Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 8
MÐUBLM9 Þriðjudagur 29. apríl 1997 53. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Myndir úr Garðabænum á Gallerí Horninu Óður til æskuá - segir ívar Brynjólfsson Ijósmyndari en honum finnst Garðabærinn ekki vera ómerkilegur staður. “Á sýningunni eru ljósmyndir úr Garðabænum, þar sem ég ólst upp. Ekki þó eingöngu vegna þess, bær- inn verðskuldar það að fá sýningu, ég hefði kannski farið þangað til að taka myndir þrátt fyrir það.“ Er Garðabœrinn áhugaverður fyr- ir Ijósmyndara? “Garðabærinn er svefnbær, út- hverfi en ekki svo ómerkilegur að það megi ekki mynda hann. Þetta eru æskuslóðir mínar, rithöfundar leita gjaman þangað, afhverju ekki ljós- myndarar. Allir staðir hafa sína sögu, en það era jafnmargar útgáfur og sögumennimir. Sumir hrista eflaust höfuðið yfir minni útgáfu af Garða- bænum, en þetta er óður til æskuár- anna.“ Það er li'tið um fólk á myndunum? “Það má sjá tvo hesta og mann í bfl. Það er lítið af fólki á íslandi og það er sama hvar mann ber niður. ís- lendingar eru inni í húsum eða í bíl- um. Einkabflisminn er ákaflega vin- sælt fyrirbæri hér.“ Þetta er fimmta einkasýning ívars sem lœrði ífjögur ár viðArt Institute í San Francisco, á tímabilinu 1984 til 88. Af sýningu ívars Brynjólfssonar í Gallerí Horninu. NiðurbrotiO rör... Þú þarft ekkert að greiða fyrir förgun málma sem þú kemur með á endurvinnslustöðvar okkar. Ekki heldur fyrir úrgang frá daglegum Jheimilisrekstri eða frá húsfélögum ef íbúarnir „ vinna verkin siálfir. o O | Þetta hafa sumir viljað misnota og hafa þar með aukið byrði heimilanna | sem greiða gjald sitt til sveitarfélagsins. I Þess vegna hefur gjaldskyldu verið breytt: • Bifreiðaviðgerðir | • Byggingarúrgangur I • Lagerar og fyrningar yfirteknar við húsnæðiskaup og húsdýrahald « er gjaldskylt nema málmar. Hægt er að spara umtalsvert með því greiða fyrir gjaldskyldan úrgang með kortum sem nú eru seld á endurvinnslustöðvunum. Það borgar sig að kunna skil á úrgangi. Velkomin á endurvinnslustöðvarnar S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 567 66 77

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.