Alþýðublaðið - 23.04.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 Alþingismenn Alþýðuflokksins VIDTALS- TÍMAR í dag, mið- vikudaginn 23. apríl, verður Ásta B. Þorsteins- dóttir, vara- formaður Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands, með viðtalstíma á skrifstofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10, frá klukk- an 16:00 til 19:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552- 9244. ■ Jafnaðarmenn studdu hlutafélagavæðingu ríkisbankana á Alþingi Hrossakaup og skortur á - segja Jón Baldvin og Ágúst Einarsson. Þrátt fyrir stuðning við meginefni frumvarpanna gagnrýndu þeir harðlega Starfsmenn fá þannig engin áhrif, opnað er á gamalkunna spillingu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og engin try „Við lagfærum þetta þegar við tökum við völdum," segja jafnaðarmenn. Eindreginn stuðningur við stofnun hlutafélaga um Búnaðarbankann og Landsbankann er meginefnið í áliti þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Agústs Einarssonar um frumvörp ríkisstjómarinnar um það mál. Tví- menningamir sitja í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins, þar sem málin vom til efnislegrar umfjöllun- ar og því féll í þeirra hlut að móta af- stöðu þingflokks jafnaðarmanna til þeirra. Þeir félagar gagnrýna þó fjöl- margt, sem þeir telja fara mjög mið- ur í frumvarpi ríkisstjómarinnar, og ber þar hæst lítinn vilja til að tryggja dreifða eignaraðild hlutabréfa. Einnig leggja þeir til að starfsmenn fái fulltrúa í stjóm, að gengið verði frá því að einungis einn bankastjóri verði fyrir hvomm bankanna í stað þriggja, og að það verði ekki við- skiptaráðherra einn, sem skipi full- trúa í bankaráðin og fari með hlut ríkisins, heldur geri hann það í sam- ráði við fjármálaráðherra. Allar tillögur jafnaðarmanna, og annarra þingflokka stjómarandstöð- unnar, vom felldar. Flestum var ekki einu sinni svarað í umræðunum, mörgum sem þingmönnum þótti birta rökþrot stjómarliðsins á köfl- um. Starfsmenn hundsaðir Starfsmenn beggja bankanna og raunar Sambands íslenskra banka- manna einnig, kom á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd þings- ins íjölmörgum tillögum og ábend- ingum, sem þeir Jón Baldvin og Ágúst segja í álitinu að séu mjög góðar. Engin þeirra hlaut náð fyrir augum þingmanna stjómarinna, sem kaus að hunsa hverja einustu þeirra. Tvímenningamir taka í áliti sínu sérstaklega undir þá skoðun bankamanna, að eðlilegt sé að þeir fái fulltrúa í nefndum, sem undirbýr stofnun hlutafélaganna um bankana. í framhaldi af því hafa jafnaðarmenn einmitt lagt til, að einn fulltrúi starfsmanna skuli fá aðild að nefndinni um sitt hvom bankann, enda er óeðlilegt að starfsmenn séu í rauninni lokaðir frá undirbúningnum. Einar Oddur Kristjánsson, sem mælti fyrir áliti meirihlutans, taldi litlu varða að starfsmenn fengju meiri áhrif um undirbúninginn en hann kvað þá hafa nú þegar óformlega. Fjöldi bankaráðsmanna er óráðinn samkvæmt frumvarpinu, en jafnaðarmenn lögðu til, að Alþingi tæki af skarið um að þeir yrðu aðeins fimm, en að auki fengju starfsmenn bankanna áheyrnaraðild í bankaráðunum. Slíkt fyrirkomulag þekkist mjög víða erlendis, og hefur greitt fyrir streymi upplýsinga innan fyrirtækja, tryggt aukin skoðanaskipti og auðveldað stjómun. Þess má geta, að Alþýðubandalagið lagði til að Alþingi kjósi fulltrúana í bankaráði, en gegn því hafa jafnaðarmenn lengi lagst. Jón Baldvin Hannibalsson kallaði þetta viðhorf Alþýðubandalagsins „fomeskju." Aðeins einn banka- stjóra Helmingaskipti, þar sem góssi stjómarsetunnar er skipt til helminga milli flokkanna, er alltaf einkenni ríkisstjóma Sjálfstæðisflokks og Jón Baldvin og Ágúst Einarsson: Meginefni álits þeirra var að styðja stofnun hlutafélaga um ríkisbankana, en þeir telja frumvörpin meingölluð og bjóða heim spillingu. Framsóknarflokks, enda ganga þær undir samheitinu helmingaskipta- stjórnir. Meðal þingmanna stjómar- andstöðunnar er fullyrt, að mikil hrossakaup séu nú í gangi með ýmis feit embætti, sem verða til við þá uppstokkun, sem nú er að verða í rík- isbönkunum og nágrenni þeirra. Þetta er álitið vera orsök þess, að “Innan stjórnarflokk- anna er í umræðu að núverandi ráðherrar kunni að enda í stólum bankastjóranna nýju. En vitað er að það er á óskalista Davíðs Odds- sonar að Friðrik Soph- usson hætti í stjórn- málum, svo hann geti gert helsta stuðnings- mann sinn, Björn Bjarnason, að varafor- manni Sjálfstæðis- flokksins.“ ríkisstjómin fer þá óvanalegu leið, að ákveða ekki í frumvarpinu hve marg- ir bankastjórar eigi að verða fyrir hvoram hinna nýju hlutafélagabanka sem verða til. Viðskiptaráðherra á í fyllingu tímans að ákveða það sjálf- ur, - en á bak við tjöldin verður það auðvitað gert í samráði við forsætis- ráðherra. Það er opinbert leyndarmál á Alþingi, að búið er að ná samkomu- lag milli flokkanna tveggja um að þrír bankastjórar verði fyrir hvoram bankanna. Nokkrir núverandi bankastjóra bankanna tveggja munu ýmist hætta við breytinguna, eða verða ýtt til hliðar. Þannig verður rýmt fyrir gæð- ingum ríkisstjómarflokkanna, sem eiga að fá hin feitu embætti banka- stjóranna. Innan stjómarflokkanna er í umræðu að núverandi ráðherrar kunni að enda í stólum bankastjór- anna nýju. En vitað er að það er á óskalista Davíðs Oddssonar að Frið- rik Sophusson hætti í stjómmálum, svo hann geti gert helsta stuðnings- mann sinn, Björn Bjamason, að vara- formanni Sjálfstæðisflokksins. Eitt þeirra embætta, sem Friðrik er orðaður við af þingmönnum er bankastjóri Landsbankans. Sömu- leiðis vill Davíð og klíkan kringum hann gjaman sjá á bak Þorsteini Páls- syni, og bankastjórastöður era þá gjaman nefndar. Landsbankinn er banki sjávarútvegsins, og margir telja að reynsla Þorsteins úr ráðu- neyti sjávarútvegs gæti nýst heppi- lega þar. Þorsteinn sjálfur er ekki jafn viss... Jafnaðarmenn hafa lagst mjög ein- dregið gegn því, að fleiri en einn bankastjóri verði fyrir hvoram banka. Þeir benda meðal annars á fordæmi íslandsbanka, þar sem er aðeins einn bankastjóri. Þeir hafa því lagt til að einungis einn stjóri verði ráðinn að hvoram hinna nýju banka. Dreifð eignaraðild Óneitanlega vekur það athygli, að í framvarpinu er lýst góðum vilja rík- isstjómarinnar til að tryggja dreifða eignaraðild að hlutabréfum bank- anna, en ekkert er sagt um það, hvemig eigi að tryggja þetta góða markmið. í umfjöllun nefndarinnar kom einnig fram, að einkavæðingar- nefndin svokallaða mun væntanlega um síðir hafa umsjón með útboði hlutafjárins. Það vekur hinsvegar furðu, að hún hefur ekkert fjallað um hvemig eigi að tryggja dreifða eign- araðild. Jón Baldvin og Ágúst gagnrýndu þetta harðlega og sögðu greinilegt, að hér ætti að vera „allt opið fyrir viðskiptaráðherra og ríkisstjómina að úthluta ríkiseignunum til vin- veittra fyrirtækja." Þessa viðleitni til “Jón Baldvin og Ágúst bentu á, að æskileg leið til að tryggja dreifða eignaraðild væri að dreifa hluta af hlutabréfum ríkisins milli allra fjárráða íslendinga og al- mannavæða þannig bankana með ótvíræð- um hætti.“ spillingar gagnrýndu þeir harðlega í ræðum sínum, en sögðu hana dæmi- gerða fyrir þá misbeitingu valds í þágu sérhagsmuna sem jafnan ein- kenndi helmingaskiptastjómir, og sú dapurlega niðurstaða væri smám saman að koma í ljós, að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar væri ekki hótinu skárri en þær fyrri. Jafnaðarmenn lögðu því til á Al- þingi, að enginn einn aðili eða tengdir aðilar fengju að eignast meira en 5 % af hlutafé í hvorum bankanna fyrir sig, eða fara með meira en 5 % af atkvæðamagni á hluthafafundum. I tengslum við þetta lögðu þeir einnig fram tillögu um að starfs- mönnum væri gert kleift að kaupa hlutabréf á ívilnandi kjörum. Almannavæðing bankanna í frumvörpunum er gert ráð fyrir að einkaaðilum verði á næstu árum hleypt inn í bankana í þeim mæli að allt að 35 % af hlutafé þeirra verði í einkaeigu. Þetta hefur verið gagnrýnt af mörgum. Kristinn H. Gunnarsson kvað slíkan hlut fela í sér lítil völd, og mátti ráða af máli hans að honum þætti því ólíklegt að margir slægjust Einar Oddur Kristjánsson: Hann lýsti yfir í umræðum á þingi, að Framsókn leggðist þver fyrir allar frekari breytingar í frjálsræðisátt á bönkunum, sem hann taldi þó tímabærar. um hituna. Svipaðar skoðanir höfðu talsmenn jafnaðarmanna, en úr röð- um þeirra hefur komið gagnrýni á að ekki skuli seldur meirihluti í bönkun- um. Þeir hafa til dæmis bent á, að nauðsynlegt sé að fá hingað til lands erlenda samkeppni á peningamark- aðinn, og hafa bent á þann kost, að reyna að tryggja að erlendir aðilar kaupi nokkum hlut í bönkunum. Ein ferskasta hugmyndin, sem varpað var fram í umræðunum um banka- framvörpin, kom frá jafnaðarmönn- um og laut einmitt að sölu hlutabréfa í bönkunum. Tvímenningamir Jón Baldvin og Ágúst bentu á, að æskileg leið til að tryggja dreifða eignaraðild væri að dreifa hluta af hlutabréfum ríkisins milli allra fjárráða íslendinga og almannavæða þannig bankana með ótvíræðum hætti. Sú aðferð er „mun heppilegri en sú einkavina- væðing, sem landsmenn hafa horft upp á af hálfu stjómarflokkanna." Undir lok umræðunnar á mánu- dagskvöld spunnust orðaskipti milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Einars Odds Kristjánssonar, þarsem Jón Baldvin gagnrýndi, hversu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.