Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 1
MÞYIWOIÐ Þriðjudagur 29. apríl 1997 Stofnað 1919 53. tölublað - 78. árgangur ¦ Garðar Björgvinsson trillusjómaður hótar stríði gegn fiskveiðistjórninni Skilar sjö milljónum - sem hann fékk úr Þróunarsjóði og ætlar að hefja veiðar, hvað sem tautar og raular "Ég ætla að endurgreiða þær sjö milljónir sem ég fékk úr Þróunar- sjóði í desember og hefja veiðar, þrátt fyrir að þeir telji mig ekki hafa atvinnuleyfi. Það á að brjóta alla smærri karla í þessu samfélagi, en Garðar Björgvinsson er of sterkur fyrir þá, hann verður ekki brotinn. Ég er alinn upp á sfldarárunum á Raufar- höfn og mun beita þá norðlenskum aðferðum, ef með þarf. Það eina sem þeir geta gert til að hefna sín er að setja lög, en ég er tilbúinn í stríð," sagði Garðar Björgvinsson trillukarl, sem ætlar að hefja veiðar á báti sín- um, þrátt fyrir að hafa ekkert form- legt leyfi til þess. Garðar ætlar að gera fleira, hann hefur þegar hafið vinnu að því að vekja athygli erlendra náttúruvernd- arsamtaka á því hvernig staðið verð- ur að veiðum á sfld í sumar, það er að við munum hefja veiðar áður en sfld- in verður komin á það fitustig að af- BSRB þingi lauk í fyrradag Hetjuleg barátta - foreldra langtímaveikra barna, segir Ögmund- ur Jónasson, og segir þau búa við erfiðar að- stæður og það verði að stórbæta réttindi þeirra. "Eitt af áhersluatriðum þingsins voru réttindamál langtímaveikra barna," segir Ögmundur Jónasson en BSRB þingi lauk í gær en það hafði staðið síðan á fimmtudag. Guðlaug María Bjarnadóttir hélt erindi á þinginu um stöðu langveikra barna og aðstandendur þeirra. Á þinginu var svo lögð áhersla á að réttindi þessa fólks yrðu stórbætt en þau eru mun lakari en á öðrum Norð- urlöndum. „Þessi hópur er fremur fá- mennur og það myndi síður en svo setja þjóðfélagið á heljarþröm þótt hann fengi úrlausn mála sinna," seg- ir Ögmundur. „Siðferðilega gengur þetta ástand hinsvegar ekki upp. Við viljum að aðstandendum þessara barna séu tryggð full laun og að al- mannatryggingakerfið komi þar inn í með verulegum stuðningi. Þeir eru að há hetjulega baráttu við erfiðar aðstæður og þjóðfélagið á að koma til móts við þá eins og kostur er." Það voru tveir gestafyrirlesarar á þinginu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Ólafur Óiafsson landlæknir annar þeirra ásamt Guð- laugu Maríu. Hann flutti erindi um stéttaskiptingu gagnvart heilbrigðis- þjónustu og var með sláandi upplýs- ingar um hvernig þeir efnaminni hafa ekki ekki lengur efni á að sækja þá þjónustu sem þeir þurfa inn í heil- brigðiskerfið. "Af stórum málum öðrum sem komu til umfjöllunar var samþykkt tillaga þar sem skorað er á öll samtök launafólks í landinu að stilla betur saman strengi sína á komandi árum í velferðar og skattamálum og al- mennum réttindamálum," segir Ög- mundur. „Að boðað verði til sameig- inlegs þings þar sem menn taki skipulagsform til rækilegrar endur- skoðunar og endurmats og leiti leiða til að bæta stöðu launafólks gagnvart fjármagnsöflunum sem hafa fengið að valta yfir allt nær óáreitt. Nú á að snúa vörn í sókn." ¦ Fyrirtækið Telesat gagnrýnt. Starfsmaður þess fer ekki í launakofa með hvað veldur Við seldum sjó- ræningjakort "Þeir voru með svokölluð sjóræn- ingjakort en eru komnir með orginal- kort og það er verið að skipta þeim út og svo klipptist á orginalkortin. Það var einhver misskilningur sem varð til þess að klipptist á kortin," sagði talsmaður Telesat, en fyrirtækið hef- ur selt ólögleg kort fyrir gervihnatta- móttkara. "Ég veit lítið um þetta, ég byrjaði að svara í símann fyrir þá í síðustu viku og veit því lítil deili á þessu," sagði starfsmaðurinn. Sem fyrr segir hefur fyrirtækið Telesat um nokkurn tíma flutt til landsins og selt kort sem ætluð eru í móttökubúnað fyrir gervihnattasjón- vörp, aðallega vegna stöðvarinnar SKY. Viðskiptavinir fyrirtækisins, sem Alþýðublaðið hefur rætt við, segja samskipti sín við fyrirtækið vera eina sorgarsögu. Viðskiptavinirnir fullyrða að þeir hafi fengið gölluð eða fölsuð kort frá Telesat og að endingartími kortanna sé í besta falli örfáar vikur. Fulltrúi fyrirtækisins hefur nú staðfest að um sjóræningjakort hafi verið að ræða. Hvert kort kostar 39 þúsund krón- ur og á að duga í eitt ár. Telesat býð- ur upp á raðgreiðslur í gegnum VISA og vitað er að viðskiptavinir Telesat hafa í hyggju að reyna að rifta rað- greiðslusamningum. Erfitt er að geta sér til um hversu margir viðskiptavinir fyrirtækis freista þess að fá ógilda samninga við Telesat og eins er ekki vitað hversu margir staðgreiddu hin ómögulegu kort sem fyrirtækið seldi. urðirnar verði sem verðmætastar. Hann ætlar einnig að vekja athygli erlendra fjölmiðla á togveiðum Is- lendinga í von um að neytendur snið- gangi fisk, veiddan af togurum. Garðar er baráttumaður þess að tekin verði upp aflatoppur, það er að hver bátur megi fiska tíu tonn á hvert brúttótonn bátsins. Bátur Garðars er 5,7 tonn og samkvæmt kenningum hans um aflatoppinn ættu 57 tonna kvóti að koma til Garðars, en hann ætlar að fiska 20 tonn, sama hvað tautar og raular. "Ég verð að framfleyta mér og mínu barni. Það stoppar mig ekkert." Garðar á í fleiri deilumálum við hið opinbera, meðal annars vegna þess að hann var handtekinn vegna gruns um sprengjuhótun á Keflavík- urflugvelli. Hann er í máli við ríkið vegna handtökunnar og mun krefjast 50 milljóna króna í skaðabætur. ¦ Sjómannafélag Reykjavíkur Búnir að semja Sjómannafélag Reykjavíkur hefur samið við íslenskar kaupskipaútgerð- ir. Samningar voru undirritaður að- 'faranótt mánudags. Sjómannafélagið hafði fáum dögum áður fengið sam- þykkta verkfallsheimild, en ekki var búið að boða verkfall, en hefðu samningar ekki tekist átti það að hefjast 5. maí. Samningarnir voru undirritaður á skrifstofu Eimskip í Sundahöfn, en ekki hjá ríkissáttasemjara. Eftir er að kynna samningana, en samkvæmt heimildum blaðsins hækka lægstu laun um allt 25 prósent á samnings- tímanum, sem er til febrúar árið 2.000. Þetta er fyrstu samningar við sjómenn í þessari lotu. Orðsnillingar á Borginni Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson verða aðalræðumenn í sameiginlegu 1. maí kaffi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þeir munu vafalítið stela senunni, enda er ætíð líf og fjör þar sem þessir snjöllu ræðumenn mætast. Sjá bls. 6 og 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.