Alþýðublaðið - 01.05.1997, Side 10

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Side 10
10 ALÞY&UBLAÐ1Ð FIMMTUDAGUR T. MAI 1997 Sameining af hinu góða Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar: Þörf fyrir pólitíska samstöðu og sameiningu. Verkalýðs- hreyfingin hefur þörf fyrir stjórnmálaflokka sem þora og vilja vera henni samstíga -í verkalýðsbaráttu eru það gömul sannindi sem fyrirrennarar okkar þreyttust aldrei á að árétta , - að sam- staða og sameining er af hinu góða, segir Halldór Bjömsson formaður Dagsbrúnar m.a. í viðtali við Al- þýðublaðið. Gamla góða Dagsbrún er komin í nýtt húsnæði við Skipholt 50d. Hall- dór Bjömsson formaður Dagsbrúnar leiddi tíðindamann 1 .maíblaðsins um hin nýju glæsilegu húsakynni og útli- staði kosti þess. Hér er aðgengi mun betra en við Lindargötuna, afgreiðsl- an opnari og þægilegri bæði fyrir dagsbrúnarmenn sem eiga erindi á skrifstofur sínar sem og starfsfólkið á skrifstofunum. I húsinu era einir 4 fundarsalir og félagsaðstaðan er öll með ágætum. Nýja húsnæðið er um 700 fermetr- ar alls og í því era auk áðumefnds, rúmgóðar skjalageymslur, aðstaða fyrir félagsmiðstöð og hið glæsilega bókasafn Dagsbrúnar. Verkalýðsfélagatorfan við Skipholt Á torfunni þama í Skipholtinu er að verða hverfi nokkurra verkalýðs- félaga og sambanda, því í húsalengj- unni era til húsa félög eins og Sókn, Framsókn, Verkamannasambandið og loks Dagsbrún sjálf. Við inntum Halldór fyrst eftir því hvort þetta ná- grenni hefði meira en táknræna merkingu um samstöðu innan verka- lýðshreyfingarinnar? -Þegar við sameinuðum lífeyris- sjóðina á sínum tíma kom upp sú hugmynd að mynda eitt stórt felag ófaglærðs verkafólks á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. allir sem stæðu utan VR. -Af þessu tilefni höfðum við sam- band við flest félögin hér á höfuð- borgarsvæðinu sem heyra undir þessa skilgreiningu. I ljós kom að fé- lögin vora ekki tilbúin til svo rótt- tækrar uppstokkunar. Hlíf í Hafnar- firði svaraði synjandi með bréfi og flest önnur félög sýndu takmarkaðan áhuga. Stéttarfélag tuttugu þúsunda -Verkakvennafélagið Framsókn hefur verið tilbúið til að styrkja verkalýðshreyfinguna með þessum hætti og við eram á fullu að vinna að sameiningu félaganna um þessar mundir. En það er ekkert einfalt mál að sameina félög sem eiga kannski 80 til 90 ára sögu að baki, þetta er mikið tilfinningamál og margbrotið að sameina mörg félög í einu. -Samt sem áður hafa nokkur þess- Yinnuimðlun Reykjavíkurborgar Stjrkii frá K(‘ykj;i\íknrl>»ií> vegna sumarstarfa skólanema ■ Sumarið 1997 mun Reykjavíkurborg líkt og s.l. sumar styrkja fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík tii að ráða til sín skólanema, einkum á aldrinum 17 og 18 ára. Einnig gefst bændum kostur á að sækja um styrk. ■ Markmiðið með styrkveitingunum er að gefa reykvískum skólanemum kost á meiri fjölbreytni í vali á sumarvinnu, efla tengsl þeirra við atvinnulífið og fjölga starfstilboðum fyrir þennan aldurshóp. ■ Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði 3/4 af heildarlaunakostnaði, þó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku og greiðist eftir á gegn framvísun launaseða. Um er að ræða allt að 100 störf. Miðað er við 7 klst. vinnudag og reiknað með sjö til átta vikna ráðningartíma. ■ Skilyrði fyrir ofangreindum slyrk er að atvinnurekendur sýni fram á að án tilkomu hans hefði ekki verið ráðið í starfið. Væntanlegur starfsmaður skal vera á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks/Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, sem hefur milligöngu um ráðningarnar. ■ Styrkumsóknir sendist til Ragnheiðar Kristiansen, Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, Engjateigi 11,105 Reykjavík, sími 588 2580, fyrir 15. maí n.k. á eyðublöðum scm þar fást. ara félaga verið með opnum huga í þessari umræðu eins og t.d. Sókn. Ég sé sjálfur fyrir mér stéttarfélag ófag- lærðs verkafólks með um 20 þúsund félagsmönnum. Slíkt félag væri betur í stakk búið til að bæta kjörin en þau félög sem við þekkjum í dag. -Við eram að vinna með Framsókn að sameiningu félaganna og vonumst til að geta lokið sameiningarferlinu árið 1998. Húsnæði okkar hér gæti einmitt hjálpað til við hina „praktisku. hlið sameiningarinnar, því hér er gott rými, hátt til lofts og vítt til veggja, með afburða góðri fé- lagsaðstöðu. Önnur félög gætu sem hægast bæst við í okkar sameiningar- ferli. Sundrung innan verka- lýðshreyfingar Halldór Bjömsson kveðst ekki eins bjartsýnn á sameiningu verka- lýðsfélaga með samtökum opinberra starfsmanna, þó sjálfsagt væri að hafa gott samband við BSRB. Hann segist ekki betur sjá en þar séu félag frekar að brjótast undan samstöðu og þar sé töluverð sundrang. En er ekki sams konar sundrang innan ASÍ? Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar. Hin faglega samstaða þarf að styðjast við pólitiska sam- stöðu og sameiningu þegar því er að skipta. y> ■ , ■■ <*%*&■ Hús Dagsbrúnar viö Skipholt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.