Alþýðublaðið - 01.05.1997, Page 12

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Page 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 ■ Akureyri Norðlensk í Deiglunni á Akureyri í dag, 1. maí Gróska á Norðurlandi verður sett á laggimar í dag í Deiglunni á Aku- kreyri kl. 17.00 með glæsilegri dag- skrá. Tilgangur Grósku er að skapa samstarfs- og samræðugmndvöll fyr- ir hina fjölmörgu flokka og samtök á vinstri væng íslenskra stjómmála og stuðla að sameiningu þeirra. Að sam- tökunum stendur aðallega ungt fólk úr A-flokkunum, Kvennalista og Þjóðvaka og fleiri sem eru orðnir þreyttir á ósamlyndi vinstriaflanna, segja tíðindamenn að norðan. Til að auðvelda jafnaðar- og fé- lagshyggjufólki á Norðurlandi að hafa áhrif á þá þróun sem nú á sér stað í sameiningarmálunum hefur hópur fólks að undanfömu undirbúið Gróska stofnuð stofnun Grósku á Norðurlandi. I frétt frá undirbúningshópnum er minnt á stofnun Grósku samtaka jafnaðar og félagshyggjufólks 18. janúar s.l. í Reykjavík. Norðanmenn vilja einnig taka átt í þessari þróun og verður stofnfundur samtakanna haldinn í Deiglunni í dag, 1. maí, kl.17.00 Að sögn Jóns Hróa Finnssonar talsmanns undirbúningshóps verður fjölbreytt dagskrá á stofnfundinum sem ætluð er fólki á öllum aldri, -fé- lögum og stuðningsmönnum. Ræðumenn verða; Sigrún Stefáns- dóttir, Hafliði Helgason, Huginn Freyr Þorsteinsson. Af hálfu jafnað- armanna Svanfríður Jónasdóttir þingmaður og Þröstur Ásmundsson. Kynnir verður Davíð Þór Jónsson. Skemmtiatriði; Súkkat spilar og norðlenskir hljómlistamenn leika, Sölvi Antonsson spilar á gítar, nem- endur úr Tónlistaskólanum á Akur- eyri leika djass og hljómsveitin Tvö hundruð þúsund naglbítar lýkur dag- skránni. ■ Á ísafirði 1938 Sterkur framboðs- listi fyrir vestan í bæjarstjómarkosningum veturinn 1938 var sameiningarlínan víða uppi. Á ísafirði, einu höfuðvígi jafnaðarstefnunnar, þótti list- inn sérlega sterkur og skemmtilega saman settur í sögulegu tilliti. Efstu menn listans vom: Finnur Jónsson framkvæmdastjóri. 2. Hannibal Valdimarsson ritstjóri. 3. Eyjólfur Árnason verkamaður. 4. Grímur Kristgeirs- son rakari. 5. Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur. 6. Helgi Hannesson kennari. Flestir urðu þessir menn þjóðkunnir af störf- um sínum, ef ekki eigin verkum þá bama sinna. Finnur varð ráðherra, faðir Birgis al- þingismanns sem er faðir Finns jafnaðar- manns á Akureyri og tengdafaðir Páls há- skólarektors. Hannibal varð ráðherra, for- maður Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, faðir Jóns Baldvins. Eyjólfur Ámason var byltingarmaðurinn í hópnum, átti m.a. eftir að þýða verk Leníns á íslensku, starfaði t.d. lengi á Þjóðviljanum og bókasafni Dagsbrún- ar. Grímur rakari var faðir Ólafs Ragnars sem var formaður Alþýðubandalagsins og er for- seti Islands. Guðmundur Hagalín hinn þjóð- kunni rithöfundur, faðir Sigríðar leikkonu og loks Helgi sem varð forseti ASÍ og faðir Hauks forystumanns í röðum kennara og jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Feður þeirra, rakarinn og ritstjórinn, sátu saman á hinum góðkunna framboðslista í bæjarstjkórnarkosningunum í janúar 1938. ■■ Viimmrnðlun Reykjavíkurborgar Styrkir Irá Reykjavfloirborg vegna sumarstarfa skólanema ■ Sumarið 1997 mun Reykjavíkurborg Kkt og s.l. sumar styrkja fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík til að ráða til síh skólanema, einkum á altirinum 17 og 18 ára. Einniggefst bændum kostur á að sækja um styrk. ■ Markmiðið með stvrkveitingunum er að gefa reykvískum skólanemum kost á meiri fjölbreytni í vaii á sumarvinnu, efla tengsl jieirra við atvinnulífið og fjiilga starfslilboðum fyrir þennan aldurshóp. ■ tíert er ráð fyrir að slyrkurinn verði 3/4 af heiidarlaunakostnaði, j)ó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku og greiðist eftir á gegn framvísun launaseða. Um er að ræða allt að 100 störf. Miðað er við 7 klst. vinnudag og reiknað með sjö til átta vikna ráðningartíma. ■ Skilyi’ði fyrir ofangreindum styrk er að atvinnurekendur sýni fram á að án tilkomu hans hefði ekki verið ráðið í starfið. Væntanlegur starfsmaður skal vera á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks/Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. sem hefur milligöngu um ráðningamar. ■ StýTkumsóknir sendist til Ragnheiðar Kristiansen, Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, lingjateigi 11. 105 Reykjavík, sími 588 2580, fyrir 15. maí n.k. á eyðublöðum sem þar fást. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur svo af stað kl. 14:00 og leika fyrir göngunni Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur. Að lokinni göngu verður útifundur á Ingólfstorgi. Aðalræðumenn dagsins verða: Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Ávarp flytur Drífa Snædal, formaður Iðnemasambands íslands. Milli atriða flytur Bubbi Morthens baráttulög. í lok fundarins mun sönghópur úr kór Trésmiðafélags Reykjavíkur syngja nokur lög. Fundarstjóri verður Sigríður Ólafsdóttir varaformaður Dagsbrúnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.