Alþýðublaðið - 06.05.1997, Side 2

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Side 2
1 2 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Á sigurbraut -samstarf jafnaðarmanna Hinn glæsilegi kosningasigur Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur hríslast um löndin og fréttakýrendur keppast við að skýra sigur- inn. íhaldsmenn hafa í mörgum ríkjum á Vesturlöndum farið með völdin í á annan áratug og það er fyrir löngu kominn tími til að breyta. Gegndarlaus og kaldhömruð markaðshyggja þar sem lítt var tekið til- lit til jafnræðis- og réttlætissjónarmiða hefur leitt til þess að bilið milli fátækra og ríkra hefur vaxið úr hófi. Breski verkamannaflokkurinn hafði einnig fundið tón sem átti samhljóm meðal almennings. Segja má að það sé skyldleiki með sigri jafnaðarmanna í Bretlandi og kosningasigri demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vinstri menn og frjálslyndir hafa glætt stjómmálin nýju lífi á Vestur- löndum og víst er að jafnaðarmenn víða um álfur eru að draga lær- dóma af þessum sigmm og ætla sér stóra hluti í byrjun nýrrar aldar. Miklu skiptir að sjónarmið frelsis, jafnréttis og bræðralags setji mark sitt á nýja öld. Frelsisbylgjan hefur risið og hún mun ríða yfir löndin og sópa burt fomeskju og afturhaldi, sjónarmið jafnréttis og bræðra- lags em enn á ný á sigurbraut. Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins flutti tímamóta- ræðu á félagsfundi Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar nú um helgina og fjallaði um það með hvaða hætti íslenskri jafnaðarmenn gætu náð sama árangri og skoðanasystkini okkar erlendis. í stuttu máli er for- sendan sú að íslenskir jafnaðarmenn sameinist. Aldrei fyrr á öldinni hafa skapast jafn miklir möguleikar og nú á því að sameina íslenska jafnaðrmenn í breiða og öfluga fylkingu, eins og sagði í stjómmálaá- lyktun síðasta flokksþings Alþýðuflokksins. Sighvatur benti á nokkra málaflokka sem samstarf jafnaðarmanna myndi snúast um: Frelsi og jafnrétti, velferð og öryggi, lýðræði og valddreifingu, kvenfrelsi og mannréttindi, menntun og mannauð, menningu og sjálfstæði, samræmda auðlindastefnu, náttúm og um- hverfisvemd, nýsköpun og framkvæði, alþjóðasamstarf og Evrópu- samvinnu. “Þessi tíu baráttumál ættu að geta orðið grandvöllur sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna í næstu Alþingiskosningum. Þau era skýr og afdráttarlaus. Um þau ættum við öll að sameinast - Alþýðuflokksmenn, Alþýðubandalagsmenn, Þjóðvakafólk, stuðningsmenn Kvennalistans, unga fólkið í Grósku, öflin í verklaýðshreyfingunni, sem gera sér ljóst að hún verður að eiga sér öfluga hreyfingu jafnaðarmanna að bak- hjarli, jafnaðarmenn utan flokka, frjálslynt fólk og jafnréttissinnað úr röðum kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks - það nýja afl í íslenskum stjómmálum, sem svo lengi hefur verið beðið eftir og get- ur orðið til einmitt núna.“ Formaður Alþýðufiokksins hvatti einnig til að sem víðast yrði efnt til samstarfs jafnaðarmanna við næstu sveitarstjómarkosningar. Auð- vitað ræður fólkið á stöðunum hvemig framboðum verður hagað í þeirra sveitarfélögum. „Hins vegar munum við reyna að greiða fyrir því ef við getum að samstarf jafnaðarmanna um sveitarstjórnarfram- boð geti komist á þar sem aðstæður leyfa." Sighvatur Björgvinsson kvað öðra máli gegna um Alþingiskosn- ingar, - tækifæri væri til að skapa fjöldahreyfingu jafnaðarmanna og valda kaflaskilum í íslenskum stjómmálum. Aðferðin væri sú að standa fyrir opnu almennu prófkjöri, einn maður eitt atkvæði. „Bresk- ir jafnaðarmenn, félagar okkar, unnu sinn stærsta sigur í 150 ár fyrir nokkram dögum. Þeir gátu það því þeir bára gæfu til þess að standa saman um nokkur skýr og afdráttarlaus meginatriði. Það getum við líka gert, því nútímaleg jafnaðarstefna er meirihlutastefna á íslandi eins og hún reyndist vera í Bretlandi. Okkar verkefni er að virkja þenn- an meirihhluta með okkur - gera framboð okkar að trúverðugum val- kosti þeirra fjölmörgu sem eiga með okkur samleið. Því aðeins að við höfum kjark til þess að endurnýja okkar eigin hreyfingu mun fólkið í landinu treysta okkur til þess að endurnýja þjóðfélagið. Fólkið treystir okkur ef við treystum því. Það er lykillinn að sameiginlegum sigri okkar allra á vordögum 1999. Látum öfluga hreyfingu jafnaðrmanna verða leiðarljós þessarar þjóðar inn í nýja öld.“ Steindór Steindórsson I dag er borinn til grafar einn af hinum miklu skólamönnum lands- ins. Steindór Steindórsson skólameistari, náttúrafræðingur og fjöl- fræðingur setti sterkan svip á menningarlífið á íslandi um sína tíð. Hann fæddist í Eyjafirði og ól þar allan sinn aldur sem spannaði á tí- unda tug ára. Steindór var svipmikill og eftirminnilegur skólamaður, hann auðgaði menningarlíf þjóðar sinnar með rannsóknum og ritstörf- um bæði í fræðigrein sinni sem og öðram þjóðlegum fræðum. Hann stóð djúpum rótum í hefð hins norðlenska skóla, arftaki fræðimanna á borð við Stefán Stefánsson og Ólaf Davíðsson. Steindór Steindórsson gekk snemma til liðs við hreyfingu jafnað- armanna og var traustur liðsmaður alla tíð. Að leiðarlokum kveður Al- þýðublaðið merkan samtímamann og góðan samherja og vottar að- standendum hans samúð sína. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 s k o ð q n i r ■ Lífeyrissjóðafrumvarpiö Veikari staða á vinnumarkaði Um áratugaskeið hefur verkalýðs- hreyfingin barist fyrir rétti til þess að gera kjarasamninga, sem tryggja ein- staklingum lágmarksréttindi á vinnu- markaði. f þessum stóru samningum er samið um kaup, vinnutíma, veik- indarétt, lífeyrisrétt o.fl.. Lengi hefur staðið í stappi hvar skarist svið kjara- samninga annars vegar og ráðningar- samninga og/eða fyrirtækjasamninga hins vegar. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur en tel, að mikilvægt sé, að jafnræði sé tryggt með aðilum. Það er erfitt í framkvæmd þar sem annars vegar á í hlut sá, sem ræður og hins vegar sá, sem sækist eftir ráðningu. Almennt er viðurkennt, að jafnræðið verði best tryggt í víðtæk- um kjarasamningum hvort heldur þeir eru almennir eða bundnir ein- stökum fyrirtækjum. Og jafnframt, að samtök launafólks leggi höfuðlín- ur og tryggi jafnræði með aðilum. Raunar er þetta grundvöllurinn undir tilveru sjálfstæðrar verkalýðshreyf- Pggortf | ingar þ.e. sameiginleg hagsmuna- gæsla fyrir hönd þeirra einstaklinga á vinnumarkaði, sem ekki hafa efna- hagslegt vald eða forráð á atvinnu- tækjunum. Vinnuveitendur hafa eðlilega sótt eftir sem mestu svigrúmi til þess að geta samið beint við sitt starfsfólk um kaup og kjör. Verkalýðsfélögin hafa eðlilega óttast, að það þýði lak- ari kjör og misbeitingu valds á vinnumarkaði. BSRB hefur t.d. kall- að kröfu ríkisins um aukið svigrúm við launaákvarðanir, kröfu um að mega skammta laun að „geðþótta" og barist hart gegn. Aðalatriðið er þó, að það telst til grundvallarmannrétt- inda í lýðræðisþjóðfélagi að mega og eiga að semja um atriði eins og þessi í kjarasamningum. Islenska rfidð er bundið alþjóðasamningum hér um og sjálfstætt nýtur þessi réttur vemdar í stjómarskrá. Ég hef haldið því fram í skrifum mínum hér í Alþýðublaðið, að ríkisvaldið hafi markvisst unnið að því að brjóta undan samningsrétti verkalýðshreyfingarinnar með laga- boðum og afskiptum af vinnudeilum. Núverandi ríkisstjóm er ekki ein um það þó ótrúlega óskammfeilin sé. Ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur em gott dæmi og ekki síður lífeyris- sjóðafmmvarpið. Skoðum það. Hreint ótrúlegu moldviðri er feykt upp í kringum þetta mál. Ég held, að það sé ekki nokkur maður sammála um það hvert sé „deiluefnið" eða „aðalatriðið" í málinu. Allt í einu em sjálfstæðir atvinnurekendur, aðilar utan stéttarfélaga og örfátt mennta- fólk í séreignasjóðum orðið aðalfóm- arlömb laganna. Réttarstaða þessa fólks hefur aldrei verið á samnings- sviði almennu verkalýðshreyfmgar- innar. Iðgjöldum þessa fólks er ekki ætlað að renna til lífeyrissjóða henn- ar og þar að auki er um að ræða 3.5% af heildareignum lífeyrissjóðanna í landinu og því minniháttar hagsmuni sé horft til almennu lífeyrissjóðanna. Þeir eiga þó 96.5% af öllum pakkan- um. Svo langt er gengið í vitleys- unni, að ráðist er á Morgunblaðið fyrir skrif sín um lífeyrismál, sem þó verður að telja eitt af fáum vitrænum framlögum í umræðuna. Svo mikið er víst, að ekki stendur fjármálaráð- herra fyrir upplýstri umræðu um efn- ið. Framlag verkalýðshreyfingarinn- ar er ekki mikið enda er hún í sárum Hreint ótrúlegu mold- viðri er feykt upp í kring- um þetta mál. Ég held, að það sé ekki nokkur maður sammála um það hvert sé „deiluefnið" eða „aðalatriðið“ í mál- inu. Allt í einu eru sjálf- stæðir atvinnurekendur, aðilar utan stéttarfélaga og örfátt menntafólk í séreignasjóðum orðið aðalfórnarlömb laganna. eftir síðustu kjarasamninga og raunar enn á kafi í samningum. Og þá kom- um við aftur að kjarasamningum og lífeyrissjóðafrumvarpinu umdeilda. Ríkisvaldið og vinnuveitendur gera kröfu til aukins svigrúms við launaákvarðanir. Þær kröfur hafa ekki gengið eftir með þeim hætti, sem þeim hefur líkað. Nú eins og oft áður skal Alþingi beitt. Það er al- kunna, að vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu, sem helstar eru lengri meðalævi, lengri skólavist, lægri eft- irlaunaaldur og aukið atvinnuleysi standa sífellt færri inni á vinnumark- aðnum miðað við þá, sem standa utan hans. Framleiðnin eykst að sönnu til þess að halda uppi atvinnu- lífinu og stofnunum samfélagsins en á sama tíma fjölgar hinum óvirku. Hlutverk spamaðar, hvort heldur um er að ræða lífeyrisspamað eða annan spamað vex og mun skipta þegar fram í sækir, úrslitum í afkomu hvers einstaklings og möguleikum hans til þess að sjá fyrir sér og sínum. Það gefur því augaleið, að lögbundin framlög til lífeyrissjóða, hvort heldur þau lenda í samtryggingar eða sér- eignasjóðum munu fara hratt vaxandi sem hlutfall heildarlauna. Hlutur þeirra í ráðningarkjörum hvers og eins verður því innan skamms mikill. Þetta veit fjármálaráðherra því ný- lega samþykkti hann fyrir hönd rflds- ins, að lífeyrisframlag ríkisins verði 11.5% af heildarlaunum í stað 6% áður. Þetta vita aðrir vinnuveitendur jafnvel. I þessu ljósi verður m.a. að skoða lífeyrissjóðafmmvarpið. I moldviðrinu, sem þyrlað er upp er launþegum att gegn launþegum, sér- eignamönnum gegn samtrygginga- mönnum og athyglin tekin af því, að þegar veðrinu slotar og moldin sest munu hinir mörgu og smáu aftur hafa tapað. Meira molnað utan af gildi kjarasamninga, hlutverki verkalýðs- félaga og samhjálpar í íslensku sam- félagi. Einstaklingsbundnir ráðning- arsamningar um lífeyrissjóðafram- lög, sem renna inn á bundna banka- reikninga munu verða á næstu ámm og áratugum það sem tekur við þeg- ar lágmarkstöxtum kjarasamninga sleppir. Kjarasamningarnir munu festast tryggilega á botninum og missa gildi sitt sem viðmiðun fyrir alla nema þá, sem minnst mega sín. Þetta nýja launakerfi verður flókið, ógagnsætt, geðþótta- og leyndar- dómsfullt eða nákvæmlega það, sem ekki hefur tekist að fá verkalýðs- hreyfinguna til að samþykkja til þessa. Enn og aftur sannast, að það sem ekki tekst að beygja verkalýðs- hreyfinguna undir í kjarasamningum er hún svínbeygð undir með lögum frá Alþingi. Þá er mikils um vert, að hafa valið hentugan tíma og kunnað að deila og drottna. Það hefur svo sannarlega tekist í meðferð þessa mikilvæga máls því lambið veit ekki enn, að það er aðalrétturinn í kvöld- verði úlfanna. Höfundur er formaöur frkv.stjórnar Alþýöuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.