Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI 1997 Menntamálaráðuneytið Styrkur til háskóla- náms í Japan Japönsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan á árinu 1998. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi og sé yngri en 35 ára miðað við 1. apríl 1998. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu a.m.k. um sex mánaða skeið. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. LANDSPITALINN ...íþágu mannúðar og vísinda... Sérfræóingar i barnageðlækningum Tvær stöður sérfræðinga á barna- og unglingageðdeild Landspítalans eru lausar til umsóknar. Önnur staðan er til frambúðar, hin er afleysingastaða til eins árs. Fáist ekki sérfræðingur í barnageðlækningum í afleysingastöðuna kemur til greina að veita hana sérfræðingi í barna-, geð- eða heimilislækningum. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 1. júní nk. og veitast þær frá 1. ágúst nk. Umsóknir, með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Valgerðar Baldursdóttur, yfirlækn- is, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Mat stöðu- nefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Deildarlæknir (reyndur aðstoðarlæknir) óskast á barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá 1. júlí nk. Um er að ræða fullt starf sem ráðið er í til eins árs með möguleika á framlengingu. Umsóknir, með upplýsingum um nám og fyrri störf, send- ist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Valgerðar Bald- ursdóttur, yfirlæknis, sem jafnframt veitir nánari upplýsing- ar. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Hjukrunarfræðingar óskast á öldrunarmatsdeild (legudeild 10 rúm) sem tekur til starfa 1. júní nk. á Landspítalanum í húsnæði á 11-B. Deildin er til viðbótar við öldrunarteymi sem tók til starfa á Landspítalanum 1. apríl 1996 og vinnur nú í nánum tengslum við aðrar deildir á Landspítala og öldrunarþjón- ustu sjúkrahúsanna á Landakoti. Upplýsingar veitir Berg- dís Krisjánsdóttir, hjúkrunaríramkvæmdastjóri í síma 560 1000. Umsóknir berist til skrifstofu hjúkrunaríorstjóra fyrir 20. maí nk. Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar og 3. árs nemar óskast á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Nánari upplýsingar veitir Stella Hrafnkelsdóttir, deildar- stjóri, í síma 560 2860. Einnig er óskað eftir hjúkrunarfræðingum á ýmsar aðrar deildir Landspítalans. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 560 1000. * n. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ultima Thule? Bíóborgin/Regnboginn: Smilla's Sense of Snow *** Aðalleikendur: Julia Ormond, Gabriel Byrne, Richard Harris Voru kjarnorkuvopn til taks í Thule á Grænlandi? Arum saman voru gagnstæð svör gefin við þeirri spurningu. Þau kunna að verakveikj- an að þessari sögu Peter HÖeg, sem miklum vinsældum hefur náð, þótt af öðrum toga sé. I Grænlandsjökli finnst loftsteinn með lífrænum efni- við. (Var það ekki boðskapur eins mektarmanna Almenna bókafélags- ins, ensks prófessors, að líf hafi borist til jarðar utan úr geimnum?) Við athugun loftsteinsins á Græn- landi varð sprenging að bana föður lítils drengs fyrir augum hans. Eins konar ormur, háskalegur mjög, mun hafa í drenginn borist úr loftsteinin- um. Og fylgjast yfirvöld með drengnum. Drengurinn fellur síðan sér til bana fram af húsþaki. Datt hann eða var honum hrint? Því reyn- ir söguhetjan, stúlkan, að svara. Töku myndarinnar stýrði Billie August. Hressilegur sænskur Kvikmyndir | reyfari Regnboginn: Veiðimenn -k-k-k Til skálka þessarar myndar mun Brigitte Bardot ekki brosa. Þeir fella vernduð hreindýr. Til þorps í Norður- Svíþjóð snýr aftur lögreglúmaður, Haraldur Jóhannsson skrifar sem hefur starfað í lögreglunni í Stokkhólmi. í litlu þorpi eru flestir skyldir eða tengdir eða svo gott sem. Og eykur það á vanda lögreglu- mannsins. Að krókaleiðum tekst honum þó að koma lögum yfir veiði- þjófana. Svo haganíega er þessi söguþráður unn'inn, að minnir á sög- ur Georges Simenon, Maigret-sögur frá fjórða áratugnum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kærum hafnað Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað vegna tveggja kæra sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, þau Magnús Gunnars- son og Valgerður Sigurðardóttir, sendu ráðuneytinu. Önnur kæran var vegna kosninga í bæjarstjórn um hverjir skuli skipa hafnarstjórn og skólanefnd. Hin kæra var vegna meints vanhæfis Ellerts Borgar Þorvaldssonar, forseta bæjar- stjórnar, í ákveðnu máli. Borgarskipulag Reykjavíkur Skúlagata 21 og 42 og Hverfisgata 105 í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóðum við Skúla- götu 21 og 42 og Hverfisgötu 105. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Bygging- arfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendur til 18. júní 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en mið- vikudaginn 2. júlí 1997. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í steyptar gangstéttar og ræktun víðsvegar um borgina. Verkið nefnist: Steyptar gangstéttar og ræktun. Helstu magntölur eru: Steyptar gangstéttar: uþb. 12.400 m2 Ræktun: uþb. 6.000 m! Síðasti skilad. verksins er 15. sept. 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, frá þriðjud. 6. maí, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 14. maí, kl. 15. gat7i/7 F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í ut- anhússfrágang og lóð við Sundlaug í Grafarvogi, Dalhúsum 2. Um er að ræða einangrun og klæðningu útveggja, uppbyggingu þaks á steypta plötu og klæðningu (rúml. 1400 m2), ísetningu glugga og glerjun. Þá er einnig um að ræða yfirborðsfrágang á lóð, laugarsvæði og bílastæði. Verktími er frá 1. ágúst 1997 til 1. nóv. 1997 fyrir utanhússfrágang og 1. mars 1998 fyrir lóðarfrágang. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 6. maí nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 22. maí 1997, kl. 11 á sama stað. bgd 73/7 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Ráðuneytið komst að þeirri niður- stöðu að ekki væri ástæða til að hafa afskipti af afgreiðslu bæjarstjórnar í hvorugu málanna. ¦ Kratar á Isafirði Búnirað selja Krata- höllina Alþýðuflokkurinn á Isafirði hefur selt þrjár efstu hæðir Kratahallarinn- ar við Silfurtorg. Ein hæðanna, sú þriðja, var seld að hluta til í maka- skiptum og á móti fékk flokkurinn húsnæði á jarðhæð, við hliðina á rík- inu og þangað verður aðstaða flokks- ins flutt. Fyrsta hæð Kratahallarinnar var ekki seld og verður ekki nema gott tilboð berist. Kratahöllin var of dýrt húsnæði fyrir flokkinn, enda upp á fjórar hæð- ir, en afborganir lána og viðhald kall- aði á talsvert fjármagn. ¦ Norðurál í Hvalfirði ístak steypir fyrir 600 milljónir Norðurál hefur gert samning um að verkatakafyrirtækið Istak annist fyrstu steypuframkvæmdir við bygg- ingu fyrirhugaðs álvers fyrirtækisins. Um er að ræða 17 þúsund rúmmetra af steinsteypu. Samningurinn er upp á um 600 milljónir króna. Verklok eru áætluð í lok þessa árs. Beðið er eftir að Alþingi samþykki starfsleyfi fyrir álverið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.