Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 r alfarakið Lesbísk hjónavígsla leiðirtil afsagnar kvenrabbía Jewish Chronicle, Lundúnum. Rabbíinn Elísabet Sarah, sem er einn örfárra kvenkyns rabbía í heimi gyðingatrúar, olli miklu írafári í hinu ævafoma og íhaldsama gyðingasamfélagi í Lundúnum, þeg- ar hún lýsti því fyrirvaralaust yfir síðastliðið haust, að hún hyggðist síðar á vetrinum staðfesta sambúð tveggja lesbískra gyðingakvenna í einskonar hjónavígslu í sýnagógu, en svo eru kirkjur gyðinga kallaðar. Rabbíinn er ein örfárra kvenna, sem hefur verið vígð sem rabbí, en hefðbundin gyðingatrú hefur bannað það um aldir, og einsog meðal annarra trúarbragða hefur vígsla kvenna til forystustarfa leitt til mik- illa deilna í viðkomandi söfnuðum. En Rabbí Elísabet Sarah tilheyrir frjálsyndum væng umbótasinnaðra gyðinga, og meðal þeirra eru kon- ur að hefjast til vegs. Hún var vígð sem rabbí árið 1989, en deilumar sem tilkynning hennar um hjónavígslu lesbíanna vöktu, hafa nú leitt til þess að hún hefur sagt af sér. Uppnámið, sem tilkynning Rabbí Elísabetu um fyrirhugaða vígslu lesbíanna leiddi til þess að hreyfingin sem söfnuðurinn hennar tilheyr- ir, Reform Synagogues of Great Britain (RSGB), tók málefni samkyn- hneigðra á dagskrá. Niðurstaðan varð sú, að hreyftngin bannaði að rabbíar á hennar vegum staðfestu sambúð einstaklinga af sama kyni. Þetta, segir Jewish Chronicle, leiddi til afsagnar rabbíans. Yfirmenn hreyfingarinnar hafa þó í orði kveðnu lýst hryggð sinni yfir afsögn hennar, sem tekur gildi í september, þegar rabbíinn er búin að vera í embætti í þrjú ár í sýnagógunni. „Rabbí Sara hefur verið und- ir miklum þrýstingi vegna þessa máls,“ sagði Rabbí Tóní Bayfield, sem er yfirmaður RSGB hreyfíngarinnar, „enda varðarþetta gmndvall- aratriði sem Rabbí Sara hefur sterkar tilfinningar til, og ber mikla um- hyggju fyrir." Kvenrabbíinn hefur ekki viljað tala við fjölmiðla um málið, en í mál- gagni gyðingasamfélagsins í Lundúnum hefur komið fram, að ástæða þess að rabbíinn sagði af sér em áhyggjur hennar yfir þeirri stefnu, sem henni finnst gyðingasamfélagið vera að taka í málefnum samkyn- hneigðra. (Jewish Chronicle, Lundúnum) SPARISIOÐUR REYKJAVIKUR OC NÁGRENNIS Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nárgrennis Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 18. apríl 1997kl. 16.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1996. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1996, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Kosning stjómar. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Tillaga um ársarð af stofnfé. 6. Tillaga um þóknun stjórnar. 7. Önnurmál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóðsstjómin. ■ Jean Genet í Kaffileikhúsinu Hann sá inr arheim kvei - segir Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikstjóri um skáldið, tugthúsliminn, uppreisnarr hommann Jean Genet, en Kaffileikhúsið sýnir Vinnukonurnar um þessar mundir. “Ég fékk áhuga á Jean Genet þeg- ar ég var við nám í París," segir Mel- korka Tekla Ólafsdóttir leikstjóri en hún leikstýrir Vinnukonunum eftir Jean Genet hjá Kaffileikhúsinu en verkið var frumsýnt síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Melkorku er seldur matur fyrir sýningar líkt og tíðkast hefur, það er þó ekki fanga- fæði, að hætti höfundarins, sem eyddi stærstum hluta lífsins bak við rimla, heldur franskt grænmetisfæði. „Við ætluðum fyrst að láta bera fram matinn á blikkdiskum og drykkinn á blikkönnum en það hlaut ekki hljórn- grunn í eldhúsinu, þess í staðinn var ráðist í franskt grænmetisfæði, það er margt líkt með þessu tvennu." Jean Genet var tugthúslimur sem snemma komst í kast við lögin, hann deildi lífi sínum með utangarðs- mönnum, mellum, þjófum og morð- ingjum. Þrátt fyrir að honum auðn- aðist að snúa af glœpabrautinni og hljóta viðurkenningu fyrir Ijóð sín, leikrit og skáldsögur var hann upp- reisnarmaður í öllu sem hann gerfli. Hann leitaði í leikhúsinu íátt að hinu frumstœða leikhúsi og sagði ríkjandi hefð í vestrœnu leikhúsi stríð á hend- ur. Verkið Vinnukonurnar hefur ásamt öðrum verkum höfundarins haft mik- il áhrif á leikhús á síðari hluta tutt- ugustu aldar, það hefur einu sinni áður verið sett upp á íslandi, árið 1963, en þá léku þœr Bríet Héðins- dóttir, Sigríður Hagalín og Hugrún Gunnarsdóttir aðalhlutverkin í leik- stjóm Þorvarðar Helgasonar. Alls taka þrjár leikkonur þátt í uppfœrslunni nú, þœr Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir en Þorgerð- ur Sigurðardóttir sér um leikmynd og búninga en Ævar Gunnarsson um Ijósahönnun. “Ég lauk náminu á ritgerð sem fjallaði um sex leikritfrá þessu túna- bili, þar á meðal voru tvö verk eftir Genet, annað þeirra Vinnukonurn- ar, “ segir Melkorka. „Ása Richards- dóttir hjá Kaffdeikhúsinu hafði sam- band við mig en hún hafði frétt á áhuga mt'num á þessu verki og lengi haft hug á þvíað það yrði sviðsett hjá Kaffileikhúsinu. “ Þetta er fyrsta uppsetning Mel- korku í atvinnuleikhúsi en hún setti upp Sköllóttu söngkonuna, með hópi ungs áhugafólks um leiklist sem nefndi sig Ljóshœrðu kennslukonuna ífyrra. Auk þess hefur hún verið að- stoðarleikstjóri t nokkrum sýningum og leikstýrt hjá útvarpinu. Tekur til ýmissa þátta sálarinnar “Að mínum dómi var Genet ein- stæður maður með óvanalega sýn á heiminn, og sérstaka sýn á leikhúsið sem gerir verk hans ólík öðrum verk- um. Hann var stöðugt að gera tilraun- ir með leikhúsið og við fáum tæki- færi til að fást við óvanalegan texta sem um leið gerir kröfur um nýja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.