Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1997, Blaðsíða 1
JUJIHIUID Föstudagur 18. apríl 1997 Stofnað 1919 49. tölublað - 78. árgangur Jón Baldvin Hannibalsson Verðum að færa út lögsöguna vilji Danir fara fram með offorsi "Ef Danir vilja fara fram með of- forsi í þessu máli þá er ekki hægt að sýna þeim takmarkalaust umburðar- lyndi. Með vísan til gildandi þjóðar- rétts og mikilvægis auðlindarinnar fyrir íslenskan þjóðarbúskap þá verð- um við að færa út lögsöguna. Þetta styðst lfka við nýleg fordæmi í dóms- málum sem upp hafa komið í sam- bærilegum tilvikum," segir Jón Bald- vin Hannibalsson, um lögsögudeil- una við Dani. "Danir hafa verið að gera athuga- semdir við grunnlínupunkta íslensku efnahagslögsögunnar, annars vegar Kolbeinsey og hins vegar Hvalbak. Þeir telja að þetta séu grá svæði og halda fram sjónarmiðum sem myndu minnka íslensku efnahagslögsöguna og halda fram veiðirétti skipa undir danskri lögsögu. Islendingar hafa aldrei tekið á þessu máli eins og vert er. Það eru ekki viðbrögð þegar ein- stakir þingmenn Framsóknarflokks- ins ruku upp til handa og fóta og fluttu hér þingsályktunartillögu um að hella steinsteypu ofan í gatið á Kolbeinsey." ¦ Fléiri sláturleyfishafar hyggja á dýrar breytingar til að geta selt á Evrópumarkað Það eru nógir til að slátra - segir Hreiðar Karlsson, formaður Landssam- bands sláturleyfishafa "Miðað við þá framleiðslu sem er í dag og þann útflutning sem er, þá anna þau sláturhús sem fyrir eru þörfinni," sagði Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyf- ishafa, um þá áætlanir sem eru í gangi, meðal annars á Blönduósi og Sauðárkróki, að ráðast í dýrar endur- bætur á sláturhúsum svo þau uppfylli gæðakröfur Evrópusambandsins, með útflutning til Evrópu í huga. Fjórum sláturhúsum á landinu hef- ur verið breytt til að uppfylla skilyrð- in, en þau eru á Höfn, Hvammstanga, Húsavfk og á Selfossi. Búið að gera endurbætur á hverju þessara húsa fyrir tugi milljóna króna. Ef sláturhúsunum fjölgar er þá ekki Ijóst að erfiðara verður fyrir þá sem þegar hafa ráðist í breytingarab afla tekna á móti fjátfestingunum? "Það er hægt að láta sér detta það í hug. Þetta er svipað og í Reykjavík, þar er ekki annað að sjá en nóg sé að verslunar- og skrifstofuhúsnæði autt, samt er verið að byggja meira. Það liggur mikil fjárfesting að baki, en ég veit ekki hversu háar upphæðir þetta eru, en ég tel að breytingarnar á hverjum staði hafi kostað tugi millj- óna," sagði Hreiðar Karlsson. Hann sagðist vita að nokkrir slát- urleyfishafar séu að hugsa um endur- bætur, en hann veit ekki hversu langt stjórnendur húsanna eru komnir með þessar fyrirætlanir sínar. "Það er enginn sem segir þessum mönnum fyrir um hvað þeir eiga gera og hvað ekki. Þetta er alltaf sama spurningin, þó mér og þér þyki nóg komið, þá er ekki víst að öðrum þyki það," sagði Hreiðar Karlsson. Hin íslenska Evíta í dag verður tilkynnt hver verður Evita í nýrri uppfærslu Andrésar Sig- urvinssonar leikstjóra en það var endanlega ákveðið í gær. Miklar get- gátur hafa verið í gangi eftir að hug- myndin barst mönnum til eyrna og hin íslenska Evita hefur tekið á sig ýmsar myndir í hugum fólks. Nöfn tveggja söngkvenna hafa oftast verið nefnd en það eru þær Andrea Gylfa- dóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem þá er sögð munu koma sérstaklega til landsins vegna hlutverksins. Nú eru hinsvegar allar blikur á lofti um að ný söngkona hafi verið valin og nafn hennar hafi ekki áður verið nefnt í tengslum við söngleikinn. Það mun hafa komið forsvarsmönnum sýning- arinnar nokkuð á óvart hversu marg- ar íslenskar söngkonur reyndust koma til greina í hlutverkið. STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B SIMI 561 0771 Jón Baldvin segir íslendinga verða að byggja á þjóðréttarreglum, eins og þær eru nú skilgreindar í Hafréttar- sáttmálanum, og ríkjandi þjóðarrétti sem staðfestur hafi verið að fullu af viðkomandi þjóðum. "Á sfnum tíma féllust fslendingar á það af tillitssemi við Grænlendinga að setja miðlínu milli Islands og Grænlands við mörkun lögsögunnar. Þetta var eðlilegt á sínum tíma, með- al annars vegna þess að hafrétturinn var þá ekki að fullu orðinn virkur. Auk þess höfðu ýmis fordæmi skap- ast þegar upp komu ágreiningsmál um afmörkun lögsögu milli landa þar sem minna en 400 mílur bar í milli. Nú hafa þessa aðstæður breyst." Menntaskólanemar mótmæla Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahiíð fjölmenntu að Alþing- ishúsinu í gær til að mótmæla stefnu stjórnvalda í menntamálum. Spjótin standa á menntamálaráðherra þessa dagana, mikil gagnrýni er vegna LÍN-málsins og svo bætist við óánægja menntaskólanema. ¦ Málaferli í gangi vegna loðnubræðsl- unnar á Fáskrúðsfirði Tekist á um80 onir Haraldur Haraldsson í Andra reynir að þre- falda sitt pund Miklar deilur hafa staðið milli Haraldar Haraldssonar í Andra og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Deilan er komin til dómstóla þar sem Haraldur krefst þess að fá að borga þær 40 milljónir króna í hlutafé sem hann skrifaði sig fyrir þegar undir- búningur að verksmiðjunni stóð yfir. Frá því verksmiðjan tók til starfa hef- ur hlutafé hækkað umtalsvert, og lætur nærri að 40 milljónir á nafn- virði losi í dag um 120 milljónir króna. Allt frá upphafi hefur verið deila milli Haraldar og Fáskrúðsfirðinga. Haraldur flutti inn notaða verksmiðju frá Ohio í Bandaríkjunum, sem hann sagði vera 40 milljóna króna virði og ætlun hans var að leggja verskmiðj- una fram sem sinn hlut. Síðar fréttist að verksmiðja kostaði um 20 millj- ónir og það varð til þess að illt blóð hljóp í heimamenn. Að endingu var ákveðið fyrir austan að greiða Har- aldi sanngjörn sölulaun, rúmar sex milljónir króna. Haraldur vildi ekki sætta sig við þau málalok, og hefur nú hafið dómsmál á hendur Loðnuvinnslunni. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins er dómsmál Haraldar afgreitt sem vonlaust innan stjórnar Loðnuvinnsl- unnar, en lögmenn sem hafa kynnt sér málið eru ekki frá því að Harald- ur hafi góða möguleika á sigri í mál- inu, möguleika sem gætu fært honum allt að 80 milljónir króna í hreinan hagnað. Meðal annars getur Haraldur Har- aldsson í Andra sýnt fram á að á sín- um tíma hafi hann haft 40 milljónir króna handbærar til að greiða hluta- fé, fyrir utan að hafa lagt til vélar í verksmiðjuna. ¦ Islendingar aðstoða Tímorbúa Miklir möguleikar í fiskveiðum Tímorbúar fá stuðning lendinga í veiðar og vi íslendingar hyggjast veita íbúum Austur Tímor aðstoð í gegnum Rauða Krossinn í kjölfar heim- sóknar José Ramos-Horta, friðar- verðlaunahafa Nóbels, sem hingað kom í heimsókn í síðustu viku. Þetta var niðurstaða samtala hans og Halldórs Ásgrímssonar, utan- rfkisráðherra. En mikill skortur er á hjálpargögnum og lyfjum í sumum héruðum landsins, enda sjúkdómar á borð við malaríu landlægir. Hall- dór sagði ekki ákveðið, hve mikil aðstoðin verður. Ramos-Horta sagði í samtali við gegnum Rauða krossinn. nnslu Alþýðublaðið, að þrátt fyrir harð- stjórn Indónesa, sem enn ráða landinu eftir innrás sína árið 1975, þá hefði frelsishreyfingin ýmsar leiðir til að koma gögnum inn í landið til að aðstoða sjúka og þurf- andi. Hann sagði ennfremur, að Fret- lin hreyfingin, sem stýrir andstöð- unni, byggist við því að bera fulln- aðarsigur úr býtum í stríðinu við indónesísku innrásaröfiin innan tveggja til þriggja ára. Þá tæki við tímabil uppbyggingar, og þá væri hann ákaflega fylgjandi því að ís- Ramos-Horta vill ís- lendingar tæku þátt í uppbyggingu sjávarútvegs við landið. „Austur Tímor er víðfeðm eyja, með mikil strandgrunn og mikla ónýtta fiski- stofna, sem aðrar þjóðir nýta í dag. Við höfum ekki þekkinguna til að byggja upp sjávarútveg, því sam- kvæmt ævagamalli hefð erum við landbúnaðarþjóð. Þarna þurfum við tækni og verk- þekkingu þjóðar á borð við íslend- inga, og án efa geta báðar þjóðirn- ar hagnast vel á þessu," sagði Ramos-Horta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.