Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 14
14 ALÞYÐUBLÁÐIÐ 'FÍMMTUDAGUR Í.'MÁÍ i'997 ¦ Rauðari en allt sem rautt er. Nokkrir þættir um Héðinn Valdimarsson og sameiningarmálin 1936-38 Héðinn og sameiningin „Það er einn maður í Alþýðu- flokknum, sem getur e.t.v. gert flokknum meira gagn en nokkur maður annar, ef hann vill beita kröft- um sínum óskiptum fyrir málstað verkalýðsins, gegn auðvaldinu. Þessi maður er Héðinn Valdimarsson. Hann hefur óefað ýmsa merkilega hæfileika til að bera sem verkalýðs- fulltrúi, þó ekki væri nema þann, að hann er einn af þeim fáu, ef ekki sá eini maður í forustu Alþýðuflokks- ins, sem hefir fræðilega þekkingu á kenningum jafnaðarstefhunnar, en slík þekking er óhjákvæmilegur grundvöllur sigursællar markvísrar verkalýðsbaráttu." Þannig skrifaði Halldór Laxness í grein um sameiningarmál verkalýðs- flokkanna sem birtist í Rétti í febrúar árið 1937. Margir kommúnistar tortryggðu fáa forystumenn meira í Alþýðu- flokknum en Héðinn og töldu hann lengi vel vinna gegn sameiningunni. Meiraðsegja eftir að Héðinn lagði fram tillögu á Dagsbrúnarfundi um tafarlausa sameiningu, var hann sak- aður um sundrungarpólitík og undir- mál. „Hér var um aðferð að ræða sem ekki er óþekkt í Alþýðuflokkn- um, þegar allt virðist vera að komast f óefni, að bera fram tillögur, sem eru lengra til vinstri en öll vinstripólitík, róttækari, en allt sem róttækt er, rauðara en allt sem rautt er", var skrifað í Rétti. En meðal kommanna vottaði líka fyrir efasemdum um sameiningu og hræðslu við hana. Jafnvel um hásum- arið 1937 eftir að flokkarnir höfðu skipað nefndir til að gera tillögur um sameiningarmálin virðast sumir áhangendur Kommúnistaflokksins óttast sameiningu. „Alþýðan fer ekki að leggja niður sína eldri flokka nema hún hafi tryggingu fyrir því, að hinn nýi sameinað flokkur, er hún skapar sér, verði henni traust og sterkt vopn í baráttunni við íhaldið og fyrir lokatakmarki sínu að koma á sósíalistisku skipulagi hér á landi." Nýja línan Samfylkingarlínan var tiltölulega ný af nálinni meðal kommúnista. Frá því að þeir klufu sig úr Alþýðu- flokknum og mynduðu eigin flokk 1930 hafði margt vatn runnið til sjáv- ar. Um hríð var flokkur þeirra lfkari ofstækisfullum trúarsöfnuði en stjórnmálasamtökum og samskipti þeirra við sósíaldemókrata voru eins og við erkióvini - enda kölluðu þeir þá „sósíalfasista". En nú var annað uppi. Það gerðist nefnilega tveimur árum eftir valdatöku nasista í Þýska- landi að samfylkingarlínan varð ofan á á 7. þingi Alþjóðasambands komm- únista, Komintern í Moskvu 1935. Þar voru þeir fulltrúar fslendinga; Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason og komu heim fagnandi með nýja línu, nú þyrfti að sameina alla hina vinnandi þjóð íslands í eina Halldór Laxness. Héðinn eini mað- urinn f forystu Alþýðuflokksins sem hefur fræðilega þekkingu á kenningum jafnaðarstefnunnar. Brynjólfur Bjarnason. Fór til Moskvu 1935 og sneri heim með nýja línu. Einar Olgeirsson. Varð um hrfð vinur Héðins en snérist gegn hon- um örfáum mánuðum síðar. volduga fylkingu. Stórbrotinn foringi Annars var Héðinn Valdimarsson ekki mikill sameiningarsinni til að byrja með í Alþýðuflokknum. En vonbrigði með kosningaúrslitin í þingkosningum 1937 breyttu afstöðu hans . Héðinn var stórbrotinn alþýðufor- ingi og í ýmsu mótsagnakenndur. Hann var umsvifamikill atvinnurek- endi, hann var formaður Dagsbrúnar, varaformaður Alþýðuflokksins og þar með Alþýðusambandsins og sat á þingi fyrir flokk sinn. Hann var full- trúi hinna vígreifu ungu Alþýðu- flokksmanna og líklegur til að verða um langan tíma einn helsti forystu- maður flokks og hreyfingar. Hann hafði kynnst jafnaðarstefn- unni á námsárum sínum og hafði eins og fleiri róttæklingar mikið samband við Jónas frá Hriflu á þeim árum, en Jónas átti þátt í stofnun Alþýðu- flokksins árið 1916. Umhugsunar- efni er að Jónas frá Hriflu hafði lagt sig í líma við að fá Héðinn Valdi- marsson til að verða ritstjóri Tímans árið 1917. í samræðum þeirra kom hins vegar fram skoðanaágreiningur þar sem Héðinn var skólaður róttæk- ur sósíalisti en Hriflu-Jónas á annarri línu enda þá farinn að hugsa meira

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.