Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Þingflokkur jafnaðarmanna á Akureyri með samræðu um auðlindir Auðlindir íslands - sameign allra eða séreign fárra? Veitingahúsið við Pollinn laugardag- inn 3. maí kl. 14.00 -17.00. Þingflokkur jafnaðarmanna býður Akureyr- ingum og öðrum Norðlendingum til sam- ræðu um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og hlutdeild almennings í þeim. Hér er um að ræða létt samræðuform án ræðuhalda. Dagskrá Kl. 13.45 - 14.00 PKK-tríóið leikur þjóðlagatónlist. KL. 14.00 - 14.05 Oktavía Jóhannesdóttir, formaður Jafnaðarmannafé- lags Eyjafjarðar, býður gesti velkomna til samræð- unnar. Kl. 14.00 - 14.20 Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafn- aðarmanna, og Ágúst Einarsson, alþingismaður og umræðustjóri, fjalla um fyrirliggjandi þingmál sem snerta auðlindir íslands. Fyrirspurnir úr sal. Auðlindir lands og hafs Kl. 14.20 - 14.40 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, rökræðir við alþingismennina Gísla S. Einarsson og Lúðvík Bergvinsson. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 14.40 - 15.00 Þorsteinn Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akur- eyri, svarar spurningum og viðhorfum Gísla og Lúð- víks. Fyrirspurnir úr sal. Mannauður og auðlindir hafsins Kl. 15.00 - 15.20 Þorvaldur Gylfason, prófessor, ræðir um kenningar sínar við alþingismennina Jón Baldvin Hannibalsson og Svanfríði Jónasdóttur. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 15.20 - 15.40 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, bregst við spurningum og viðhorfum Jóns Baldvins og Svanfríðar. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 15.40 - 16.00 Kaffihlé. PKK-tríóið leikur íslensk þjóðlög. Orkulindir og mannauður Kl. 16.00 - 16.20 Ómar Ragnarsson, fréttamaður, spjallar við alþingis- mennina Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Guð- mund Árna Stefánsson. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 16.20 - 16.40 Þorkell Helgason, orkumálastjóri, ræðir við Ástu Ragnheiði og Guðmund Árna. Fyrirspurnir úr sal. Kl. 16.40 -17.00 Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, og Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskaframleiðenda, draga sam- an þræði við lok samræðunnar og kalla eftir sjónarmiðum úr sal. Umræðustjóri er Ágúst Einarsson alþingismaður. k o s n i n g c ■ Breskir stjórnmálaskýrendur hafa lýst Verkamannaflokkinn sigurv Verkamannaflok Auður Edda Jökulsdóttir, stjórnmálafræðingur, skrifar frá Bretlandi Einni lengstu og hörðustu kosn- ingabaráttu í langri sögu lýðræðis á Bretlandi er loks að ljúka, en kosið verður til þings á morgun, fyrsta maí. Skoðanakannanir, sem birtar eru daglega í dagblöðum og sjónvarpi, spá flestar stórsigri Verkamanna- flokksins, þó einstaka kannanir hafi gefið til kynna að síðustu daga hafi dregið saman með stóru flokkunum. Spár gera ráð fyrir að Verkamanna- flokkurinn fái allt frá 50 til 150 þing- sæta meirihluta, en kjördæmaskipan í Bretlandi, sem er skipt í 650 ein- menningskjördæmi, gerir spár um úrslit erfiðar. Þriðji stærsti flokkur- inn, Frjálslyndir demókratar, hefur líka nokkuð sótt í sig veðrið á síðustu dögum en vegna kjördæmaskipanar mun flokkurinn tæpast fá nema 20- 30 þingsæti, þó hann geti fengið allt að 20% atkvæða. Verulegur fjöldi kjósenda virðist enn eiga eftir að gera upp hug sinn, en svo vissir eru flestir stjómmálaskýrendur um sigur Verkamannaflokksins, að stóra spumingin í þessum kosningum er varla lengur hver vinnur, heldur hvað tekur við með nýjum tímum í bresk- um stjómmálum. Hvað er svona nýtt við Nýja Verkamannaflokk- inn? Sú staðreynd, að stjómmál á Vest- urlöndum snúast ekki lengur um ein- falda hugmyndafræðilega skiptingu milli hægri og vinstri kristallast vel í þessari kosningabaráttu. Breski Verkamannaflokkurinn er eitt skírasta dæmið um þær grundvallar- breytingar sem átt hafa sér stað í flokkakerfi Vesturlanda á síðustu ámm. Verkamannaflokkurinn hefur í reynd sagt skilið við mörg þau meg- inatriði sem einkenndu flokkinn. Tony Blair, sem flestir eiga von á að verði húsráðandi í Downing Street númer 10 að morgni föstudags, talar líka sífellt um hinn Nýja Verka- mannaflokk. Hann notar hugtök eins og „ný rót- tæk miðja“ til að lýsa flokknum. I stað tungutaks stéttabaráttu, sem ein- kennt hefur bresk stjómmál meira og lengur en stjómmál flestra ríkja Vest- urlanda, leggur flokkurinn nú áherslu á breiðari þjóðfélagsleg gildi um rétt- læti og jöfn tækifæri ásamt með áherslum á að að slíkum gildum fylgi einnig skyldur. Til að velferðakerfið megi lifa þarf að nútímavæða það, segir Tony Blair, um leið og hann fullyrðir að hugsjónir flokksins séu þær sömu og hugsjónir sósíalista fyrr á öldinni, þjóðfélagið og viðfangs- efnin hafi hins vegar tekið gmndvall- arbreytingum. Þau rök, sem orðið hafa hávær í þessari kosningabaráttu, að báðir stóm flokkamir séu orðnir allt of keimlíkir, styðja kenninguna að ofan um breytt eðli stjómmála á Vesturlöndum. Sem dæmi má taka nýja stefnu Verkamannaflokksins gagnvart atvinnurekendum, en hann leggur nú áherslu á að stuðla að áframhaldandi öflugri uppbyggingu iðnaðar og þjónustu í landinu: „Við viljum koma á fót þróttmiklu nútíma- legu hagkerfi, þar sem lögð er áhersla á að skapa rétta innviði og hagstætt viðskiptaumhverfi sem er gmndvöllur þess að fyrirtæki og iðn- aður í landinu nái að vaxa, og að leggja gmnn að því að byggja upp hæfara vinnuafl en býðst annarstaðar í heiminum í dag“ voru orð forystu- leiðtogans á einum blaðamannafundi nú í vikunni. Annað dæmi um um hversu líkir flokkamir em orðnir, er afstaða þeirra til skattamála. Hvorugur ætlar að hækka skatta, sem reyndar gengur á snið við það sem skoðanakannanir sýna að meirihluti Breta vill borga hærri skatta ef það yrði til þess að bæta menntakerfið og heilsugæslu í landinu. Svo sérkennilega vill líka til að hagsmunasamtök atvinnurek- enda hafa gagnrýnt flokkana fyrir að vilja ekki hætta skatta, því einungis með skattahækkunum sé hægt að ráða bót á tveimur helstu vandamál- um bresks efnahagslífs, sem er ann- arsvegar að draga úr auknum við- skiptahalla og hinsvegar að stemma stigu við verðbólgu sem hlýst af auk- inni eyðslu almennings. Helstu átakalínur Þrátt fyrir að dregið hafi saman með flokkunum hvað varðar stefnu- mótun í almennri efnahagsstjómun, þá er margt sem enn skilur á milli. Stóru málin í þessum kosningum em annarsvegar Evrópumálin og hins- vegar velferðarmál tengd heilsu- gæslu, menntamálum og lífeyrismál- um. Önnur mál sem hafa borið hátt eru t.a.m. stjómskipulegar breytingar þar sem Verkamannaflokkurinn vill dreifa vald í landinu, meðal annars með sérstöku þingi fyrir Skotland. Hvað varðar Evrópumálin, þá hef- ur Bretland lengi verið það ríki sem barist hefur harðast gegn frekari dýpkun Evrópusambandsins og þró- un þess í átt til sambandsríkis með sameiginlega mynt. Líkt og á Islandi benda skoðanakannanir reyndar til þess að yngri kjósendur hér séu frek- ar fylgjandi nánari sammna í Evrópu en þeir eldri. Forsvarsmenn íhalds- flokksins hafa sakað Blair um að vilja grafa undan sjálfstæði Bretlands og selja Breta undir meirihlutavald Evrópusambandsins. Blair fullyrðir að Verkamannaflokkurinn muni ein- ungis semja um það sem þjóni hags- munum Bretlands best í Evrópu. Hann segist sjá fyrir sér Bretland sem leiðandi afl í að móta framtíð Evrópu, frekar en að orkan fari í inn- anflokksdeilur um hvert skuli stefna. I einstökum málum hafa deilur innan íhaldsflokksins reynst John Major þungar í skauti. Helmingur flokksins hefur alfarið hafnað inn- göngu Bretlands í Myntbandalag Evrópu (EMU) sem felur í sér að sameiginleg Evrópumynt verði tekin upp árið 1999. John Major vill hins- vegar ekki loka algerlega fyrir að pundinu verði fómað fyrir Euro á komandi ámm, þótt augljóslega sé það hans heitasta ósk í augnablikinu að sameiginleg mynt hinna Evrópu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.