Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ dagur bokannnar MIÐVIKUDAGUR 23. APRIL 1997 jujhiiumi Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritsljóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjóm Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Gefum dýpt hennar gaum "Víst er stundin hverful en gefum dýpt hennar gaum. " Þessar ljóðlínur eftir eitt besta skáld okkar, Þorstein frá Hamri, koma upp í hugann á þessum degi bókarinnar, ekki síst vegna þess að svo oft hafa verið haldin málþing og ráð- stefnur um andlát ljóðsins og bóklestrar og ótímabærar dán- arfregnir verið sagðar. "Gefum dýpt hennar gaum," segir skáldið við son sinn eft- ir að hann hefur misst vin sinn sviplega. Það má líka vel vera að vináttan við bækurnar hafið lotið í lægra haldi fyrir öðrum þeim miðlum sem keppast við að tala við fólk í gegnum veggi heimilanna, en gefum dýpt hennar gaum. Því það er svo með suma vináttu að þrátt fyrir að það líði langur tími er eins og aldrei hafi neitt borið í milli. Það er hægtað vera með fólki og finna aldrei jafn sárt til djúprar ein- semdar og það er líka hægt að sitja einn með vini sínum stutta stund og finnast að það hafi verið talað til sálarinnar. Þannig geta góðar bækur líka verið félagsskapur sálarinnar. Það er auðveldara að mæla fjölda lesinna bóka en áhrif lesinna bóka. Eitt sinn sagði einn fremsti rithöfundur þjóðar- innar, Guðbergur Bergsson að það hefði ekki verið mikið um bækur á æskuheimili sínu, en hann minntist þess þó að það hefði verið til eintak af Gosa. Það var þó orðið svo máð og lúið af handfjatli og lestri að línurnar voru orðnar ógreinileg- ar. Þrátt fyrir það varð þetta eintak endalaus uppspretta ævin- týra því að þar sem bókinni sleppti tók ímyndunaraflið við og spann upp afganginn. Það er sem betur fer ekki tilgangurinn með þessum degi að mæra, heldur að stuðla að lestri bóka og hvetja þjóðina enn frekar til að glæða sína dýrustu arfleifð. Það verður að minna á að það reyndist bókaþjóðinni ekki vel að éta bækur þegar hún dvaldi í saggafullum kotbæjum í myrkri fátæktar. Það er því enn óskiljanlegra að þjóðin skuli haga því þannig á tím- um allsnægta, að éta bækur, því bókaskatturinn er ekki annað en endurtekning á þeim leiðu mistökum sem voru jafn skilj- anleg í ljósi allsleysisins og þau eru óskiljanleg í dag. í dag er alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar og af- mælisdagur eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar. Fyrir til- stuðlan Unesco er þessi dagur tileinkaður bókinni og réttind- um og hagsmunum þeirra sem eru höfundar að hverskyns hugverkum um allan heim. Gerum alla daga að degi bókarinnar! Góð bók er viðbót við lífið Öllum börnum þykir gaman að láta lesa fyrir sig. Af því leiðir að all- ir gætu áfram haft gaman af bókum, ekkert minna. En hvernig skyldi þá standa á því að mörg þeirra barna pqllborð | Steinunn Sigurðardóttir skrifar baðinu á sumardaginn fyrsta. Eg held að við fullorðna fólkið getum hjálpað til að smíða renni- brautir milli bókahillnanna með Óla A og Ólafi K, til dæmis með því að minna stálpaða krakka á að bækur séu bækur og að þær séu fyrir alla. Það skiptir ekki máli þótt maður skilji ekki núna hvaðeina sem þar stendur. Það komi seinna, og það sé allt í lagi að hraðfletta sums staðar. Eg hef aldrei heyrt um barn um beið tjón á sálu sinni af því að lesa eitt- sem voru sérlega móttækileg fyrir Óla Alexander Fílíbommbomm- bomm og Dísu ljósálfi verða aldrei á ævinni málkunnug Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, Don Kfkóta og Snæfríði fslandssól? Hér áður fyrr var minni hætta á þessari þróun því krakkar lásu allt sem að kjafti kom og það voru stutt- ar leiðir milli Ólafs Kárasonar og Óla Alexanders. Núna er hins vegar orð- ið allt of langt á milli þessara góðu drengja. Ólafur Kárason er kominn svo hátt í bókaskápinn að krakkar þurfa stiga til að ná í hann. Og það er alveg synd því það þarf barn til að skilja þessa persónu - og það skilur sjálft sig í honum. Það er heldur ekki verra fyrir barn sem á fimmtíu bækur að heyra um strák sem átti bara eina bók og geymdi hana innanklæða svo hann klæjaði á hjartanu undan henni. Og alltaf bætist í bókaskápinn barn- anna núna, en þessi eina var frá Olafi tekin þegar upp um hana komst í Ég er aiveg viss um að aliar góöar bækur hafa beint notagildi. Þær aia okkur upp, gera okkur sveigjanlegri í hugsun, og við lærum utanað þá allra nauð- synlegustu lexíu, að við erum ekki ein um neitt af því sem fyrir okkur kemur. hvað sem það skildi ekki, miklu frek- ar að það efldi forvitni. Það er ekki nóg að kenna krökkum að lesa. Það þarf líka að kenna þeim að lesa með stóru elli og seilast í hill- urnar eftir alls konar lesefni. Og bestu kennararnir eru þeir sem hafa ást á viðfangsefninu, ekki endilega þeir sem vita mest. Fyrir nokkrum árum gerði það stormandi lukku í einum Reykjavíkurskólanum að for- eldrar komu og lásu fyrir bekki barn- anna sinna úr bókum sem þeim höfðu þótt skemmtilegar þegar þau voru lítil. Þarna hlýtur eitt og annað að hafa flotið með sem ekki flokkað- ist nákvæmlega undir barnabækur. Hver veit nema einhver hafi lesið um Ólaf Kárason eða jafnvel Don Kíkóta. Þá erum við komin að því. Hvað um það þótt einhverjir fari á mis við Don Kfkóta? TIl hvers þurfum við þennan sjónumhrygga riddara? Eitt svar er það að við þurfum hann til þess að sjá sjálf okkur. Um leið og við fáum mynd af Don Kfkóta á truntunni Rósínante, taka upp sverð til að berjast við vindmyllur, þá get- um við hlegið að skrípaútgáfunni af sjálfum okkur. Eins og hann erum við því marki brennd að sjá hluti eins og þeir eru ekki, og vel meinandi berjumst við gegn einu og öðru sem er ekki endilega það sem við höldum að það sé. Mætti ég bæta því við að ég er al- veg viss um að allar góðar bækur hafa beint notagildi. Þær ala okkur upp, gera okkur sveigjanlegri í hugs- un, og við lærum utanað þá allra nauðsynlegustu lexi'u, að við erum ekki ein um neitt af því sem fyrir okkur kemur - hvorki til góðs né ills. Meira að segja þetta getum við svo látið lönd og leið ef við viljum, en ég sný ekki aftur með það að hver góð bók er viðbót með lífið, með henni lifum við lengra. "¦- Höfundur er rithöfundur. a c r i h i I m a r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.