Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir Nýr verkamannaflokkur - Nýr jafnaðarmannaflokkur Hún var góð stemningin á Rauða ljóninu að kvöldi fyrsta maí síðastlið- ins. Vesalings KR - ingarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið er hverfispöbbinn þeirra fylltist af fólki. Og það þrátt fyrir að hvorki Man Utd eða Liverpool væru að spila. Nei, pöbbinn fylltist af sigurreifum vinstri mönnum, sem komu til að sjá Tony Blair og hans fólk í Nýja verka- mannaflokknum, stappa á leifunum af hinum gæfulausa íhaldsflokki Jóns Majors. Þegar undirritaður yfirgaf svæðið var Labour kominn með 86 Pqllborð i Magnús Árni Magnússon skrifar þingmenn, en íhaldið ekki nema tvo. Það rættist þó órlítið úr fyrir þeim síð- ar um nóttina, þó ósigurinn væri samt ofboðslegur. Verkamannaflokkurinn átti þennan sigur inni, frá því síðast, er Major tókst á óskiljanlegan hátt að stela sigrinum undir nefinu á Neil Kinnock, sem nú rykfellur í Brussel. Það voru sennilega örlögin sem gripu þar inní, því Verkamannaflokkur Kinnocks var alls ólíkur Nýjum verkamannaflokki Blairs hins unga. Sannleikurinn er nefnilega sá að sá Verkamannaflokkur sem John Smith, forveri Blairs tók við af Kinnock, var einn forneskjulegasti jafnaðarmanna- flokkur í Evrópu. Kinnock má þó eiga það að hann hóf hið erfiða end- urnýjunarstarf sem Tony Blair hefur með harðfylgni náð að koma í höfn. Flokkurinn er orðínn að afli sem frjálslyndir vesturlandabúar hafa kosið til forystu fyrir leiðandi Evrópu- ríki. Þegar hlustað er á stefnumál höfuðandstæðinga breskra stjórnmála, virðist ekki ýkja mikill hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli þeirra. Þeir eru nú báðir málsvarar hins frjálsa markaðskerfis og viður- kenna að atvinnutækin séu bet- ur komin í höndum borgaranna en ríkisins. Þó er einn eðlis- munur á og til að sjá hann kristallast er rétt að líta aðeins hingað heiin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, undir forystu Davíðs Oddssonar, horft til breska íhaldsflokksins sem fyrir- myndar og hefur til að mynda tekið upp Evrópustefnu þeirra aðila innan hans, sem helst grófu undan trúverð- ugleika hans hin síðari ár. Sjálfstæðis- flokkurinn talar um kosti hins frjálsa markaðskerfis, en trúir í raun ekki á það þegar hætta er á að það komi gæludýrum hans illa. Þetta má sjá dæmi um þegar vernda þarf einokun- ar- og yfirburðastóðu þeirra fyrirtækja sem gárungarnir hafa kennt við kol- krabba. Þá er varðhundum forrétt- indastéttarinnar, með Halldór Blöndal í broddi fylkingar, att út á foraðið af málsvörum frelsisins. Það er þessi misbeiting valdsins í þágu hinna fáu sem einkennir íhalds- menn allra landa. Þeir leyfa gæludýr- um sínum að nýta sér markaðinn til að auðgast. Ef samfélagsaðstæður leyfðu að forréttindastéttirnar færu um ræn- andi og ruplandi, þá væri íhaldsmönn- um svosem slétt sama. Það þurfti byltingu í Frakklandi til að ýta þeirri fornu auðsöfnunaraðferð til hliðar. I augum nútímalegra jafnaðar- manna, sem nú má einnig finna í Bretlandi, á að nýta kosti markaðarins til að almenningur hafi það betra og sú réttláta krafa er sett fram að þeir sem afla meira leggi að sama skapi meira fram til þess að gera samfélag- ið manneskjulegra og betra. Almenn- ingur veit að vond hagfræði þarf ekki að vera það sama og vond pólitík. Þó vinstri menn hafi undanfarna áratugi verið á hagfræðilegum villigötum, þá hefur pólitík þeirra ávallt verið hreinlunduð og sönn. Hún gengur út á að almenningur hafi það sem best og að allir hafi tækifæri til að nýta þá hæfileika sem þeir fengu í vóggugjöf, til að sækjast eftir hamingjunni. I raun eru pólitík og hagfræði sitt hvað, þó hægri menn hafi hin síðari ár viljað skreyta sig með sigrum nútímalegrar hagfræði sem byggir á frjálsu markaðskerfi - verslunarfrelsi. Verslunar- frelsi kemur pólitik hægri manna ekki við. Þeir hafa ekki alltaf verið málsvarar verslunarfrelsis og eru það ekki enn nema það komi for- réttindastéttinni vel. Þess vegna var íhaldinu í Bretlandi hent út úr ríkisstjórn. Fólk var orðið þreytt á foréttindastétt- inni í kringum þá. Það þurfti hins vegar umbæt- ur á Verkamannaflokknum til þess að hann yrði trúverðugt afl til að taka við landsstjórn- inni. Sama staða er uppi á teningum hér. Þó íslenskir vinstri menn hafi séð hag- fræðiljósið fyrr en félagar þeirra í Bretlandi, þá á enn eftir að bræða saman þær fylkingar sem kosninga- kerfið og deilur um utanríkismál hafa skipt þeim í bróðurpart líðandi aldar. íslenskir vinstri menn vita að frjálst markaðshagkerfi aflar tekna til að standa undir velferðinni. Engum þeirra dettur í hug að sækja fyrir- myndir til kommúnistaríkja lengur. Andstaðan við Atlantshafsbandalagið er svona notaleg nostalgía. Eftir stendur lífssýn vinstri mannsins. Sú lífssýn á það skilið að fulltrúar henn- ar hér á landi taki höndum saman og geri hana að veruleika. Það er í höndum okkar, sem nú tök- um þátt í starfi hinna ýmsu arma og fylkinga íslenskrar vinstri hreyfingar, að bræða þær saman í sameinað afl, sem íslenska þjóðin treystir til að leiða hana inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Utgerðarmenn síldarskip- anna, sem eru að veiðum á norsk- íslensku síldinni, eru spenntir þessa dagana, því ekki er einungis spurt um út- komu vertíðarinnar, heldur er keppnin mikil um hvaða veiði- reynslu bátarnir eignast á ver- tíðinni og því skiptir verulega miklu máli hver aflinn verður í sumar, þar sem kvóti framtíð- arinnar mun ráðast að veru- legum hluta af veiði sumars- ins. Miðað við það verðmæti sem hefur verið bundið kvóta er ekki nema eðlilegt að spenningurinn sé meiri en áður hefur þekkst. Hörðustu fótboltaáhuga- menn eru spumingin ein þessa dagana. Úrslit í Deild- arbikarkeppninni í síðustu viku urðu með þeim hætti að von er að menn sé spyrjandi. Valur gerði sér lítið fyrir og burstaði margfalda meistara Skagamanna, fjögur núll og það þrátt fyrir að Skagamenn hafi tjaldað öllum sínum stjörnum, að Bjarna Guð- jónssyni frátöldum. Það eru áraraðir síðan Skagamenn hafa tapað eins stórt og þeir gerðu í umræddum leik. Fylg- ismenn liðsins, sem voru fjöl- mennir á leiknum, voru að vonum niðurdregnir. Eins vakti athygli að KR tapaði fyrir Grindvíkingum, eitt núll. Þeir KR-ingar sem létu sig hafa það að fara til Grindavíkur og horfa á leikinn urðu undrandi þegar þeir sáu liðskipan KR. Aðeins þrír leik- manna liðsins, eins og því var stillt upp í leiknum, hafa reynslu af því að leika með meistaraflokki, en það voru félagamir Einar Þór Daníels- son, Heimir Guðjónsson og Sigurður Örn Jónsson. Hinir leikmennirnir eru allir ungir að árum og flestir að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. Reyndar var Heimi og Sigurði Erni skipt út af snemma í síð- ari hálfleik og síðasta hálftím- ann var Einar Þór því lang- elstur leikmanna KR. Það er því Ijóst að stórveld- in Akranes og KR spila ekki til úrslita í þessari keppni og þykir mörgum einkennilegt að hvorugu þessara félaga takist að láta til sín taka í keppninni. Að sjálfsögðu eru margir sem fagna brotthvarfi stórveldanna úr mótinu. Þetta er annað árið sem Deildarbik- arkeppnin er háð, í fyrra voru það Skagamenn sem sigruðu, en KR tók ekki þátt í mótinu á síðasta ári, nýjir meistarar verða því krýndir í ár. Meira af fótboltanum. Guð- jón Þórðarson, hinn um- deildir þjálfari, er atvinnulaus, þrátt fyrir mörg freistandi til- boð. Guðjón mun ákveðinn í að þjálfa ekki í sumar, heldur bíða haustsins þegar mörg fé- lög verða með lausa þjálfar- samninga og framboð á freíst- andi störfum verður meira. hmumeqin "FarSidís" eftir Gary Larson f i m m fórnum vegi Eiga Islendingar að hefja hvalveiðar í sumar? Magnús Holden, nemi: "Ég veit ekkert um hvalveið- Oddur Dúason, nemi: "Já, mér finnst það allt í lagi." Helgi Guðmundsson, rithöfundur: "Ég held að það sé ekki skyn- samlegt." Jens H. Valdimarsson, framkvæmdastjóri: "Það á að hefja þær, en hvort það sé rétt að gera það í sum- ar er spurning." Magnús Magnússon, verslunarmaður: "Já, á einhverjum tegundum." v 11 i m q n n "Gámar fyrir dagblöð og fem- ur eru gagnlegir og nauðsyn- legir." Víkverji Moggans. "Fernu- og dagbláðagámi fyrir hluta Þingholtanna hefur til dæmis verið dembt á skakk ofan í eitt af örfáum opinber- um blómabeðum hverfisins við Bergstaðastræti og þar stingur hann vægast sagt í augu." Víkverji Moggans. "Flokkurinn er stór og hefur hingað til rúmað mörg sjónar- mið." Andrés Andrésson og Anna F. Gunnars- dóttir, forystumenn í félagi sjálfstæðis- manna í Grafarvogi, að kvarta undan eigin flokki. Mogginn. "Góða ferð með strætó." Liija Ólafsdóttir, forstjóri SVR, í Moggan- "Strákur kemur of seint og er víttur harðlega. „Pabbi djöfull gleymdi að vekja mig," sagði lærisveinninn." Úr þætti Gísla Jónssonar, íslenskt mál, í Mogganum. "Það getur vel verið rétt að meiri fríðleikspiltar en Jón M. ívarsson hafi stigið um glímu- völlinn." Hjálmur Sigurðsson glímuþjálfari, f Mogg- "Fagurlistirnar hafa tilhneig- ingu til að yfirskyggja listiðn- aðinn um of og útkoman verð- ur hvorki fugl né fiskur - nema með örfáum undantekningar- tilfellum." Einar Hákonarson í Mogganum. "Stóriðjan stríðir gegn ímynd íslands sem hreins, ómengaðs lands. Þess vegna bið ég frek- ar um listiðnaðarháskóla en álver." Einar Hákonarson í Mogganum. Að fræða! hvur mun hirða hér um fræði? heimskinginn gjörir sig að vanaþræl, gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði, leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður, bragðdaufa rímu þylur vesæll maður. Úr Hulduljóöum Jónasar Hallgrímssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.