Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 11
TltólMÍÚDAGUR'1. MAÍ1997 ÁlfcÝÐÚULAÐIÐ 11 -Jú, en yfirleitt er ágreiningur okk- ar við ASI ekki beinlínis faglegs eðl- is, heldur er lögð áhersla á mismund- andi vinnubrögð. Ég vek athygli á því að frá því ég varð formaður Dagsbrúnar hefur verið all gott sam- komulag við ASI. -Staðreyndin er sú að við Dags- brúnarmenn höfum ákveðna sérstöðu og viljum halda henni. Við fórum nokkuð einir í nýliðnum kjarasamn- ingum og stóðum fyrir utan bæði VMSÍ og ASÍ. Ástæðan er sú að við áttum ekki samleið hagsmunalega að þessu sinni. Við töldum hag okkar betur borgið með þessu vinnulagi, enda held ég að þegar upp er staðið viðurkenni flestir að þannig hafi til tekist. -Við dagsbrúnarmenn höfum lagt mikið uppúr því að vinna vel á vinnustöðunum og fá fólk til að taka þátt í okkar starfi. I kjarasamningun- um komu um 200 manns með lifandi hætti að samningagerðinni í stað ör- fárra áður. En slíkt getur líka skapað erfiðleika og verið tafsamara en fá- mennisfyrirkomulagið. -Jú rétt kann að vera að verkalýðs- hreyfingin sé veikari en áður með veikari heildarsamtökum. Ég held að skýringarnar séu margvíslegar. Ein er sú að styrkur heildarsamtaka byggist að miklu leyti á forystumönnum þeirra. Nú vill svo til að á síðustu árum hefur verið ágreiningur um skipan forystunnar í Alþýðusam- bandinu og vil ég þar með alls ekki kasta rýrð á þá einstaklinga sem þar sitja. Áður var tæpast deilt um menn í forystunni. Sérhyggja á kostnað samstöðu -Vissulega er þjóðfélagið að breyt- ast þannig að sérhyggjan á vaxandi fylgi að fagna. Hún hefur fengið al- mennt forgang fram yfir samtrygg- ingu. Samstaðan og samhjálpin voru hin innihaldsríku kjörorð verkalýðs- hreyfingarinnar áður og nutu mun meira atfylgis í samfélaginu. Sam- staðan var sterkari meðan verkalýðs- hreyfingin var að berjast fyrir frum- réttindum sínum. -Barátta sérhópanna hefur orðið nokkuð á kostnað sameiginlegra þarfa og samábyrgðar. Þarna er á ferðinni þróun sem ég tel að sporna eigi við. Við eigum ekki síst við þetta að etja sjálfir innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Það á t.d. við um átökin um lífeyrissjóðina, þar sem við höf- um lagt áherslu á s-in þrjú , sam- tryggingu, sjóðssöfnun og skylduað- ild. Pólitísk samstaða skil- ar meiru -Það er alveg ljóst í mínum huga að verkalýðshreyfingin hefur verið að veikjast m.a. vegna pólitískrar sundrungar. Við höfum líka dæmi um það úr okkar daglega umhverfi hvernig samstaða skilar meiri ár- angri. Það á t.d. við um samstöðuna í kringum R-listann í Reykjavík sem skilaði loks meirihluta. Því aðeins er hægt að hafa áhrif að menn séu reiðubúnir að slá af sérkröfum í þágu samstöðunnar. -f verkalýðsbaráttu eru það gömul sannindi sem fyrirrennarar okkar þreyttust aldrei á að árétta , - að sam- staða og sameining er af hinu góða. Hin faglega samstaða þarf að styðjast við pólitíska samstöðu og samein- ingu þegar því er að skipta. -Hreyfingin á ekki að vera hrædd við stjórnmálaflokka. Ef stjórnmála- flokkar eru reiðubúnir að styðja mál- stað verkalýðshreyfingarinnar á hreyfingin hiklaust að lýsa yfir stuðningi við þá. Hérlendis hafa menn verið hræddir við slíkt og litið hornauga ef menn voga sér eitthvað í þá veruna. Eg sé ekkert athugavert við það, verkalýðshreyfingin hefur þörf fyrir stjórnmálaflokka sem þora Jú rétt kann að vera að verkalýðshreyfingin sé veikari en áður með veikari heildar- samtökum. og vilja vera henni samstíga, segir Halldór Björnsson. Menningarreisn verka- lýðshreyfingar Formaður Dagsbrúnar leggur mik- ið upp úr nauðsyn þess að íslenska verkalýðshreyfingin hefði döngun í sér til að halda á merki þeim gunn- fána íslenskrar menningar sem verkalýðsfélögin hófu á loft fyrr á öldinni. -Það má segja að lífsgæðakapp- hlaupið og hinn ógnarlangi vinnutími sem m.a. var tilkominn vegna of lágra launa eigi sök á því menningar- leysi sem einkennt hefur okkur að alltof miklu leyti á síðustu tímum. Það er hið besta mál hvernig þátttaka okkar í Evrópusamstarfi virkar til að draga úr hinum óhóflega vinnutíma okkar. Vissulega áttu lágu launin sök í þessu efni en með alþjóðasamning- um og þeim kjarasamningum sem við vorum að gera þar sem lágu laun- in voru hækkuð verulega umfram hin hærri, held ég að mikilvægt skref hafi verið stigið í framfaraátt. -Vísir að sögusafni verkalýðs- hreyfingar er til orðinn fyrir menn- ingarbaráttu einstaklinga eins og Stefáns Ogmundssonar og við ættum að bindast samtökum innan verka- lýðshreyfmgarinnar til átaks í því efni, segir Halldór Björnsson. Að lokum leiddi formaður Dags- brúnar tíðindamann inn í hið glæsi- lega bókasafn Dagsbrúnar þar sem nú ræður ríkjum Þórir Daníelsson sem gamalkunnugur er úr verkalýðs- baráttunni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri VMSÍ. Bókasafnið er að stofni til úr fórum Valdimars As- mundssonar ritstjóra Fjallkonunnar, föður Héðins Valdimarssonar vara- formanns Alþýðuflokksins og for- manns Dagsbúnar. Guðrún Pálsdótt- ir, ekkja Héðins, gaf Dagsbrún safn bónda síns að honum gegnum. Það hefur verið töluvert aukið síðan og er hið glæsilegasta. Safnið er opið áhugafólki á þriðjudögum og laugar- dögum frá kl. 14.00 til 16.00. Fundur um samstarf á Akureyri Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar heldur áríðandi fé- lagsfund að Skipagötu 18, sunnudaginn 4. maí kl. 14.00. Eina fundarefnið er erindi frá Alþýðubanda- laginu á Akureyri um samstarf í komandi bæjar- stjórnarkosningum. Áríðandi er að allir félagsmenn mæti á þennan fund. Að loknum félagsfundinum, eða kl. 15.00, hefst op- inn og almennur stjórnmálafundur þar sem Sighvat- ur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins fjallar um komandi kosningar og samstarf jafnaðarmanna. Kosningavaka a Rauða Ijoninu Jafnaðarmenn, munið kosningavökuna vegna bresku þingkosninganna sem haldin verðir á Rauða Ijóninu frá klukkan tíu til tvö að kvöldi 1. maí. Beinar útsendingar frá BBC og íslensku sjónvarpsstöðvun- um. Jakob Frímann Magnússon og Hreinn Hreins- son verða í beinu sambandi frá kosningavökum Verkamannaflokksins í Lundúnum. Már Guðmundsson hagfræðingur, Svanfríður Jónas- dóttir alþingismaður og Össur Skarphéðinsson al- þingismaður og ritstjóri bregðast við tíðindunum frá Bretlandi. Einar Karl Haraldsson og Hólmfríður Sveinsdóttir stjórna samkomunni. 1. maí kaffi á Hótel Borg Sameiginlegt 1. maí kaffi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og Alþýðubandalagsins í Reykjavík á Hótel Borg kl. 14.30. Dagskrá: Ávörp þingmanna Reykvíkinga, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar. Sigríður Kristinsdóttir flytur ávarp. Einsöngur: Inga Backman við undirleik Reynis Jónassonar. Karlakór alþýðunnar syngur nokkur alþýðulög. Formannadúett. Kaffi og meðlæti kr. 750 á mann. Gestur Ásólfsson formaður Alþýðubandalagsins f Reykjavík Rúnar Geirmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.