Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 grundvelli en þau hafa hingað til gert. Gestur: Hægri öflin hafa vit á því að vera sameinuð, vinstri öflin hafa það ekki. En ég held að þegar al- menningur er búinn að átta sig á því hvað nýgerðir kjarasamningar muni rýra kjör verkafólks þá muni rísa hér upp fjöldahreyfing. En verði hér þríflokkakerfi þá ótt- ast ég það afl sem Framsóknarflokk- urinn mun verða. Framsóknarflokk- urinn er hægra afl í samkeppni við íhaldið og kolkrabbann. Þetta er flokkur sem ekki fer alltaf mikið fyr- ir, en hann grefur um sig, og í þriggja flokka kerfi verður hann lykilflokk- ur. Það verður ekki mynduð stjóm nema með honum. Það munstur er ég smeykur við. Sjáið þið fram á einhvers konar samstarf Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags fram að alþingiskosning- um? Gestur: Ég held að þessir flokkar ættu í fullri alvöru að ræða um sam- eiginlega blaðaútgáfu og af henni þyrfti helst að verða fyrir borgar- stjómarkosningar. Við höfum ein- hvem trma til stefnu en hann er ekki langur. Rúnar: Málgagn þurfum við að eiga. Við eigum Alþýðublaðið en ef það lifir ekki nema fram á haust þá er ekkert eftir. Alþýðublaðið er mikil- vægur vettvangur og verður að lifa. Gestur: Það er áhugi fyrir samein- ingu og samvinnu í þessum flokkum og ég er viss um að það verður ein- hvers konar sameiginlegt framboð fyrir næstu alþingiskosningar. Rúnar: Ef við ætlum að lifa í þessu landi við sæmileg kjör þá verða fé- lagshyggjuöflin að vinna saman og höfða til fólks á breiðari grundvelli en þau hafa hingað til gert. Clr alfaraleið Kazakhstan orð- ið eiturlyfjabæli Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur eiturlyfjasmygl stóraukist í fynrum Sovét lýðveld- inu Kazakhstan. Sem dæmi um aukninguna má nefna að lögreglan þar í landi hefur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs lagt hald á um 600 kílógrömm af hreinu ópíum, en allt árið 1996 var samtals lagt hald á 500 kflógrömm af ópíum. Þetta kemur fram í dagblaðinu Kazakhstanskaya. Eiturlyfjadreif- ing hefur tekið mikinn kipp frá hruni Sovétríkjanna árið 1991 og fullyrt er að aukningin sé um 10 prósent á ári. Slægu eftirliti, illa þjálfaðri lögreglu og stríðsátökum er einkum kennt um. Bflfarmar af hreinu ópíum er fluttir frá hinu stríðshrjáða Afganistans til Kazakhstan og þaðan til Rúss- lands og Evrópu án þess að yfir- völd fái rönd við reist. VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR Sumarstarf 1997 ORÐSENDING til nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur Skráning í sumarstörf 1997 hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fer nú fram. Upplýsingum og skráningarblööum hefur verið dreift í skólunum. Gæta verður þess, að fylla skráningarblöðin nákvæmlega út. Athygli er vakin á því, að Vinnuskólinn skráir nú alla 16 ára unglinga, sem sækja vilja um sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. maí, en starfið hefst mánudaginn 9. júní. Skrifstofa Vinnuskólans er opin kl. 8:20 -16:15 virka daga. IEngjateigur 11 »105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.97 - 01.11.97 12.05.97 kr. 74.936,50 kr. 98.986,90 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. apríl 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS Innlausnarverð árgreiðslumiða verðtryggðra sparisldrteina ríldssjóðs Hinn 2. maí 1997 er 1. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995. Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 1 verður frá og með 2. maí nk. greitt sem hér segir: Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. 100.000 kr. 1.000.000 kr. 51.608,30 kr. 103.216,60 kr. 1.032.166,00 kr. Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 1. október 1995 til 2. maí 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða breydst aldrei eftir gjalddaga. Innlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 2. maí 1997. Reykjavík, 29. apríl 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.