Alþýðublaðið - 06.05.1997, Side 5

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (j m t q I úðurdálkahöfundarnir Louella Parson og Hedda Hopper gengu lausar og þefuðu uppi allt það sem miður og þær dæmdar siðspilltar. Undan- tekningar fundust þó. Hedda þóttist koma auga á vafasamt samband þegar harðgifti leikarinn Jos- eph Cotton laumaðist á stefnumót með Deanne Durbin án þess að vera í skiln- aðarhugleiðingum. Hedda birti frétt um fund þeirra og konu Cottons stóð vitanlega ekki á sama. Cotton hafði samband við Heddu og bað hana að birta ekki fleiri fréttir um einkalíf sitt en hún hélt uppteknum hætti. I sam- kvæmi skömmu síðar gekk Cotton að Heddu og sagði: „Eg er með sendingu til þín“ - og sparkaði undan henni stólnum. Næsta dag fylltist heimili Cotton hjónanna af blómvöndum og heillaóskaskeytum frá fólki sem hafði látið sig dreyma um að sparka í aftur- enda Heddu en ekki þorað. Leikarinn betrekkti baðherbergisvegg sinn með skeytunum. Fleiri þorðu að leita hefnda. Þegar Hedda birti meinlegar athugasemdir um framleiðandann Walter Wanger Heddu, sem lék Paul Drake í sjón- varpsþáttunum um Paul Mason. Marg- ir furðuðu sig á þessara velvild til bamanna, en einhverjúm varð að orði, og sá hefur líklega hitt naglann á höf- uðið, að með mæður eins og þær þyrftu bömin á allri þeirri aðstoð að halda sem unnt væri að veita þeim. Litlu munaði að stallsysturnar sæust saman á hvíta tjaldinu þegar Billy Wilder gerði hina klassísku kvikmynd sína Sunset Boulevard árið 1950. Leikstjórinn leitaði til þeirra, vildi fá þær í lokaatriðið og láta þær berjast um að komast í símann til að segja frá morði Normu Desmond. Hedda sam- þykkti en Louella neitaði boðinu þar sem hún vissi að Hedda var betri leik- kona og myndi stela senunni. Afkáralegar risaeðlur Á sjötta og sjöunda áratugnum tók að halla undan fæti fyrir slúðurdrottn- ingunum. I Hollywood var ný kynslóð lét tilvist Heddu fara óstjóm- lega í taugainar á sér og leit alla tíð á hana sem óvin. Hedda var íhaldssemin holdi klædd og full af þjóðrembu. Hún hafði hina mestu andstyggð á Evrópubúum og taldi þá flesta hafa kommún- ískt hjarta. Hún var púrítani af lífi og sál og stærði sig af því að hafa ekki verið við karlmann kennd síðan hún skildi við eiginmann sinn. Illar tungur gerðu hins vegar samskipti hennar og leikar- ans John Barrymore að um- talsefni. Hann átti að hafa, í ölæði, dregið Heddu inn í svefnherbergi í þeirri trú að hún væri hin Welles, og tókst bæri- lega að vekja tor- tryggni í hans garð. Þegar Welles gift- ist kyntákninu Ritu Hayworth kom Louella því rækilega til skila að þar hefði góð- ur biti farið í hundskjaft. Meðan Louella gerði ítrekaðar til- raunir til að leiða Orson Welles til slátmnar í kvikmynda- borginni einbeitti Hedda sér af jafn miklu Hedda Hopper. Siðavandur kommahatari sem safnaði höttum og slúðri um náungann. Hedda með hinum síunga sjarmör, Cary Grant. Charlie Chaplin. Hún gagnrýndi Chaplin harðlega fyrir að hafa ekki sótt um bandarískan ríkisborgararétt, vera komma (Hedda sá komma í hverju homi) og hafa óeðlilegan áhuga á komungum stúlkum. Það hljóp því aldeilis á snærið hjá Heddu þegar ung stúlka, Joan Barry, hafði samband við hana árið 1943, skömmu eftir að Chaplin hafði til- kynnt um trúlofun sína og hinnar korn- ungu Oonu O’Neil. Hún sagði Chaplin hafa bamað sig og síðan haldið sína leið. Hedda kom fréttinni á forsíðu. í kjölfarið var bamsfaðemismál höfðað gegn Chaplin en hann harðneitaði að vita deili á stúlkunni. Eftir sérkennileg réttarhöld komst rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Chaplin væri ekki faðirinn en engu að síður var honum gert að greiða bamsmeðlag! Hedda réttlætti þátt sinn í málinu með því að hún hefði birt fréttina til viðvörunar þeim sem ættu í vafasömum ástarsam- böndum. Hreinlífur kommahatari Hedda þekkti hvern krók og kima í Hollywood enda hafði hún unnið þar fyrir sér um árabil sem leikkona. Hún var fimmta eiginkona leikarans De- Wolf Hopper sem var 27 áram eldri en hún. Þau voru gift í níu ár og eignuð- ust son. Eiginmaðurinn dundaði við það flestum stundum að spotta og nið- urlægja eiginkonu sína á allan mögu- legan hátt. Loks gafst hún upp á fjöl- lyndi hans og skapbrestum og skildi við hann. Hedda vann í mörg ár fyrir sér með kvikmyndaleik og var hin þokkaleg- asta leikkona. I upphafi leikferils síns átti hún nokkur samskipti við Louellu sem nú var orðin vinsælasti aðalslúð- urdálkahöfundur Hollywood. Hedda fóðraði Louellu á fréttum um einkalíf stjamanna og að launum bar Louella lof á smástimið. Hrós Louellu dugði Heddu ekki til langframa því kvik- myndaverið MGM sagði upp samningi sínu við hana. Við tóku nokkur mögur ár en árið 1937 réð Los Angeles Times hana til sín sem slúðurdálkahöfund. Hopper var þá 52 ára og enginn átti von á því að hún myndi veita Louellu verðuga samkeppni. Hedda hafði ekki síðri sambönd en Louella enda hafði hún leikið á móti mörgum þekktustu stjömum Hollywood og vingast við allnokkrar þeirra. Hedda þótti öllu viðkunnan- legri kona en Louella. Hún var ætíð óaðfinnanlega klædd og skrautlegir hattar hennar vöktu hvarvetna athygli. Louellu skorti glæsileika Heddu og hún var ekki vinsæl í heimahúsum þar sem hún þjáðist af þvagleka og skildi eftir sig litla polla hvar sem hún settist niður. Hedda sá það skoplega við þann ríg sem myndaðist milli þeirra Louellu og taldi þeim báðum í hag að viðhalda honum. Louella var á öðra máli. Hún glæsilega Carole Lombard. Barrymore var sagður hafa borið sig vel ntorgun- inn eftir, þegar hann uppgötvaði mis- tökin, en þá var Hedda orðin ástfangin og lifði æ síðan í minningu um þessa unaðsnótt. Slúðurdálkadrottningin, sem þóttist vera svo hreinlíf, lagði fæð á alla þá sem leyfðu sér að gjóa auga á aðra en maka sína. Reyndar var Louella engu skárri en Hedda í þeim fréttaflutningi. Louella komst til dæmis nálægt því að eyðileggja leikferil Grace Kelly þegar hún skýrði frá ástarsambandi hennar við hinn harðgifta Ray Milland. Stjömumar áttu yfírleitt enga vörn þegar framhjáhald var borið upp á þær reiddist eiginkona hans, leikkonan Joan Bennett. Til að sýna andúð sína útvegaði sér skúnk og sendi Heddu. Bennett iðraðist þegar verksins, taldi víst að Hedda myndi reynast dýrum jafn illa og hún hafði ætíð reynst manneskjum. Hún hafði þvf samband við vini sína, leikarann James Mason og eiginkonu hans sem tókst að endur- heimta skúnkinn, og honum var síðan fundin góð vistarvera til frambúðar. Þótt slúðurdrottningarnar færa ekki leynt með andúð sfna hvor á annarri reyndust þær bömum hvor annarrar vel. Hedda var meðal boðsgesta þegar dóttir Louellu gifti sig og Louella fór oft lofsamlegum orðum urn son Louella milli Jack Benny og eigin- konu hans. að láta í sér .heyra og hún nennti ekki að flaðra upp um tvær gamlar kerling- ar, sem nú þóttu helst minna á afkára- legar risaeðlur. Gömlu brýnin reyndu þó að fylgjast með þróuninni. Meðal þeirra sem Louella tók upp á arminn voru Bobby Darin, Fabian og eftirlæti hennar Elvis Presley. Hedda Hopper tók Steve McQueen og Ann Margret undir sinn vemdarvæng. En tímarnir voru að breytast og áhrif þeirra voru ekki þau sömu og áður. Árið 1965 dró Louella sig í hlé, rúmlega áttræð. Tveimur mánuðum síðar lést Hedda. Harriet, dóttir Lou- ella, fannst skylda sín að láta móður sína vita. „Mamma, ég þarf að segja þér dálítið," sagði hún, „Hedda dó í dag.“ Louella þagði nokkra stund og sagði síðan með þungri áherslu: „GOTT.“ Louella lifði sex ár enn. Hún var orðin elliær og í engu sambandi við umliverfi sitt. Flestum stundum sat hún stjörf fyrir frarnan sjónvarpsskjá- inn og þekkti ekki mun á leiknum at- riðum og stillimynd. Öðrum stundum hjalaði hún í leikfangasíma sem ein- hver hafði gefið henni og hélt sig vera að eiga trúnaðarsamtöl við frægustu stjörnur í Hollywood. Síðan Louella og Hedda féllu frá hefur Hollywood ekki eignast slúður- dálkahöfunda á borð við þær. Ólíklegt er að svo verði í framtíðinni. Enginn vill eiga það á hættu að vekja upp gamla og illviðráðanlega drauga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.