Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsótgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Geirfinnsmálið Það var erfitt og ömurlegt að horfa á upprifjun Sigursteins Más- | sonar á Geiifinnsmálinu. Vanlíðunartilfinning áhorfenda stafaði ekki af því, að efnistökum Sigursteins og samstarfsmanna hans væri í einhverju áfátt. Þau voru satt að segja prýðileg. Ömurleikinn stafaði af hinu, að það rann smátt og smátt upp fyrir áhorfanda, að líklega eru allar staðhæfingar Sævars Ciecelski um barsmíðar og liarðræði af hendi fangavarðanna í Síðumúla réttar. Það fór ekki heldur hjá því, að sá grunur gerðist áleitinn, að framburðinum, sem kom saklausum mönnum í langt og fullkomlega tilhæfulaust varð- hald, hefði að einhverju marki verið stýrt af öðrum en þeim gæfu- lausu ungmennum sem í gæslu réttarkerfisins skrifuðu undir hann. Geirfinnsmálið lamaði á sínum tíma gervallt þjóðfélagið og enginn sem tengdist því slapp óskaddaður. í hópi fómarlambanna, sem til dæmis sættu löngu varðhaldi að ósekju, vom fullkomlega saklausir menn, sem höfðu ekkert til saka unnið. Menn einsog Magnús Leópoldsson og Einar Bollason voru fómarlömb þeirrar undarlegu hysteríu sem greip um sig í þjóðfélaginu í tengslum við Geirfinnsmálið, og virðist hafa ruglað verði laga og réttar algerlega í ríminu. Þessir menn eiga skilda aðdáun fyrir hversu vel þeim hef- ur tekist að byggja upp líf sitt eftir mistök réttarkerfisins, þó að lík- indum verði þeir aldrei samir eftir reynslu sína. Sævar Ciecelski hefur frá upphafi haldið því fram, að hann hafi verið beittur miklu harðræði í fangelsinu í Síðumúla. Hann hefur sömuleiðis á seinni árum fullyrt, að játningamar af hálfu hans og félaga hans, séu rangar. Þær hafi verið þvingaðar fram með harð- ræði, andlegu og líkamlegu. Guðjón Skarphéðinsson, sem nú er sóknarprestur á Vesturlandi, hefur sömuleiðis dregið framburð sinn til baka. Umfjöllun Sigursteins Mássonar gefur fullt tilefni til að velta fyrir sér, hvað hæft er í fullyrðingum Sævars. Séra Jón Bjarman, fyrrverandi fangelsisprestur, lýsti því ítar- lega, hvemig hann hefði orðið áskynja um að Sævar væri beittur harðræði. Rannsóknin, sem fór fram talsvert síðar á meintu harð- ræði, virðist nú hafa verið í fullkomnu skötulíki. Þannig var ekki talað við þá fangaverði, sem virtust óhræddir við að vitna um það sem þeir sáu og heyrðu. Það virðist með öðmm orðum hafa verið gerð tilraun til að fela sannleikann, hylma yfir saknæmt athæfi gagnvart föngunum. I þættinum kom fram, að menn hefðu komið að þáverandi yfir- fangaverði og Sævari Ciecelski einum í klefa, þar sem bersýnilega var verið að þjarma illyrmislega að þeim síðamefnda. Sömuleiðis kom fram, að Hallvarður Einvarðsson og Njörður Snæhólm, rann- sóknarlögreglumaður, hefðu borið að fangavörður hefði slegið Sævar í viðurvist þeirra. Þetta eru ónotalegar upplýsingar, vægt til orða tekið. Spyrja má: Ef Sævar var laminn, þegar slíkir menn voru viðstaddir, hvað var þá gert við hann, þegar þeir vom fjarri? Svakalegast var þó að hlýða á framburð fyrrverandi fangavarð- ar. Samsæri um að nýta vatnshræðslu Sævars, tilburðir til að drekkja honum, pústrar og lamstur, fótjárn, handjárn, auk marvís- legs annars harðræðis var á meðal þess sem fangavörðurinn vissi ! um. Þetta eru auðvitað skelfilegar staðhæfingar. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar, að í kjölfar þátta Sigursteins Mássonar verði að rannsaka sérstaklega meðferðina á Sævari Ciecelski í Síðu- múlafangelsinu. Það er ekki hægt að að þola grunsemdir um að fangar hafi sætt meðferð í íslensku fangelsi, sem í fljótu bragði virðast falla undir pyntingar. Að síðustu þetta: Ef staðhæfingar Sævars um ofbeldi og harð- ræði af hálfu gæslumanna hans í fangelsinu reynast réttar, þvert á það sem stjómvöld hafa haldið fram, hefur hann þá ekki líka rétt fyrir sér, þegar hann fullyrðir að játningar hans og annarra sem málinu tengdust hafi verið knúnar fram með harðræði? Það er að sjálfsögðu engin spuming, að réttarrríkið þolir ekki, að kröfu hans um endurupptöku málsins verði synjað. skoðanir Alþýðublaðið og ég Níu ára var ég orðinn blaðafíkill. Þetta var árið 1920. Pabbi keypti Lögréttu, fróðlegt blað og lesið upp til agna. Ihaldsbóndinn í hverfinu keypti ísafold sem hann léði okkur en hann fékk Tímann hjá pabba. Þeir lásu allt sem í blöðunum stóð, karl- amir og ég líka. Sumir voru svo sæl- ir í sinni pólitísku trú að þeir lásu bara blaðið sitt eða Blaðið með stór- um staf. í Tímanum las ég allt nema um veður og fénaðarhöld en skemmtilegast var að lesa greinar Jónasar frá Hriflu sem sumir kölluðu Hriflon. Arið 1921 sá ég dagblað í fyrsta sinn, Alþýðublaðið. Tíminn og fsa- fold voru vikublöð, komu út þrjú í einu, því að póstur kom á þriggja vikna fresti, vandlega innpökkuð. Nú er öldin önnur. Þá var Alþýðublaðið í litlu broti en innihaldið var ekkert blávatn. Þetta var á þeim æsilega tíma þegar Ólafur Friðriksson var með Rússapiltinn í fóstri og valdstjómin stofnaði her til að geta sótt piltinn í greipar Ólafs og Pallbord I Haraldur Gunnarsson manna hans. Mönnum bar ekki sam- an um hvursu augnveiki drengsins væri alvarleg. Ýmsir héldu að hann væri með pólitík í augunum. Mér þótti gaman að lesa skammar- greinar Ólafs og Hendriks Ottósson- ar um „drengsmálið". Eg man enn að einni grein um Guðmund Hannes- son, settan landlækni, lauk svona: „Þetta er nóg handa Guðmundi í dag“. Einhvem veginn barst í bæ okkar bragur nokkur um Ólaf og Hvíta lið- ið. Eg lærði þessar vísur snarlega. Löngu seinna eignaðist ég Píslar- þankana sem mikið uppistand var útaf. Annað var það í Alþýðublaðinu sem mér þótti æsilega spennandi: Tarzan apabróðir. Verst hvað lítið kom í hverju blaði. A árinu 1923 bámst sögur af frammistöðu Ólafs á pólitískum fundum í Eyjum. „Sægreifar" þess tíma áttu plássið. Þeir og þeirra fólk vildi ekki hlusta á neitt bolsakjaftæði og hugðust kaffæra Ólaf ineð framíköllum. En hann hafði sent skeytin til baka svo ekki þurfti um sár að binda. Og það undruðust menn hversu vel Ólafur virtist þekkja ævi- feril íhaldsforkólfanna. Á leið til Eyja 1932 datt mér í hug að líta inn hjá Ólafi ritstjóra, þeim fræga skelfi borgarastéttarinnar. Setti a I I e r i saman greinarstúf til að eiga erindi „á blaðið“. Var víst ekki merkilegur, fremur en annað sem ég hef saman sett. Skrifstofan var í litla Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu sem verka- menn í Reykjavík byggðu yfir blaðið sitt. Ólafur tók vel þessum piltungi að austan, leit á skrifið og kvaðst mundi birta. Fyrir 1930 heyrðist varla nefndur krati, þá voru jafnaðarmenn kallaðir bolsar eða helvítis bolsar. Eftir 1930 var farið að tala um kommúnista og kommonista sem voru miklu verri en bolsar. En þá komust kratar mjög á dagskrá og þóttu mun skárri en hel- vítis kommar. Eg fór að kaupa Alþýðublaðið 1933 og hélt því áfram meðan Finn- bogi Rútur var ritstjóri. Þá gerðust flokkseigendur svo stjómsamir „að maðurinn sem öðrum fremur hafði stuðlað að því að Alþýðublaðið varð Össur hefur farið vel af stað þrátt fyrir þingannir og laxavísindi. Hann hlaut líka æfingu í blaða- mennsku hjá Ólafi Ragnari áður en hann varð herrað- ur og okkar æðsti lands- faðir. um skeið stórveldi", ritstjórinn, gekk út í árslok 1938. Nokkuð var liðið á ritstjómartíð Finnboga Rúts þegar mér datt í hug að bjóða honum að þýða eitthvað f sunnudagsblaðið uppá vasaaura. Heimsborgarinn tók sveitamanninum hið besta. Blaðið hafði reyndar ekki efni á að borga ritlaun, eða hvað starfaði maðurinn? - Ekkert fast, væri enn uppí sveit, fúll og félaus. Nú á að fjölga í lögreglunni hér, sagði Finnbogi, þú gætir reynt að sækja um, þú nærð máli. - Ég svaraði að þetta mætti reyna. Þá tekur rit- stjórinn símann, hringir til lögreglu- stjóra og sendir mig í viðtal. Stjóri tók mér vel, spurði einhverra spum- inga, fékk mér umsóknareyðublað sem ég gerði skil eftir kúnstarinnar reglum. Síðan hef ég ekki frétt af því máli. Tveir Vestmannaeyingar hafa ver- ið ritstjórar Alþýðublaðsins. Helgi Sæmundsson eftir hallarbyltingu Hannibals nokkur ár og Gísli J. Ást- þórsson nokkru skemur. Báðir skáld og listamenn og ritfærir í besta lagi. Gísli lærður í fjölmiðlafræði og reif blaðið upp í útbreiðslu og útliti, sem Guðmundur J. segir. En slíkir eiga líka að geta skrifað leiðinlega leiðara í hinum rétta flokksanda, en til þess hlýtur að þurfa ærið þrek. Og Stefán Jóhann, formaður, segir í minningum sínum, að ritstjórar Alþýðublaðsins hafi „oft bæði fyrr og síðar sætt að- kasti innan flokksins." Þá er ég gerðist áskrifandi Alþýðu- blaðsins aftur eftir öll þessi ár var það vegna þess að ég las bráð- skemmtilegar greinar eftir fyrrver- andi ritstjóra Hrafn Jökulsson. Kol- brún kann og vel að taka viðtöl, en það er ekki öllum gefið, samanber blaðrið í loftmiðlunum svokölluðu. Hitt var mér lítið um gefið, flennistórar teikningar í blaðinu í tíð Hrafns, listina kann ég ekki að meta. Össur hefur farið vel af stað þrátt fyrir þingannir og laxavísindi. Hann hlaut líka æfingu í blaðamennsku hjá Ólafi Ragnari áður en hann varð herraður og okkar æðsti landsfaðir. Stundum hitta skriffinnar blaðsins naglann á höfuðið, eins og til dæmis þetta um sambúð stjómarflokkanna: „Framsókn er eins og malandi köttur í fangi íhaldsins." Gleymt er nú gamla kjörorðið: „Allt er betra en íhaldið". En eins og vinur minn Sjálfstæðis- maðurinn sagði: „Nú höfum við keypt upp bæði blöð Framsóknar og gerum út kratablaðið." Þannig fer heimsins dýrð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.