Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 Úr alfaraleid Hús Lech Walesa molað Hugmyndir um að gera gamla heimili Lech Walesa að safni um Samstöðu verða að engu. Dagblaðið Sztander, Gdansk. Húsið, sem hinn gamli leiðtogi Samstöðu og síðar forseti Pól- lands, Lech Walesa bjó í forðum í Gdansk, er nú hnigið að moldu. Samstaða, og stuðningsmenn Wa- lesa, höfðu lengi barist fyrir því að húsið yrði gert að safni, en gaum- gæfileg rannsókn á því þótti sýna, að ástand þess væri svo slæmt, að ekki yrði hægt að viðhalda því eða endurbyggja án þess að leggja út í mikinn kostnað. Gdansk er fæðingarstaður Sam- stöðu, sjálfstæðrar hreyfíngar verkafólks sem undir forystu Wa- lesa bauð kommúnistum í Pól- landi og sovéska biminum, byrg- inn á sínum tíma. Það var fyrst og fremst virkni Samstöðu sem leiddi til þess að ríkisstjóm kommúnista féll, og Pólland varð að lýðræðis- legu ríki. Lech Walesa varð í kjöl- farið að forseta, en féll sjálfur í kosningum, öllum á óvart, því sá sem lagði hann var Alexander Kwasniewski, sem var áður kommúnisti. Dagblaðið Sztander hermdi ný- lega, að Lech Walesa hafi flutt fyrir skömmu í nýtt hús, skammt frá gamla húsinu sínu, sem stóð við Polanki stræti í Gdansk. Walesa lagði sjálfur til, að hús- ið, sem var byggt fyrir 1930, yrði gert að safni fyrir Samstöðu, og borgarstjómin í Gdansk tók undir það. Þegar í ljós kom, að kostnað- urinn við að endurbyggja það yrði mjög hár var hins vegar fallið frá því. Ahangendur Walesa tóku því illa, að sögn Sztander. (Dagblaðið Sztander, Varsjá). ■ Jóhann Páll Símonarson um Húsnæöisstofnun Er ekki sáttur f r é t t i r ■ Hluti af ávarpi Svavars Gestssonar á fundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 1. maí Vinniim meipihluta strax í næstu alþingiskosningum En við erum í miðju prófi; ég vil að við setjum markið svo hátt að við sem hér höldum fund í dag vinnum ásamt endurnýjaðri verkalýðshreyf- ingunni hreinan meirihluta í næstu alþingiskosningum. - slæm stjórnsýsla “Ég vil sem minnst um þetta segja. Það tók mig marga mánuði að eiga við Húsnæðisstofnun og ekkert gekk fyrr en ég leitaði til umboðsmanns Alþingis. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er ég ekki sáttur og mun halda mínu máli áfram. Þetta er slæm stjómsýsla sem Húsnæðisstofnun sýnir,“ sagði Jóhann Páll Símonarson, en eins og kom fram í Alþýðublaðinu í gær, hef- ur Húsnæðisstofnun viðurkennt að hafa tekið tvöfalda fymingu af fbúð í verkamannakerfinu sem Jóhann Páll seldi aftur. Það sem Jóhann er ekki sáttur með er verðmat ýmissa breyt- inga sem hann hafði gert. Deilan um fyminguna er tilkomin vegna lagabreytinga sem vom gerðar um 1980. Eldri lög kváðu á um 0,5 prósent fymingu en nýrri lögin eitt prósent fymingu. Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðisstofn- unar sagði í Alþýðublaðinu í gær, að í tilviki Jóhanns Páls hafi orðið mis- tök og að þau hafi ekki verið gerð varðandi aðrar íbúðir sem byggðar vom og keyptar fyrir 1980, en endur- seldar Húsnæðisstofnun, eftir laga- breytingamar og því hefði leiðrétt- ingin í máli Jóhanns Páls ekkert for- dæmisgildi. Alþýðublaðið hefur hins vegar heimildir fyrir öðm, en eigendur þeirrar íbúðar, vilja ekki tala um sitt mál opinberlega, þar sem aðeins er búið að meta íbúðina og af ótta við viðbrögð Húsnæðisstofnunar vill fólkið ekki koma fram en blaðið hef- ur séð útreikninga frá Húsnæðis- stofnun þar sem kemur fram að fym- ingin er eitt prósent á ári, þrátt fyrir að fólkið hafi keypt íbúðina löngu fyrir lagabreytingamar. Stundum er talað um það að vandi verkalýðshreyfingarinnar stafi af því að hún eigi ekki flokka í eignarréttar- legum skilningi liggur mér við að segja. Stundum er talað eins og það leysi allan vanda verkalýðshreyfing- arinnar að leggja þessa tvo flokka saman sem hér halda fund. Það held ég að sé ekki rétt; ég held að það þurfi ekki aðeins sameiningu heldur þurfi málefnalega endurnýjun og annan svip; þar sem heiðarleiki ein- kennir umræðuna, þar sem fólk hefur trú á að flokkamir falli ekki niður í sama dfkið og hinir. Hvað olli sigri Alþýðuflokksins 1978; einmitt þetta, barátta Vilmundar gegn spillingunni. Hvað olli sigri Alþýðubandalagsins 1978? Einmitt þetta og barátta við hliðina á verkalýðshreyfingunni. Og nú er ég loksins kominn að verkalýðshreyfingunni; hvað er ann- ars orðið af henni? Það var skelfing- ampplit á henni í síðustu kjarasamn- ingum. Þar var fyrst um að kenna pólitískum tengslum Sjálfstæðis- flokksins inn í hreyfinguna. Þessi klofningur í verkalýðshreyfingunni varð launamönnum dýr og mun birt- ast í lakari lífskjömm á næstu árum en ella hefði verið. Ég tel að verka- lýðssamtökin komi vemlega sködd- uð út úr átökum þessa árs, misjafn- lega mikið, en öll eitthvað. Ég tel að heildarsamtökin hafi þó á örlaga- stundu bjargað því sem bjargað varð með því að ná samningum um opn- unarákvæði á samningstímabilinu sem er annars fram á næstu öld. I þessu ljósi er hugmynd BSRB og Ogmundar Jónassonar og undirtektir Grétars Þorsteinssonar við hana um samstarf og sameiningu verkalýðs- samtakanna fagnaðarefni. Það er sannarlega eina von verkalýðssam- takanna að þau læsi sig saman. Öll. Það sýnir hrakfallasagan frá þessu vori hvað klofningur samtakanna getur orðið dýr. Þá er ég kominn að því sem ég tel að skipti sameiningarferlið mestu máli og það er að samtök launafólk snúi sér að því að sameinast; Ég sagði og skrifaði sameinast og ég tala um sameiningarferli. Ef verkalýðs- samtökin ætla sér að eiga nýja von þá verða þau að sameinast. Og því ekki að nota tímann sem nú gefst til þess á þessu óvenjulanga samningstíma- bili? Bjartsýnn, heiðarlegur og raunsær Næsta vetur verða flokkarnir og flokkafylkingar í harðri baráttu vegna sveitarstjómarkosninganna; úrslit þeirra skipta miklu máli. Jafn- hliða og á svipuðum tíma munu verkalýðssamtökin velta því fyrir sér hvernig þau geta styrkt krafta sína og lagt þá saman. Ef það gerist hvort tveggja að sveitarstjómarkosning- amar benda í eina átt og verkalýðs- samtökin ná að teikna framtíðarland- ið saman þá er komið að flokkunum á landsvísu. Og reyndar hvort sem er. Til að það verði gagn í samstarfi og síðan sameiningu flokka þarf að fá fólk til að skilja að við munum sam- an stjórna öðruvísi; fyrst að við mun- um leggja aðrar siðræna mælikvarða á stjórnmálin en notaðir hafa verið til þessa. Að við munum ekki taka þátt í að verja klíkuveldið aðeins ef því þóknast að láta mola hrökkva af borðum sínum handa okkur af og til. Það verður líka að vera ljóst að stjómmálahreyfing framtíðarinnar þori að taka langtímahagsmuni fram yfir skammtímahagsmuni; að for- ystumenn hennar þori afdráttarlaust að leggjast gegn þeim stundlegum ávinningi sem hefur í för með sér ólán og ógæfu, mengun, skuldir og menntunarleysi fyrir framtíðarhags- muni bamanna okkar. Það þarf líka að vera kjarkaður í núinu til að þora að neita að beygja sig fyrir hemaðarhagsmunum; það er ekki í þágu framtíðar að halda í gam- aldags hemaðarbandalög eins og líf- taug þegar allir vita jafnvel börnin að hemaður er dauði en ekki líf. Við þurfum líka samstöðu um nýja ör- yggis- og friðarstefnu. Flokkur framtíðarinnar er því í senn bjartsýnn, heiðarlegur og raun- sær og róttækur. Allt í senn. Hann er ekki aðeins summa af því sem fyrir er, heldur endumýjun lífdaganna fyr- ir jákvæðar og bjartar hugsjónir framtíðarinnar. Öll verkefni framtíð- arinnar kalla á slíkt stjórnmálaafl sem verði ekki í eigu verkalýðshreyf- ingarinnar en starfar heiðarlega við hliðina á henni. Hert í eldi sögunnar Við Alþýðubandalagsmenn viljum heiðra þær hugsjónir og áherslur sem við höfum. Það sama gildir um Al- þýðuflokksmenn. Þess vegna er sér- staklega ánægjulegt að félögin tvö Alþýðubandalagið í Reykjavík og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur skuli saman standa fyrir þessum fundi. Þau eru bæði hert í eldi sög- unnar og þar er reynsla og víðsýni, varkámi og framsýni til þess að leggja það saman sem saman á. 1 báðum félögunum er vilji til sam- fylkingar og samvinnu; - sameining- ar ef vel gengur. Þið takið eftir því að í ræðu minni hef ég aftur og aftur talað um „sameiningu“. Ég tala um sameiningu allra. Ég tel að saga sundrungar sé orðin okkur og ís- lenskri alþýðu svo dýr að við megum ekki skemmta skrattanum, það er íhaldinu, stundinni lengur með því að nota tækifærið til að sundrast þeg- ar við þykjumst vera að sameinast. Það er of viðkvæmt enn að segja það eins og það er en ég geri það samt og vil þó engan meiða en ég fullyrði: Tilraunin 1990 tókst ekki, tilraunin 1995 tókst ekki, tilraunin 1983 tókst ekki, tilraunin 1971 tókst ekki. Eng- in þessara tilrauna hefur tekist. Af þeim er aðeins eitt að læra - það að hver einasti maður verður að koma með; annars er unnið fyrir gýg. Lær- um af því hvemig til tókst á Reykja- víkurlistanum. Við ætlum ekki að leggja niður þau málefni sem við stöndum fyrir Alþýðubandalagsmenn. Við erum stolt af sögu okkar og heimssýn. Það sama gildir um Alþýðuflokksmenn- ina. Það hefur oft verið lengra á milli okkar en allra annarra. Og við ætlum alls ekki að leggja niður hugsjónir okkar né heldur áherslumál þau sem við höfum haft. Þess vegna gæti sam- eining virst órafjarri og hún gerist ekki á augnabliki. En við erum í miðju prófi; ég vil að við setjum markið svo hátt að við sem hér höld- um fund í dag vinnum ásamt endur- nýjaðri verkalýðshreyfingunni hrein- an meirihluta í næstu alþingiskosn- ingum, að við göngum samhliða til næstu kosninga staðráðin í að byggja saman upp nýtt Island á nýrri öld, með virðingu fyrir viðhorfum og sögu hvers annars, hugsjónum hvers annars, og því að allir þurfa að vera með; markmiðið væri sameining. Þá ryðjum við klíkuveldinu til hliðar í íslenskum stjómmálum, hættum að hirða molana af borðum þeirra, ber- um sjálf á borð. Sköpum söguna í okkar mynd. Vilji er það sem þarf. Ráðherrar heiðra Steindór Fjórir fyrrverandi menntamálaráðherrar flugu norður til Akureyr- ar í gær, þegar Steindór Steindórsson, fyrrver- andi þingmaður Alþýðu- flokksins og skólameist- ari Menntaskólans á Ak- ureyri, var jarðsunginn. Þetta voru þeir Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, Sverrir Her- mannsson, núverandi bankastjóri, Magnús Torfi Ólafsson og Ingvar Gíslason. Fjórmenning- amir eiga það allir sam- eiginlegt að vera stúd- entar frá Menntaskólan- um á Akureyri, og út- skrifaðir af Steindóri á sínum tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.