Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Góða vonlausa lagið “Við höfum sannað að við getum ekki búið til hallærismúsík nema í meðallagi. Var það virki- lega punkturinn?" Ég er víst ekki að segja neinar fréttir þótt ég haldi því fram að lagið hans Páls Óskars eigi ekki séns í Júróvisjón. Það er svo vonlaust að sumir halda því fram að Sigurður Valgeirsson hafi pantað það beinlínis til að tryggja að við dyttum út úr keppninni. Spamaður og allt það. En slíku trúum við nú ekki. Allt er þetta afar ánægjulegt. Það var löngu orðið tímabært að Islend- ingar sendu lag í þessa keppni sem ekki á heima þar. Vonandi verður það reglan í framtíðinni. Það er gömul klisja að í Júróvisjón sé samankomin einhver mesta hall- ærismúsík heimsins á einu bretti. En þetta er líka dagsatt - þess vegna varð Pallborð i Karl Th. Birgisson skrifar það að klisju fyrir löngu. Það er e'ngu líkara en Evrópubúar hafi komið sér saman um að sýna sjálfum sér og öðmm fram á það einu sinni á ári að þeir hafi aldrei og geti aldrei búið til alminlega poppmúsík, með nokkmm brezkum og írskum undantekning- um. Af þessum sökum hefur velmein- andi fólk á Islandi sagt að við ættum að gefa þessari keppni langt nef. Þetta sé of mikil lágkúra til að við heiðrum hana með nærvem okkar. En það er náttúrlega hroki, notaður til þess að réttlæta uppgjöf. Við eigum að vera með. Annað er aumingjaskapur. En þá verðum við að gera upp við okkur til hvers við erum að því. Tilgangurinn með þátttöku okkar getur varla verið sá að sýna að við kunnum að búa til jafnvonda músík og Þjóðverjar. Eða Italir. Eða Norð- menn, hjálpi okkur hamingjan. Þó virðist það hafa verið stefnan. Við höfum sent í keppnina allar Evur og Eyva íslands með lög sem einmitt voru til þess fallin að eiga séns. Og ár eftir ár hefur lagið okkar lent um miðbik í úrslitum. Hægt og hljótt. Með öðrum orðum: við höfum sann- að að við getum ekki búið til hall- ærismúsík nema í meðallagi. Var það virkilega punkturinn? Við hljótum að vilja nota þetta tækifæri, sem þó felst í því að hund- ruð milljóna eru að horfa og hlusta, til að koma á framfæri sumu að því bezta sem er að gerast í íslenzkri poppmúsík. Þar er sannarlega af nógu að taka. Og þarf hvorki Evur né Eyva til. írlandsför Páls Óskars er vonandi vísbending um að héðan í frá verði sendir í Júróvisjón tónlistarmenn sem endurspegla þá miklu grósku sem er í íslenzkri tónlist. Þeir eru fleiri en Páll Óskar sem eru svo góð- ir að músíkin þeirra hentar ekki Júró- visjón. I fyrra hefðum við átt að senda Botnleðju, áður en þeir urðu heims- frægir. Á næsta ári sendum við Kol- rössu krókríðandi. Svo rapparana í Quarashi. Einhvem tíma ætti Súkkat að fara. Og svo framvegis. Þó er trúlega aðeins of seint að senda Megas. v i t i m e n n “Meðan Alþýðublaðið er rödd, þó veik sé, í hljómkviðu fjöl- miðianáttúrunnar skiptir það máli. Meðan það er gefið út getur það komið málum á dagskrá - haft áhrif.“ Þorbjörn Broddason prófessor í Mogganum. jálpfúsir lesendur hafa sent.“ Víkverji Moggans. “Hann er hins vegar miður sín yfir karlremburausinu, sem sum bréfin hafa innihaldið, og lætur því vera að birta langa kafla úr þeim.“ Víkverji Moggans. “Hvað er að því að ef ein- hverjum finnst það skipta máli á annað borð hver situr á húddinu á bíl, sem er auglýst- ur til sölu.“ Víkverji Moggans. “Reyndu að selja ferðir með slagorðinu: Takið börnin með til Tyrklands." Helgi Péfursson í DT. “Hann og amman á heimilinu hafa stundum verið alein á heimilinu á laugardagskvöld- um.“ Anna Kritine Magnúsdóttir í DT, að ræða um Pál Óskar Hjálmtýsson. “Nei, sú spá yrði sennilega sú vitlausasta sem þú fengir.“ Stefán Ingólfsson, sem að eigin sögn er óformlegur umboðsmaður Páls Óskars, að svara i DT, þegar hann var beðinn að spá um gengi íslenska lagsins í Júróvisjon. “Það gleymdist að ísland er Islensk knattspyrnulið gera víðreist þessa dagana. Und- irbúningur fyrir átök sumarsins er í hámarki, og leikmenn æfa um nánast alla Evrópu. Við sáum í sjónvarpi þar sem Leiftur frá Ólafsfirði marði sig- ur á færeysku liði í æfingaleiki í Færeyjum. KR-ingar eru í Belgíu og þar léku þeir gegn sæmilega sterku 1. deildarfé- lagi. KR hafði öruggan sigur 5-2. Þórhallur Dan Jóhanns- son, sem gekk til liðs við KR í haust sem leið, skoraði þrjú markanna og þeir Ríharður Daðason og Einar Þór Daní- elsson gerðu sitt markið hvor. Einar Þór lék í Belgíu í vetur þar sem hann þótti standa sig vel og skoraði mörg mörk, enda er ekki annað að sjá en hann kunni vel við sig þar í landi. Talsverð spenna var í Hafnarfirði um hvort Geir Hallsteinsson eða Kristján Arason yrði ráðinn þjálfari FH. Svo fór að Kristján var ráðinn, en eins og fþróttaá- hugamenn vita var það Geir sem „ól“ Kristján upp sem handboltamann, og það með frábærum árangri. Það var erfitt val stjórnenda félagsins að gera upp á milli þessara „sona“ sinna, en Geir og Krist- ján hafa sennilega borið hróð- ur félagsins frekar en flestir aðrir. Það óvæntasta í þjálf- aramálum er kannski það að Einar Þorvarðarson, sem þjálfaði Aftureldingu og vann fyrsta titil í sögu félagsins, skuli vera atvinnulaus. Það er ekki lítið sem þeir vilja fá frá sínum mönnum í Mosfells- bænum. Tvær bækur voru tilnefndar til evrópsku bókmennta- verðlaunanna af Islands hálfu. Önnur þeirra var bókin Z eftir Vigdísi Grfmsdóttur en hin var Hjartastaður eftir Stein- unni Sigurðardóttur. Verð- launin verða veitt í Nóv- emeber. Sá sem síðast hlaut verðlaunin var rithöfundurinn Salman Rushdie. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar taka þátt. Fyrir dyrum er mikil norræn Ijóðahátíð í Madrid á Spáni en það er hinn skeleggi Kristinn R. Ólafsson út- varpsmaður með meiru sem hefur veg og vanda af skipu- lagningunni. Hátíðin heitur Dætur Norðursins en fyrir ís- lands hönd fer skáldkonan Kristín Ómarsdóttir en sýn- ishorn af verkum hennar mun koma út á spænsku ásamt brotum úr verkum Fríðu Á. Sigurðardóttur og Ástu Sig- urðardóttur og Halldóru Thoroddsen til að sýna þró- un í skáldskap íslenskra kvenna. eftir Gary Larson Og svo sagði barþjónninn: Hei, í alvöru, gafflar mínir. þetta er ekki súpuskeið... eitt af Norðurlöndunum og þar er forsætisráðherrann íhalds- maður.“ Víkverji Moggans. “Ég sit handan borgar á nöktum hæðum naumlega þöktum sverði; í kring grillir rétt aðeins í grafir, troðnar af búrfé, sorfnar vindum." Upphaf Kynlegra kvista, þátta úr dagbók Maxím Gorki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.