Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 12
12 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 Akureyri Norðlensk Gróska stofnuð í Deiglunni á Akureyri í dag, 1. maí Gróska á Norðurlandi verður sett á laggirnar í dag í Deiglunni á Aku- kreyri kl. 17.00 með glæsilegri dag- skrá. Tilgangur Grósku er að skapa samstarfs- og samræðugrundvöll fyr- ir hina fjölmörgu flokka og samtök á vinstri væng íslenskra stjórnmála og stuðla að sameiningu þeirra. Að sam- tökunum stendur aðallega ungt fólk úr A-flokkunum, Kvennalista og Þjóðvaka og fleiri sem eru orðnir þreyttir á ósamlyndi vinstriaflanna, segja tíðindamenn að norðan. Til að auðvelda jafnaðar- og fé- lagshyggjufólki á Norðurlandi að hafa áhrif á þá þróun sem nú á sér stað í sameiningarmálunum hefur hópur fólks að undanförnu undirbúið stofnun Grósku á Norðuriandi. I frétt frá undirbúningshópnum er minnt á stofnun Grósku samtaka jafnaðar og félagshyggjufólks 18. janúar s.l. í Reykjavík. Norðanmenn vilja einnig taka átt í þessari þróun og verður stofnfundur samtakanna haldinn í Deiglunni í dag, 1. maí, kl.17.00 Að sögn Jóns Hróa Finnssonar talsmanns undirbúningshóps verður fjölbreytt dagskrá á stofnfundinum sem ætluð er fólki á öllum aldri, -fé- lögum og stuðningsmönnum. Ræðumenn verða; Sigrún Stefáns- dóttir, Hafliði Helgason, Huginn Freyr Þorsteinsson. Af hálfu jafnað- armanna Svanfríður Jónasdóttir þingmaður og Þröstur Ásmundsson. Kynnir verður Davíð Þór Jónsson. Skemmtiatriði: Súkkat spilar og norðlenskir hljómlistamenn leika, Sölvi Antonsson spilar á gítar, nem- endur úr Tónlistaskólanum á Akur- eyri leika djass og hljómsveitin Tvö hundruð þúsund naglbítar lýkur dag- skránni. A Isafirði 1938 Sterkur framboðs listi fyrir vestan í bæjarstjórnarkosningum veturinn 1938 var sameiningarlínan víða uppi. Á ísafirði, einu höfuðvígi jafnaðarstefhunnar, þótti list- inn sérlega sterkur og skemmtilega saman settur í sögulegu tilliti. Efstu menn listans voru: Finnur Jónsson framkvæmdastjóri. 2. Hánnibal Valdimarsson ritstjóri. 3. Eyjólfur Arnason verkamaður. 4. Grímur Kristgeirs- son rakari. 5. Guðmundur G Hagalín rithöf- undur. 6. Helgi Hannesson kennari. Flestir urðu þessir menn þjóðkunnir af störf- um sínum, ef ekki eigin verkum þá barna sinna. Finnur varð ráðherra, faðir Birgis al- þingismanns sem er faðir Finns jafnaðar- manns á Akureyri og tengdafaðir Páls há- skólarektors. Hannibal varð ráðherra, for- maður Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, faðir Jóns Baldvins. Eyjólfur Arnason var byltingarmaðurinn í hópnum, átti m.a. eftir að þýða verk Leníns á íslensku, starfaði t.d. lengi á Þjóðviljanum og bókasafni Dagsbrún- ar. Grímur rakari var faðir Ólafs Ragnars sem var formaður Alþýðubandalagsins og er for- seti Islands. Guðmundur Hagalín hinn þjóð- kunni rithöfundur, faðir Sigríðar leikkonu og loks Helgi sem varð forseti ASÍ og faðir Hauks forystumanns í röðum kennara og jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Feður þeirra, rakarinn og ritstjórinn, sátu saman á hinum góðkunna framboðslista í bæjarstjkórnarkosningunum i janúar 1938. VinnumiðlxHi Reykjavíkurborgar StyrWr firá Reykja\íliurborg \ egiia sumarstarfa skólanema__________ ¦ Sumarið 1997 mun Rcykjavíkurborg l'Tct og s.l. sumar styrkja fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík til að ráða lil sín skólanema, einkum á aldrinum 17 og 18 ára. Elnriiggefst baéndum kostur á að sækja um slyrk. ¦ Markmiðið með slyrkveitingunum er að gefa reykvískum skólanemum kost á meiri fjölbrcytni í vali á sumarvinnu, efla tengsl þeirra við atvinnulífið og fjölga starfstilboðum fyrir þennan aldurshóp. ¦ Gcrt er ráð fyrir að slyrkurinn vcrði 3/4 al heildarlaunakoslnaði, |)ó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku og greiðisf cftir á gegn framvísun launaseða. Um er að ræða allt að 100 stórf. Miðað er við 7 klst. vinnudag og reiknað með sjö til álta vikna ráðningarlíma. ¦ Skilyrði fyrir ofangreindum styrk er að atvinnurckcndur sýni fram á að án tilkomu hans hefði ekki verið ráðið í starfið. Væntanlcgur starfsmaður skal vcra á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólksA'innumiðlun Reykjavíkurborgar, sem hcfur milligöngu um ráðningarnar. ¦ Styrkumsóknir scndist til Ragnheiðar Kristiansen, Vinnumiðlun Reykjavíkurt)orgar, língjateigi 11,105 Reykjavík, sími 588 2580, fyrir 15. maí n.k. á eyðublöðum scm þar fást. 1.maí1997 agskráin í Reykjavík í dag Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur svo af stað kl. 14:00 og leika fyrir göngunni Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur. Að lokinni göngu verður útifundur á ingólfstorgi. Aðalræðumenn dagsins verða: Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Ávarp flytur Drífa Snædal, formaður Iðnemasambands íslands. Milli atriða flytur Bubbi Morthens baráttulög. í lok fundarins mun sönghópur úr kór Trésmiðafélags Reykjavíkur syngja nokur lög. Fundarstjóri verður Sigríður Ólafsdóttir varaformaður Dagsbrúnar. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.