Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 1
MPÍflUBLMÐ Þriðjudagur 6. maí 1997 Stofnað 1919 56. tölublað - 78. árgangur ¦ Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins um samstarf jafnaðarmanna Eittframboð fyrir 1999 það er fleira sem sameinar en sundrar "Við stefnum óhikað að því að sam- eina alla jafnaðarmenn og verðum að stefna að sameiginlegu framboði með Alþýðubandalaginu og öðrum fyrir næstu alþingiskosningar. Það er jafn- aðarmönnum nauðsynlegt að náið og gott samstarf takist með okkur og Al- þýðubandalaginu. Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Ég vitna til breska Verkamannaflokksins, en innan hans er meiri ágreiningur, en milli íslenskra jafnaðarmanna," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, en hann hefur kynnt hugmyndir að samstarfi jafnaðar- manna, með það að markmiði að af sameiningu þeirra geti orðið fyrir þingkosningarnar 1999. Sighvatur opnaði fyrir nánara sam- starf allra jafnaðarmanna þegar hann talaði á fundi jafnaðarmanna á Akur- eyri. Se'rð þú fyrir þér sátt um baráttu- mál sameiginlegs framboðs? "Já, það geri ég. Ég hef lagt fram hugmyndir í tíu liðum, en þar kem ég inn á einföld og auðskilin mál, mál sem full sátt að geta orðið um, svo sem frelsi og jafnrétti, velferð og ör- yggi, lýðræði og valddreifingu, kven- Húsnæðisstofnun viðurkennir mistök Tóku tvöfalda fyrningu - erum mannleg og getum gert mistök, sagðí Sigurður E. Guðmundsson "Það sem gerðist í þessu tilviki hef ég enga ástæðu til að ætla að hafi gerst í fleiri tilfellum," sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins, þegar hann var spurður hvort rétt væri að stjórn stofn- unarinnar hafi samþykkt að fyrning á íbúð, sem var skilað inn í félagslega- kerfið, hafi verið lækkuð úr einu pró- senti í hálft prósent, eftir að fyrrver- andi eigandi fbúðarinnar sætti sig ekki við þá fyrningu sem var látin gilda í fyrstu. Eigandinn, Jóhann Páll Símonar- son, sætti sig ekki við að árleg fyrning væri eitt prósent og leitaði réttar síns, meðal annars fyrir atbeina umboðs- manns Alþingis. Það hefur leitt til þess að stjórn Húsnæðisstofnunar hefur samþykkt nýtt uppgjör til handa Jóhanni, þar sem fallið er frá eins pró- sentsfyrningu og gert verður upp við Jóhann að nýju, þar sem fyrningin verður helmingi lægri, eða hálft pró- sent. fbúð Jóhanns var byggð fyrir 1980, en þá var fyrningin hálf prósent á ári, en eftir það var lögum breytt og fyrn- ingin varð hærri. "Ég tala ekki um hans einkamái, ég ætla ekki að brenna mig á því. Við erum búin að koma þessum plöggum, bæði Jóhanns Páls Símonarsonar og umboðsmanns Alþingis, eftir því sem við átti og ég er mjög lukkulegur með það," sagði Sigurður, þegar hann var inntur eftir máli Jóhanns og bætti við að hann ræddi ekki einkamál manna. En hefur þetta mál fordœmisgildi fyrir aðrar íbúðir sem byggðar voru fyrir 1980 og hafa verið innleystar síðar? "Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla að það sem gerðist í hans máli eigi við um miklu fleiri íbúðir, ég hef enga ástæðu til að ætla það." Ertu að segja að hans mál hafi ver- ið einstakt og aðrar íbúðir hafa verið innleystar með lœgri fyrningu? "Þetta var sérstakt tilvik, alveg sér á parti." Þannig að þú telur þetta mál ekki hafa fordœmisgildi ? Nei, alls ekki. Nema að svo miklu leyti sem leiðréttingar hafa fordæm- isgildi. Við þurfum ekki að leiðrétta neitt yfir línuna í sambandi við þetta." Hvernig má það vera að ein íbúð hafi þessa sérstóðu. Eru ekki sömu reglur i' gildifyrir allar íbúðir? "Það fá allir sömu afgreiðslu á grundvelli sömu reglna." Jóhann þá vœntanlega líka. "Jú, einmitt." Það eru ekki sömu reglur ífyrri af- greiðslu þessa tilfellis og þeirri síð- ari, erþað ekki rétt? "Það urðu mistök. Það hefur þegar verið leiðrétt gagnvart Jóhanni Páli." Er ég að skilja þig rétt að mistökin, sem þú nefnir, hafi bara verið gerð gagnvart honum, en ekki gagnvart óðrum sem svipað er ástatt um, aðrir fenguþá 0,5prósentfyrningu? "Þar hafa engin mistök verið gerð. Ég svara því til að í öllum tilfellum er farið rétt að. Af því menn eru mann- legir geta þeir gert mistök," sagði Sigurður E. Guðmundsson. frelsi og mannréttindi, menntun og mannauð, menningu og sjálfstæði, samræmda auðlindastefnu, náttúru- og umhverfisvernd, nýsköpun og frumkvæði og um alþjóðasamstarf og þar á meðal Evrópumál. Þessi tíu bar- áttumál ættu að geta orðið grundvöll- ur sameiginlegs framboðs jafnaðar- manna í næstu alþingiskosningum. Þau eru skýr og afdráttarlaus. Um þau ættum við öll að geta sameinast, Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag, Þjóð- vaki, Kvennalisti og unga fólkið í Grósku. Þá vil ég einnig nefna verka- lýðshreyfinguna, en fyrir hana er nauðsyn að eiga öfluga og samhenta hreyfingu jafnaðarmanna sem bak- hjarl. Þá vil ég að lokum nefna til jafn- aðarmenn utan flokka og frjálslynt fólk og jafnréttissinnað úr röðum kjósenda ríkisstjórnarflokkanna." Komi til sameiginlegs framboðs, hvemig sérð þú fyrir þér að val á frambjóðendum fari fram ? "Með almennu prófkjöri. Með því að beita þeirri aðferð sýnum við að okkur er full alvara og fólkið treystir okkur ef við treystum því." Sighvatur sér fyrir sér sameiginleg framboð víða fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar. Hvar á landinu sérð þú helst mögu- leika á sameiginlegum framboðum? Það kemur til greina mjög víða, til dæmis í Hafnarfirði, Kópavogi, Kefla- vík, Borgarbyggð, Akranesi og á Ak- ureyri, svo nokkrir staðið séu nefnd- Að afla í soðið Skyldu þessir kappar hafa kvóta? Og ef ekki, hvar er þá veiðieftirlitið? Myndin er tekin í Hafnarfirði, en skyldi einhvern tíma koma að því að bryggjuveiði verði bönnuð? ¦ Ríkisstjórnin Vill lengja föstudaginn langa - er á móti því, segir Einar k. Guðfinsson I stjórnarfrumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi, er meðal annars gert ráð fyrir að samkomuhald megi ekki hefjast á miðnætti laugardaginn fyrir páska, eins og verið hefur, heldur verði að bíða með allar samkomur fram til klukkan sex að morgni. "Ég tel eðlilegt að farið sé með föstudaginn langa eins og gert er með jóladag og páskadag. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að helgi- dagafriðurinn, hvað varðar föstudag- inn langa, teygji sig til klukkan sex um morguninn á laugardegi, að föstudagurinn langi verði þrjátíu tím- ar. Ég sé engin efnisleg rök fyrir að fara öðruvísi með föstudaginn langa en páskadag eða jóladag. Ég bendi á að víða um land hefur verið allskyns samkomuhald á þessum tíma, til dæmis Skíðavikan á Isafirði, þar sem allt hefur gengið vel og í sátt við Þjóðkirkjuna. Ég sé því engin rök fyrir þessu. Að auki er það að verða sífellt algengara að fólk kjósi að nota páskahelgina til ferðalaga og til að njóta lífsins með ýmsum hætti." Bóluefni gegn alnæmi? Bandarískir vísindamenn hafa þró- að bóluefhi, sem kemur í veg fyrir stökkbreytingar á HIV- veirunni, en þær valda því að veiran hefur getað breytt sér, og þarmeð villt um fyrir ónæmiskerfi sjúklingsins, og varist árásum þess. Sumir hafa gengið svo langt að segja, að með þessu sé í rauninni búið að þróa virkt bóluefni gegn HlV-veirunni, því efnið sem vísinda- mennirnir hafa þróað gerir loksins ónæmiskerfi lfkamans kleift að ráð- ast af hörku gegn veirunni. Það eru vísindamenn við Kaliforn- íuháskóla, sem hafa gert velheppnað- ar tilraunir með bóluefnið og hyggj- ast kynna niðurstöðurnar í fyrsta sinni ítarlega á ársfundi The Americ- an Societyfor Microbiology. Lífssýni úr blóði alnæmissjúklinga frá San Fransisco, Portóríkó og- Kanada var notað við gerð bóluefnis- ins. Þetta kemur fram í norska blað- inu Aftenposten í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.