Alþýðublaðið - 01.05.1997, Side 23

Alþýðublaðið - 01.05.1997, Side 23
w FIMMTUDAGUR 1. MAl' 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 Jón Baldvinsson var ráðsvinnur samn- ingamaður sem skipti sjaldan skapi Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Jón Baldvinsson var aldrei mikill ræðumaður. Honum var ekki létt um mál. En hann hafði grundvallaðar skoðanir og skýra hugsun. Hann var jafnan mjög glaðvær, bros hans milt og alúðlegt, og hláturinn blæbrigða- nkur. Stundum lýsti hann innilegri kátínu, en stundum kfmni,; jafnvel kaldhæðni. .... Hann átti kfmnigáfu í ríkum mæli og gat varpað fram í ræðu og viðtöl- um smellnum vísum eða setningum,, einkum úr gömlum rímum, sem hann hafði jafnan á hraðbergi. Hann var vel að sér í þjóðlegum1 fræðum og kunni góð skil á sögú. þróun og starf- semi jafnaðarmannaflokkanrta á • Norðurlöndum, enda gisti hann þau lönd oft og áttí þar marga góða vini. og félaga. Hann hirti minna um fræðikenningar sósíalismans og gerði stundum góðlátlegt gys að eld- heituin kreddumönnum í þeim efn- um. Jón Baldvinsson var miklu fremur ráðsvinnur samningamaður en að- sópsmikill skörungur. Vopn hans voru lagni og lipurð, sem han beitti oft fimlega og með þeirri ró, gætni og dómgreind, sem hann átti í svo ríkum mæli. Hann var umburðar- lyndur, stundum jafnvel um of, og seinþreyttur til vandræða, en átti til harðfylgi og einbeitni, þptt oftast væri hún í mjúku formi. Hann var yf- irleitt vinsæll meðal félaga sinna og flokkssystkina, en átti þó nokkra andstöðu- og öfundarmenn, er á stundum reyndu að grafa undan fylgi hans og forystu. Meðal andstæðinga sinna í öðrum flokkum átti hann marga kunningja og vini og þá mesta, sem kynntust honum bezt. Sjaldan varð þess vart, að Jón skipti skapi. En undir niðri voru skapsmunir hans eigi litlir. Hann kunni þó vel við þá list að dylja skap sitt, láta ekki óánægju sína blossa upp né hlaupa með sig í gönur. En inni fyrir bjó sterk samúð með sum- um og andúð á öðrum. Hann gat um- gengizt alla með glaðværu brosi, þótt þeir væru honum misjafnlega geð- felldir. Og raunar var hann gleðimað- ur og vinfastur og kunni vel að bera harm sinn í hljóði og dylja beiskju sína, þegár hann varð fyrir vonbrigð- um, aðkasti eða óþægindum. ; Jón Baldvinsson var sárt leikinn í flokki sínum undir lókin af sunium gömlum félögum. Þá varð hann á til- ■tölulega ungum aldri, þótt hann væri orðinn heilsuveill, fyrir mestu von- brigðum lífs síns. Það var í klofn- ingnum mikla rétt fyrir andlát hans. Brottvikning hans úr Dagsbrún var mikið og örlagaríkt áfall fyrir hann. Hann fór á Dagsbrúnarfundinn fár- veikur upp úr rúminu og þaðan heim aftur særður og sárþjáður á alla lund. Hann fór aldrei á fætur eftir það. Þeir, sem hann hafði hjálpað mest, báru á hann bitrustu vopnin, þegar hann mátti sízt við. Þannig er það stundum í stjómmálunum. (Úr mannlýsingu eftir Stefán Jó- hann Um Jón Baldvinsson sem birtist ífágœtri bók)... 1. maí 1997 MÞYWBLMD sendir Ís(ens/Qi [aunafóClq 6aráttuifeðjur í tiiefni dagsins Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur býðurfélagsmönnum sínum kaffiveitingar á Hót- el íslandi, eftir útifundinn á Ingólfstorgi 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur AÐALFUNDUR ÚTFLUTNINGSRÁÐS ÍSLANDS verður haldinn þriðjudaginn 6. maí á Hótel Loftleiðum kl. 09.00-12.00 Dagskrá: Kl. 08.45 Skráning Kl. 09.00 Ávarp Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri Kl. 09.15 Skýrsla stjórnar Páll Sigurjónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs Kl. 09.30 Ársreikningar Útflutningsráðs Kl. 09.45 ■ Tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar Útflutningsráðs íslands Kl. 10.00.. Kaffihlé Kl. 10.20 Erindi: Samkepþnishæfni fyrirtækja- alþjóðlegum mörkuðum. Dr. Torger Reve, prófessor við Verslunarháskólann í Bergen Dæmi um alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja: Kl. 11.00 Grandi hf. Brynjólfur Bjarnason Kl. 11.15 Marel hf. Geir A. Gunnlaugsson Kl. 11.30 Hugbúnaður hf. Páll Hjaltason Vinsamlega tilkynnið þátttöku til skrifstofu Útflutningsráðs íslands í sítna 511 4000 ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS TRADE COUNCIL OF ICELAND

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.