Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13 1. MAI AVARP 1997 Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands fslands og Iðnemasambands ísland Eftir setningu nýrra laga um stétt- arfélög og vinnudeilur reyndi nú í fyrsta sinn á löggjöfina með beinum hætti í kjarasamingum. Breytingarnar á lögunum voru á sínum tíma gerðar í algerri andstöðu við alla verkalýðshreyfinguna. Með þeim hlutaðist ríkisvaldið til um innra skipulag frjálsrar hreyfingar launa- fólks með óþolandi ofbeldi. Ljóst er að allt það sem verkalýðshreyfingin sagði um breytingarnar á lögunum hefur reynst rétt. Samtök launafólks og atvinnurekenda sitja nú uppi með löggjöf sem tefur alla samningagerð og njörvar öll samskipti þeirra niður. Verkalýðshreyfingin gerir þá kröfu til stjórnvalda að lögin verði tekin til enduskoðunar nú þegar. Skipulagið til gagn- gerrar endurskoðunar Verkalýðshreyfingin þarf að líta í eigin barm og spyrja hvort meiri og víðtækari samstaða innan eigin raða um markmið og leiðir hefði ekki skil- að betri árangri í kjarabaráttunni en raun ber vitni. Við verðum að læra af reynslunni og láta hana verða okkur vegarnesti inn í framtíðina. Verka- lýðshreyfingin þarf að taka skipulag og baráttuaðferðir til gagngerrar end- urskoðunar með það að leiðarljósi að okkur miði sem hraðast fram í sókn til bættra lífskjara. Undiralda og reiði fólks Þrátt fyrir nokkurn árangur margra verkalýðsfélaga í kjarasasamningum sem markast af mikilli hækkun lægstu launa og eflingu kauptaxta- kerfisins kraumar engu að síður óá- nægja í þjóðfélaginu. Ljóst er af af- greiðslu kjarasamninga í mörgum stéttarfélögum að atkvæðatölur bera vott um undiröldu og reiði fólks yfir stöðu sinni eftir margra ára stöðunar- tímabil í kaupmætti og kjörum. Fólki svíður sú misskipting sem á undanförnum árum hefur verið fest í sessi með stefnu stjórnvalda í skatta og velferðarmálum og óbilgirni at- vinnurekenda við samningaborðið. Á meðan ýmsir þjóðfélagshópar hafa allt sitt á þurru hafa aðrir án fyr- irhafnar sótt ígildi mánaðarlauna verkamannsins í kjarabætur. Misskipting og misrétt- ið eitra út f rá sér Aðeins hluti þjóðarinnar þarf að bera allar skattbyrðar landsmanna á herðum sér. Ljóst er að þolinmæði hins almenna launamanns er nú á þrotum. Hann hefur haldið uppi vel- ferðarþjóðfélaginu með sköttum sín- um, dugnaði og vinnusemi, en horfir upp á skattsvik látin óáreitt. Verka- lýðshreyfingin krefst þess að tekið verði á skattsvikurunum. Stöðugt er svorfið að öllum þeim hópum sem höllum fæti standa hvort sem það eru atvinnulausir, aldraðir eða öryrkjar. Misréttið grefur um sig og eitrar út frá sér. Nú er svo komið að hægt er að segja með sanni að tvær eða fleiri þjóðir byggi landið. Fólk horfir á hagnaðartölur fyrirtækjanna og hefur skattsvik og undanskot fyrir augun- um. Hver lagasetningin á fætur annarri eykur á misskiptingu og kjör þeirra versna stöðugt sem höllum fæti standa. Manngildið látið róa Greiðsluvandi heimilanna blasir við. Meðan launamenn tóku á sig ótæpilegar byrðar á þjóðarsáttartím- anum, hlóðust skuldirnar á heimili landsins. Ráðamenn þjóðarinnar hafa engar áhyggjur af því. Peningafrjálshyggja og gróðasjón- armið birtast okkur í sínum verstu myndum í grimmri aðför að velferð- arþjónustunni og í tilraunum til að svipta launamenn réttindum sínum t.d. með því að þröngva þeim til verk- töku. Þessi sjónarmið og stefna birtist okkur einnig í tilraunum atvinnurek- enda, jafnt á almennum vinnumark- aði sem opinberum, til að umbylta launakerfum þannig að vald forstjóra aukist samhliða því sem áhrif stéttar- félaga og þar með einstaklingsins, er veikt. Samkvæmt kennisetningu pen- ingaaflanna eru öll ráð ráðin með hliðsjón af hámarksgróða en mann- gildið látið róa. Þetta er stefna mis- réttis og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfhingin krefst rétt- láts launakerfis sem tryggir launa- fólki eðlilega hlutdeild í þjóðartekj- um. Útsölustaðir: Rollingar, Kringlunni Barnaheimar, Síðumúla Spékoppar, Grafarvogi Bangsi, Bankastræti Ólavía og Ólíver, Glæsibæ Emhla, Hafnarfirði Grallarar, Selfossi Leggur & skel, ísaf irði Ozone, Akranesi Kátir krakkar, Akureyri Bambi, Húsavík Blómsturvellir, Hellissandi Sentrum, Egilsstöðum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.