Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 nálgun, þó að þetta sé orðið fimmtíu ára gamalt verk en það var frumsýnt í París árið 1947. Sú uppfærsla var hefðbundin en náði þó að hneyksla mjög marga áhorfendur sem gengu út í fússi, aðrir voru yfir sig hrifnir. Verkið gerir síðan ekki síður kröfur til áhorfenda og getur gefið þeim mikið sem taka því af opnum huga. Genet tekur til ýmissa þátta mannsálarinnar í verkinu en hann gerir það á sínum forsendum. Hann var munaðarlaus, samkynhneigður og dæmdur glæpamaður sem eyddi drjúgum hluta ævinnar bak við lás og slá. Hann þekkti skuggahliðar lífsins en var um leið fær um að sýna okkur líf utangarðsmanna í nýju ljósi. Grunnátökin í verkinu eru um vald og kúgun, það eru áherslur okkar í verkinu og við undirstrikum það í leikmynd og umgjörð sýningarinnar. Verkið býður ekki upp á einfaldaða túlkun og spyr ekki einfaldra spum- inga, það biður heldur ekki um ein- föld svör.“ Hugsar ekki á hefð- bundinn hátt Hvernig er að túlka Genet, sem kona. Hann var maður sem átti lítil samskipti við konur, lokaður inni i fangelsi stóran hluta œvinnar, og að auki hommi? “Verkið hefur verið sett upp með karlmönnum en það er þröng leið að mínum dómi, ef verkið á að halda í margræðnina. f þessari uppfærslu standa konur að verkinu, nema að ljósamaðurinn er karlmaður. Það átti sér stað mikil umræða á æfingatím- anum um konur, samskipti á milli kvenna og hvemig þau birtast í verk- inu. Genet sér inn í hugarheim kvenna, ég veit ekki hvort það hefur með það að gera að hann var hommi. Hann hefur bara ekki þennan hefð- bundna hugsunarhátt sem þjóðfélag- ið heldur að fólki. f sumum uppfærsl- um hefur verið farin sú leið að leggja áherslu á pólitík og samfélagslegar skírskotanir í verkinu en það sem mér finnst kannski merkilegast við verkin hans, er innra líf persónanna," segir Melkorka Tekla að lokum. Alls taka þrjár leikkonur þátt í upp- færslunni nú, þær Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir en Þor- gerður Sigurðardóttir sér um leik- mynd og búninga en Ævar Gunn- arsson um Ijósahönnun. i í hug ina nanninn, snillinginn og “Að skrifa er einfaldlega jafn erfitt og að vera góður,“ sagði Somerset Maugham. Og kannski reynist flestum rithöfundum erf- iðast að koma saman upphafssetningunni, raða saman orðum sem megna að grípa athygli lesandans og vekja forvitni hans. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig þekktir skáldsagnahöfund- ar leystu vandann Orð me i ó taranna l/~)að sem eftir varði kvölds var móðirin sárþreytt á JJ sál og líkama af áreynslunni og hinum margvíslegu minningum dagsins. Maxím Gorkt: Móöirin l/~)að var vetrarmorgun fyrir löngu, ég var á fimmta /-/ári, og ég stóð fyrir framan arininn, yljaði mér á höndunum yfir kolaglóðinni og hlustaði á gnauðið í vindinum úti fyrir. Richard Wright: Svertingjadrengur JJ llar hamingjusamar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óhamingjusöm fjölskylda er ógæfusöm á sinn sérstaka hátt. Leo Tolstoy: Anna Karenina Jnótt sem leið, dreymdi mig, að ég væri komin heim til Manderley. Daphne du Maurier: Rebekka Aoessi saga greinir frá því, hvað langlundargeð konu jJ getur þolað og hverju einbeitni karlmanns fengið til leiðar komið. Wilkie Collins: Hvftklædda konan hálendi Yorkshire í Englandi eru lyngheiðar. Emily Bronte: Fýkur ytir hæöir P eir hentu mér af heybílnum um hádegisbilið. James M. Cain: Pósturinn hringir alltaf tvisvar Anna Karenina. Mynd eftir A.V. Vanezian. amma dó í morgun. Albert Camus: Útlendingurinn ínnhver hlaut að hafa rægt Jósef K. því að morgun C__einn var hann handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér. Franz Kafka: Réttarhöldin Jg Tíberíus Claudíus Drúsus Neró Germaníkus, O ásamt ýmsu öðru (ég ætla nú ekki að þreyta ykkur með því að telja upp alla titla mína), sem fyrir skömmu var nefndur þessum nöfnum af vinum mínum, félög- um og ættingjum: „Fíflið Claudíus" „Þessi Claudíus" „Hinn stamandi Claudíus" „Clau-Clau-Claudíus“ eða, þegar best lét, „Vesalings Claudíus frændi“, er nú í þann veginn að byrja að rita hina merkilegu ævisögu mína. Robert Graves: Ég Claudius mig ísmael! Herman Melville: Móbý Dick /jrneðan Aurelíano Búendía liðþjálft stóð andspæn- is aftökusveitinni átti hann eftir að minnast löngu liðna kvöldsins, þegar faðir hans leiddi hann sér við hönd og sýndi honum ísinn. Gabriel Garcia Marquez: Hundraö ára einsemd Joað var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í JJ Kristíaníu, þessari undarlegu borg, sem enginn yf- irgefur fyrr en hann hefur látið á sjá. Knut Hamsun: Sultur Góði dátinn Svejk. Teikning eftir Joseph Lada. Joá eru þeir nú búnir að drepa hann Ferdínand okkar, JJ sagði þjónustustúlkan við Svejk, sem hafði horfið frá herþjónustu fyrir löngu, þareð nefnd herlækna hafði lýst því einróma yfir, að hann væri hálfviti, en lifði nú á því að selja hunda, nauðljót skrímsli af mis- jöfnurn uppruna, og falsaði ættartölur þeirra. Jaroslav Hasek: Góði dátinn Svejk / /ann var gamall maður sem reri einn á bátskel á —/V Golfstraums- mið, og nú hafði hann farið áttatíu og fjóra daga í röð án þess að ná fiski. Ernest Hemingway: Gamli maöurinn og hafiö Jí þið raunverulega hafið einhvem áhuga á þessu, C— þá langar ykkur kannski íyrst að fá að vita, hvar ég fæddist, hvaða leiðindi voru í uppvextinum, hvað for- eldrar mínir höfðu fyrir stafni áður en ég fæddist og allt þetta David Kopperffld- kjaftæði. J.D. Salinger: Bjargvætturinn ( grasinu /oað varð uppi fótur og fit í Hobbtúni, þegar Bilbó \J Baggi í Baggabotni lét þau boð út berast, að hann hygðist brátt halda upp á elleftugasta og fyrsta afmæl- ið sitt með meiri viðhöfn og veisluhöldum en dæmi væru til um. J.R.R. Tolkien: Hobbitt //völd eitt í byrjun júlí, í gífurlegri hitasvækju, kom J\ ungur maður út úr herbergiskytru sem hann leigði við S-götu, gekk út á götuna og stefndi hægt og hik- andi í átt að K-brúnni. Fjodor Dostojevski: Glæpur og refsing . /oegar ég tek mér penna í hönd og ætla í algjöru næði JJ og einveru - ég er heill heilsu, þótt ég sé þreyttur, mjög þreyttur (svo þreyttur, að ég kem til með að vinna verkið í áföngum og með tíðum hvfldum), þeg- ar ég semsagt geri mig líklegan til að festa játningar nrínar á þolinmóðan pappírinn með þeirri hreinlegu og þokkalegu skrift sem mér er gefin, get ég ekki varist þeim grun að ég hafí vart þá menntun og skólun sem þarf til að ráðast í slíkt andans stórvirki. Thomas Mann: Felix Krull /Ýfram gengu þau og sungu Eilífan frið, í hvert sinn sem þau þögnuðu, var eins og fótatak þeirra, stormhviðumar og hófar hestanna héldu söngnum áfram. Boris Pasternak: Dr. Zhivagó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.