Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ skoðanir FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 ÁIMDUBIMD Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðubiaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrifl 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Boðskapur dagsins: - uppstokkun og sameining I þessu 1 .maí- blaði Alþyðublaðsins eru rifjaðir upp nokkrir þættir úr sögu verkalýðsbaráttu um leið og litast er um í nútíman- um. íslenskir launamenn hafa á tiltölulega skömmum tíma lifað miklar hræringar í faglegri og pólitískri baráttu sinni. Umhugsun- arvert hversu mikil harka hefur verið rikjandi milli hópa og flokka í sömu meginfylkingu í sögu samtaka launafólks á þessari öld. íslensk verkalýðssaga er ekki „gömul,. saga og í Alþýðublaðinu í dag er verið að fjalla um elstu samtök launafólks- stéttarsamtök prentara, en hundrað ár eru nú liðin frá því prentarar stofnuðu stétt- arfélag. Fram kemur í máli margra að verkalýðsfélög eru að vakna til vitundar um nauðsyn þess að halda sögunni til haga og verka- lýðsleiðtogar sem eru viðmælendur blaðsins hvetja til þess að sögu- safn verkalýðshreyfingar verði eflt verulega. Margt er vel gert eins og bókasafn Dagsbrúnar er til vitnis um og menningarreisn bóka- gerðarmanna sömuleiðis, en betur má ef duga skal. Verkalýðshreyfingin eins og þjóðfélagið allt virðist stundum einkennast meira af sofandahætti og vaxandi misskiptingu en bar- áttuþreki og jafnræðisávinningum. Meðvitund um söguna skerpir baráttuandann og eggjar til dáða, einnig í kjarabaráttu. Hún er hluti þeirrar vitundar og menningarreisnar sem styrkir sjálfsvirðingu launafólks. Sjálfsvirðing launafólks er forsenda þess að fólkið geti notið lýðréttinda sinna og lýðræðið fái að njóta sín. Verkalýðsleiðtogar í dag viðurkenna þá tilvistarkreppu sem verkalýðshreyfingin er nú í. Það er alltént byrjunin á lausn vandans að viðurkenna að hann er fyrir hendi, skilgreina hann. Og það eru forystumenn íslenskrar verkalýðshreyfingar vissulega að reyna að gera. íslenskt launafólk er sundrað og jafnvel stærstu heildarsam- tökin búa við stöðugar erjur og innra óöryggi fyrir utan það hvern- ig sótt er að þeim að utan. Vandi verkalýðshreyfingarinnar er bæði skipulagslegur og pólitískur. Engar einfaldar lausnir eru til en flest- ir eru á þeirri skoðun að óhjákvæmilegt kunni að vera að ráðast í meiri háttar uppstokkun og sameiningu verkalýðsfélaga og -sam- banda. Það breytta umhverfi sem gerir kröfur um uppstokkun og sam- einingu innan verkalýðshreyfingarinnar er auðvitað sama umhverfi og sundruð fylking á stjórnmálasviðinu býr við. Og til að ná þeim árangri í stjórnmálum sem íslenskir jafnaðarmenn eiga skilið, af því þeir eru. í raun í meirihluta meðal þjóðarinnar, er sömuleiðis óhjákvæmilegt að komi til uppstokkunar og sameiningar á stjórn- málasviðinu. Sagan er vissulega bæði spennandi og forvitnileg, ekki síst at- burðarásin sem rifjuð er upp frá árunum 1937- 38. Vissulega má draga ýmsa lærdóma af atburðum í þessari sögu, en sjálft samein- ingarferlið er engan veginn og má alls ekki vera fordæmi fyrir það sameiningarferli sem nú á sér stað. Til þess eru pólitískar aðstæður alltof ólíkar, þjóðfélagsaðstæður allt aðrar. En meðal þeirra lær- dóma sem hér eru þó dregnir af atburðum fyrr á tíð er nauðsyn þess að menn fylgi sannfæringu sinni, að þeim sem andsnúnir eru sam- einingu sé ekki falið að stjórna henni. Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna flokka jafnaðarmanna er eindregið þeirrar skoðunar að sameina beri þessa flokka til að styrkja stöðu hreyfingar jafnaðarmanna í landinu. Fámennir er valdamiklir hópar í forystu flokka eru hins vegar andvígir. Slíkir hópar mega ekki koma í veg fyrir sameiningu. Flestir flokkanna standa hins vegar heilir og nær óskiptir að sameiningarferlinu sem nú þarf að herða til að hlýða kalli unga fólksins, til að svara þörf- um íslensks launafólks. Þetta er hreyfingin sem á að taka völdin á íslandi, hinn nýi alþýðuflokkur sem byggir á sögulegri vitund um samtakamátt og samhjálp og vill glaðbeittur taka þátt í að skapa nú- tímalegt jafnræðisþjóðfélag á nýrri öld. Kjarabarátta - réttindabar- átta - lífsbarátta í umræðunni í samfélaginu vegna kjarasamninga undanfarna mánuði og vikur hefur hlutur lífeyrisþega í kjara- bótunum æ oftar komið upþ. Lífeyris- þegar hafa sjálfír verið öflugri þrýsti- hópur nú en nokkru sinni og hefur að- gerðahópur aldraðra verið þar fremstur í flokki. An efa hefur aðför stjórnvalda að kjörum þessara hópa gert það að verk- um að þeir hafa orðið að bindast fastari böndum og spyrna við fæti því við stöðuga kjaraskerðingu og auknar pqllborð | Asta R. Jóhannsdóttir skrifar álögur er ekki hægt að búa til lengdar. Aldraðir snúa vörn í sókn Þessir hópar hafa verið skotspónn ríkisstjónarinnar á þessu kjörtímabili sem aldrei fyrr. Tekjutenging bóta úr almannatryggingunum hefur aukist til muna og þá um leið jaðarskattar, sem gera það að verkum að oft er hver króna sem kemur til viðbótar til lífeyr- isþegans tekin beint til baka í ríkiskass- ann og jafnvel betur en svo. Þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu hafa hækkað, lyfin einnig og svo hafa réttindi þeirra sem eru á aldrinum 67- 70 ára minnkað til muna. Umönnunar- uppbótin var tekjutengd á síðasta ári og varð það til þess að fjölmargir lífeyris- þegar sem eru umönnuunarþurfi eða með mikinn lyfjakostnað urðu fyrir verulegri kjaraskerðingu, því þeir sem misstu uppbótina misstu einnig frítt af- notagjald Ríkisútvarpsins, sem eru 24.000 krónur skattfrjálsar á ári. Víðar hefur verið veist að kjörum þessara hópa en of langt mál yrði að telja það allt upp hér. Aðgerðahópur aldraðra hefur beitt ýmsum ráðum til að vekja athygli á þessu misrétti og barist fyrir úrbótum. Misrétti gagnvart fjöl- skyldum lífeyrisþega Mannréttindi virðast brotin á lífeyr- isþegum með því að skerða greiðslur til þeirra vegna tekna maka. Málið vakti athygli í utnadagskrárumræðu um hvort reglugerð heilbrigðisráðherra um tekjutryggingu og skerðingu hann- ar gagnvart tekjum hefði lagastoð. Greiðslur til lífeyrisþega, sem hefur engar 'ekjur sjálfur, byrja að skerðast við tæplega 37.000 króna tekjur maka. Hið sama gildir ef um sambúð er að ræða. Þetta er gróf aðför að fjölskyld- um þeirra sem missa heilsuna og hafa ekki náð að öðlast réttindi í lífeyris- sjóðum vegna náms eða jafnvel fyrir æsku sakir. Sá sem missir vinnuna fær greiddar atvinnuleysisbætur án tillits til tekna maka, sé hann í sambúð eða hjóna- bandi. Hann fær sínar 53.784 krónur óskertar á mánuði. Missi hann heilsuna byrja lífeyris- greiðslur til hans að skerðast þegar laun maka fara yfir 36.835 krónur á mánuði. Örorkugreiðslur hans skerðast af tekjum maka. Ungt fjölskyldufólk sem missir heilsuna fær því oft aðeins grunnlífeyri, um 13.000 krónur, úr tryggingakerfinu. Er ódýrara að framfæra sjúkan en heilbrigðan? Er það skoðun stjórnvalda að ódýr- ara sé fyrir sjúka eða fatlaða að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða en fyr- ir þá sem eru heilir heilsu en atvinnu- lausir? Lífeyrisþegum er með þess- um skerðingarreglum mis- munað vegna hjúskapar- stöðu og einnig eftir því hvort þeir eiga við atvinnu- leysi eða heilsubrest að stríða._______ Þeir sem eru í hjónabandi eða sam- búð og missa heilsuna, verða óvinnu- færir, þurfa að lúta þessum reglum. Þeir og fjölskyldur þeirra eru lentir í einni ómannúðlegustu fátæktargildru jaðarskattanna. Framfærslunni er kippt af lífeyris- þeganum og hann verður eins og þurfalingur á maka sínum. Þótt makinn hafi tök á að auka tekjur sínar að ein- hverju leyti þá gera þessar skerðingar- reglur það að verkum að sú tekjuaukn- ing er tekin til baka með skerðingu á greiðslum lífeyrisþegans frá almanna- tryggingunum. Þetta er niðurlægjandi og brýtur nið- ur hinn sjúka andlega og oft einnig lík- amlega. Mörg dæmi eru um það að fjölskyldurnar hafa brotnað og hjóna- bandið eða sambúðin endað með skiln- aði. Það hefur mikil aukin útgjöld í för með sér fyrir samfélagið auk þeirrar sorgar og erfiðleika sem það veldur öllum viðkomandi. Við, nokkrir þingmenn stjómarand- stöðunnar lögðum fram frumvarp í síð- ustu viku til leiðréttingar á þessu mis- rétti. I greinargerð með því var m.a. bent á að reglugerðin væri andstæð og jafnvel brot á 65. grein stjórnarskrár- innar, en þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannrétt- inda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðru leyti." Hér er brotið á þeim sem síst skyldi og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Lífeyrisþegum er með þessum skerðingarreglum mismunað vegna hjúskaparstöðu og einnig eftir því hvort þeir eiga við atvinnuleysi eða heilsubrest að stríða. Slík mismunun er andstæð anda stjórnarskrárinnar. Þess- ar reglur grafa undan hjónabandinu og möguleikum öryrkja til sambúðar. Umboðsmaður Alþingis hefur nú til umfjöllunar kæru í máli sem þessu og fleiri skyldum málum. Að mati lög- fróðra manna getur það haft áhrif á umfjöllun umboðsmanns ef Alþingi er með sambærileg mál til umfjöllunar. Flutningsmenn frumvarpsins hafa því dregið frumvarp sitt til baka. Það er mjög mikilvægt að umboðs- maður Alþingis úrskurði í þessum kærumálum og skeri úr um hvort hér er um lögbrot að ræða gagnvart þessum hópi, sem fótunum hefur verið kippt undan vegna heilsubrests. Urskurðar hans er beðið með óþreyju. Báráttumálin bætt kjör og velferðarkerfi fyrir alla Nú í dag, á baráttudegi verkalýðsins, er mikilvægt að minna á þá hópa sem ekki hafa enn fengið leiðréttingu á kjörum sínum: Þar eru ýmsir launþegar og sá stóri hópur lífeyrisþega sem hef- ur fengið loforð stjórnvalda um sam- bærilegar kjarabætur og aðrir. Sjötíu þúsund króna lágmarkslaunin verða einnig að gilda um framfærsluna til líf- eyrisþeganna, annað verður ekki liðið. Upplýsingar úr könnun þeirri er landlæknir kynnti á fundi BSRB í vik- unni ættu einnig að þjappa mönnum saman í baráttunni fyrir bættum kjör- um almennings og fyrir velferðarkerfi fyrir alla, sem getur staðið undir nafni sem slíkt. Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður a c r i b r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.