Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. APRIL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ m q n n i n Yngstu leikaramir í Fiðlaranum á þakinu þetta væri ekki svona gaman - segja Alfrún Helga Ornólfsdóttir og Aníta Briem. „Þá stæðum við ekki í þessu." Yngstu þáttakendurnir í Fiðlaran- um á þakinu, sem Þjóðleikhúsið sýn- ir um þessar mundir eru ekki ný- græðlingar á leiksviði, þrátt fyrir ald- urinn. Þær Álfrún Helga Örnólfsdótt- ir 16 ára og Aníta Briem 14 ára, hafa tekið þátt í mörgum leiksýningum en Álfrún fór auk þess með eitt aðal- hlutverkið í Kvikmyndinni, Svo á jörðu sem á himni, þegar hún var að- eins tíu ára gömul. Þegar þær eru spurðar hvort þær hafi þessa al- ræmdu leiklistarbakteríu stendur ekki á svari: "Við erum dottnar í þetta, það er hætt við því," segir Aníta hlæjandi og Álfrún sýnu alvarlegri segist halda að hún sé með þessa umræddu bakt- eríu. "Það er svo margt sem langar til að gera," segir Álfrún þegar talið berst að því hvort hún ætli að verða leik- kona þegar hún verður stór. „Það kemur auðvitað til greina að læra leiklist. Ég ætlaði alltaf að verða leikkona þegar ég var lítil, en ég á mömmu í leikhúsinu. Þetta er þó ekki bara leikur heldur mikil vinna og álag. Þetta er þó ekki síður gaman fyrir það, en augu mín hafa opnast fyrir öðru. Ég er í ballett og draumur- inn núna er að verða dansari. Eða kannski ég fari bara í háskóla." "Mér finnst sálfræðin svo heill- andi, hún er svo öðruvísi og mikið á andlega sviðinu," segir Aníta. Ertu kannski hjá sálfrœðingi? "Ég ætti bara að drífa mig - í starfskynningu. Nei, í alvöru það væri gaman að þreifa fyrir sér. Fram- tíðarplönin eru að fara til ítalíu og meika það. Ef ég kem heim skítblönk fer ég bara í sálfræði til að jafna mig." Vinsælar fyrir vikið En eru hinir krakkarnir ískólanum ekki öfundsjúk að þið fáið að vera í leikhúsinu innan um alla sœtu strák- ana? "Það var meiri öfund þegar ég var að byrja, eða hún var einhvern veg- inn sýnilegri," segir Álfrún. "Þau létu það meira í ljós," segir Aníta. „Þetta er allt í gríni núna. Þau segja kannski: „Þú færð frí í skólan- um og færð meira að segja borgað fyrir það." Verðið þið ekki bara vinsœlar fyrir vikið? "Jú, jú," segir Álfrún. „Nú eru þau bara spennt að sjá sýningarnar." En hvað með leikfélögin í skólun- um. Takið þið þátt íþeim? "Ég var með þegar ég var lítil," Hvaða leikarar eru skemmtilegastir? "Það má ekki gera upp á milli," segir Álfrún. En hvaða strákar eru sætastir? "Það má ekki segja þá verða hinir svofúlir," segir Aníta. Eru þeir algerar prímadonnur? "Já," segir Álfrún. „Þeirhalda líka allir að við séum hræðilega skotnar í þeim." segir Aníta. „Þá lét kennslukonan mig í öll aðalhlut- verkin." "Nú hefur mað- ur engan tíma," segir Álfrún. "Leika, borða, sofa, það er það sem lífið snýst um," segir Aníta. "Eg geri nú meira en það," segir Álfrún. "Þú eft súperkona. Ballett sex sinnum í viku, píanó, leikhúsið og skólinn. Hvernig hefurðu tíma til þessa alls. Ég dett niður dauð á milli," segir Aníta. "Nú hvernig ferðu að því," segir Álf- rún. „Ég verð bara að skipuleggja tímann vel." Hún bætir við að ef þetta væri ekki svona gaman þá stæði hún ekki því þessu." "Já, ef þetta væri ekki svona gaman myndi ég ekki nenna þessu," segir Aníta. „En þegar maður lítur til baka yfir æfingarnar sér maður bara það skemmti- lega." Nú já, voruð þið skammað- ar? "Nei, nei, en það þýðir ekki að láta eins og fífl á æfing- um. Við þurfum að haga okkur alveg eins og fullorð- ið fólk." Ekki ég á svið- inu En eigið þið enga kœrasta? "Nei, ég hef ekki tíma til þess," segir Alfrún. „En ég væri alveg til í að hafa fleiri tíma í sólar- hringnum." "Jú, jú, maður verður að troða því inn á milli," segir Aníta. ,Eftir að æfinga- tímanum lauk er ég aftur farin að einbeita mér að náminu og kærastanum. En leikritið, hvernig var að vera með íþessu verki? "Þetta er flott stykki," segir Aníta. „Svona Brodway söngleikur." "Með alvarlegum tóni," segir Álf- rún. „Það er þessi kaldhæðni í gegn- um allt verkið, jafnvel á dramatísk- ustu stundum sem gerir það svo skemmtilegt." "Það er allt til alls, grín og djúp al- vara, fyrir utan sönginn og tónlistina, en við þurfum að syngja og dansa í sýningunni" bætir Aníta við. „Þetta eru líka dansar sem eru ólíkir öllu öðru sem ég hef séð. En það erfiðasta er að setja sig í spor persónanna, þeg- ar ég kem á sviðið er ég ekki ég held- ur einhver allt önnur. Einhver stelpa í allt öðrum heimi." "Það er lfka það skemmtilegasta. Þetta er allt annar heimur, við kynn- umst lífi og hugsunarhætti Gyðinga, og þessi sýning hefur kennt mér mjög mikið sem ég hafði ekki hug- mynd um áður," segir Álfrún. Algerar prímadonnur En hvaða leikarar eru skemmtileg- astir? "Það má ekki gera upp á milli," segir Álfrún. En hvaða strákar eru sœtastir? "Það má ekki segja þá verða hinir svo fúlir," segir Aníta. Eru þeir algerar prímadonnur? "Já," segir Álfrún. „Þeir halda líka allir að við séum hræðilega skotnar í þeim." Eru þeir svona montnir? "Nei, þeir eru ekki montnir," segir Aníta. „Sýningin gengi ekki upp ef það væru allir montnir. Það eru helst við sem erum montnar í kringum strákana." Á sýningin eftir að ganga lengi? Það kom til mín maður eftir sýn- inguna og sagði: „Eg hef ekki gaman af söngleikjum en á þessum var ég eins og fimm ára krakki. Þetta var frábær sýning." Það eru svona við- brögð sem gefa þessu gildi," segir Aníta. "Já," segir Alfrún. „Eg yrði ekki hissa á því þó þessi sýning eigi eftir að ganga lengi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.