Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður 1. maí er dagur bjartsýninnar "Samningar hjá okkur voru lausir um áramót, eins og reyndar á öllum vinnumarkaðinum, en framan af fór okkar tími og orka fyrst og fremst í lífeyrismál og nýtt og breytt Iauna- kerfi. I haust tókum við ákvörðun um að aðildarfélögin myndu hvert fyrir sig móta kaupkröfurnar en við mynd- um vinna í almennum og breiðari málum," sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður, þegar hann var spurður hver staða samningamála innan BSRB er, nú þegar þriðjungur er liðin frá því samningar voru lausir. "Við höfum náð umtalsverðum ár- angri í lífeyrismálunum, en eigum ýmislegt óleyst varðandi sveitarfélög- in, en höfum komist að samkomulagi um að skipuð verði nefnd þar sem framtíðarskipan lífeyrismálanna verð- ur ráðin. Hins vegar reiknuðum við ekki með, að eins mikill tími og raun hefur orðið á, færi í að ræða launa- kerfisbreytingarnar. Við höfum að vísu náð umtalsverðum árangri með því að fá geðþóttalaunakerfisklásúl- una setta á ís. Draugurinn sjálfur er samt sem áður aðeins að hálfu niður kveðinn, hugmyndafræðin um að auka vald forstöðumanna og veikja vald stéttarfélaganna, situr eftir. Þetta er framtíðarslagur, en við erum búin að tryggja traustari og betri aðkomu stéttarfélaganna að kjarasamningum, og eftir að þetta fékkst, og að ríkið fékkst til að hætta að reyna að þvinga stéttarfélög til að taka upp launakerfi sem er þeim á móti skapi, þá var opn- að á viðræður að nýju og þær eru nú í fullum gangi hjá flestum aðildarfé- lögum BSRB, og sum hafa þegar gengið frá samningum." Ekki út úr farinu án átaka Þarf nokkuð að tala um viðrœður, munið þið ekki skrifa undir sama og aðrir? "Það er staðreynd að af hálfu at- vinnurekenda verður reynt að í sam- ræmi við þá línu sem lögð hefur verið með öðrum samningum. Ef ekki kemur til harðvítugra verkfalla, er fyrirséð að samningar verði á nokkuð svipuðu róli. Það verður ekki brotist út úr þessu fari nema með átökum en ekki er vitað hvað einstök félög gera." Hefur það mikið áunnist íverkföll- um innan ykkar raða. Sjákraliðar fóru í langt verkfall, varþað til dœm- is erfiðisins virði? "Það held ég að Sjúkraliðafélagið muni segja." Þar sem fjöídinn hefur gert kjara- samninga, er þá raunhœft að œtla að þið náið fram einhverju umfram það sem aðrir hafa náð, jafnvel þó þið grípið til verkfalla? "Ég held að ef félög leggja út í harða og mikla baráttu, þá sýnir reynslan að menn uppskera í sam- ræmi við það." Sérð þú fyrir þér, í alvóru, að eitt- hvert félaganna fari ( verkfall? "Ég heyri þannig tóna víða. Fólk er bullandi óanægt með kjörin og fólk er ósátt við að binda sig til þetta langs tíma eins og verið er að tala um, á þessum lágum launum. Fólki svíður líka að hlusta á þessar rangtúlkanir um þróun í kjaramálum. Forsætisráð- herra sagði til dæmis að, í tengslum við kjarasamninganna, mætti búast við 20 prósent kaupmáttaraukningu, sem var furðuleg staðhæfing í ljósi þess að verið er að semja um þetta um fjögur prósent á ári, í verðbólgu sem má ætla að sé tvö og hálft til þrjú pró- sent. Síðan er verið að gera skattkerf- isbreytingar sem byggja á lækkun tekjuskatts um fjögur prósentustig í áföngum til aldamóta og skattleysis- mörkin fylgja ekki einu sinni verð- lagsþróun. Það sem er verið að gera innan barnabótakerfisins eru einungis tilfærslur en ekki auknir peningar, svo kaupmáttaraukningin kemur ekki fram þar. Þessi blekkingarleikur trufl- ar fólk og reitir til reiði. Annað líka, þegar verið er að tala um þessi fjögur prósentustig, sem skattalækkun aldar- innar, minnast þess margir að 1988 var tekjuskatturinn 35.2 prósent en er núna 42 prósent. Tekjuskattur fyrir- tækjanna var þá 51 prósent en er núna 33 prósent. Skattbyrðinni hefur verið breytt, tekin af stöndugum fyrirtækj- um og sett yfir á herðar launafólks. Að auki höfum við fengið yfir okkur þjónustugjöld, aukin lyfjakostnað og þar fram eftir götunum. Það eru bara loddarar sem tala um skattalækkun aldarinnar. Einnig er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin reynir að gera verkalýðs- hreyfinguna ábyrga fyrir sinni stefnu. Verkalýðshreyfingin setur fram ákveðnar kröfur um að skattbyrðinni verði réttlátar deilt niður. Þessum kröfum er síðan snúið upp á andskot- ann og iðulega upp í andhverfu sína eins og gerðist með fjármagnstekju- skattinn. Við höfðum þrýst á að hann yrði settur á, hann kemur síðan út í því formi að gagnast stórum fjár- magnseigendum best en litlu sparend- unum síst. Að auki þá lækkuðu þeir skattgreiðslur af arðgreiðslum hluta- bréfaeigenda þannig að samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra á sínum tíma, þýddu þessar breyttu reglur að tekjuskattur fjörutíu tekjuhæstu hluta- félaga landsins lækkaði um rúmlega 800 milljónir króna á einu árí. Sam- kvæmt sömu upplýsingum ætla menn að skattstofnar af arði eða söluhagn- aði lækki um 740 milljónir króna. Þetta er þær skattkerfisbreytingar sem búið er að framkvæma hér síðustu ár. Þarf að sig til endur- skoðunar Allt það sem þú nefnir, svo sem lág Þótt árangurinn sé ekki meiri en raun ber vitni, er ekki við þá að sakast sem reyna að koma vitinu fyrir menn, heldur hina sem eru í aðstöðu til að framkvæma þessa stefnu. Hins vegar þurfum við öll að líta í eitjin barm og spyrja hvernig getum við gert þetta betur. Og hér þarf verkalýðshreyfing- in að taka sjálfa sig og óll sín skipulagsform til endurmats og skoð- unar. laun óásœtlanlegar skattkerfisbreyt- ingar og fleira, er það ekki um leið áfellisdómur yfir ykkur sem haflð ver- ið íforystu fyrir baráttu launafólks? "Mér finnst það ekki, mér þykir ósanngjarnt að vera með ásakanir á hendur þeim sem eru öllum stundum að reyna að breyta þessu í gagnstæða átt og hafa jákvæð áhrif, reyna að hafa áhrif á atvinnurekendur, stjórn- völd og almenningsálit með öllum til- tækum ráðum, rökum og öðrum þrýstingi. Þótt árangurinn sé ekki meiri en raun ber vitni, er ekki við þá að sakast sem reyna að koma vitinu fyrir menn, heldur hina sem eru í að- stöðu til að framkvæma þessa stefnu. Hins vegar þurfum við öll að líta í eigin barm og spyrja: Hvernig getum við gert þetta betur. Og hér þarf verkalýðshreyfingin að taka sjálfa sig og öll sín skipulagsform til endurmats og skoðunar. Samtök launafólks verða að stilla saman strengi sína í at- vinnumálum, skattamálum, velferðar- málum og öllu því sem snertir grund- vallarskipulag samfélagsins. Aðeins með samstilltu átaki getur verkalýðs- hreyfingin haft áhrif á þróun þjóðfé- lagsins þannig að hún verði launa- fólki í hag. Það var þetta sem við átt- um við á nýafstöðnu þingi BSRB, um að verkalýðshreyfingin, öll samtök launafólks í landinu, þurfi að vera samstíga til framtíðar. Það sem mér þykir alvarlegast við það sem er að gerast, að hálfu vin- semjenda okkar, bæði með áherslum þeirra við breytingar á launakerfum og í svokölluðum þjónustusamning- um er að samkvæmt hinni nýju hugs- un eru þeir að reyna að firra sig ábyrgð. Stjórnmálamenn eru að því, til dæmis með þjónustusamningum og í krafti valddreifingar, sem þeir kalla, þar sem forstöðumenn stofnana og stofnanir eiga að vera ábyrgir með- al annars fyrir launamynduninni. Stjórnmálamenn eru að reyna að setja ábyrgðina af eigin herðum og yfir á einstakar stofnanir. Ábyrgðin hlýtur hins vegar að vera hjá eigendunum, sama hvort þeir eru opinberir eða ekki. Inngróið í þessa nýju markaðs- hugsun og fylgifiskur hennar er aukið atvinnuleysi. Með þvf að gefa for- stöðumanni tækifæri til að ráðstafa að eigin vild fjármunum sem hann fær, þá liggur í augum uppi að ef honum tekst að fækka starfsmönnum er meira til skiptanna fyrir þá sem eftir eru. Og reynslan sýnir okkur einnig að þeir fá meira í sinn hlut sem standa næst forstóðumanninum. Þannig að tvennt gerist, starfsfólki fækkar og launamunur innan stofnana eykst. Það er athyglisvert að atvinnumálaráð- herra Svíþjóðar, sem var hér um dag- inn, sagði að svipaðar launakerfis- breytingar í Svíþjóð og menn hafa verið að föndra við hér hefðu leitt til þess að launamunur milli kynjanna hefði aukist úr tvö þúsund sænskum, eða um tuttugu þúsund íslenskum, í fjörutíu þúsund. Kynjamisréttið jókst þannig verulega með þessum breyt- ingum." Uppteknir að búa til stóra flokka Ögmundur, ég fœ þá tilfmningu þegar e'g hlusta áþig, að ríkisstjórnin spilar þannig á ykkur, að þið eruð endalaust í vörn og náið ekki einni einustu sókn. "Hvar liggur línan milli varnar og sóknar? Við erum að gera tvennt í senn, við erum að verjast og sækja. Fyrst og fremst reynum við að hafa áhrif, okkar málstað til framdráttar. Það er staðreynd að þessi peninga- frjálshyggjuhugmyndafræði er orðin sterk í þjóðfélaginu og það á við um óll stjórnmálin. Hægribyltingin, eða frjálshyggjubyltingin, fólst ekki í því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærri, hún fólst í þvf að allflestir flokkar og allar stofnanir þjóðfélagsins fóru að hugsa í þessa veru. Það er þetta sem raunverulega skiptir máli í þjóðfélag- inu, hver er hinn pólitíski jarðvegur, hvar leita menn lausnanna? Það sem félagshyggjan þarf að gera, er að taka sig saman í andlitinu og örva pólitíska umræðu, takast á um ólíkar leiðir, þegar um ágreining er að ræða og láta ekki baráttu fyrir auknum formlegum völdum trufla þetta, en mér finnst einmitt það vera að gerast. Menn eru uppteknir við það eitt að búa til stóra flokka. Á sama tíma er hin pólitíska umræða vanrækt sem þjóðfélag í gerj- un þarf á að halda, sérstaklega félags- hyggjan, sem þarf að leita vaxtasptot- anna. Það vekur athygli, að í þessum slag um launakerfið, um þjónustu- samningana, um þessa för sem marga langar að leggja upp í til Nýja-Sjá- lands, þessum hugmyndum er haldið að okkur, ekki síður úr Ráðhúsi en fjármálaráðuneyti. Þetta er angi af sömu hugmyndfræði, enda er búið að flytja inn sérfræðínga í þessari hug- myndafræði til að kenna stjórnendum borgarinnar hvernig þeir eigi að bera sig að við stjórnun. R-listinn breyti um kúrs Iframhaldi afþvísem þú segir og ( Ijósi hvaðaflokkar eru (ríkisstjórn og hverjir ráða borginni, er þá baráttan við borgarstjórn þér sárari en við ráðuneytið ? "Já, að sjálfsögðu. Kjósendur vilja þegar þeir taka afstöðu í kosningum velja á milli ólíkra valkosta, en þegar valkostirnir reynast ekki eins ólíkir og kjósendur ætluðu, verða þeir að sjálf- sögðu fyrir vonbrigðum. Mér finnst mjög brýnt að R-listinn breyti veru- lega um kúrs og sinni félagslegum sjónarmiðum betur en þeir hafa gert ef þeir ætla að njóta stuðnings kjós- enda af þessum kanti. Við megum ekki láta það henda okkur sem gerðist á Nýja-Sjálandi, þar var það Verka- mannaflokkurinn sem byrjaði á þessu öllu, við megum ekki láta nöfn á flokkum villa okkur sýn, þó þeir kalli sig fínum nöfnum. Sjáum hvað er að gerast á Bretlandi, Verkamannaflokk- urinn þar hefur þráð svo lengi að komast til valda, að hann er nánast til- búinn að slátra öllum félagslegum hugmundum og sjónarmiðum sínum og er orðinn afspyrnu hægrisinnaður flokkur. Þá spyr ég, er þetta þess virði? Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að svo er ekki. Við megum ekki skipuleggja okkur pólitískt þannig að það slævi pólitíska baráttu og komi í veg fyrir gagnrýni. Einmitt þetta virðist vera að gerast í Reykja- vík. Þar er einkavætt og markaðsvætt sem aldrei fyrr og þrýst á breytingar á launakerfum, launafólki í óhag og gegn mótmælum þess, án þess að um þetta sé rætt að nokkru gagni á póli- tískum vettvangi félagshyggjunnar. Menn eru svo uppteknir af því að styðja sína menn, sinn lista að enginn segir múkk, en óanægjan grefur um sig og það er slæmt. Menn forðast að rugga bátnum og smám saman gelda þeir sig pólitískt. A endanum standa Einmitt þetta virðist vera að gerast í Reykjavík. Þar er einkavætt og mark- aðsvætt sem aldrei fyrr og þrýst á breytingar á launakerfum, launa- fólki í óhag og gegn mótmælum þess, án þess að um þetta sé rætt að nokkru gagni á pólitískum vettvangi félagshyggjunnar. IVIenn eru svo upptekn- ir af því að styðja sína menn, sinn lista að enginn segir múkk, en óánægjan grefur um sig og það er slæmt. menn uppi með tvær stórar fylkingar sem eru nákvæmlega eins." Áður en við hverfumfrá verkalýðs- og kjaramálunum. Þú sagðir áðan að þú eigir allt eins von á verkföllum innan þinna raða, átlu í alvöru talað von á verkföll eftir ekki langan tíma? "Það getur tvennt gerst í því, það getur gerst að einhver félög brýni sig fljótlega og eins að önnur félög ákveði að bíða haustsins."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.