáns- dóttur, og kreíja hana um þriggja millj- óna króna skaðabætur vegna klausu í Helgarpóstinum þar sem fullyrt var um erfiðleika í rekstri Dags- Tímans, setu- verkföll starfsmanna og yfirvofandi gjaldþrot. Skömmu eftir að greint var frá stefn- unni spurði Karl Th. Birgisson í grein í Alþýðublaðinu hver væri afstaða Stef- áns Jóns Hafsteins ritstjóra Dags-Tím- ans til þessarar stefnu. Stefán Jón Hafstein skýrði frá af- stöðu sinni í langri grein í Degi-Tíman- um og sagði: „Tæpitungulaust var þetta lygafrétt. Að því er mig varðaði skaðaði hún vinnufrið á blaðinu, starfs- mannamóral og samskipti við nokkra utanaðkomandi aðila sem vantreystu okkur.“ Stefán Jón gerði viðbrögð fjölmiðla- manna og annarra vegna þessarar stefnu að umtalsefni og sagði: „Menn nefna „rannsóknarblaðamennsku“ sem fyrirmynd, draga upp dæmi af hetjum í blaðamannastétt og skrifa langa leiðara um samfélagslegt gildi frjálsrar fjöl- miðlunar - ekki há eff. Allt út af meinfýsinni slúðurklausu sem óvandaður eða trúgjam nafnlaus blaðamaður lét plata sig til að skrifa í einhveijum miður frómum tilgangi. Er ástæða til að sveipa þessi mistök helgiljóma og líkja við meistarastykki frjálsra fjölmiðla af því að vinkona og starfsfélagi lendir óvart í klandri út af þeim?... Ef fræknir blaðamenn ætla að halda því fram að hér sé tekist á um grund- vallaratriði eins og tjáningarfrelsi er verið að blekkja almenning. Þetta mál hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera... Gagnvart blaðamönnum snýst þetta um að láta ekki misnota sig eða vera kærulausir... f grein Stefáns Jóns kom fram að hann hefði fengið umboð útgáfustjóra Dags-Tímans til að bjóða Guðrúnu Kristjánsdóttur að segja fréttina ranga og biðjast afsökunar á henni og yrði þá ekki af málarekstri á hendur henni. Vikublaðið gerði málið að umtals- efni 7. apríl og segir: „Um kæru DT er lítið að segja annað en að aðstandend- ur DT ættu að skammast sín og draga málið til baka. Það vita allir sem vita vilja að það er búið að vera bölvað basl hjá DT að markaðssetja sig - sérstak- lega fyrir norðan..." Daginn eftir birtist grein eftir Karl Th. Birgisson í Alþýðublaðinu undir fyrirsögninni: Samvizkan á Degi-Tím- anum og er hún svar við grein Stefáns Jóns. Um tilboð eigenda DT þess efnis að Guðrún biðjist afsökunar og stefnan verði þá látin niður falla segir Karl: „Augnablik, gott fólk. Hvað varð um milljónimar þrjár? Era þær óþarfar þegar allt kemur til alls?... Þetta getur ekki annað en staðfest þann grun, að stefnan sé froða. Og sannfært mig um að Stefán Jón hafi slæma samvizku vegna hennar. Hann má líka hafa það... Því hvað eiga íslenzkir blaðamenn að hugsa þegar þeir heyra af þessum málatilbúnaði Dags- Tímans? Lexían hlýtur að vera sú að þeir eigi að forðast viðkvæm og erfið umfjöllunarefni, styggja sem fæsta, ganga frekar skemmra en lengra, segja aldrei allan sannleikann, taka ekki áhættu. Þetta er gáfuleg uppskrift að blaðamennsku, eða hvað? Líklega veit Stefán Jón þetta allt og þess vegna er samvizkan að angra hann. Hann veit að þessi málatilbúnað- ur lyktar langar leiðir og er skaðlegur íslenzkri fjölmiðlun. Það hefði mátt búast við að einhverjir drulludelar úti í bæ stæðu fyrir slíku. En ekki fréttamið- ill. Og ekki Stefán Jón Hafstein." I Degi-Tímanum birtist síðan í gær yfirlýsing frá Guðrúnu Kristjánsdóttur sem hófst á þessum orðum: “Mér er bæði ljúft og skylt að biðja forsvarsmenn og starfsmenn Dags- Tímans afsökunar á fréttaklausu sem birtist í Helgarpóstinum 17. okt. 1996, á þeim tíma sem ég var ritstjóri blaðs- ins.“ í lok afsökunarbeiðni sinnar segir Guðrún: „Ég vona að málið geti í heild sinni orðið öðrum blöðum og blaða- mönnum víti til vamaðar í framtíð- inni.“ í athugasemd frá Degi-Tímanum við yfirlýsingu Guðrúnar segir: „Af hálfu forsvarsmanna Dags-Tímans er þessi afsökunarbeiðni tekin gild, málið látið niður falla og verða ekki frekari eftir- mál af hálfu blaðsins." sem íslenskum tímaritales- endum er vel kunnugt. Innan Fróða heyrist að þar á bæ sé eins og Fróði hafi valið sér keppinaut, sem sagt þeir sem eru ráðandi á markaðnum ótt- ast ekki væntanlega keppi- nauta, alla vega ekki í orði. "FarSide" eftir Gary Larson Skipstjórnarmenn á Suður- nesjum eru að undirbúa árshátíð sína, sem haldin verður31. maí. Veislustjóri verður Hjálmar Árnason al- þingismaður, en heiðursgestur hátíðarinnar verður Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi al- þingismaður, en með þessu vilja skipstjórarnir þakka Inga Birni framlag hans til þyrlu- málsins, en Ingi Björn sagði, í viðtali hér í Alþýðublaðinu, að sú barátta hefði kostað hann starfsfrið og framtíðarmögu- leika innan Sjáflstæðisflokks- ins og að Davíð Oddsson hefði aldrei fyrirgefið sér hversu hart hann barðist fyrir því að Landhelgisgæslan fengi nýja þyrlu. Skrímsliö var haldið ákafri sýningarþörf og stóð því einstaka sinn- um á höfði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.