Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Er sýning ráðherrans bara „blöff“? Sjávarútvegsráðherra er búinn að láta reikna það út að ef veiðigjald verði sett á og skattar fólksins lækk- aðir á móti þá sé hægt að lækka skattana býsna mikið. Þetta veiði- gjald ráðherrans virðist reyndar í ætt við það sem við jafnaðarmenn köll- um veiðileyfagjald. Við höfum lagt til að útgerðin greiði fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Það fínnst okkur réttlátt á meðan ráð- herrann kallar þá ráðstöfun að færa landsmönnum hlutdeild í auðlindinni í gegnum gjaldtöku og skattalækkan- ir byggðaskatt. Pallborð i Svanfríður Jónasdóttir skrifar Greiða byggðir skatt eða er þeim greiddur skattur? Kvóta er úthlutað á skip og hefur sú úthlutun ekkert með byggð eða fólk að gera. Þessvegna hefur mikl- um meirihluta fólks þótt það sann- gjamt að útgerðin greiddi fyrir að fá samkvæmt lögum að ráðstafa auð- lindinni. En nú er ráðherrann sem- sagt búinn að finna það út að ef út- gerðin greiddi fyrir að fá að ráðslaga með kvótann að vild sé það skattur byggðanna. Að hans mati hefur það þó ekki verið byggðaskattur þó út- gerðir hafi selt kvótann í burtu. Ekki heldur þegar nýliðar í greininni hafa þurft að kaupa fullu verði veiðiheim- ildir af þeim sem áður fengu þeim út- hlutað ókeypis. Það eina sem jafna má við byggðaskatt hefur verið þeg- ar sveitarfélögin hafa rúið sig inn að skinni til að halda skipi í byggðarlagi í von um að þá héldist þar líka ein- hver atvinna. En það er ekki það sem ráðherrann hefur áhyggjur af. Byggð gegn byggð, landshluti gegn lands hluta Sjávarútvegsráðherra ætti að vita að útgerðarfyrirtækin greiða enga skatta til byggðanna og að byggðirn- ar hafa nánast ekkert vald á þróun mála nema með ærnum tilkostnaði og dugar ekki alltaf til. Það er meðal annars vegna þess að eignarhald þeirra útgerðarfyrirtækja sem eru á hlutabréfamarkaði er dreift og bréf £ þeim skipta um hendur fyrir tugi milljóna dag hvem. I mörgum tilfell- um em fyrirtækin ekki nema að litl- um hluta í eigu svokallaðra heima- manna. Þessi fyrirtæki em allt í kringum landið og eru handhafar um 50% veiðiheimilda við ísland. Sjáv- arútvegsráðherra ætti líka að vita að með villandi framsetningu, nánast blekkingum, eins og þeim sem hann hefur látið stilla upp fyrir sig fyrir skattpeningana okkar, kyndir hann og skammsýnna sérhagsmuna út- gerðarinnar í þessu máli, gegn al- mannahagsmunum. Ráðherrann og talsmenn útgerðar- innar hafa hingað til varið og ríg- haldið í kerfi sem af mörgum er talið byggðafjandsamlegt þó það kunni að stuðla að hagkvæmni fyrir heildina. Ef ráðherrann ætlar sér hinsvegar að hverfa af braut hagkvæmni og hag- ræðingar og láta hið nýja trúboð sitt um skattbyrði byggðanna ganga upp hlýtur hann að stefna að bæjarútgerð- um og byggðakvóta. Annars er sýn- ingin bara blöff. Ef ráðherrann ætlar sér hinsvegar að hverfa af braut hagkvæmni og hagræðingar og láta hið nýja trúboð sitt um skattbyrði byggðanna ganga upp hlýtur hann að stefna að bæjarútgerðum og byggðakvóta. Annars er sýningin bara blöff. undir r£g milli byggða og ekki s£ður ingarþróuninni í sjávarútveginum. landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis En hann sést ekki fyrir, svo mikill er sem mun spilla samruna og hagræð- ákafi hans í að ganga erinda þröngra v i t i m <2 n n “Menn bundnu miklar vonir við GATT-samkomulagið um tollamál, en það reyndust mestu vonbrigði aldarinnar, þegar upp var staðið. Sumar vörur jafnvel hækkuðu." Leifur Sveinsson í Mogganum. “Allir sem þekkja til talna vita hversu auðvelt er að blekkja með þeim og bregða á leik, sé vilji til þess. Slíkt getur verið hreinasta list.“ Baldvin Tryggvason, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, í Mogganum. “Núleikandi handboltamark- menn á íslandi kunna ekki til verka, ekki frekar en fyrirrenn- arar þeirra í áratugi.“ Geir Kristjánsson í Mogganum. “Ég er fjölkunnugur og það tekur mig tvo klukkutíma að vinna á honum með mínum tólum, sem eru blað, blýantur, reglustrika og hljómkvísl.“ Geir Kristjánsson í Mogganum. “Menn geta ekki horft framhjá Einar H. Guðmundsson, stjörnufræðingur, skrifaði í desember grein í Morgunblaðið um stjörnufræði íslendinga fyrr á öldum. Þar kom meðal annars fram, að hinn mikli stjörnumeist- ari Tycho Brahe á eynni Hveðn í Eyrarsundi hefði líklega látið gera kvaðrant handa Oddi Ein- arssyni biskup í Skálholti (d. 1632) sem í mælidagbókum Brahe síðla apríl 1589 er kenndur við ísland. En kvaðrantur var tæki sem var notað til að mæla sólarhæð og þarmeð ákvarða á hvaða breiddarbaug jarðkringlunnar mælistaðurinn var. Um helgina var haldin mikil ráðstefna í Skál- holti um Þórð Þorláksson bisk- up (d. 1697) og þar nefndi rit- stjóri Alþýðublaðsins Össur Skarphéðinsson heimildir frá árinu 1638 um kvaðrant í fórum Gisla Oddssonar biskups, son- ar fyrrnefnds Odds. Már Jóns- son sagnfræðingur upplýsti þá, að hann hefði í bréfabók Þórðar Þorlákssonar fundið tilvitnun um gamlan kvaðrant í eigu Þórðar. Spurningin sem nú brennur á vörum margra áhugamanna um 16. og 17. öldina er því þessi: Getur verið að íslandskvaðrant- ur Tycho Brahe frá 1589 hafi verið hinn sami og var í fórum Þórðar skömmu fyrir 1700, og leynist hann kannski einhvers staðar ennþá... r AAIþingi er Páll Pétursson með seinheppnari mönn- um, og menn eru ekki alltaf vissir um að hann þekki til hlítar frumvörpin, sem starfsmenn hans í ráðuneytinu semja. Á mánudag var verið að greiða at- kvæði um frumvarp hans um Tryggingarsjóð einyrkja, þegar Páll skýrði atkvæði sitt við eina greinina svo óhönduglega að allt fór í bál og brand. En hann lét þá falla orð í þá veru, að við vissar kringumstæður yrði ríkið að koma með framlög i sjóðinn, en því hafði stjórnarliðið jafnan neitað áður. Stjórnarandstaðan sagði að annaðhvort þekkti Páll ekki málið eða fram væri kom- inn nýr skilningur á því, sem gæti gjörbreytt afstöðu manna til þess. Að lokum átti forseti þingsins Ólafur G. Einarsson ekki annars kost en fresta at- kvæðagreiðslu. Það var ekki fyrr en sjálfur forsætisráðherr- ann Davíð Oddsson gaf yfirlýs- ingu að málið leystist... Vestfirðingurinn Einar K. Guðfinnsson vann mikinn sigur þegar hann kom með til- styrk þingsins í veg fyrir að rík- isstjórnin næði að lengja föstu- daginn langa, og koma þannig í veg fyrir hefðbundinn dansleik á ísafirði eftir miðnætti þann dag. Við atkvæðagreiðsluna greiddi Guðni Ágústsson atkvæði gegn tillögunni, og í sæti sínu álasaði hann félaga sínum Ólafi Þ. Þórðarssyni fyrir að hafa ekki stutt Guð og ríkisstjórnina með þvþi að greiða li'ka atkvæði gegn Einari K. í þeim orðum töluðum studdi Guðni óvart á rauða hnappinn í annarri at- kvæðagreiðslu og greiddi at- kvæði gegn ríkisstjórninni án þess að vilja það. “Þarna sérðu, “sagði þá Ólafur Þórðar- son. “Hönd Guðs lýstur þig strax í reiði sinni fyrir illgjörðir þínar gagnvart ísfirðingum..." Frank! Líf mitt hefur hreinlega tekið stakkaskiptum eftir að ég kynntist uppstokkun í iandbúnaði. þessum breytingum og haldið áfram að áætla og byggja steinkassa við sjúkrahúsin! Sú stefna er úrelt. “ Ólafur Ólafsson landlæknir í Mogganum. “Nei, ég fór yfir eina smá peðru hér áðan, á 20 föðmum, en hún splundraðist alveg um leið.“ Úr talstöðvarsamtali síldarskipstjóra i Mogganum. “Jaaaaaha, það er sama sag- an hér.“ Úr sama samtali. “Þá var ég pottþéttur á því að lagið mitt hefði unnið.“ Séra Sigurður Ægisson í DT, en hann sigr- aði í dægurlagakeppni Kvenfélags Sauð- árkróks. s “Ungi maður. Ég á einkennilega ósk þér til handa. Hún er sú að þú verðir aldrei forseti Bandar£kjanna.“ Svanhildur Óskarsdóttir, kaupmaður: “Ekki spurning." Iðunn Andrésdóttir, verslunareigandi: “Launin eru f lagi, en ekki aukagreiðslurnar.“ Valdís Ragnarsdóttir, verslunarmaður: “Já, það finnst mér.“ Franz Gunnarsson, sölumaður. “Eg myndi segja það.“ Albert Þorleifsson, þúsundþjalasmiður: “Auðvitað er ofgert við þá.“ Grover Cleveland Bandarikjaforseti viö fimm ára hnokka, Franklin Delano Roos- evelt, sem varö nokkrum áratugum siðar 32. forseti Bandarfkjanna og einn sá far- sælasti i embætti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.