Alþýðublaðið - 23.04.1997, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 f r é t t i r lýðræði iversu skammt er gengið í þeim. ging er fyrir dreifðri eignaraðild. “Jafnaðarmenn lögðu þvítil á Alþingi, að enginn einn aðili eða tengdir aðilar fengju að eignast meira en 5 % af hlutafé í hvorum bankanna fyrir sig, eða fara með meira en 5 % af atkvæðamagni á hluthafafundum.“ skammt frumvarpið gengi. Einar féllst á, að vissulega gengi það of skammt í ýmsum efnum, en ástæðan væri sú að lengra hefði Sjálfstæðis- flokkurinn ekki komist með Fram- sóknarflokkinn. “Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þeir hver þú ert,“ sagði Jón Baldvin í lokin. „Þú segir að vinir þínir í þessu máli séu Fram- sóknarmenn, og þá er ekki að sökum Finnur Ingólfsson: Hann og Davíð munu leggja á ráðin um hvaða gæðingar eiga að fara í stóla bankastjóranna. að spyrja í hvaða björg hinn gamli talsmaður frjálslyndis af fjörðum vestur er genginn..." ■ Mesti rithöfundur íslendinga á þessari öld Halldór Laxness er 95 ára í dag. Alþýðublaðið óskar skáldinu og þjóðinni til hamingju með daginn og birtir nokkrar fleygar setningar úr verkum afmælisbarnsins Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur Hann sá í augum hennar þetta heita orðlausa draumaland sem stundum er í augum stúlkna þegar þær horfa á karlmann. Heimsljós Það vildi ég drottinn sendi mér tóbak brenni- vín og þrjár frillur. Islandsklukkan Allir sem bera sig vel verða að manni. Þegar á alt er litið þá er meira undir því komið hvemig maður ber sig en hvað maður er í raun og veru. Salka Valka Sá sem hefur kartöflur og soðníngu þarf hvorki hugsjón né miljón. Dúfnaveislan Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni. Kristnihald undir jökli Alt er betra en vera passífur. Guðsgjafarþula Kona sem geingur til karlmanns á næturþeli á ekki nema eitt erindi. Islandsklukkan Konu sem þekkt hefur ágætan mann finst góð- ur maður hlægilegur. Islandsklukkan ... það er ekkert einstakt happ, hvorki hækkað kaup né betri veiði, sem getur læknað skáldið af sársaukanum, ekkert nema betri heimur. Þann dag sem heimurinn er orðinn góður hættir skáld- ið að finna til, en fyr ekki. En um leið hættir hann líka að vera skáld. Heimsljós Konan sagði að víst þakkaði maður fyrir að fá að halda tórunni; en maður þakkaði líka fyrir að fá að losna við hana. Lángömmu minni gekk feikn illa að deya, sagði hún. Á endanum varð að hvolfa yfir hana potti. Innansveitarkronika Og, sagði hún, ég kom til þín í fyrsta sinn. Það vissi það einginn maður. Ég kom í leiðslu af því þú hafðir sagt það, og hafði eingan vilja sjálf nema þinn. Ég hefði komið eins þó ég hefði þurft að vaða straumhart vatnsfall eða fremja ódæði. Og síðan var ég komin til þín. Ég vissi ekkert hvað þú gerðir við mig, ekkert hvað gerð- ist, ekki nema þetta eitt: þú áttir mig. Og þess- vegna var alt gott; alt rétt. Islandsklukkan Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer alt ein- hvemveginn, þótt margur efist um það á tíma- bili. Sjálfstætt fólk Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himnin- um, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu. Heimsljós Lærðu að hlakka ekki til, sagði konan. Það er upphaf þess að kunna að taka öllu. Brekkukotsannáll Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina. Sjálfstætt fólk Er það ekki viss passi í ástinni, að það er æv- inlega einhver annar sem maður elskar. Strompleikurinn Vinur hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús? íslandsklukkan Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur. Vefarinn mikli frá Kasmir Fátt er eins leiðigjamt og elska fagrar konur. Sjöstafakverið Því verða menn skáld og hetjur, að þeir búa eigi við hamíngju sína. Gerpla Lýrik er viðbjóðslegasta mgl sem til er á jörð- inni að guðfræði ekki undanskilinni. Ég er farinn að sofa. Kristnihald undir jökli ■ Bankafrumvörpin Kristinn styður hf-un bankanna Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, styður að ríkis- bankamir verði gerðir að hlutafélög- um, og leggst ekki gegn því að 35 % þeirra verði seld, einsog ríkisstjómin leggur til í fmmvarpi sínu um Lands- bankann og Búnaðarbankann. Kristinn lýsti stuðningi við megin- efni frumvarpsins, líkt og talsmenn jafnaðarmanna í umræðunum í fyrra- kvöld, en flokkur hans, Alþýðubanda- lagið studdi það ekki. Þingmaðurinn tók undir aðfinnslur í nefndarálitum bæði þingflokks jafnaðarmanna og Al- þýðubandalagsins, og kvað sjálfsagt að starfsfólk ætti fulltrúa í stjóm bank- anna, og gagnrýndi einnig þá miklu valdasamþjöppun í höndum viðskipta- ráðherra, sem birtist í því að honum er ætlað að skipa alla fulltrúa í banka- ráðunum. Hann kvaðst einnig sam- mála viðhorfum stjómarandstöðunnar til valddreifingar, en færði þó rök að því, að það væri ekki mjög hættulegt hagsmunum neytenda þó einn eða fáir aðilar ættu ríkjandi hlut í banka, með- an full samkeppni ríkti, og sömu aðil- ar ættu ekki stóra hluti í öðmm bönk- um. Hann taldi jafnframt að ekki skipti miklu máli, þó einn aðili eða fáir fæm með öll 35 % sem á að selja í bönkunum, því svo lítill hlutur myndi ekki ráða miklu um stjómun og rekstur þeirra. Kristinn H. Gunnarsson: Afstaða hans til bankafrumvarpanna var mjög svipuð viðhorfum jafnaðar- manna. Flokkur hans, Alþýðu- bandalagið, studdi ekki frumvarpið. Bókin stelur senunni í dag er Dagur bókarinnar og 95. afmælisdagur Halldórs Laxness. Haldið er upp á daginn með margvíslegu móti. Menn geta brugðið sér á Kjarvalsstaði þar sem fjölmargir rithöfundar munu lesa úr verkum sínum frá kl. 15 til 22 og milli atriða munu sellóleikarinn Gunnar Kvaran og flautuleikaramir Bjöm Davíð Kristjánsson og María Cederberg skemmta gestum. í Þjóðarbókhlöðunni verður opnuð sýning sem nefnist Ásjónur skáldsins, en þar verða til sýnis málverk, teikningar og höggmyndir af Halldóri Laxness. Nokkrir tugir myndverka eftir þekkta listamenn em á sýningunni, svo sem Kjarval, Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Erró. Sama dag verður bókasafninu afhent greinasafn Ólafs Jónssonar en hann var einn helsti bókmennta- og leiklistargagnrýnandi landsins í rúma tvo ára- tugi. Ólafur hélt saman úrklippum af öllum sínum skrifum og verður hluti þeirra hafður til sýnis. Bókasöfn landsins munu standa fyrir kynningum þennan dag, Bamabóka- verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur verða afhent í Höfða, opnuð verður sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af hundrað ára afmæli Félags bókagerðar- manna og haldið verður málþing í Þjóðleikhúsinu um nýja útgáfuhætti á veg- um MIDAS-NETS sem stendur fyrir INFO-2000 áætluninni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.