Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 kosningar ■ Kosningarnar í Bretlandi fara fram á baráttudegi verkalýðsins fyrsta maí. Eru úrslitin ráðin? Orvænting einkennir Össur Skarphéðinsson skoðar stöðuna í breskum stjórnmálum, en fjölmiðlar þar í landi eru þegar búnir að lýsa Verkamannflokkinn sigurvegara Mjög mikil harka hefur hlaupið í bresku kosningamar síðustu daga. Inn- an íhaldsflokksins er tekið að gæta ör- væntingar, þó heimildum nálægt for- ystu flokksins beri saman um, að John Major virðist enn trúa því einlæglega að hann muni að lokum bera sigurorð af Verkamannaflokknum. Herstjórum Tony Blairs, formanns Verkamanna- flokksins, hefur tekist að ráða gangi kosningabaráttunnar, en þeir vinna eft- ir fyrirframgerðri áróðursáætlun, sem hefur vægast sagt, heppnast frábær- lega. Fyrirmynd hennar er sótt í smiðju helstu áróðursmeistara Bill Clint- on.Þetta hefur gert það að verkum, að íhaldsflokkurinn er í stöðugri vöm, Síðasta dæmi um velheppnað áróðurs- bragð, sem var löngu ákveðið sam- kvæmt áætluninni, vom ásakanir Tony Blair á föstudag og laugardag um að íhaldsmenn hyggðust afnema ellilíf- eyri, héldu þeir völdum. Liðsforingjar John Majors vissu fyrir löngu, að von var á slíkum ásökunum, en tókst ekki að svara þeim með sannfærandi hætti. John Major hefur eigi að síður unn- ið sér virðingu margra, ekki aðeins fyr- ir heiðarleika sem enginn dregur í efa, heldur einnig með elju sinni og þol- gæði í baráttu, sem flestir fjölmiðlar í Bretlandi hafa um langt skeið talið al- gerlega vonlausa fyrir íhaldsflokkinn. John Major er í sérlega erfxðri stöðu, því fyrir utan andstæðinga í Verka- mannaflokknum á hann í stöðugu höggi við eigin flokksmenn. Óvildar- menn hans innan flokksins láta sér ekki lengur nægja að vinna gegn hon- um í kyrrþey, heldur koma í vaxandi mæli með opinbera gagmýni á hann. Síðasta dæmið er af Edwinu Currie, en hún sagði í grein um helgina að Verka- mannaflokkurinn myndi að minnsta kosti ná hundrað þingmanna meiri- Staðgreiðsla 1997 Staðgreiðsluhlutfall breytist 1. maí Skatthlutfall staðgreiðslu 1. maí -31. desember er 40,88% mmmtmmmKmmmuammimmmmmBmmmmmmanmmammaammmamHKmammmHmmmmamBammammmmaa Skatthlutfall í staðgreiðslu fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 1997 verður 40,88%. Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1982 eða síðar, breytist ekki og verður 6% af tekjum umfram frítekjumark, sem er 77.940 kr. á ári. Sjómannaafsláttur (■MMMMHlipnMaMHMBHMMMMMHM Sjómannaafsláttur breytist og verður 671 kr. á dag frá og með 1. maí. Persónuafsláttur á mánuði frá 1. maí er 23.901 kr. wmBmmrmmnsaammmmBRmmmmBmBmfflmfflmmfiiæiSBm&BmffflBætítoemBams&iæmsmmaœBmmsmm&mKamæammæwæmmimsvæmsmmmrfmssiasmæsit&i&iaifmmæmíaai&sæai Fjárhæð persónuafsláttar ársins 1997 er kr. 286.812 eða kr. 23.901 á mánuði. Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. maí 1997 skal því draga persónuafslátt frá reiknuðum skatti sem hér segir: • Ef launatímabil er einn mánuður.......... 23.901 kr. • Ef launatímabil er hálfur mánuður........ 11.951 kr. • Ef launatímabil erfjórtán dagar ......... 11.001 kr. • Ef launatímabil er ein vika ............. 5.501 kr. • Ef launatímabil er annað en að framan greinir skal ákvarða persónuafslátt launatímabilsins þannig: Kr',286-812 x dagafjöldi launatímabilsins 365 / RSK RIKISSKATTSTJORI “Harkan endurspeglast í óþvegnu orðavali, þar sem jafnvel hinn orðvari John Major hefur gripið til þess ráðs að ásaka Tony Blair um tilraun til að Ijúga sig til valda.“ hluta, og kvaðst sjálf þurfa kraftaverk til að halda sæti sínu í Derbyshire South. Hún gagnrýndi vinnubrögðin í kosningunum og rakti ófarir flokksins til tvílræðis forsætisráðherrans. Undir lok helgarinnar, þegar fjórar nýjar skoðanakannanir höfðu sýnt fram á 15-25 prósenta forskot Verkamanna- flokksins, var það samdóma álit flestra breskra fjölmiðla, að næsti forsætisráð- herra Bretlands verði sonur fyrrverandi þingframbjóðanda íhaldsmanna, lög- fræðingurinn Anthony Charles Lynt- on Blair. Heitasta parið í stjómmálum heimsins á næstu áram verða því lík- lega skoðanabræðumir Lynton og Clinton. Forskot á öllum sviðum John Major heldur þó enn í vonina um sigur á síðustu stundu. Hann vísar æ oftar til niðurstöðu síðustu þingkosn- inga, en þá var Verkamannaflokki Neil Kinnock spáð sigri fram á síðasta dag í flestum könnunum. Ihaldsmenn náðu eigi að síður naumum meirihluta. Að- stæður eru þó gerólíkar í dag. Þrátt fyrir betra gengi Verkamanna- flokksins í könnunum á þeim tíma sýndu þær til dæmis að bresk alþýða taldi John Major töluvert betri kost sem forsætisráðherra heldur en þáver- andi formann Verkamannaflokksins, Neil Kinnock. Þessu er allt öðru vísi farið í dag. Tony Blair hefur með æsku sinni og friskleika á ytra borði, ásamt umfangsmiklum breytingum sem hann hefur barið í gegn í Verkamanna- flokknum, náð að sannfæra bresku þjóðina um að hann sé mun vænlegra forsætisráðherraefni heldur en John Major. Jafnan ræður líka buddan miklu um afstöðu Breta, og þrátt fyrir að Verka- maxmaflokkurinn nyti meirihluta í flestum könnunum fyrir kosningamar árið 1991, töldu flestir að Major og íhaldsmenn væru líklegri til að halda niðri sköttum. En það skiptir jafnan miklu um úrslit kosninga í Bretlandi. Núna sýna hinsvegar allar kannanir, að breska þjóðin treystir Blair og Verka- mannaflokknum mun betur en íhalds- mönnum í skattamálum. Það á raunar við um öll meiriháttar mál. Gildir þá einu hvort um er að ræða að tryggja lága skatta, málefni skóla og menntun- ar, löggæslu, svo ekki sé minnst á Evr- ópusambandið, og mögulega aðild Breta að hinni sameiginlegu Evrópu- mynt. En deilur um afstöðuna til Evr- ópu hafa verið áberandi í kosningabar- áttunni. Þær hafa leitt til harðvítugra deilna innan íhaldsflokksins sem hafa bókstaflega tætt hann sundur. Varðandi Evrópu og afstöðu Breta til hennar hefur tvílræði John Majors birst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.