Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ UIDtQl ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1997 ¦ Það var ekki eintómt gaman að vera kvikmyndastjarna í Hollywood á fjórða og fimmta áratugnum þegar slú fór í einkalífi stjamanna Slúðurkerlingar og "Kvikmyndaverin skópu þær. Og héldu sig geta haft stjórn á þeim. En þær urðu eins og skrímsli Franken- steins og struku úr tilraunastofunum," sagði áhrifamaður í Hollywood eitt sinn um uppgang slúðurkvendanna Louellu Parson og Heddu Hopper. Óhætt er að segja að þær hafi um langt skeið verið hötuðustu konur í Hollywood og kannski einnig þær valdamestu. A fjórða og fimmta áratugnum, þeg- ar þær voru á hátindi frægðar sinnar, las helmingur bandarísku þjóðarinnar slúðurdálka þeirra og lagði trúnað á það sem í þeim stóð. Þar þurftu þær ekki annað en að gefa í skyn að leikari eða leikkona væri á niðurleið og þá var kvikmyndasamningi viðkomandi rift. Þær sungu lof og prís þeim stjörnum sem voru samvinnuþýðar en hreyttu ónotum í þær sem neituðu þeim um viðtöl eða upplýsingar. Á svarta lista þeirra voru stjörnur á borð við Gretu Garbo, Katharine Hepburn, Laurence Olivier og Marlon Brando, listamenn sem tóldu fjölmiðla ekki eiga að hafa aðgang að einkalífi sínu. Meðal eftir- lætanna voru Norma Shearer, Joan Ór alfaraleið Crawford, Debbie Reynolds og Eliza- beth Taylor, stjörnur sem kunnu ekki annað en að lifa opin'ueru lífi. "Við gerðumst flest sek um smjaður í þeirra garð eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegra væri að hafa þær með sér en á móti," sagði David Niven. „Við uppgötvuðum fljótlega að það borgaði sig ekki að Ijúga að þeim því þær voru langrækn- ar og fyrirgáfu ekki lygi." En þótt smjaðrað væri vandlega af ótta við reiði þeirra voru þær einnig rækilega baktalaðar. Nöfn þeirra voru til dæmis óspart nefnd í vinsælasta samkvæmisleiknum í Hollywood sem bar nafnið. „Flugvélin". Þetta var ímyndunarleikur um flugvél sem vegna tæknilegra galla gat ekki lent á jörðu og varð því að sveima í lofti um alla eilífð. Leikurinn fólst í því að þátt- takendur útdeildu sætum til þeirra ein- staklinga sem þeim þóttu eiga skilið að dúsa í háloftum. Louella og Hedda áttu þar örugg sæti, og var yfirleitt fengið sæti við hlið hvor annarrar. Þær minntu helst á litla og stóra. Hedda var hávaxin, grönn og glæsileg, Louella lítil, feit og púkaleg. Þær fyr- Pólski forsetinn var á njósna- skóla í Moskvu Margir minnast háð- fuglsins Jerzy Urban sem var málsvari pólsku kommúnista- stjómarinnar. Nú hefur hann snúist gegn sín- um fyrri húsbónda. NIE, VarsjáAleksander Kwa- sniewski, forseti Póllands, stund- aði forðum nám við lítt þekktan skóla í Sovétríkjunum fyrrver- andi, sem var í rauninni klakstöð KGB. Þetta kom fram í pólska satírublaðinu NIE, en ritstjóri þess og aðaleigandi er Jerzy Urban, sem á dögum valdadögum Ja- rúselzski hershöfðingja, fyrir for- setatíð Lech Walensa, var helsti talsmaður pólsku kommunista- stjórnarinnar. Aleksander Kwasniewski var fyrrum félagi í pólska kommún- istaflokknum, en gerðist að eigin sögn sósíademókrati þegar Sovét- ríkin féllu. Hann sigraði Lech Wa- lensa í forsetakosningum, fékk þá 51,7 prósent atkvæða, en notaði til þess ýmsar brellur. Meðal annars laug hann til um námsgráðu sína, en hann hélt því fram að hann hefði meistarapróf frá Gdansk há- skóla, en annað kom á daginn í kosningabaráttunni, og forsetaefn- ið þáverandi þurfti að biðjast af- sökunar. Hann var eigi að síður kjörinn forseti, og í október á síð- asta ári naut hann í skoðanakönn- unum yfirburðastöðu. í NIE upplýsti Jerzy Urban um daga forsetans í hinum lítt þekkta njósnaskóla í Moskvu, og til stuðnings staðhæfingum sínum birti hann mynd af skólaskírteini forsetans. Hann var skráður til náms í „alþjóðlegri blaða- mennsku" í skólanum, sem var hinsvegar rekinn af sovéska utan- ríkisráðuneytinu. Blaðið NIE birti viðtól við fyrr- verandi kennara hans, S. Shpynov, sérfræðing í sögu sovéska komm- únistaflokksins, og Shpynow kvartaði undan því að Aleksander Kwasniewski hefði ekki haft nægilega góða stéttarvitund og neitað að fallast á sögulega nauð- syn þess að Sovétríkin leggðu inn á braut samyrkjubúskapar. Blaðið vitnaði líka til liðsfor- ingja úr KGB á eftirlaunum, F. Roziyenfeld, sem veitti heimavist skólans forstöðu. „Einsog allir Pólverjar þá var hann í svarta- markaðsbraski með gallabuxur á þessum tíma en hann var ekkert að gorta neitt af því, svo við lokuðum augunum fyrir því," sagði gamli KGB maðurinn. „Ég minnist að- eins einu sinni vandræða í tengsl- um við hann. Það var þegar hann kom heim á vistina eftir að hafa verið úti að drekka til klukkan tvö um nóttina, og vildi fá að koma með stúlkukind með sér inn á her- bergi. Eg harðneitaði því auðvit- að, og skrifaði sérstakt minnisblað um þetta. En hann jafnaði sig..." (NIE, Varsjá) Louella með Ronald Reagan. irlitu hvor aðra, en áttu samt ýmislegt sameiginlegt. Báðar komu úr heldur ömurlegu umhverfi, giftust „vel" og skildu eftir að hafa eignast barn. Seigla, úthald og dágóður skammtur af ósvífni skilaði þeim upp á tindinn. Þær voru eiturpennar og eiturtungur sem höfðu roknatekjur af því að snuðra um einkalíf annarra. Þær auðguðust þó ekki eins og við hefði mátt búast því þær höfðu dýran smekk sem leiddi þær í stöðug skuldafen. Þær voru jafn siða- vandar og pipruðustu júmfrúr og öfga- full íhaldsemi einkenndi stjórnmála- skoðanir þeirra. Drykkfelld, kaþólsk og rómantísk Louella vann lengstum sem slúðurdálka- höfundur hjá blaða- kónginum Randolph Hearst. Ástkona hins miðaldra He- arst var ung leikkona Marion Davies sem bjó ekki yfir umtals- verðum leik- hæfileikum. Hearst ætlaði ástkonu sinni hins vegar mikinn frama og hluti af starfs- skyldu blaðamanna sem unnu hjá hon- um var að mæra hina ungu stjörnu í tíma og ótíma. Louella tók hressilegan þátt í þeim leik, ávann sér hylli hús- bónda síns og uppgangur hennar var hraður. Einhverjir sögðu frama hennar hjá Hearst samsteyp- unni því að þakka að hún hefði verið vitni þegar Hearst varð, fyrir slysni, vini sínum að bana, en sá var sagður hafa ver- ið að stíga í vænginn við Davies. Sagan varð langlíf en fátt bendir til að hún hafi átt við rök að styðjast. Louella var dugn- aðarforkur, enda svaf Louella. Drykkfelldur kaþólikki sem lá á bæn milli þess sem hún sankaði að sér slúðri. hún aðeins tvo til þrjá tíma á sólar- hring. Hún hafði sterk og góð sam- bönd í kvikmyndaheiminum en þótti heldur óprúttin í viðskiptum. Hún hafði þann sið að bjóða kvikmynda- stjörnum á heimili sitt þar sem hún reyndi að fylla þær til að ná úr þeim fréttum um einkalífið. Hún var hins vegar gjörn á að drekka gestum sínum til samlætis, oft með þeim afleiðingum að hún mundi ekki næsta dag hverju henni hafði verið trúað fyrir. Louella var heittrúaður kaþólikki og dýrmætasta eign hennar var mannhæð- arhá stytta af Maríu guðsmóður. Lou- ella var rómantíker af gamla skólanum og sagðist trúa því að ástin væri lausn- in á flestum vandamálum heims. Hún var þrígift. Fyrsti eigin- maður hennar var vellauðugur maður, John Parson, og hún ól honum dóttur. Þegar hún komst að því að Parson átti í ástarsambandi við einkaritara sinn skildi hún við hann. Louella giftist aft- ur en það hjónaband mislukkaðist þeg- ar hún varð yfir sig ástfangin af giftum verkalýðsforingja, Peter Brady, sem var stóra ástin í lífi hennar. Þegar til kom var hann ekki reiðubúinn að skilja við eiginkonu sína og samband- ið lognaðist út af. Þriðji eiginmaðurinn var kynsjúk- dómalæknirinn Harry Martin sem þótti með hraustari og afkastamestu drykkjumönnum í Hollywood. Eina nóttina dó hann áfengisdauða undir pínói á veitingahúsinu Romanoffs. Gestir staðarins reyndu að vekja hann til lífsins en Louella batt enda á þær tilraunir þegar hún hrópaði: „Látið hann sofa. Hann á að framkvæma stór- an uppskurð klukkan 7 í fyrramálið." Það kemur líklega engum á óvart að Martin var ekki talinn í hópi vandvirk- ari lækna. Hann varð síðar læknir hjá 20th Century Fox kvikmyndaverinu þar sem hann dældi óspart örvandi lyfjum í þær kvikmyndastjörnur sem kvörtuðu undan álagi eða þreytu. Mesta stórfrétt Louellu á lóngum ferli hennar var þegar hún birtist frétt þess efnis að Ingrid Bergman, sem var þá gift kona, ætti von á barni, ekki með eiginmanni sínum heldur ítalska leik- stjóranum Roberto Rosellini. Bergman var á þessum tíma svo dáð í Bandaríkj- unum að helst mátti líkja henni við þjóðardýrling. Frétt Louellu vakti gríðarlega athygli og flestir töldu að hún hlyti að vera uppspuni, sorafrétt sem hafði verið samin af hreinni ill- kvittni. Sama kvöld og Louella birti fréttina kom hún að eiginmanni sínum í svefnherberginu þar sem hann kraup við rúmstokkinn með talnabandið í hendi og baðst fyrir hástöfum. „Ég er að biðja fyrir því að frétt þín reynist rétt," sagði hann við konu sína. Fréttin reyndist rétt og Bergman . varð nú jafn fyrirlitin og hún hafði áður verið dáð. Sagt er að Howard Hughes hafi lekið upplýsingunum í J^- Louellu eftir að ¥%§? hafa reiðst Berg- man illilega þegar hún trúði honum fyrir því að hún gæti ekki tekið að sér hlutverk í næstu mynd hans vegna þess að hún ætti von á barni. Slúðurkerlingarnar áttu til að leggja menn í einelti vegna þess að þeim hugnuðust ekki skoðanir þeirra eða verk. Þegar Louella frétti að Orson Welles væri að vinna að kvik- myndinni Citizen Kane, sem að hluta til var byggð á æviferli húsbónda hennar Randolph He- arst, hóf hún í dálkum sín- um gríðar- lega rógs- herferð gegn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.