Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ 15 um uppbyggingu bændaflokksins - Framsóknar. Þannig var einnig að Tryggvi Þórhallsson sem sótti um dósentstöðu í guðfræði í Háskólan- um en fékk hana ekki heldur Magn- ús Jónsson. Gekk Tryggvi þá í raðir Tímamanna og gerðist ritstjóri. Ríkisstjórn hinna vinn- andi stétta Nú er að því að hyggja að ríkis- stjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks var við vóld á þessum tíma, 1934- 38. Og sumarið 1937, eftir kosning- ar, gera þessir flokkar með sér laust samkomulag um áframhaldandi stuðning við stjórnina, en af hálfu Al- þýðuflokksins sat Haraldur Guð- mundsson í henni. Þegar bráða- birgðasamkomulag um stuðning við stjórnina var borið upp í samband- stjórn Alþýðuflokksins eftir kosning- arnar 1937 var það samþykkt með átta atkvæðum gegn einu, atkvæði Héðins Valdimarssonar, varafor- manns flokksins. Fyrir kosningarnar 1937 höfðu kommúnistar þrýst mjög á um sam- starf og samfylkingu, en Alþýðu- flokksmenn drógu lappirnar. Eftir kosningarnar skaut sameiningarmál- inu upp aftur með endurnýjuðum þrótti. Héðinn varð þessa mjög fýsandi og leiða margir líkur að því að ófarir Alþýðuflokksins í kosning- unum hafi leitt til þessarar afstöðu- breytingar Héðins og fleiri flokks- manna hans. Stefán Jóhann Stefáns- son segir t.d. í endurminningum sín- um að engu hafi verið lfkara eftir kosingaáósigurinn 1937 „en Héðinn Valdimarsson hefði misst allt jafn- vægi og vonbrigði hans og geðriki borið góðar gáfur hans ofurliði. I þessu ástandi eygði hann ekki annað ráð vænna en að Alþýðuflokkurinn leitaði eftir því að sameinast Komm- únistaflokknum." Hins vegar voru forystumenn flokksins einsog Stefán Jóhann, Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmunds- son og fleiri þessu andvígir. Héðinn var hins vegar þungavigtarmaður og fékk samþykkta tillögu í sambands- stjórn Alþýðuflokksins um nefndar- skipunina er ræða skyldi við komm- únista. Hægri menn greiddu atkvæði á móti. Sameiningarmenn fengu því áorkað að kallað yrði saman auka- þing ASÍ í október 1937 til að taka ákvarðanir um sameiningarmálin. Framsóknarflokkurinn spilaði miskunnarlaust inn í þessa atburða- rás og gaf Alþýðuflokknum til kynna að næsta útilokað væri að samningar tækjust um áframhaldandi stjórnar- samstarf ef til sameiningar kæmi. Hótanir um klofning Á aukaþinginu var Héðinn mættur með tillögur um sameininguna, en andstæðingar sameiningar höfðu undirritað skjal með hótun um að þeir myndu kljúfa flokkinn ef hann sameinaðist Kommúnistaflokknum. Þetta sagði Héðinn að hefði komið í veg fyrir að hann legði fram samein- ingartillögur sínar á fundinum. Yfir öllu saman sveif andi Jónasar frá Hriflu eins og Héðinn hefur rakið í bókarkveri sínu Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann. Hinir forystumennirnir stóðu fyrir því að samþykktar voru tillögur á aukaþinginu sem vitað var fyrirfram að kommúnistarnir myndu aldrei samþykkja. Þeir áunnu tvennt á þessu aukaþingi; annars vegar að stöðva sameiningartilraunir og hins vegar að greiða leiðina að áframhald- andi samstarfi við Framsóknarflokk- Samstarf með hálfum huga Það var mikill þrýstingur um sam- starf þó viljinn væri takmarkaður og holur tónn í stuðningi við samein- Jónas Jónsson frá Hriflu. Fyrsti ritari Alþýðuflokksins ætlaði Héðni mikinn frama, en snerist gegn hinni rótttæku jafnaðarstefnu. Tryggvi Þórhallsson varð fyrsti rit- stjóri Tímans, en Jónas hafði áður ætlað Héðni þann starfa. Stefán Jóhann Stefánsson. Var efstur á sameiginlega listanum í bæjarstjórnarkosningunum 1937 sem hann var í raun fremur and- vígur. ingu. Fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í janúar 1938 var lagt út í samstarf verkalýðsflokkanna um framboð. Stefán Jóhann segir að Héðinn hafi ekki látið sér segjast. „Þvert á móti gekk hann enn fram í þeirri dul, að hann gæti sameinað flokkana. I bæj- arstjórnarkosningunum í janúar 1938 tókst honum með tilstyrk kommún- ista að knýja fram samþykkt í full- trúaráði verkalýðsfélaganna um sam- eiginlegan framboðslista Alþýðu- flokksins og þeirra," segir Stefán Jó- hann. Örfáum dögum fyrir kjördag sprakk kosningabomba. Stefán Jó- hann Stefánsson sem var í framboði kvað þá Alþýðuflokksmenn ekki hlíta sameiginlegri stefnu listans, heldur áður útgefinni stefnu Alþýðu- flokksins í bæjarriiálefnum. Þetta var túlkað sem höfnun gagnvart komm- únistunum á listanum. Andstæðing- Stórfelld IdPKiCUíT á stofagjöldum farsíma ... b LÆKKUN á stofngjaldi að NMT-kerfinu, nú kr. 4,980 - áður kr. u.6gi 43% LÆKKUN á stofngjaldi að GSM-kerfinu nú kr. 2*49® " áður kr. 4.358 ... og nyjurtgdr Póstur og sími herur einnig stóraukið þjónustu sína. Þar má nefna Smáskilaboð, SMS, en það er ný þjónusta sem gerir GSM notendum kleift að senda smáskilaboð í aðra GSM síma. Hver sending kostar kr. 20 og ársfjórðungslega er greitt kr. 470 fyrir þjónustuna; þá býðst einnig Símtal bíður og Hópsímtöl sem eru án fasts afnotagjalds. Gacnaflutningur og Faxflutningur er nýjung í GSM kerfinu þar sem farsíminn er notaður sem n.k. mótald fyrir tölvu, til hvers konar tölvutenginga eða til að taka við og senda fax. NMT-notendur geta með NMT-dúett verið með tvo síma á sama innhringinúmerinu*. Til að kynna sér þessar og fleiri nýjungar betur er fólki bent á að hringja í 800 6330, sem er gjaldfrítt símanúmer Farsímadeildar Pósts og síma. * Sérstöku símanúmeri er úthlutaö fyrir Dúbtt símanrt. r:I»Iil6330 FARSÍMAKEItFI ÞÖStS 06 SfHA PÖSTUP. OG SÍMIHF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.