Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 18
18 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar frá Svíþjóð Framtíðarsafn í gömlu húsi Safn vinnunnar í Norrköping vekur athygli og áhuga Húsið, sem hýsir Safn vinnunnar í Norrköping, er óvenjulegt í útiliti og fallegt. Hermt er að myndhöggvarinn Carl Milles hafi sagt að húsið væri fallegasta iðnaðarbygging Svíþjóðar, en húsið var byggt sem spunahús árið 1917. Núna er þar Safn vinnunn- ar (Arbetets museum), sem með fjöl- breyttri starfsemi speglar samtímann í ljósi vinnu og atvinnuhátta. Safnið er í borginni Norrköping í Austur- Gautlandi (Östergötland), borg sem lengi var tákn iðnaðar og framfara. I fossum og flúðum rennuráin Motala í gegnum Norrköping og er þannig uppspretta orku og atvinnu. Á miðöldum byggðu menn þar kornmyllur. A sautjándu öld voru fram- leidd vopn í smiðjunum á árbakkanum og hand- verksmenn settust þar að, þar á meðal vefarar og skraddarar. Iðnbylting I fossum og flúðum rennur áin Motala í gegnum Norrköping og er þannig uppspretta orku og atvinnu. Á miðöldum byggðu menn þar korn- myllur. Á sautjándu öld voru fram- leidd vopn í smiðjunum á árbakkan- um og handverksmenn settust þar að, þar á meðal vefarar og skraddar- ar. Fyrir miðja nítjándu öld risu svo fyrstu eiginlegu verksmiðjurnar. Iðn- byltingin hóf þar með innreið sína og Norrköping varð fljótt miðstöð vefn- aðar og fatagerðar. Árið 1830 var til dæmis 70% sænska klæðaiðnaðarins í Norrköping, Verksmiðjuhúsin risu þétt hvert af Verksmiðjuhúsin risu þétt hvert af pðru um- hverfis ána. I áratugi gekk fólk hvern virkan dag, karlar og konur, til vinnu sinnar viö spuna- vélar, vefstóla og til annarra starfa, sem þar voru unnin. Nú eru vél- arnar þagnaðar en eftir standa flestar bygging- arnar og mynda heil- steypt borgarlandslag liðins tíma. öðru umhverfis ána. í áratugi gekk fólk hvern virkan dag, karlar og kon- ur, tíl vinnu sinnar við spunavélar, vefsfóla og til annarra starfa, sem þar voru unnin. Nú eru vélarnar þagnað- ar en eftir standa flestar byggingarn- ar og mynda heilsteypt borgarlands- lag liðins tíma. Síðustu verksmiðj- urnar hættu starfsemi um 1970. Sænskur vefnaðariðnaður hafði lotið í lægra haldi fyrir innfluttum vorum, einkum frá Suður-Evrópu og Asíu- löndum Sjálfur borgarhlutinn er í raun minjasafn og einstakur því hvergi annars staðar í Evrópu ber að "Straujámið athygli. Norrköping. Spunahús og klæðaverksmiðja, sem nú er Safn vinnunnar og hefur hlotið alþjóðlega líta svo stórt og heildstætt „minnis- merki" frá árum iðnbyltingarinnar og um þróun iðnaðarins. "Straujárnið" Safn vinnunnar opnaði í desember 1991. Opnuninni var því lýst sem stærsta atburðinum í sænskum safna- málum síðan Skansen í Stokkhólmi opnaði hundrað árum áður. Svíar höfðu eignast nýtt og öðru vísi safn. Á 7000 fermetrum, á sjö hæðum, gefur að líta sýningar, vinnustofur, bókasafn, skrifstofur, veitingastað og ráðstefnusali. Húsið er byggt á hólma, Laxhólmanum, úti í straum- hörðu fljótinu. Greinilegt er að arkitekt hússins hefur ákveðið að nýta hólmann til hins ýtrasta því útveggir hússins fylgja honum. Form hússins er þess vegna dálítið óvenjulegt, sjöhyrnt. Gluggarnir eru stórir og margir og standa þétt. Verkafólkið í vinnusöl- unum gat notið dagsbirtu frá öllum áttum. Byggingaefnið, járnbent steinsteypa, var Jika óvenjulegt á þeim tíma, og markaði þáttaskil í sænskri byggingasögu. Um aldir var tré og múrsteinn algengasta bygg- ingaefnið. Almenningur gaf húsinu fljótt nafnið „straujárnið" bæði vegna útlitsins og legu þess mitt í hjarta sænska vefnaðariðnaðarins og enn þann dag í dag kallar fólk húsið því nafni. Þegar flest var unnu um 600 manns í Straujárninu, aðallega konur við saumaskap og þá var Straujárnið aðeins ein margra fata- verksmiðja í Norrköping. Endurreisn Á áttunda og níunda áratugnum vaknaði áhugi manna að varðveita iðnaðarbyggingarnar í Norrköping, sem margar voru illa farnar og reyndar höfðu nokkur hús verið rifin að grunni. í þessari vakningu fæddist hugmyndin um Safn vinnunnar. Safnið er ekki samsafn gammalla og dauðra hluta. Þetta er lifandi safn Ekki aðeins í Svíþjóð heldur einnig íöðrum löndum heims, borgum, bæjum og sveitum. Safnið hefur fáa starfs- menn en lögð er áhersla á samvinnu við aðra, svo sem önnu söfn, samtök, skóla og vís- indastofnanir í Svíþjóð og víðar. Safnið gefur út bækur og ritgerðir og stendur að rannsóknum. en lögð er áhersla á samvinnu við aðra, svo sem önnu söfn, samtök, skóla og vísindastofnanir í Svíþjóð og víðar. Safnið gefur út bækur og ritgerðir og stendur að rannsóknum. Með starfsemi sinni tekur safnið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni. Kvikmyndasýningar, fyrirlestrar, Rétt við Straujárnið og Safn vinnunnar er minja- safn Norrköping, sem er fróðlegt að skoða og sýnir m.a. vel þann tíma þegar vefnaðariðnaður- inn stóð sem hæst. með margháttaðri starfsemi. Mark- mið þess er fyrst og fremst að spegla samtímann út frá vinnunni. Ekki að- eins í Svíþjóð heldur einnig í öðrum löndum heims, borgum, bæjum og sveitum. Safnið hefur fáa starfsmenn menningardagskrár, fundir og ráð- stefnur eru daglegir viðburðir í safn- inu og veitingastaðurinn er vinsæll enda maturinn góður og umhverfið skemmtilegt. Rétt við Straujárnið og Safn vinnunnar er minjasafn Norrköping, sem er fróðlegt að skoða og sýnir m.a. vel þann tíma þegar vefnaðariðnaðurinn stóð sem hæst. f annarri byggingu skammt frá, sem í fjölda ára var pappfrsverk- smiðja, er nú ráðstefnu- og tónleika- höll. I enn öðru húsi, sem áður var fataverksmiðja, mun háskólinn í Linköping fljótlega taka í notkun til kennslu háskólastúdenta. Þannig hef- ur hvert húsið af öðru öðlast nýtt hlutverk. 50 sýningar á 5 árum Sýningarnar í Safni vinnunnar eru margar og standa mislengi. Fyrstu fimm árin setti safnið sjálft upp 50 sýningar. Einstaka sýningar, eins og til dæmis Sagan om Alva, er föst sýning. Alva var „rullerska" í Straujárninu frá 1927 til 1962 og á sýningunni fylgjum við sögu hennar og hússins og öðrum sem þar unnu. Sýningin lýsir vel kjörum verka- kvenna á þessu tímabili. Aðrar sýn- ingar stand í nokkra mánuði eða í nokkur ár. Sýningarnar, sem nú eru í safninu, hafa flestar mannréttindi sem sameiginlegt þema, sem á sýn- ingunum birtist með mismunandi hætti. Fjöldi fólks, ungir og gamlir, heimsækja Safn vinnunnar dag hvern. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá, hlusta á og upplifa. Þjóðarverkefni Safn vinnunnar er sjálfstæð stofn- un en að baki hennar standa heildar- samtök launafólks, LO og TCO, fræðslusambönd verkalýðshreyfing- arinnar og samvinnuhreyfingin. Rík- ið stendur fyrir tveimur þriðju hlut- um kostnaðarins og safnið sjálft, með eigin tekjum, einum þriðja hluta. Safnið hefur tekið að sér, að ósk stjórnvalda, að safna og skrá upplýs- ingar um 1800 byggðasöfn í Svíþjóð, sem tengjast vinnustöðum, atvinnu- háttum og verkalýðsstarfi. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki þrjú ár. Á hverju ári útnefnir Evrópuráðið safn ársins í Evrópu. Safn vinnunnar í Norrköping er eitt í hópi tuttugu safna, sem er tilnefnt til verðlaun- anna 1997. Þjóðarverkefnið og til- nefningin sýnir vel. þá tiltrú sem safnið nýtur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.