Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22
22 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1997 ...................................‘.............................. QMISSANDI I SUMARBÚSTAÐINN Allir vilja geta notið þess besta í mat og drykk, hvert sem leiðin liggur. Pess vegna eru G-vörunnar ómissandi í sumarbústaðinn. “mr MJÓLKURSAMSALAN Gerir góða ferð enn betri. Pú notar hann eins og annan eðalrjóma. óþeyttan út é berin, þeyttan með kökunni og ísnum eða sem leynivopn í súpugerðinni. G segir til um framleiðslu- aðferðina sem einkennir G-vörur. Pá er varan snögghituð við hátt hitastig. Með því móti verður hún geymsluþolnari og heldur jafnframt ferskleika sínum og næringargildi. G-vörur þarf ekki að geyma í kæli. G-RJÓMI G-MJÓLK Góð mjólk sem aldrei bregst - ísköld og svalandi eftir kælingu í næsta fjallalæk! Og svo er G-mjólkin líka frábær í matargerð. KAFFIRJÖMI Tilvalinn í kaffið og þrælgóður í súpur og sósur. Sömuleiðis vinsæll út á skyrið og grautinn. Fiskverkunarkonur að vinna hörpudisk árið 1980. Myndin er tekin hjá íslenskum matvælum í Hafnarfirði. Alþýðu- vinur- inn og frelsið Árið 1914 kom út blað sem nefndist Alþýðuvinurinn - og undirtitill: Alþýðublað - Bind- indisblað. Alþýðuvinurinn var gefinn út í einum átta tölublöð- um í Winnipeg í Kanada. Islendingamir í Kanada voru vakandi og virkir í þjóðfélags- umræðu af ýmsu tagi fyrstu áratugina. í Alþýðuvininum var margs konar hollt og gott efni; hugvekjur, ljóð og sögur. Margs konar stuttir pistlar. I einum þeirra um frelsið segir m.a.: Hvað er frelsi án þekkingar og án kærleika? Það er hinn hættulegasti óvinur sem til er. Hið sanna frelsi er í því fólg- ið maðurinn á kost á að njóta síns eigin réttar, ein lengi og hann sviftir ekki aðra rétti þerra með því. Hið sanna frelsi leggur eng- ar torfærur á leið annarra. Það aftrar engum frá því að gera skyuldur sínar og njóta réttinda sinna. Hið sanna frelsi er ákveðið og lögum háð; falskt frelsi er óákveðið og laust við skuld- bindingar. frelsi er heimild til að gera það ssem er í samræmi við það lögmál sem manninum er dýr- mætast og velferð hans er mest komin undir. Þó einhverjum takist að ffamkvæmda eitthvað sem er gagnstætt því, ölast hann ekki frelsi við það, heldur sfitir það hann miklu oftar frelsi sínu. Þar sem viljinn til að gera það sem er rétt og gott er eki til, þar er ekkert frelsi til. Með öðrum orðum: Hreinn kærleikur og hlýðni við það sem er gott, er hluda aflið sem fullkomið frelsi heimsins hvíl- ir á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.