Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 22. apríl 1997 Stofnað 1919 50. tölublað - 78. árgangur ■ Konráð Eggertsson allt annað en hress með að ekki verði veidd hrefna í sumar Ógeðslegur tvískinnungsháttur - hjá ferðamálayfirvöldum og segir grenjuskjóðurnar hafa sitt fram. Hann bendir á að hrefnustofninn sé nú mjög sterkur “Hvað er það sem veldur að við höfum ekki hafið veiðar, meirihluti þingmanna segist vilja hefja veiðar, 90 prósent þjóðarinnar vill það, en hvers vegna er ekki byrjað að veiða? Það er vegna þess að stjómvöld þora það ekki vegna þrýstings sem þau eru beytt. Sérstaklega núna þeg- ar í ljós hefur komið að hrefnustofn- inn er nærri þrisvar sinnum stærri en talið var og aðrir hvalastofnar eru sterkir líka,“ sagði Konráð Eggerts- son, formaður Félags hrefnuveiði- manna, nú þegar allt útlit er fyrir að ekki verði veidd hrefna í sumar. f ljós hefur komið við talningu að hrefnustofninn telur rúm 70 þúsund dýr, en var talinn telja um 28 þúsund dýr. “Ferðaþjónustan, en ég er hluti af henni, grætur öll og það sem mér fmnst kostulegt við hana er, að það var fundur í Reykjavík þar sem kom norskur embættismaður kom til að skýra frá hvemig þeirra veiðar komu við norsku þjóðina og það var feng- inn bandarískur ftskkaupmaður. Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra var sent bréf þar sem honum var boð- ið að koma á fundinn. Hann stakk því undir stól án þess að sýna samstjóm- endum sínum það. Ferðamálayfir- völd vildu ekki vita mat Norðmanna eftir þeirra veiðar, en málið er að veiðamar hafa ekki skaðað Norð- menn á nokkum hátt, þvert á móti hefur ferðamennska aukist hjá þeim og þeir sýna hvali á sömu stöðum og þeir skjóta þá. Meðan hvalur var verkaður í Hvalstöðinni í Hvalftrði var þar svo mikið af ferðamönnum að það varð að vísa fólki frá. Það var venja að setja útlendinga upp í rútur, þegar þeir komu til landsins, og aka þeim beint upp í Hvalfjörð. Tví- skinnungshátturinn er svo ógeðsleg- ur að ég á ekki orð. Sjávarútvegs- fræðingar við Háskólann á Akureyri báðu mig að skrifa grein £ blað hjá þeim, en greinin birtist aldrei. Astæðan var sögð sú að ég nafn- greindi menn. Tvær helstu grenju- skjóðumar em Friðrik Pálsson hjá SH og Páll Þór Jónsson hótelstjóri á Húsavík, en þeir grenja manna mest. Grenjuskjóðumar ná því fram ’að stjómvöld þora ekki að leyfa okkur að veiða.“ Konráð sagði dæmigert að vemd- unarsinnar vilji nú fara að beijast gegn veiðum á bræðslufiski og síðan komi annar fiskur á eftir. „Hvað ætl- ar Sölumiðstöð að selja þegar búið er að banna allar veiðar.“ Hann segir Allir fá húsa- leigubætur - Mikil kjarabót, segir Jón frá Pálmholti formaður Leigjendasamtakanna. „Þetta hefur þá þýðingu að allir leigjendur eiga rétt á bótum burtséð frá eignarhaldi húsnæðis," segir Jón frá Pálmholti formaður Leigjenda- samtakanna. Samband íslenskra sveitafélaga sendi nýlega frá sér til- lögu sem felur í sér að Sveitarfélögin öll bjóðast til að greiða húsaleigu- bætur til allra leigjenda, með þeim skilyrðum að stjórnvöld leggi meira fé til jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna og skattlagningu bótanna verði hætt. “Þetta er kjarabót og það liggur í augum uppi að verkalýðsfélögin eiga að grípa þetta boð fegins hendi,“ segir Jón frá Pálmholti en Leigjenda- samtökin hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjóm og Alþingi að lögfesta fyrrgreindar til- lögur fyrir áramót, og forystumenn launþegasamtakanna að styðja boð sveitarfélaganna. Samtökin minna á að húsaleigubætur em einungis íjögur prósent af opinberum fjárstyrk til húsnæðismála og það eina sem er skattlagt. “Við leggjum áherslu á að þetta verði afgreitt fyrir áramótin því það á að endurskoða lög um húsaleigubætur fyrir áramót, það átti að gerast um síðustu áramót en endurskoðun var frestað." ■ Eiríkur Stefánsson verkalýðsforingi á Fáskrúðsfirði með felldan samning Rússíbanar leika fyrir dansi Nú er um að gera að taka fram danskóna, gamla sjakkettið eða ballkjólinn, því að það verður dansleikur ann- að kvöld, 23. apríl, í Kafftleikhúsinu til að fagna komu vorsins enda síðasti vetrardagur. Það verða engir aðrir en hinir frábæm Rússíbanar sem ætla að skemmta en þeir þykja ákaflega danshæf hljóm- sveit, en hana skipa Guðni Franzon klarinettleikari, Dam'el Þorsteinsson harmónikkuleikari, Einar Kristján Ein- arsson, gítarleikari, Jón Skuggi bassaleikari og Kjartan Guðnason slagverksleikari. Þessir gæjar eiga sameigin- legt að hafa leikið í helstu böndum bæjarins, svo sem Sinfóníunni, Caput, Júpíters, Langa Sela og skuggunum og Skárr’en ekkert. Staða okkar er engin - segir verkalýðshreyfinguna vera í tilvistarkreppu og spáir endalokum hennar að óbreyttu “Þetta er engin staða. Þau félög sem hafa fellt samninga munu reyna að fá eitthvað pínulítið til viðbótar, bara til að þurfa ekki að leggja hann fram óbreyttan," sagði Eiríkur Stef- ánsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar, en fé- lagið er eitt af þeim sem felldu ný- gerðan kjarasamning Verkamanna- sambandsins. Eiríkur sér fyrir sér að einhver lag- færing komi á launataxta þeirra sem lengst hafa unnið í fiskvinnslu, ann- að ekki. En ef samningurinn verður felldur á ný, hvað gerist þá? “Ég veit að einstaka félög em ekki tilbúin til að fara í verkföll. Samstað- an er hrynja á Vestfjörðum, til dæm- is á Tálknaftrði og í Bolungarvík. Ég skynja þetta sem svo að einstaka fé- lög em ekki tilbúin í verkföll." En hvers vegna er verkalýðshreyf- ingin íþessari stöðu? “Þetta byrjaði þegar verslunar- menn og Raftðnaðarsambandið sömdu að nóttu til um prósentuhækk- un, þá brást samstaðan. Fram- kvæmdastjóri tveggja fyrirtækja, hér á Fáskrúðsfirði, sem hefur sennilega um 800 þúsund í kaup á mánuði, fékk 4,7 prósent launahækkun rétt eins og ftskverkafólkið. Launin hans hækka um tugi þúsunda á sama tíma og laun fiskverkafólksins hækka um fimm þúsund. Telur einhver að þetta sé eðlileg leið.“ Það er á þér að heyra, að þú sért ekki bjartsýnn á framhaldið? “Aldeilis ekki, staða okkar er eng- in. Það er agalegt ástand innan verka- lýðshreyftngarinnar. Hún er í tilvist- arkreppu. Þetta nútímaþjóðfélag hef- ur skapað þessa stöðu hægt og ró- lega. Ég veit ekki hvort það er vegna breytinga á þjóðfélaginu eða hvort forysta okkar er veikari en hún var. Ég sé ekki að í dag sé hægt að fá fólk í verkföll og átök.“ Þið sem starfið íforystu hljótið að líta í eigin barm, ekki getið þið bara bent á aðra? “Þjóðarsáttin sem gerð var 1990, hefur verið framlegnd, en bara hvað varðar okkur verkafólk. Það er erfitt við þessu að gera eftir að samstaðan er frá, núna var það vegna krónutölu- hækkunarinnar. En hverjir fóra út úr krónutöluhækkuninni? Við sjálf. Með sama áframhaldi spyrjum við að leikslokum verkalýðshreyfingarinnar eftir 10 ár. Þetta er orðin vinna sér- fræðinga," sagði Eiríkur Stefánsson. líka að ef við heijum veiðar og allt verði á móti okkur í framhaldinu sé ekki annað að gera en hætta aftur. „Eflaust við mikinn fögnuð,“ sagði Konráð. “Það er verið að benda á Norð- menn og sagt að þeir séu svo stórir og ríkir, en bendum þá á Færeyinga, ekki era þeir voldugir, samt veiðar þeir grindarhvalinn. Svo er verið að tala um Bandaríkjamenn. Meirihluti þeirrar þjóðar veit ekkert hvað hval- ur er, þau halda meira að segja að Bandaríkin séu eina landið á jörð- inni,“ sagði Konráð Egggertsson. ■ Jafnaðarmenn Þorsteinn spá- ir sameiningu „Þorsteinn Pálsson hefur sýnt það í dag, að hann er með framsýnustu stjómmálamönnum okkar enda getur hann séð inn í framtíðina“, sagði Öss- ur Skarphéðinsson í umræðum á Al- þingi fyrir helgi, þar sem sameining jafnaðarmanna dróst með óvæntum hætti inn í umræðu um hvalveiðar. Össur hafði átalið Þorstein harð- lega fyrir að hafa ekki gefið jafnaðar- mönnum kost á að skipa fulltrúa í nefnd sem fjallaði urn hvalveiðamar. Þorsteinn mótmælti þessu, og kvaðst hafa skipað Steingrím J. Sigfússon í nefndina, og hann væri einsog allir vissu einn af helstu leiðtogum jafnað- amianna, sér £ lagi þegar við blasti að þeir væru að sameinast £ eina sæng. Össur sagði að miðað við þessar forsendur gæti hann fallist á málsvöm Þorsteins, enda væri hann sér bersýnilega ekki aðeins sammála um nauðsyn þess að sameina jafnað- armenn, heldur hefði hann bókstaf- lega skyggnst inn £ framtfðina og séð fyrir að sameiningin yrði senn að veraleika. „Þetta sýnir óvænta fram- sýni af hálfu ríkisstjómarinnar, og sýnir að hún gerir sér grein fyrir hveijum klukkan glymur," sagði Öss- ur. ■ Ríkisbankarnir Eiga einn og hálfan milljarð - í hlutabréfum ýmissa fyr- irtækja Rfkisviðskiptabankamir, Landsbanki og Búnaðarbanki, eiga samtals hlutafé f hinum ýmsu fyrirtækjum fyrir rétt um einn og hálfan milljarð króna, samkvæmt bókfærðu verði. Þetta kom fram f svari Finns Ingólfssonar við fyrirspurn Ein- ars K. Guðfinnssonar á Alþingi. Landsbankinn á hlutafé fyrir rúman milljarð en Búnaðar- bankinn fyrir rúmar 426 millj- ónir króna í hlutafélögum, það er f bókfærðu verði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.