Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐOBLAÐÍ0 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 f r q t t i r ■ Aðalheiður Hólm Spans Átján ára verkalýðsleiðtogi „Ég var ung og ör, átján ára var ég þegar ég gerðist formaður Sóknar, og auðvitað brenndi ég mig á mörgu,, segir Aðalheiður Hólm í ævisögu sinni. Aðalheiður Hólm Spans sem var fyrsti formaður starfsstúlknafélags- ins Sóknar árið 1934 hefur búið frá stríðslokum í Hollandi. Fyrir nokkrum árum kom út frábær ævi- saga hennar, skráð af Þorvaldi Frið- rikssyni með glöggum lýsingum af viðburðaríkri verkalýðsbaráttu á kreppuárunum. Hún lýsir stofnun Sóknar 20. júlí 1934 og bakgrunninum svo: Frumkvæði þeirra sjálfra „Frumkvæðið að þessari félags- stofnun var okkar stúlknanna og engra annarra, svo íslenskt sem það er. Við lærðum hver af annarri og stigum okkar fyrstu spor án minnstu tilsagnar. Sagan kenndi mér síðar meir að í útlöndum höfðu mennta- menn yfirleitt átt frumkvæði að stofnun verkalýðssamtaka, en svo var ekki í félaginu okkar. Nei, við skyldum gera þetta sjálfar. Og líkast til var það okkar mikla happ. Því þótt menn biðji um aðstoð, þá er mikil- vægt að ekki sé gripið fram fyrir hendumar á þeim. Sá sem á undir högg aðsækja verður sjálfur að sækja fram því þar liggur krafturinn í bar- áttunni. Það er gott að þiggja ráð og leiðbeiningar þeirra sem hafa mennt- un og vit á þjóðfélagsmálum, en það fólk má ekki ráða ferðinni. Sá sem á allt sitt undir barráttunni, verður sjálfur að finna út hvaða leið hann vill fara, leið sem tekur mið af þeim veruleika sem hann þekkir betur en aðrir - því það er hans eigin veru- leiki., Eldabuskur ruddu brautina Aðalheiður lýsir því hvemig starfsstúlkumar á spítulunum knúðu fram kjarasamning. „Meðan á þessu stóð höfðu hjúkrunarkonur staðið álengdar og fylgst með baráttu f.........-................. ^ Er veiðigjald í raun byggðaskattur? Ráðstefna um áhrif veiðigjalds á skattbyrði einstakra landshluta, haldin af sjávarútvegsráðuneytinu á Hótel KEA, Akureyri þriðjudaginn 6. maí 1997 15:00 Innritun fyrir framan Stuðlaberg 15:30 Ráðstefnan sett 15:35 Ávarp Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra 15:45 Byggðadreifing veiðigjalds Ragnar Ámason, prófessor, kynnir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga 16:05 Spumingar og svör 16:10 Tilræði við byggð Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður 16:30 Spumingar og svör 16:35 Kaffiveitingar 16:55 Veiðileyfagjald - rök og réttlæti Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður 17:15 Spumingar og svör 17:20 Áhrif veiðigjalds á mitt bæjarfélag Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 17:40 Spumingar og svör 17:45 Veiðigjald - dragbítur á framþróun í sjávarútvegi Steingrímur Sigfússon, alþm. og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis 18:05 Spurningar, umræður og samantekt Tómas Ingi Olrich, alþingismaður 18:30 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: Tómas Ingi Olrich Skráning hjá KOM ehf. sími 562-2411 • símbréf 562-3411 Þátttökugjald er kr. 1.500 Os rf Skipuleggjendur ráðstefnunnar geta breytt dagskrá vegna s ófyrisjáanlegra atvika. s ........ Heiða Hólm var ekki nema 18 ára þegar hún stofnaði Sókn ásamt stöllum sínum. Arið áður vann hún á Álafossi þar sem þessi mynd var tekin af hinni vígreifu verkastúlku. Ætli saga mannanna sé ekki meiri tilviijun en við viljum en við viijum vera láta, tilvilj- un sem tengist þó skaplyndi hvers manns og þeim tíðaranda sem mótar hann. Hér hafði ég, vinnukona í vist hjá ríkinu, sogast inn í flaum íslandssögunnar og eins og fyrir tiivilj- un verið kosin til for- ystu í baráttuhreyfingu tæplega þrjátíu kvenna. stúlknanna í Sókn. En það var eins og við manninn mælt, þegar við höfðum rutt brautina komu þær á eft- ir, og sú saga endurtók sig síðar. Fyrstu samningar hjúkrunarkvenna við stjóm ríkisspítalanna voru undir- ritaðir í mars 1937, hálfu öðru ári eft- ir að gangnastúlkur og eldabuskur höfðu fengið viðurkenningu á samn- ingsrétti sínum. - Ætli saga mannanna sé ekki meiri tilviljun en við viljum en við viljum vera láta, tilviljun sem tengist þó skaplyndi hvers manns og þeim tíðaranda sem mótar hann. Hér hafði ég, vinnukona í vist hjá ríkinu, sogast inn í fiaum Islandssögunnar og eins og fyrir tilviljun verið kosin til for- ystu í baráttuhreyfingu tæplega þrjá- tíu kvenna. Þó svo að Sókn yrði fljót- lega fjölmennt félag, þá vorurn við sjaldan fleiri sem beinlínis lögðum eitthvað að mörkum til baráttunnar á þessum árum. Aðalheiður Hólm Spans hefur átt óvenjulega æfi sem sagt er frá í minningum hennar sem Þorvaldur Friðriksson skráði og komu út á bók árið 1994. Hún hefur verið búsett í Hollandi frá stríðslokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.