Alþýðublaðið - 01.05.1997, Qupperneq 21

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 1.MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21 Sæmundur Árnason formaður Félags bókagerðarmanna. íslensk verkalýðssamtök ættu að sameinast í ein stór heiidarsamtök um grundvallarhagsmuni launafólks. Félag bókagerðarmanna stóð fyrir ritun sögu stéttarsamtakanna í hundrað ár, sem kom út ásamt nýju viðamiku stéttartali í tilefni aldarafmælisins. fremur verður sýningin á prentlist áfram í Arbæjarsafni í sumar eins og liðin sumur í samvinnu við félagið." Sögusafn verkalýðs- hreyfingarinnar Þið reynið þannig að haida sögu ykkar til haga með margvíslegum hœtti? „Já viðleitni okkar er á þann veg. En betur má ef duga skal. Við erum með hér í húsi margvísleg ménning- arverðmæti úr sögu okkar félags og stéttar. Við höfum ráðið Svan Jó- hannesson félaga okkar og stjómar- manna til margra ára til að koma skikkan á þessa hluti. En í þessu samhengi langar mig til að vekja at- hygli á nauðsyn nánara samstarfs og átaks um varðveislu sögulegra minja verkalýðshreyfingarinnar." Verkalýðshreyfingin virðist í ákveðinni tilvistarkreppu — hver eru þín viðhoif til þess? „Það er alveg rétt að hreyfingin er í tilvistarkreppu. En við þurfum e.t.v. að skilgreina þessa kreppu fyrir okk- ur. Við bókagerðarmenn eigum ekki við þá félagslegu deyfð að stríða eins og margir aðrir. Við höfum breytt um starfsaðferðir á síðustu ámm, við emm ekki eins rótttækir og verkfalls- glaðir og áður var. Það sem við óttuðumst var hin nýja tækni og við höfum lagt ofur- kapp á að vinna með nýju tækninni í stað þess að vinna gegn henni eins og margir kollegar okkar erlendis reyndu að gera með hrikalegum af- leiðingum fyrir stéttina. Þeir lokuðu á sama tíma fyrir ófaglærðum sam- starfsmönnum sínum og einangmð- ust og lentu í fjöldaatvinnuleysi. Við höfum vissulega lent í at- vinnuleysi. Það varð mest 9% en er nú um 4%. Engu að síður þá fjölgar nú jafnt og þétt £ stéttinni. Það hjálp- aði félaginu sérstaklega að opna sig fyrir ófaglærðum. Sömuleiðis hafa vertakar getað verið í okkar félagi. Það er auðvitað algengt hjá okkur eins og mörgum öðrum að menn em tímabundið við verktöku en koma síðan aftur inn sem launamenn starf- andi hjá einhverju fyrirtækjanna." Ný heildarsamtök verkalýðshreyfingar Nú eru bókagerðannenn ekki í ASI, er ekki kominn tími til að endur- skoða skipulagsmál ykkar? „Til að byrja með dreymir okkur um að ná utan um alla þá sem starfa við prentverk og útgáfu, t.d. teiknara og blaðamenn. Það væri alveg hægt að hugsa sér að stofna heildarsamtök fjölmiðlaafólks og sömuleiðis kemur til álita að ganga í Samiðn til að styrkja stöðu okkar. Við sem störfum í forystu félags- ins vildum gjaman vera innan ASÍ. En þar kemur tvennt til. Annars veg- ar er okkur sagt að lög ASÍ heimili ekki aðild okkar, þar sem þar er gert ráð fyrir aðild heildarsamtaka en ekki félaga. Hins vegar hefur tillögu um aðildarumsókn tvisvar verið hafnað í atkvæðagreiðslu innan okk- ar félags. Hins vegar er afstaðan smám sam- an að breytast hjá okkar félagsmönn- um og síðustu ár höfurn við þurft að kenna á því að vera utan þeirra upp- lýsingaveitna sem stór heildarsamtök geta haldið uppi. Allt frá þjóðarsátt- arsamningunum hefur það háð okkur að vera utan heildarsamtökin. Finnst þér koma þá til greina að endurskipuleggja hreyfinguna gjör- valla , t.d. með því að rífa niður múra mili stóru heildarsamtakanna? „Jú auðvitað er löngu kominn tími til að stokka upp þetta úrelda kerfi. Alltof margir vilja gera allt út í horni. Mín skoðun er sú að ASÍ og BSRB eigi að sameinast ásamt þeim félög- um og samböndum sem standa fyrir utan í eitt stórt verkalýðssamband. Heildarsamtökin eigi síðan að berjast fyrir útlínunum við ríkisvaldið, - skattamálum og félagslegum réttind- um þjóðfélagsþegnanna. Stéttarfé- lögin fái síðan tíma til að semja um kaupgjaldsrammann. Takist það ekki á tilteknum tíma taki heildarsamtök- in við aftur. Vinnustaðurinn grunn- eining En nú er vinnustaðurinn sterk ein- ing hjá bókagerðarmönnum —tel- urðu að vinnustaðasanmingar verði enn mikilvcegari í framtíðinni en í dag? „Eg er sannfærður um að vinnu- staðasamningar muni skapa félags- mönnum betri kjör heldur en heildar- kjarasamningar geta gert. Enda er það í framhaldi af því sem ég sagði áðan rökrétt: fyrst kemur heildar- rammi með heildarsamtökum, síðan kaupgjaldsrammi með stéttarfélög- um og loks sértækir samningar á vinnustöðunum. Vinnustaðasamn- ingar hafa rutt brautina fyrir ýmiss réttindi í okkar félagi eins og t.d. vetrarorlofið sem fyrst var samið um í vinnustaðasamningum í prent- smiðju Þjóðviljans undir forystu Ólafs heitins Bjömssonar á sinni tíð. Nú er það 5 daga orlof hjá öllum þeim sem unnið hafa 9 ár eða lengur í faginu. Framtíðarmódelið er tví- mælalaust þannig að vinnustaða- samningar verði undirstaða bættra kjara okkar fólks.“ Iðnaðurinn hefur átt í töluverðri erlendri samkeppni - og virðist hafa staðið sig nokkuð vel. Hver erþín af- staða ykkar félags til þessarar sam- keppni? „Það hefur verði töluvert hart sótt að innlenda markaðnum, þannig eru t.d. um 30% bóka prentuð erlendis fyrir jólin. Við höfum lýst yfir áhyggjum vegna þessa. En það er einnig á það að líta að við höfum staðið okkur mjög vel, við erum sjálfir að taka yfir prentverkefni frá útlöndum, m.a. umbúðaprentun. Fag- lega erum við í töluverðri sókn í ým- issri gæðaprentun þannig að okkar prentverk er eftirsótt. Erlend sam- keppni virðist því ekki þegar á heild- ina er litið hafa skaðað okkur, jafnvel þvert á móti.“ Þetta viðtal er í tilefni af I. maí. Eru baráttusinnuð verkalýðssamtök að deyja út —vantar einhverja nýja pólitík innt' verklýðsbaráttuna? „Ég er ekki á því að það vanti flokkapólitík inn í verkalýðshreyf- inguna. Á sínum tíma voni stöðug stórátök í HIP, sérstaklega milli komrna og krata. Þó mér finnist sjálf- um það liggja nánast í hlutarins eðli að í forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar hljóti að slá jafnaðar- hjarta, því annars væru menn ekki að stússa í þessu, þá held ég að flokkapólitfk megi ekki koma þar nærri. Það er erfitt að misstíga sig ekki þegar hún er komin í spilið, flokkapólitíkin.“ Ósk um heildarsamtök íslensks launafólks Nú hefur þú verið nokkur ár íþess- ari forystu —hvemig kanntu við þig persónulega t'þessu starfi? „Ég hef starfað að félagsmálum prentara frá árinu 1962, þar af frá 1974 í stjómum félaganna. Formaður Félags bókagerðarmanna hef ég ver- ið frá 1993. Mér fínnst það ótvíræð- ur kostur í þessu starfi að hafa verið svo lengi og víða starfandi í félags- málum stéttarsamtakanna. Því betur sem maður þekkir innviðina þeim mun betra er að starfa innan þessara vébanda og ég kann vel við mig í þessu starfi.“ Hver er þín ósk til islenskrar verkalýðshreyfingar á þessum degi? „Mín ósk á þessum degi er um samstöðu íslensks launafólks, að ís- lensk verkalýðsamtök sameinist um ein stór heildarsamtök sem verði hin mikla brjóstvörn félaganna gegn rík- isvaldinu og fyrir grundvallarhags- munum launafólksins." Frá 1. maí árið 1970. Stéttarsamtök bókagerðarfólks hafa æfinlega sett sterkan svip á verkalýðsbaráttu á íslandi. Opinn fundur um Lánasjóð íslenskra námsmanna Biðin er á enda. Frumvarp stjórnarflokkanna um breyting- ar á LÍN hefur loks litið dagsins Ijós. Á fundinum verður gerð ítarleg grein fyrir þessu frumvarpi og það skoðað ofan í kjölinn. Meðal frægra kosningaloforða Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að teknar yrðu upp samtímagreiðsl- ur og endurgreiðslubyrðin lækkuð - hefur það gerst með þessu frumvarPI. Dagskrá: Hjálmar Árnason Framsóknarflokki og Svanfríður Jónas- dóttir þingflokki jafnaðarmanna gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Umræður. Fundurinn verður á Litlu Brekku, klukkan 20:30 mánudag- inn 5. maí Samband ungra jafnaðarmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.