Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 8
MM9UBLMB Miðvikudagur 23. apríl 1997 51. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Brian FitzGibbon. Leikrit hans Paparnir verður frumsýnt í júlímánuði f Abbey leikhúsinu í Dublin. Paparnir heim til írlands “Tilgangur minn var ekki að skrifa nákvæmt sögulegt leikrit heldur leyfa ímyndunaraflinu að leika laus- um hala, segir írinn Brian FitzGibbon en hann er höfundur leik- ritsins Papamir, sem verður frumsýnt þann 9. júlí í Abbey leikhúsinu í Dublin á írlandi. Papamir er einþáttungur sem tekur . um fimmtíu mfnútur í flutningi og við sögu koma þrír írskir munkar, einangraðir í óbyggðu og einmana- legu landi. “Þar sem ég er Iri á íslandi var ég eðlilega forvitinn um Papana. En áhugi minn er ekki eingöngu þjóð- emislegur, heldur stafar einnig að því hversu mikill leyndardómur umvefur sögu Papana og þá heillandi tíma sem þeir lifðu. Eg er svolítið hissa á því að íslenskir rithöfundar skuli ekki hafa sýnt þeim meiri áhuga,“ segir Brian. Hann hefur búið hér á landi í tvö ár, ásamt íslenskri sambýl- iskonu sinni, og stundar íslenskunám við Háskóla íslands. Brian sendi Abbey leikhúsinu handritið um leið og hann hafi lokið við það og fékk mjög fljótlega já- kvætt svar. Brian hefur sent handritið til íslenskra leikhúsmanna, en ekki er ljóst hvort leikritið verður sýnt hér á landi. ■ Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist ekki tjá skoðanir sínar á hvalveiðimálum Svara því í haust - sagði hann þegar hann var spurður um þýðingu hvalaskoðunar fyrir ferðaþjón- ustuna “Ég tók þá ákvörðun fyrir löngu síðan að láta ekki í ljós nokkra skoð- un á þessu máli og því þykir mér ein- kennilegt að vera stöðugt nafn- ■ Kratar í Kópavogi “Við höfum sent Alþýðubandalag- inu bréf þar sem við óskum eftir við- ræðum um nánara samstarf, en við höfum unnið mikið saman í tuttugu ár,“ sagði Guðmundur Oddsson, for- ystumaður Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn Kópavogs. Alþýðubandalagið hefur ekki svarað bréfi Alþýðu- flokksins. Guðmundur segir að reiknað hafi verið út að ef Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Kvennalisti hefðu boðið fram sameiginlega síðast hefðu þau náð meirihluta. Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru greindur af Konráði Eggertssyni vegna þessa. Ég ætla að halda mér við það að segja ekkert," sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri. í með meirihluta og er þetta annað kjörtímabilið sem þeir flokkar mynda meirihluta. “Við erum í pólitík að alvöru og viljum því komast í meirihluta. Ég kæri mig ekki um að vera áfram í minnihluta. Bæjarbúar eiga það skil- ið að við komumst í meirihluta aft- ur,“ sagði Guðmundur Oddsson. Guðmundur Oddsson sagði að ekki væru uppi ákveðnar hugmyndir um með hvaða hætti auka megi sam- starf flokkanna og það skýrist þegar svar Alþýðubandalagsins berst og með hvaða hætti það verður. Alþýðublaðinu í gær, sagði Konráð Eggertsson formaður Félags hrefnu- veiðimanna, að Magnús Oddsson hafi ekki viljað mæta á fund þar sem rætt var um hvaða áhrif hvalveiðar Norðmanna hafa haft á ferðaþjónustu þar í landi. Konráð sagði ferðamálayfirvöld vera með tískinnungshátt í hvalveiði- málum, þar sem þegar hvalur var verkaður í Hvalfirði hafi þurft að vísa ferðamönnum frá, þar sem það margir hafi viljað fylgjast með hval- skurðinum. Magnús segir að hann hafi aldrei haft tök á að mæta um- ræddan fund, þar sem hann hafi ver- ið búinn að ráðstafa þeim degi löngu áður en hann fékk fundarboðið. „Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki viljað mæta, ég einfaldlega hafði ekki tök á því.“ -En hversu miklar tekjur skapast af hvalaskoðun og koma margir er- lendir ferðamenn beinlínis til aðfara í slíkar ferðir? “Það er ekkert vitað um það. Ferðamálaráð hefur ákveðið að kanna það í sumar og því get ég svar- að í haust. f dag vitum við ekkert um það,“ sagði Magnús Oddsson ferða- málastjóri. Vilja ræða við Al- þýðubandalagið ■ Landbúnaðarráðuneytið afhenti kjúklinga- framleiðendum 40 milljónir króna sem voru notaðar til að kaupa upp tvö bú Eins og grín úr gömlum myndum - segir Lúðvík Bergvinsson og segir þetta hvergi duga gegn salmonellu sem var yfirlýstur tilgangur “Ráðuneytið gerði samning við Féiag kjúklingabænda, sem þeir mega ráðstafa eins og þeim sýnist, og það gerðu þeir til að kaupa upp tvö bú og með því auka þeir markaðs- hluta hinna, sem því nemur. Þetta er síðan sett í umbúðir heilbrigðissjón- armiða," sagði Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, en samkvæmt svari landbúnaðarráðherra, hefur ráðu- neytið látið kjúklingaframleiðendur fá 40 milljónir króna, í því þeim yfir- lýsta tilgangi að fækka salmonellutil- fellum hér á landi, og voru pening- amir notaðir til uppkaupa á tveimur búum. “Umræðan um uppkaup meðal kjúklingabænda var hafin fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að fækka framleiðendum, og nú tókst þeim að setja þetta í þennan búning. Það segir sig sjálft að salmonellu, sem er hluti af lífríkinu, verður ekki eytt með 40 milljónum króna. Hvað þá með því að kaupa tvö bú, þegar salmonella hefur fundist í fimm til sex búum árlega síðustu ár. Þetta er eins og grín úr gömlum myndum,“ sagði Lúðvík Bergvinsson. Vandræðagangur á stjórnarliðinu Þingfundum þurfti að fresta ítrek- að í gær þegar kom til atkvæða- greiðslu um nokkur stjómarfrumvörp um hálffjögurleytið vegna þess að tilskilinn fjöldi þingmanna var ekki mættur í húsið. Til að koma málum áfram gegnum atkvæðagreiðslu þarf meirihluti þingmanna að vera til staðar, eða 32 af 63 þingmönnum. Forystumenn þingflokka stjómar- innar höfðu loks upp á þingmanni stjómarandstöðunnar sem hraðaði sér til þings, svo afgreiða mætti fyr- irliggjandi mál. Áhugi þingmanna stjómarliðsins á málum ríkisstjómar- innar var hinsvegar ekki meiri en svo, að það vantaði 18 þingmenn í at- kvæðagreiðsluna. Forseta þingsins var ekki skemmt, og sagði þingheimi þungur á brún, að það væri ætlast til þess að þingmenn mættu, enda hefði verið tilkynnt að atkvæðagreiðsla ætti að fara fram á tilteknum tíma. STEFÁNSBLÓÍ Á SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.