Alþýðublaðið - 23.04.1997, Page 3

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Lífeyrissjóðirnir og samtryggingin Það er ekkert sem réttlætir það að stjórnir líf- eyrissjóða séu í höndum annarra en þeirra sem eiga þá þ.e. fólksins sem hefur öðlast þar lífeyr- isréttindi. Að áliti margra erlendra trygg- ingafræðinga er íslenska samtrygg- ingarkerfið eitt það besta sem vest- ræn ríki hafa komið sér upp. Yfir 130 þú. Islendingar er í samtryggingar- sjóðum og tæplega 3000 í séreigna- sjóðum. Um 15ooo íslendingar á aldrinum 16-70 ára eru ekki í neinum lífeyrissjóði. Með nýjum lögum um lífeyrissjóði er reynt að ná betur utanum þetta kerfi sem margir sjá taka við af al- mannatryggingarkerfinu. Til að svo verði þurfa allir að greiða í lífeyris- sjóð og allir að standa jafnt að vígi gagnvart ríkinu hvað tryggingar varðar. Með þessu á ég við það að þeir sem greiða 10% af launum sín- Gestaboð | ■ Kristján l-S. Pálsson skrifar um í samtryggingarsjóð tapi ekki öll- um spamaðinum í jaðarsköttum og séu ekkert betur settur eftir 40 ára ráðdeild en sá sem aldrei sparaði neitt og þiggur í staðinn af ríki og sveitarfélögum. Allir greiði ■ lifeyrissjóð Samkvæmt frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar í þinginu eru allir milli 16-70 ára skikkaðir til að greiða í samtryggingarsjóð. Það jafnar ósamræmið milli ráðdeildarmanna og trassanna. Séreignasjóðsmenn eru óhressir með það að séreignaformið verði lagt af með rumvarpinu. Ég tel að ef séreignasjóðimir kaupa trygg- ingu sem mætir samtryggingará- kvæðinu þá ættu þeir að geta starfað samhliða. Það er að sjálfsögðu ekki eðlilegt að þegar samtryggingasjóðir tryggja laun alla ævina eftir 65 ára aldur óháð ævilengd þá tryggi sér- eignasjóðir aðeins 10-15 ára lífaldur eftir 65 ára aldurinn. Hver á að sjá þessu fólki fyrir lifibrauði eftir það? Augljóslega munu þeir lenda á frarn- færslu ríkisins og sveitarfélaganna sem getur ekki talist eðlilegt. Ekkna og bamalífeyrir úr báðum formunum ætti að vera sambærilegur óháð því hvaða form fólk notar til að tryggja lífeyri fjölskyldunar. Allir eiga að vera jafnir hvað þetta varðar. Greiðslur umfram 10% ætti að mínu mati að vera sú séreign sem hverjum og einum er í sjálfsvald sett í hvaða lífeyrisformi lendir og ætti slík sér- trygging erfast eins og hver önnur inneign í banka. Lífeyrissjóðina til eigendanna Sjálfskipað vald verkalýðsfélaga og vinnuveitenda yfir lífeyrissjóðun- uni er að mínu mati úr takt við tím- ann. Það er ekkert sem réttlætir það að stjómir lífeyrissjóða séu í hönd- um annarra en þeirra sem eiga þá þ.e. fólksins sem hefur öðlast þar lífeyris- réttindi. Það er því sjálfsögð krafa að stjómir lífeyrissjóðanna verði skip- aðar af aðalfundi eigenda sjóðanna. Kristján Pálsson alþingismaöur Sjálfstasöisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Harðar deilur spunnust í um- ræðum á þingi um hlutafé- lagavæðingu bankanna milli stjórnarliöanna Einars Odds Kristjánssonar og Ólafs Þ. Þórðarsonar sem nú er á þingi sem varamaður Gunnlaugs Sig- mundssonar. Einar Oddur kvað þingmenn hafa á sínum tíma átt allan þátt í óförum íslandsbank- ans gamla, og vitnaði óspart til bókar Ólafs Björnssonar prófess- ors og fyrrum þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, um feril bankans. Þegar Ólafur Þ. Þórðarson dró í efa að þetta væri rétt söguskýring fór Einar Oddur hamförum og kvað með ólíkindum að menn væru að geipa um bankamál á ís- landi án þess að hafa lesið um- rædda bók. En hann kom hins- vegar ekki að tómum kofanum hjá Ólafi, sem gerði sér lítið fyrir og sótti bókina sem hann kunni ber- sýnilega vel. Hann las fyrir Einar Odd kafla, þar sem rakið var að það hefði verið heimskreppan 1930, sem átti mestan þátt í hrak- för íslandsbanka. „Ætlar Einar Oddur Kristjánsson kanski næst að halda því fram, að það hafi verið Alþingi íslendinga sem átti sök á heimskreppunni?" beljaði Ólafur að lokum yfir þingsalinn, og kvaðst aldrei hafa heyrt aðra eins vitleysu... Lífræn ræktun er mjög að eflast ásmegin en einn af frumkvöðl- um hennar er Guðfinnur Jak- obsson, bóndi í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Bærinn varð einna fyrstur til að fá vottun sem lífrænt býli og selur nú lífrænt framleidda mjólk í Mjólkurbúa Flóamanna, en líklegt þykir að eftirspurn eftir henni verði mikil í framtíðinni. Lífrænn ostur, sem Skafthyltingar framleiða, er mjög eftirsóttur og á áreiðanlega í framtíðinni eftir að verða frægur um allt land. Fyrir skömmu fékk Skaftholt Gnúpverjaskjöldinn, sem er viðurkenning fyrir góða frammistöðu að bústörfum. Sjald- an fellur eplið langt frá eikinni, því nú er sonur Guðfinns í Skaftholti kominn í nám í lífrænni fram- leiðslu í JNrna f Svíþjóð, sem er einskonar Mekka lífrænnar rækt- unar þar í landi... Vaxandi gagnrýni er á þá ákvörðun að hefja veiðar í síld- arsmugunni á meðan síldin er ekki feitar en raun ber vitni. Þeir sem ákafastir voru að vilja byrja sem fyrst eru hræddir um að kvótinn náist ekki verði beðið, en Ijóst er að miklu munar á verðmæti afurð- anna verði farið síðar af stað. Þeir sem eru óánaegðir með hvernig Þorsteinn Pálsson stóð að ákvörðun um veiðarnar hyggja jafnvel á róttækar aðgerðir, svo sem að gera nátturuverndarsam- tökum erlendis viðvart um hvernig Islendingar standa að veiðunum. Stjómendum ríkisviðskiptabank- anna tókst misvel að ávaxta það fé sem bankamir eiga í hluta- félögum og fyrirtækjum. Lands- bankastjórar náðu um 17 prósent ávöxtun en þeir í Búnaðarbankan- um stóðu sig betur og fengu nærri tíu prósent betri ávöxtun. Hlutafé Landsbankans.í öðrum félögum, er rúmur milljarður miðað við bókfært verð, og á bankinn í sjö fyrirtækj- um. Búnaðarbankinn á hlutafé fyrir 427 milljónir króna og skiptist það á milli tólf fyrirtækja. Á síðasta ári keypti Landsbankinn, undir forystu Kjartans Gunnarssonar, formann bankaráðs, hlut í fyrirtækjum fyrir nærri 27 milljónir króna en Búnað- arbankinn keypti ekkert á síðasta ári. En eins og kunnugt er slær Landsbankinn öll fyrri met á þessu ári með kaupunum á helmingnum í VÍS. miiuif II "FarSide" eftir Gary Larson Otrúlegt en satt, Jónas gleymdi vasabrotsbókinni sinni. Einar Gíslason, pípulagningamaður: “Klukkan átta.“ Örlygur Auðunsson, prentstjóri: “Svona um klukkan hálf átta.“ Jóhann Halldórsson, verkstjóri: “Ég fór á fætur klukkan Sturla Jensson, uppvaskari á Astró: “Ég vaknaði klukkan Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri: hálf “Klukkan hálf átta.“ v i t i m q n n Það er mikil upphefð fyrir mig að fá hól frá þessum körlum, því fyrir þeim ber almenningur virðingu og það réttilega". Bergur Hallgrímsson síldarsali í DT, að ræða um viðskipti sín og Clausenbræður. “Tvær helstu grenjuskjóðurnar eru Friðrik Pálsson hjá SH og Páll Þór Jónsson hótelstjóri á Húsavík, þeir grenja manna mest.“ Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður í Al- þýðublaðinu. “Um daginn sá ég glaðbeittan fréttamann Stöðvar tvö gæða sér á þorski á veitingastað Grand Hótels í 0sló.“ Friðrik Erlingsson f DT. “Líttu bara til þess að hagn- aður Samherja er byggður á kvótasölu eingöngu, síðan hvetja fjölmiðlar almenning til að kaupa sér hlut í félaginu á margföldu verði.“ Hákon Hákonarson fatakaupmaður í DT. “Þetta er auðvitað óforsvaran- legt og ég geri ráð fyrir að þeir bjóði öðrum starfsmönn- um sínum sömu hækkun. Þarna er verið að rétta hverj- um og einum þeirra mánaðar- laun verkamanns." Kristján Ásgeirsson, bæjarfulltrúi á Húsa- vík, í DV vegna launahækkanna til hátt- settra starfsmanna bæjarins. “Við erum að hækka þessa menn í launum til samræmis við það sem gerist og gengur annars staðar.“ Sigurjón Benediktsson bæjarfulltrúi í sama blaði og af sama tilefni. “Það sem gerðist hins vegar var að vinningsmiðinn var prentaður út á sölustað á höf- uðborgarsvæðinu en sá sem keypti þann miða, vildi velja tölurnar sjálfur og lét því ógilda miðann með vinnings- tölunum." Bolli Valgarðsson, hjá íslenskri getspá, að lýsa óheppni viðskiptavinar Lottósins. Langt, langt í fjarska - þar sem Norðanvindurinn ræður ríkjum og norðurljósin rfkja glitra eins og marglit tjöld á himninum - var einu sinni eyja sem hét eyja vindanna. Og þar bjó lítil stelpa sem hét Linda. Þetta er sagan af því þegar Linda hitti Vetur konung. Úr bókinni Linda hittir Vetur Konung, eftir Harald Sonesson sem kom út í fyrra hjá Vöku Helgafelli.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.