Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR1997 ALÞVÐDBLAÐIÐ # .... ~ fjindiem Alpjijllokkslns og' alþýöasamtakanoa lagoo slerl Alpýöuflokkurinn hefir beðið mikinn hnekkii Reykjavlk. Upprelsnarnenn hala ifi Af forsíðum Alþýðublaðsins má lesa „drarnað" í atburðarásinni. Kosningaúrslitin í Alþingiskosn- ingunum 1937 urðu Héðni mikii vonbrigði og urðu til þess að hann gerðist einlægur sameiningar- sinni. Málgagnið var ekkert að draga af því þegar það greindi frá kosningaúrslitunum. ALÞYÐDBLpiÐ $ lameiolo; alpjðeooar I elao llokk gelor irðið að vcrsleika þaon 1. desember o.k. Sveiflurnar voru miklar í sameiningarferlinu 1937. Þær komu stundirnar sem Alþýublaðið var verulega bjartsýnt um árangur af sameiningarviðleitni. Aj,ÞYBJPBl#JP # Stríðni í pólitíkinni? 17. nóvember er eins og verið sé að egna kommana til átaka. alþYðdblaðið* fjlllríiriiH uiMtttl I gær með uttroii alttitOuu liitlglDlegai FaslslasljMi I Blatala lelnrtggliagiDgaailklDiD Drlœtilllir olæframaðir 7. janúar 1938. Það virtist koma hægfara arminum í Alþýðuflokkn- um í opna skjöldu er Héðinsmenn knúðu fram samþykki fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík fyrir sameiginlegu framboði verkalýðsflokkanna í bæjar- stjórnarkosningunum í janúarlok 1938. ALÞÝBmAÐIÐ ítefna Alpýðufl. er óbreytt, >ótt hann styðjl samélgln- egan llsta viðkosningamar Japonlr Dilspyrma á brezkam Iðsreglomðni Það var með bersýnilegri tregðu sem margir Alþýðuflokksmenn studdu sameiningarlistann í Reykjavík í bæjarstjórnarkosn- ingum í janúar 1938. amir notfærðu sér þetta óspart og í rauninni var eins og væri verið að bjóða fram klofinn lista. Þetta van- traust var síðan lesið upp úr kjör- kössunum, - það vantaði á þriðja hundrað atkvæði upp á það sem flokkamir höfðu fengið í síðustu bæjarstjómarkosningum í Reykjavík. Fimm fulltrúar vom kosnir af listan- um, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 9 og framsókn 1. Hins vegar fengu sam- einingarlistamir á landsbyggðinni víða mjög góða útkomu t.d. á Siglu- firði, ísafirði, Norðfirði, í Hafnarfirði og víðar unnu verkalýðsflokkamir hreinan meirihluta saman. Héðinn rekinn Héðinn var sakaður um laka út- komu sameiningarlistans í Reykja- vík. Alþýðublaðið lagðist í víking gegn Héðni, blað eftir blað í kjölfar kosninganna 30. janúar 1938. „Er svo var komið að varaformaður flokksins var farinn að vinna með kommúnistum gegn sínum eigin flokki, þótti mörgum auðsætt að við slíkt yrði ekki lengur unað. Héðinn Valdimarsson var algerlega hættur að hlíta flokksaga og fór því fram sem honum sýndist," skrifar Stefán Jó- hann í endurminningum sínum. Héðinn sagði svo frá: „9. febrúar bauð Jón Baldvinsson mig á sam- bandsstjómarfund og hafði hvorki ég né Jón Guðlaugsson þá vitað um neina sambandstjómarfundi langan tíma heldur voru eingöngu haldnir klíkufundir af hægri manna hálfu. Fyrir fundinn óskuðu þeir að tala við mig, Jón Baldvinsson, Stefán Jóhann og Haraldur Guðmundsson og var það erindið að sýna mér ákæmskjal og tillögu um brottrekstur minn úr flokknum og spyrja mig um, ef það væri tekið aftur, hvort ég vildi lofa því að hætta við allar tilraunir til að sameina verkalýðsflokkanna í einum flokki....Var síðan gengið á aftöku- stað sambandsstjómar og tillaga Jóns um brottrekstur samþykkt með 12. gegn 4 atkvæðum." Vinstri armurinn í burtu Alþýðuflokkurinn í Reykjavík - Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur 700 manna félag undir forystu Héð- ins var rekið úr flokknum nokkrum dögum síðar, 21. febrúar. Þannig var vinstri armurinn að fara enn einu sinni úr flokknum. Þegar Einar Olgeirsson fer yfir sameiningarferlið í ársbyrjun 1938 vísar hann til fmmkvæðis Héðins með tillögunni frægu. Það hafi hins vegar verið hótanir um klofning frá hægri í Alþýðuflokknum undir for- ystu Jóns Baldvinssonar og Stefáns Jóhanns sem hefði komið í veg fyrir sameininguna í nóvember 1937. Og fleira bættist við „Var nú Alþýðu- blaðið miskunnarlaust notað sem klofningsmálgagn, og meinaði Héðni að birta grein eftir hann um svikin. „9. febrúar ákvað meirihluti Alþýðu- sambandsstjómarinnar að reka Héð- inn Valdimarsson úr Alþýðuflokkkn- Vilmundur Gylfason: Sveik Héðinn? Héðinn Valdimarsson hefur fengið ósanngjaman sögu- dóm. I raun og vem hefur enginn orðið til þess að verja hann. Hann yfirgaf Alþýðu- flokkinn 1938 eftir hörð og óvenjulega illvíg átök. Hann tók lið með sér, gerði banda- lag við Kommúnistaflokk Is- lands, Einar Olgeirsson og þá félaga. Þeir stofnsettu nýjan stjómmálaflokk, Sameining- arflokk alþýðu, Sósíalista- flokkinn. Hugmynd Héðins var að gera þetta að stórum vinstri flokki, þar sem lýð- ræðisjafnaðarmenn hefðu hreinan og kláran meirihluta, en kommúnistar væru miimi- hlutahópur, sem hefðu völd til samræmis við fylgi. Því má ekki gleyma að þetta var ekki prívatskoðun Héðins Valdi- marssonar. Erlendir flokkar sem íslenskir vinstri menn horfu til, voru nákvæmlega svona byggðir upp. Þannig voru bæði norski og breski verkamannaflokkurinn. Slíkan flokk vildi Héðinn Valdimarsson stofna.“ Vilmundur Gylfason skrifaði svo 1981 en í greinum fyrst í Alþyðu- blaðinu og síðan í Nýju landi fjallaði hann um Héðinsmál þannig að engum duldist líkingar við samtímaviðburði í Alþýðuflokknum. Meðal þess sem er merkilegt við þessi skrif Vilmundar er hann kveðst vita til þess að Héðinn hafi sóst eftir því að komast aftur til liðs við Alþýðu- flokkinn en heiftin hafí enn verið svo mikil að því hafi verið hafnað. Þetta er m.a. rifjað upp í stjómmálasögu Vilmundar Gylfasonar eftir Jón Orm Halldórsson: Löglegt en siðlaust. Vilmundur Gylfason. Héðinn hefur fengið ósanngjarnan sögudóm. Vildi stonfa stóran vinstri flokk þar sem lýðræðisjafnaðarmenn hefðu hreinan og kláran meirihluta en kommúnistar væru minnihlutahóp- ur með völd í samræmi við fylgi. Mesti örlagapólítíkus íslandssögunnar? Héðinn Valdimarsson forstjóri BP, formaður Dagsbrúnar, og vara- formaður Alþýðuflokksins, var mikilhæfur leiðtogi og naut mikllls stuðnings í sameiningarviðleitni sinni. Hann var skólaður jafnaðarmaður. Móðir hans var brautryðjandi í kvenréttindabaráttu og systir hans Laufey Valdimarssdóttir tók við af henni og var jafnframt í forystu jafnaðarmannaflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.